Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 10
OC LÍKA ... Gamli Talking Heads medlimurinn Jerry Harrison er að taka upp næstu plötu Detroit-sveitarinnar The Von Bondies, Pawn Shoppe Part ... önnur plata U.N.K.L.E., Never Never Land, er væntanleg íjúlí. Á meðal gesta á henni verða Mani og lan Brown, fyrrverandi meðlimir Stone Roses, Josh Homme úr Queens of The Stone Age, Brian Eno og Jarvis Cocker og 3D úr Massive Attack... Fyrsta stóra plata The Mars Volta kemur út 17. júnf og hefur fengið nafnið De- loused in the Comatorium. Fiea úr Red Hot Chilti Peppers spilar á bassa á henni en sveitirnar eru á tónleikaferðalagi saman þessa dagana ... Nýjasta bandið á Warp-útgáfunni heitir!!! (lesist Chk Chk Chk...). Fyrsta útgáfa þeirra hjá fyr- irtækinu verður EP-plata með lögunum Me 6 Giuliani Down by the School Yard (A True Story) og Intensifieder Sun- racapellectroshit Mix 03 sem bæði eru yfir 9 min. á lengd ... Limp Bizkits eru búnir að fresta næstu plötu fram í septem- ber og hafa breytt nafninu á henni. Hún á nú að heita Panty Sniffer. Nú í vikunni kom út ný plata frá Marilyn Manson, The Golden Age of Grotesque. Trausti Júlíusson skoðaði gripinn sem markar upphaf nýs skeiðs á ferli kappans. r Oður til fáránleikans sem kom út 1996, sem Marilyn Manson sló í gegn. Platan, sem m.a. inniheldur lagið The Beautiful People, fór beint í þriðja sæti B111 - board'listans. Tónlistin var árásar- gjamt iðnaðar-rokk, uppfullt af öskrum og hryllingi. Hróður hans jókst jafht og þétt og þegar þriðja platan, Mechanical Animals, kpm út 1998 þá var hann orðinn eitt af stærstu nöfnunum í banrdarísku rokki. Það hjálpaði ímynd hans að ýmis hægri-öfgasamtök og trúfélög deildu hart á hann, m.a. eftir að hann heimsótti hinn fræga satanista Anton LaVey til San Francisco árið 1994. í dag segir Manson að fyrir sig hafi satanisminn aldrei verið trú heldur listræns eðlis. I kjölfar Col- umbine-morðanna dró Manson sig svolítið út úr sviðsljósinu og hætti m.a. við tónleikaferðalag sem hafði verið fyrirhugað um Bandaríkin. Fjórða platan Holy Wood ... kom út árið 2000 og fékk ágætar viðtökur. Manson hefur vakið athygli fyrir fleira en tónlistina. Hann hefur átt frægar kærustur (leikkonuna Rose McGowan og nektardansmeyjuna Dita Von Teese sem er hans núver- andi). Hann hélt líka málverkasýn- ingu og seldi vel. Flea úr Red Hot Chili Peppers keypti t.d. mynd á 30 þús. dollara ... Sækir INNBLÁSTUR í söguna í fyrra skildu leiðir með Manson og Twiggy Ramirez. Hún hefur nú tekið sæti Paz Lenchantin í A Perfect Circle. Hennar skarð fyllir Tim Skold sem hefur verið í ýmsum iðn- aðar-sveitum, þ. á m. KMFDM. Hann spilar á þassa á nýju plötunni og forritar og pródúserar. 1 dag er Manson ekki eins reiður og árásar- gjam og áður. i staðinn fyrir reiðina og guðlastið eru komin ný viðfangs- efhi og ný ímynd. I staðinn fyrir Anti'Krist er komið einhvers konar úrkynjað hirðfífl sem baðar sig í kyn- lífi og ónáttúru. Manson leggur mikla áherslu á að hann sé ekki að fara einhverja örugga og meinlausa leið. „Tæknilega séð og miðað við reglur MTV er þetta grófasta platan sem ég hef gert,“ segir hann. Nafn plötunnar, The Golden Age Of Grotesque.'mætti þýða sem „Gullöld fáránleikans". Manson segir plötuna undir áhrifum ffá niðurrifsstefnu Dada-ismanns, yfirdrifnum glamúr Hollywood á fjórða áratugnum og Þýskalandi millistríðsáranna - Weimar- lýðveldinu. Hún minnir að einhverju leyti á andann í verkum Kurts Weill og Bertolts Brecht en það þýðir samt ekki að þetta sé ekki hörkurokkplata. Það er bara búið að bæta fleiri hlutum inn í tónlistina. Tónleikaferðalagið sem fylgir plöt- unni eftir verður líka skrautlegt. Það verða málverk eftir austurríska.lista' manninn Gottfried Helnwein á sviðinu og líka