Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Síða 10
vrir
vern <
Músiktilraunir voru haldnarí 21. skipti
í ár. Þessi plata. sem var tekin' upp á
úrslitakvöldinu í Austurbæ, markar
tímamót því að þetta er í fyrsta skipti
sem plata með þátttakendum er gefin
út. Hér eru Lokbrá, Heimskir synir,
Dáðadrengir, Fendrix, Drain, Bet-
lehem, Enn ein sólin, Doctuz, Danni og
Dixielanddvergarnir.Still Not Fallen,
Delta 9, Amos og Brutal.
Platan inniheldur 14 lög, eitt lag með
öllum þeim sem komust í úrslit, tekið
upp á úrslitakvöldinu sjálfu og svo
hljóðversupptöku af laginu Allar stelp-
ur úr að ofan með sigursveitinni Dáða-
drengjum. Tónlistin er nokkuð fjöl-
breytt. Hér er bæði hip-hop, djass og
elektró, en rokkið er samt ráðandi, 10
lög af 14 tilheyra rokkflórunni.
Árið 2003 hentar vel til þess að fara af
stað með útgáfu af þessu tagi þar
sem ólíkt því sem stundum hefur gerst
í sögu tilraunanna komust engar hand-
ónýtar hljómsveitir í úrslit. Hins vegar
vantar besta lagiö í ár, „Jesús er í Nin-
tendo tölvunni minni", með Dáða-
drengjum, en þeir eru væntanlega að
geyma það fyrir sína fyrstu plötu sem
kemur vonandi út seinna á árinu.
Þessi plata er sérstaklega vel heppn-
uð og eiguleg. Hljómurinn er góður og
mikið lagt í umbúðir og alla vinnu viö
útgáfuna. A.m.k. helmingur laganna
hér er líka í háum gæðaflokki. í uppá-
haldi hjá mér eru Dáðadrengir, Enn ein
sólin, Doctuz, Amos, Brutal og
Heimskir synir sem hljóma töluvert
betur hér en á úrslitakvöldinu sjálfu.
trausti júlíusson
Langþráð og umtöluö sjötta hljóðvers-
skifa Radiohead. Þetta er platan sem
breska pressan hefur talað upp sem
„OK Computer 2", platan sem lak á
Netiö fyrir nokkru og platan sem Thom
Yorke hefur kallað jákvæöustu plötu
sveítarinnar i mörg ár. Radiohead
mætir hér meö bestu plötu sína síöan
OK Computer kom út.
Eftir gerð OK Computer fengu Radiohead-
liðar leið á hefðbundnu grtarrokki sem
hafði verið aðal þeirra fram til þessa. Þess
i stað komu Kid A og Amnesiac, tvær tik
raunakenndar skifur þar sem liðsmenn
stokkuðu upp hljóðfæráskipanina og léku
sér að dans- og raftónlist. Hér blanda þeir
saman hefðbundna gftarrokkinu og til-
raunamennskunni sem einkenndi tvær sið-
ustu plötur og gera það einstaklega vel.
Frægt er orðið aö nafn plötunnar visar tii
þess hvemig George Bush „stal sigrin-
um" í forsetakosningunum í Bandarikjun-
um. Thom Yorke segist hafa fylgst mikið
með heimsmálunum undanfarið og er
ekki alls kostar sáttur við framgang Bush
og Blair og félaga. Platan var kláruð á sjö
vikum sem er miklu skemmri tími en á
siðustu plötum þar sem endalausar stúd-
íópælingar töfðu útgáfuna.
Það kunna að vera einhverjum vonbrigði
að Radiohead skuli ekki mæta með
aðra OK Computer. Ég er hins vegar ekki
sammála því þessi blanda af gítarrokki
og „óhefðbundnari' tónsmíðum gengur
afar vel upp. Bestu lög eru 2+2=5, Sit
Down. Stand Up, Sail To The Moon,
there, There, I Will og Scatterbrain sem
standa upp úr á annars frábærri plötu.
höskuldur daðl magnússon
Hér er komin endurútgáfa af hinni sí-
gildu plötu Sonic Youth, Dirty frá
1992. Þetta er svokölluð „deluxe" út-
gáfa sem er tvöföld og inniheldur, auk
laganna 15 sem voru á upprunalegu
útgáfunni, 8 b-hliðar, 12 áöur óútgefin
lög frá hljómsveitaræfingum fyrir gerð
plötunnar og bækling með margvísleg-
um fróðleik um gerð hennar og timabil-
ið sem hún tilheyrir.
