Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 14
Á hverju ári koma á markaðinn mörg hundruð kvikmyndir sem eru misjafnar eins og þær eru margar. Og það gefur augaleið að þær komast ekki allar að í bíói. Þær kvikmyndir sem hljóta þau örlög þykja oftar en ekki í lakari kantinum en öðru hverju leynast á milli myndir sem vert er að sjá. Fókus kíkti aðeins á myndbandamarkaðinn og spurði hvað ráði því hvort kvikmyndir fá sýningu í kvikmyndahús- um eða fara hreinlega „beint á vídjó“. Ekki gleyma þessum ... „Oftar en ekki em það kvikmyndaverin í Bandaríkjunum sem stjóma því hvort myndir fara í kvikmyndahús eða beint á myndbandaleigumar," segir Ómar Friðleifsson, sölustjóri leigumyndbanda hjá SAM-myndböndum. „Það kemur einnig líka til að sú ákvörðun er tekin hjá okkur en þá er það einungis fjárhagsleg ákvörðunartaka — það getur verið dýrt að sýna mynd í kviktnyndahúsum sem fær litla sem enga aðsókn.“ En skyldi það vera dauðadómur fyrir kvikmyndir að fá ekki sýningu í bíóum? Vissulega að því leyti að þá strax er viðkomandi kvikmynd búin að fá á sig þann stimpil að hún þyki ekki nógu góð fyrir bíóin. „Hinn almenni kúnni er ekki að leita sér að kvikmynd til að leigja. Og þá spilar það stórt hlutverk að ef mynd er ekki búin að fá þá auglýsingu og umfjöllun sem fylgir því að hún sé sýnd í bíói þá verður hún undir. Það er ekki nema fyrir allra hörðustu kvik- myndaáhugamenn sem vilja sjá sem mest og jafnvel allar myndir með sínum uppáhaldsleikara og svo framvegis," seg- ir Ómar. Það virðist samt sem áður skjóta skökku við að sumar myndir sem fá sýningu í bíóhúsum landsins eru hreinlega slæmar á meðan fullt af góðum myndum týnist í mynd- bandaflóðinu á vídeóleigunum. En eins og Ómar segir er sú ákvörðun oftast tekin, hvaða myndir fara í bíó og hvaða ekki, hjá dreifingaraðilum í Bandaríkjunum. „Oft er látið eitt og hið sama gilda um öll Evrópulönd hvað dreifingu varðar og þýðir þá lítið fyrir okkur að reyna að fá myndir í sýningu héma á Islandi. Það stóð til dæmis aldrei til að sýna The Salton Sea (með Val Kilmer) í bíóhúsum í Evrópu og þurftum við að berjast með kjafti og klóm til að fá að sýna hana í íslenskum bíóum,“ segir Ómar. Það þýðir því lítið að bölva íslenskum dreifingaraðilum í sand og ösku, í flestum tilfellum er þessi ákvörðun tekin í Bandaríkj- unum. Viðkomandi framleiðandi telur kannski myndina vera mistök, eftir á að hyggja, og leggur ekki í að firamleiða hana í tugþúsunda tali fyrir kvikmyndahús í Evrópu og víðar, enda mun ódýrara að fjölfalda kvikmyndir á myndbönd en að búa til eftirprent á filmum svo hún sé sýningarhæf í kvikmyndahús- um. Það er því um að gera að fyígjast vel með, því oft leynist gullmoli inn á milli sem einhverra hluta vegna hlaut ekki náð fyrir augum yfirmanna og markaðssérfræðinga sem halda til í cárum hluta heimsins. Hér á síðunni er bent á nokkrar mynd- ir, góðar og slæmar, sem fóru beint á myndbandaleigumar en er ef til vill vert að gefa gaum. Ghost World Leikstjórinn Terry Zwigoff, sem hafði slegið í gegn með heimilda- mynd sinni um hinn sérvitra Robert Crumb, neitaði að taka þátt í farsanum sem viðgengst í Hollywood og hafnaði meðal annars tilboði að leikstýra The Virgin Suicides.sem Sofia Coppola tók að sér á end- anum. Þess í stað barðist hann hart fyrir því að fá að gera Ghost World sem byggist á