síamstvíburar, böm í fjölbragðaglímu og fullt af nekt. Manson sjálfur ætlar samt að vera fullklæddur, minnugur málaferlanna í kjölfar síðasta tónleikaferðalags. Döbbaðri hlið tunglsins Það hefur ekki far- ið fram hjá neinum að í ár eru liðin 30 ár frá útkomu meistara- verksins Dark Siðe Of The Moon með Pink Floyd, enda hefur ný og endurbætt afmæl- isútgáfa af plötunni runnið út eins og heit- ar lummur að undan- förnu. En nýlega kom líka út dub-útgáfa af plötunni, gerð af The Easy Star All-Stars, en það er hópur listamanna sem gefa út hjá Easy Star reggi-útgáfunni 1 New York. Eins og heyrist glöggt þegar hlustað er á plötuna, sem heitir auðvitað Dub Side Of The Moon, þá eru lögin á Dark Sidc Of The Moon sérstaklega vel til þess fallin að gera af þeim dub-útgáfur, enda var platan gerð á svipuðum tíma og menn eins og King Tubby og Lee Perry voru að móta dub- tónlistina á Jamaica. Tónlistin er í frekar hægum takti og svo hljóma textabrot eins og „The lunatic is in my head“ mjög sannfærandi 1 dub-búningi... Tónlistarveisla í Matrix Reloaded Þá er komið að þvi að hinir fjölmörgu að- dáendur kvikmyndar- innar The Matrix fái að upplifa framhaldið. Spenningurinn er greinilega mjög mikill. Platan með tónlistinni úr kvikmyndinni Mat- rix Reloaded þykir líka feitur biti. Þetta er tvö- föld plata sem inni- heldur ný lög með Deftones, Rob Zombie, Marilyn Manson, Flu- ke, Oakenfold og P.O.D. og að auki lög með Linkin Park, Rage Against The Machine, Unloco, Juno Reactor og Rob Dougan. Fyrri diskurinn inniheldur 12 frekar hefðbundin rokklög en sá seinni inniheldur kvikmyndatónlist Don Dav- is sem þykir mögnuð og líkleg til þess að lifa áfram sjálf- stæðu lífi hvað sem verður um myndina. Auk þess eru á seinni diskinum brot úr kvikmyndinni sjálfri, The Final Flight of The Osiris og Animatrix og heimildamynd um gerð tölvuleiksins Enter the Matrix. Nú er bara að sjá hvort myndin er jafnpottþétt og diskurinn ... „Síðasta plata, Holy Wood (In The Shadow of The Valley of Death), var mjög dimm plata,“ seg- ir Marilyn Manson í nýlegu viðtali við Kerrang. „Það var mjög nauð- synlegt fyrir mig að gera hana til þess að særa burt djöfla, hreinsa burt sársauka og losna undan refs- ingunum sem ég var beittur fyrir hluti sem ég bar ekki ábyrgð á. Á nýju plötunni segi ég skilið við for- tíðina og byrja eiginlega aftur frá grunni." Manson er auðvitað að tala um ásakanimar um að hann bæri ábyrgð á skotárásunum í Col- umbine-skólanum, en eins og glöggt kom fram í óskarsverðlauna- mynd Michaels Moore, Bowling for Columbine, þá töldu margir bandarískir pólitíkusar og fjöl- miðlamenn að Manson bæri ábyrgi á ódæðisverkinu eftir að það fréttist að strákamir tveir sem frömdu það voru aðdáendur hans. Látið reyna á takmörk TJÁNINGARFRELSISINS Þó að þessar ásakanir á hendur Manson hafi að sjálfsögðu verið úr Jausu lofti gripnar og þær segi meira um bandarískt samfélag en hann þá er Marilyn Manson samt maður sem valdi strax frá upphafi að fara leið ögmnarinnar. Hann heitir réttu nafni Brian Warner og er fæddur í Ohio 5. janúar 1969. Hann var um tíma tónlistarblaða- maður en þegar hann stofnaði hljómsveitina Marilyn Manson and the Spooky Kids árið 1989 þá var það með því yfirlýsta markmiði að ganga eins langt og hægt væri og „láta reyna á takmörk tjáningar- frelsisins". Meðlimimir voru, auk Mansons sjálfs, sem söng, Daisy Berkowitz á gítar, Olivia-Newton Bundy á bassa, Zsa Zsa Speck á hljómborð og Sara Lee Lucas á trommur. Þetta vom allt karlmenn en nöftiin sem þeir höfðu valið sér voru fomöfn frægra kvenhetja og eftimöfh fjöldamorðingja. Bundy og Speck hættu reyndar undir lok ársins og f staðinn komu Gidget Gein og Madonna Wayne Gacy. Hljómsveitin gerði samning við plötufyrirtæki Trents Reznor, for- sprakka