Dirty var pródúseruð af Butch Vig sem
er þekktastur fyrir að hafa pródúserað
Nevermind með Nirvana. Platan er að-
gengilegri en margar aðrar plötur Son-
ic Youth og inniheldur m.a. smáskifu-
lögin 100%, Sugar Kane og Yopth Aga-
inst Fascism. Ómissandi fyrir harða
aðdáendur, en lika ágætis byrjunar-
reitur fyrir þá sem vilja kynna sér
hljómsveitina.
Eitt af þvi jákvæða við MP3-downioad
byltinguna er að plötufýrirtækin eru
farin að leggja meira i einstakar útgáf-
ur en áður. Platan sjálf verður eiguleg-
ur hlutur, ekki bara tónlist (sem hægt
er að sækja á Netið). Dirty er fyrst í
röð deluxe-útgáfa með Sonic Youth.
Næst koma Daydream Nation og
snilldarverkið Goo. Góðar fréttir þaö!
Sonic Youth er ein af höfuðsveitum tí-
unda áratugarins. Dirty, sem er senni-
lega poppaðasta Sonic Youth-platan,
hefur elst ágætlega þó að hún sé
kannski ekki besta plata sveitarinnar.
Aukaefnið (sem Butch Vig pródúseraði
ekki) er mjög bitastætt og sýnir vel
hvaða áhrif Nirvana pródúsentinn
hafði á sveitina. Fin plata og frábær
útgáfa. trausti júlíusson
skemmtileaar niðurstaða
staðreyndir
hva 8
plö^udómar
H U£ r ’ ';-
/v* M', Y Flytjandi: Radiohead
^lssvP! piatan: Haii
SÚ Útgefandi: Par
M“fimm . MHRJ Lengd: 56 37
SH ** 'Flífe'4^1
BB flSCAO ÍMiEúípSr'#;
lophone/Skífan
Flytjandi: Ýmsir
Platan:
Útgefandi: Hitt/Edda
Lengd: 63:11 mín.
Flytjandi: Sonic Youth
Platan:
Útgefandi: Geffen/Skífan
Lengd: 139:55 mín. (2 diskar)
S f r Y
0 0
N U
1 T
" - 'J
flSlfl
Ekkert stöðvar 50 Cent
Það virðist ekkert geta stöðv-
að Queens rapparann 50 Ccnt.
Hann hlaut nýlega 10 tilnefningar
till Billboard hip-hop/röb verð-
launanna sem afhent verða í
ágúst og platan hans Get Rich Or
Dte Tryin’ er langmest selda plat-
an á árinu vestanhafs. Fram undan hjá honum er tónleika-
ferð ásamt Jay-Z, en hún kemur við í 34 borgum f Bandarfkj-
unum og er af mörgum talin stærsti viðburðurinn á tónleika-
sumrinu vestanhafs. Hún á örugglega eftir að bæta
nokkrum milljónum 50 senta inn á bankareikning þetrra fé-
laga. Fyrir stuttu kom t verslanir nýtt DVD með 50 Ccnt. Það
heitir The New Breed og auk myndefnisins fylgir geisladisk-
ur með 3 nýjum tögum. DVÐ-ið sjáift er 2 tfmar á lengd og
inniheldur heimildarmyndir, öll myndböndin ásamt þáttum
um gerð þeirra, tónleika í Detroit o.f I. Flottur pakki. Það má
svo að lokum geta þess að þessa dagana stendur Shady
Records, plötufyrirtæki Eminem sem m.a. gefur út 50 Cent,
fyrir söluátaki út um allan heim, þ.á m. hér á landi. Ef þú
kaupir tvær af útgáfum fyrirtækisins færðu mix-disk í kaup-
bæti. Á honum eru 8 lög með Eminem, DI2, 50 Cent og öðrum
stjörnum Shady Records. Mikill markaðsmaður Eminem ...