samnefndri myndasögu um tvær unglingsstúlkur í til- vistarkreppu. Myndin skartar Thom Birch og Scarlett Johans- son og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda hvert sem hún fer. Rules of Attraction Sjarmörinn James Van Der Beek (Dawson’s Creek) fer hér á kostum í unglingakynlífsmynd af bestu gerð. Hún segir frá flóknum ástarþríhymingi sem myndast á háskólaheimavist á miðjum 9. áratugnum, þar sem hinn tvíkynhneigði Paul elskar Sean, Sean elskar Lauren, sem á kærastann Victor en elskar bæði Sean og Victor. Herbergisfélagi Lauren, Lara, er líka skot- in í Victor sem heldur í langt ffí til Evrópu og fara þá hlutirnir að gerast. Donnie Darko Donnie Darko var af mörgum kvikmyndamógúlum hyllt sem ein af bestu myndum síðasta árs enda fyrsta flokks hrollvekja á ferð. Hún segir frá unglingspilti sem sleppur naumlega úr lífshættulegum að- stæðum af því að hann heyrði rödd tæpra tveggja metra hárrar kan- ínu í draumi sfnum. Hann fær í kjölfarið reglulegar heimsóknir frá kanínunni sem fær hann til að gera Lantana Áströlsk spennumynd með Geoffrey Rush í aðalhlut- verki. Hún segir frá dularfúllum dauðdaga ónefndrar konu þar sem lögreglurannsókn ber lítinn árangur í byrjun. En þegar á líður flækist sífellt fleira fólk inn í söguþráðinn sem leysist ekki í blálokin, líkt og í Magnolia og Short Cuts, fyrir þá sem þær myndir þekkja. SWEPT AWAY Hjónakomin Guy Ritchie og Madonna réðust í endurgeið ítalskrar myndar frá árinu 1974. Hún segir frá ríkri, snobbaðri konu og stýrimanni á skemmtiferðaskipi sem verða strandaglóp- ar á eyðieyju. Myndin hlaut svo slæma dóma í Bandaríkjunum að hún komst aldrei í kvikmyndahús í Evrópu. Interstate 60 Það er einvalalið þekktra leikara sem koma fram í þessari mynd. Michael J. Fox leikur smáhlutverk í byrjun myndarinnar en aðal- hlutverkin eru í höndum James Marsden og Gary Oldman. Christopher Lloyd og Chris Cooper koma við sögu sem og þokkadísimar Amy Smart og Amy Jo Johnson. Mikil ádeila á bandaríska menningu. Ash Wednesday Edward Bums hefúr fyrir löngu áunnið sér orðspor sem góður leikstjóri og handritshöfundur. Ash Wednesday er 6. myndin eftir hann og olli ef til vill mörgum aðdáendum hans vonbrigðum en ásamt honum leikur Elijah Wood að- alhlutverkið í henni. Þeir leika tvo bræður sem flækjast inn í ítölsku maffuna í New York f lok 9. áratugarins. Human Nature Patricia Arquette, Rhys Ifans og Tim Robbins leika aðalhlutverkin í Human Nat- ure sem er skrifúð af heitasta handritshöf- undi Hollywood þessa dagana, Charlie Kaufman. Myndinni hefur verið lýst sem kolsvartri kómedíu og segir frá því þegar tveir vísindamenn finna einstakling sem hefur verið alinn upp í villtri náttúrunni. Sjaðu Ifka Avencinc Ancelo Sylvester Stallone í allri sinni dýrð. Waking Life Draumkennd mynd fyrir hugsuði. Lone Star State of Mind Grínmynd með fullt af góðum leikurum. The Anniversary Party Flókin ástarmynd bestu gerð. The Foreigner Steven Seagal klikkar tlfe seint. Vampires: Los muer- TOS Jon Bon Jovi í fram- haldsmynd Vampires eftir John Carpenter. The Man from Elysi- AN FlELDS Mick Jagger þykir fara á kostum í þessari dramamynd. Boondock Saints ^ Spennumynd sem hef- ur verið ífkt við Pulp Fiction. The Badce Billy Bob Thornton og Patricia Arquette í glæpatrylli. f ó k u s 16. maÍ2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.