Nine Inch Nails, Nothing Records, og fór fljótlega að vekja athygli. í desember 1993 hætti Gein og Twiggy Ramirez tók við á bassann. Ramirez, sem heitir réttu nafni Jeordie Francis White, varð nánasti samstarfsmaður Mansons og samdi með honum mörg af hans þekktustu lögum. Satanismi og hryllingur Trent Reznor spilaði sem gestur og pródúseraði fyrstu plötu Mari- lyns Mansons, Portrait Of An Ámerican Family, sem kom út 1994. Hún var að hluta til hljóðrit- uð í húsinu þar sem Charles Man- son-gengið hafði myrt Sharon Tate og fleiri seint á sjöunda áratugnum. Það var hins vegar með annarri plötunni, Antichrist Superstar, plö^udómar Utgefandl: Virgin/Skífan Lengd: 61:27 min. Flytjandi: Ben Harper Platan: Dianionds Flytjandi: Madonna Platan: American Life Útgefandi: Maverick/Skifan Lengd: 49:39 min. hvaS fvrir skemmtileaar n i ð u rstaða hvern? staðreyndir American Life er niunda stúdíóplata Madonnu. Hún inniheidur m.a. sam- nefnt smáskífulag og James Bond-lag- iö Die Another Day. Platan er að mestu unnin meó franska raftónlistarpoppar- anum Mirwais Ahmadzai sem hún vann fyrst meö á síöustu plötu, Music, en einnig koma Mark „Spike* Stent og Stuart Price (ööru nafni Les Rhythmes Digitales) viö sögu. Madonna á sér marga og dygga aödá- endur sem sést m.a. á því aö platan fór beint í fýrsta sætið bæöi 1 Bretlandi og Bandaríkjunum. Tónlistin hér er aö mestu leyti frekar hæggengt popp, eins konar framhald af rólegri lögunum á Music, og textarnir eru flestir ein- hvers konar sjálfsskoðun miöaldra poppstjörnu 1 tilvistarkreppu. Madonna hefur margoft lýst sig and- víga innrásinni í Irak. Undanfariö hefur hún haldið tónleika fýrir fámenna hópa aðdáenda - spilaöi t.d. fyrir 500 manns í HMV-búöinni 1 London og fyrir 200 manns á matsölustað f Paris. Þeim tónleikum var útvarpaö beint til 9 landa. Hún notaði tækifæriö og þakk- aði Frökkum andstööuna við striöið. Þetta er ágæt plata sem sýnir að Madonnu tekst enn aö halda sér ferskri. Tónlistin er róleg og poppuð. Kassagítar- ar eru t.d. áberandi en undir skrölta syntataktar Mirwais. Madonna hefur alltaf kunnað að velja sér samstarfsmenn og það var alveg þess viröi aö gera aöra plötu með Mirwais. Rappkaflamir eru broslegir. Hún ætti að halda sig við söng- inn 1 framtióinni... traustl júlíusson Hér er á feröinni sjötta plata banda- rlska tónlistarmannsins Ben Harper. Hann er fæddur 1969 1 úthverfi Los Angeles-borgar og gaf út sína fýrstu plötu, Welcome To the Cruel World, árið 1994. Hann hefur stundum veriö kallaöur þjóölagarokkari en kemur í raun mjög víöa við í tónlistinni. í textum sínum hefur Ben Harper alltaf verið gagnrýninn á samfélagið og not- aö tækifærið til þess aö benda á ým- islegt sem betur mætti fara í umhverf- inu. Varðandi tónlistina-er Diamonds on the Inside mjög fjölbreytt, upphafs- lagiö er hreint reggHag, en einnig er á plötunni popp, rokk, slide-gltar-blús, fönk og svo afrikuskotinn sálmur sem Ladysmith Black Mambozos syngja í. Ben Harper er giftur leikkonunni lauru Dern. Hann hefur ferðast út um allan heim og spilaö og hefur oröið fyrir áhrifum frá tónlist og menningu þeirra staöa sem hann heimsækir, eins og heyrist á plötunni og sést á nýsjá- lenska Mára-tattúinu sem þekur lík- ama hans. Hann er mjög vinsæll í Frakklandi og vlöar en hefur aldrei náð mjög langt í Bretlandi eða á íslandi. Þessi plata er greinilega gerö af tón- listarmanni sem fer sínar leiöir og er lítiö aö spá í strauma og stefnur eöa óskir markaöarins. Ben er fínn laga- smiöur og söngvari og flest lögin eru vel heppnuð hvaö útsetningar varöar - ekki þaö nýstárlegasta á markaönum en kannski eldast svona plötur bara betur en þessar nýstárlegu? trausti júlíusson 10 16. maÍ2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.