NÝ Maiden-plata oc DVD
Iron Maiden er ein af vinsælustu
þungarokkshljómsveitum síðustu
ára. Hún er nú komin á fullt aftur
eftir nokkurt hlé. Hún spilar víða í
sumar, m.a. á Hróarskeldu, og ný
plata sveitarinnar, Dance Of Death,
kemur út 9. september. Þetta er 13.
stúdíóplatan þeirra og inniheldur 11
lög. Aðdáendur sveitarinnar geta
hitað upp fyrir nýju plötuna með tvöfaldri DVD-plötu,
„Visions Of the Beast“, sem kom út í síðustu viku. Þessi nýja
útgáfa inniheldur öll myndbönd sveitarinnnar, 31 talsins, og
spannar allan ferilinn, allt frá hinu frumstæða Women In
Uniform frá 1980 til Brave New World sem var tekið upp á
frægum ofurtónleikum sveitarinnar á Rock In Rio-hátíðinni
í Brasilíu f janúar 2001. Reyndar er stór hluti af myndböndun-
um tekinn upp á tónleikum og þannig er hægt að fylgja
sveitinni ígegnum marga ógleymanlega tónleika, t.d. Donn-
ington 1988 og 1992. Á meðal 40 mín. aukaefnis eru Camp
Chaos teiknimynda-útgáfur af 6 tögum og falið efni, en það
hefur færst f aukana að setja falið efni á DVD-útgáfu. Leið-
beiningar um það hvernig hægt er að finna það er yfirlcitt
hægt að ná f á Netinu.
Og líka ...
Fyrrum Roxy Music-meðlimurinn og
U2-pródúsentinn Brian Eno er búinn að
gefa út nýja plötu. Hún heitir January
07003 Bell Studies For the Clock Of the
Long Now og er einungis fáanleg á Net-
inu, t.d. á www.enoshop.co.uk... Morrissey
er farinn að vinna að nýrri plötu sem verð-
ur hans fyrsta síðan Malajusted kom út
árið 1997. Hún verður gefin út hjá fyrir-
tækinu Attack Records, gömlu reggf útgáfufyrirtæki sem
gaf út menn eins og I Roy og Gregory Isaacs á árunum
1969-1980 en hefur ekki verið starfrækt síðan. Morrissey
mun Ifka gefa út efni með nýjum listamönnum að eigin vali
... Norah Jones er búin að hljóðrita 11 lög fyrir sfna næstu
plötu sem kemur út á næsta ári. Hún lýsir þeim sem „heldur
hraðari og meira fönkT’ en lögin á fyrstu plötunni ... San
Francisco raf-dúettinn Matmos, sem er að spila með Björk í
sumar, er búinn að klára nýja plötu. Hún á að heita The Civil
War og kemur út hjá Matador 23. september... Finlay Quaye
er tilbúinn með sína þriðju plötu. Hún kemur út í september
og heitir Much More Than Much Love ... 60's dúóið Lee
Hazelwood og Nancy Sinatra, sem gerði lög eins og Some
Velvet Morning og Summer Wine fræg, kom aftur saman í
vetur og tók upp nýja plötu... Á safnplötunni 1993-2003 með
Chemical Brothers, sem kemur út í haust, verður nýtt lag,
The Golden Path, sem þeir gerðu með The Flaming Lips ...
Englendingurinn Kieran Hebden, öðru nafni FourTet, er örugglega
einn af athyglisverðustu tónlistarmönnum dagsins í dag. Trausti Jöll-
usson kynnti sér kappann nýlega þegar hann sendi frá sér plötuna
Rounds sem Radiohead valdi fyrir stuttu bæði til að endurvinna lag
af Hail To the Thief og til að hita upp fyrir sig á tónleikum.
Framsækhnog feskur
„Mesta óvirðing sem þú getur sýnt tónlist sem þú dáir er að
herma eftir henni,“ segir enski tónlistarmaðurinn Kieran
Hebden, öðru nafni Four Tet, í nýlegu viðtali. Það heyrist vel
ef hlustað er á nýju plötuna hans, Rounds, að hann lifir eftir
þessu mottói. Tónlist dagsins í dag einkennist að mjög miklu
leyti af endurgerð á tónlist fyrri ára. Þetta á við um nýju rokk-
bylgjuna, hvort sem við erum að tala um Strokes, Hives, Yeah
Yeah Yeahs eða Interpol og þetta á við um electro clash tón-
listina sem hefur verið
áberandi í danstónlistar-
heiminum undanfarna
mánuði. Það getur verið
mjög skemmtilegt að upp-
færa gamla tónlist til nýrra
tíma, en það er líka nauð-
synlegt að heyra eitthvað
alveg nýtt og ferskt. Four
Tet platan Rounds fellur
undir það síðamefnda.
36 mInútna smáskífu-
LAG OG DJASSSKOTINN
FRUMBURÐUR
Eins og áður segir heitir
Four Tet réttu nafni Kieran
Hebden. Hann er 25 ára
Englendingur, gítarleikari í
síð-rokk sveitinni Fridge
sem varð til á menntaskóla-
árum hans og hefúr gefið út
nokkrar ágætar plötur, t.d.
hina ágætu Happiness sem
kom út fyrir tveimur árum.
Four Tet varð til árið 1997
þegar aðrir meðlimir Fridge,
þeir Adem Ilham bassa-
leikari og Sam Jeffers
trommuleikari voru önnum
kafhir i öðrum verkefhum.
Kieran hafði keypt sér tölvu
fyrir námslán sem hann
fékk og var byrjaður að fikta
við að sampla. Hann hafði
alltaf verið áhugasamur um
hip-hop tónlist, en það var
áhugi sem hinir meðlimir
Fridge deildu ekki með
honurn. Hann fór að prófa
sig áfram með tölvuna og
blandaði m.a. saman hljóð-
brotum sem hann sótti á
Netið og órafmögnuðum hljóðfærum. Ur
þessu varð mjög nýstárleg blanda sem var
bæði ffamtíðarleg og hlý og hlaut seinna
viðumefhið „folktronica". Fyrstu tvær
smáskífumar sem Four Tet gaf út, Thir-
tysixtwentyfive (sem innihélt 36,25 mín.
langt lag) og Misnomer voru báðar valdar
smáskífur vikunnar hjá NME. Þær komu út hjá plötufyrirtæk-
inu Output sem er rekið af Trevor Jackson. Það gerði líka fyrsta
stóra patan, Dialogue. sem kom út árið 1999. Á henni blandaði
Kieran saman nútíma-djass sömplum, hörpuleik og ýmsum
óvanalegum hljóðbrotum. Útkoman þótti mögnuð.
Kieran Hebden er nýbúinn að
senda frá sér sfna þriðju plötu
sem Four Tet. Hún hefur fengið
frábaera dóma og er af ýmsum
talin ein af plötum ársins hingað
til.
Folktronica-stimpillinn.
Næsta plata, Pause, kom svo út hjá Domino árið 2001. Hún
var mjög folk-skotin og það var með henni sem folktronica
nafnbótin náði fótfestu. I framhaldinu fóru poppskrfbentar að
draga ýmsa aðra raftónlistarmenn í sama dálk, t.d. Manitoba,
Lali Puna og Gorodisch and the Memory Band, en allir eiga
þessir tónlistarmenn það sameiginlegt að þó að þeir noti tölvur
og séu kenndir við raftónlist er hljómurinn hjá þeim hlýr og
mannlegur, en ekki kaldur
og vélrænn.
Orðspor Kierans fór
mjög víða eftir útkomu
Pause og ýmsir tónlistar-
menn fengu hann til þess
að remixa fyrir sig. Þar á
meðal má nefha Aphex
Twin, David Holmes,
Cinematic Orchestra,
Beth Orton og Badly
Drawn Boy. Kieran teng-
ist BDB reyndar meira því
að hann spilaði á bassa á
tónleikaferðalaginu sem sá
síðamefndi fór í kjölfar
Hour Of the Bevilderbeast
plötunnar. Hann var líka
fenginn til þess að spila á
tónleikaferð með Super
Furry Animals og þegar
Radiohead prófuðu efnið
sem átti að fara á Hail To
the Thief á tónleikum á
Spáni og f Portúgal f fyrra-
sumar fengu þeir Four Tet
til að hita upp. Þeir fengu
hann svo aftur til að spila
með sér á nokkrum tón-
leikum f vor og hann á að
remixa a.m.k. eitt lag af
Hail To the Thief.
Besta platan hingað
TIL.
Nýja platan, Rounds,
þykir best heppnaða Four
Tet platan hingað til. Á
henni segir Kieran að
hluta til skilið við folktron-
ica hljóminn og heldur á
nýjar og áður ókannaðar
slóðir. Platan sameinar hið
framsækna - frumleg hljóð og takta og
óvenjulegar samsetningar og eitthvað
sem höfðar strax til flestra - fallegar
melódíur og vel gerðar lagasmíðar.
Rounds hefur fengið vægast sagt frábæra
dóma, t.d. fullt hús í Uncut og 9 af 10
mögulegum í NME og dotmusic. Eftir
tónleikana með Radiohead fór hann svo í tónleikaferð um
Bandaríkin ásamt nokkrum öðrum framvörðum úr tilrauna-
deildinni, Scott Herren (öðru nafni Prefuse 73), Dan Snaith
(öðru nafni Manitoba) og Boom Bip. Ekki slæmur félagsskap-
ur það!
10
I3.júní2003