Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 12
NOFX, Sasha oc Atmosphere á Gauknum
Næsta vika verður viðburðarík í tónleika- og
skemmtanalífinu í Reykjavík. Á mánudags-
kvöldið verða tveir stórir viðburðir og annar á
fimmtudagskvöldið 19. júní. Héma ættu flestir
að finna eitthvað við sitt hæfi því atburðimir eru
allir úr mismunandi geirum. Á mánudagskvöld-
ið spilar bandaríska pönksveitin NOFX á
Gauknum í tilefni af 10 ára afmæli X-ins. Til
upphitunar em Innvortis og Brain Police. Hús-
ið opnar klukkan 20 og forsala miða er í Skíf-
unni.
Klúbbafólk fær líka eitthvað fyrir sinn snúð á
mánudagskvöldið og vel það. Þá mætir hinn of-
urffægi plötusnúður, Sasha, og skemmtir á
Gauknum eins og honum er einum lagið. Sasha
er þekktur um allan heim og viðumefhið „Son-
ur guðs“ segir allt sem segja þarf um drenginn.
Hann var fyrsti plötusnúðurinn til að gera mix-
disk sem gekk svo vel að hann braut ísinn fyrir
þessa nýju tegund safnplata. Sem pródúsent og
endurhljóðblandari hefur hann gefið ffá sér yfir
100 smáskífur og eina breiðskífú og unnið með
listamönnum eins og Madonnu, Pet Shop
Boys, Simply Red, Chemical Brothers og Gus
Gus. Grétar G hitar upp fyrir drenginn á mánu-
dagskvöldið, forsala miða er hafin í Þrumunni.
Verðið er 2.500 krónur en 2.900 við hurð. Sasha
hefur leik eff ir miðnætti.
Að síðustu er ein af heitari rapphljómsveitum
heims í dag á leið hingað til lands. Átmosphere
mætir hingað ásamt Blueprint (Soul Position)
og Mr. Dibbs og treður upp á Gauknum á
fimmtudagskvöldið í næstu viku. Fróðir menn
segja að þetta verði eitt af betri hip-hop kvöld-
um sumarsins. Húsið opnar klukkan 21 og er
opið til 1 eftir miðnætti. Til upphitunar eru For-
gotten Lores og Twisted Mindz Crew. Miðaverð
er 1.500 krónur og aldurstakmarkið er 18 ár.
Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana verða
Atmosphere og félagar í versluninni Voka í
Smáralind klukkan 16 á fimmtudeginum, taka
nokkur lög og gefa eiginhandaráritanir.
Jacúar fagnar þjóðhátíð
Hljómsveitin Jagúar ætlar að fagna þjóðhátíð-
ardegi íslendinga og svala fúnk- og diskóþyrst-
um Islendingum með spilamennsku í Þjóðleik-
húskjallaranum á mánudag, aðfaranótt 17. júní.
Það er vissara fyrir áhorfendur að drífa sig á stað-
inn því ekki er ljóst hvenær Jagúar leikur aftur
vegna mikilla anna.
Á morgun verða strákamir staddir í Hollandi
þar sem þeir fá gesti Mundial-tónlistarhátfðar-
innar til að hrista sig en undanfarna mánuði
hafa þeir verið önnum kafhir við spilamennsku
víðs vegar um Evrópu, meðal annars á Jazzcafé í
London, Moods í Zúrich og ABConcerts í
Brussel. í sumar er annað eins ffam undan en þá
munu meðlimir hljómsveitarinnar leika á
Swingin’ Groningen og Gentse Feesten tónlist-
arhátíðunum á milli þess sem þeir loka sig inni
í hljóðveri við upptökur á nýrri plötu sem kem-
ur út í haust.
Eigendur Café Victors, Sólons og Galíleós hafa fest kaup á Thorvald-
sen og eru þar með orðnir einn stærsti aðilinn í veitingahúsa- og
skemmtistaðabransanum.
fildrei hættir
Sögusagnir hafa verið um að eigendur
Café Victors hafi fest kaup á Thorvald-
sen og skemmtistaðnum Felix sem áður
hét Sportkaffi, en báðir staðimir voru í
eigu SkjásEins-gengisins svokallaða.
Tómas Kristjánsson, Tommi, einn
fjögurra eigenda Café Victors, sagði í
samtalið við Fókus að aðeins hálf sagan
væri sönn. Þeir félagamir hefðu ekki
keypt Felix og sögusagnir um það væru
algjörlega úr lausu lofti gripnar. Hins
vegar hefðu þeir keypt Thorvaldsen. Fyr-
ir eiga fjórmenningamir Sólon og veit-
ingastaðinn Galíleó auk Café Victors og
eru því orðnir einn stætsti aðili á þessu
sviði á landinu.
Tommi segist þó ekki halda að með
nýjustu viðbótinni hafi þeir verið að fara
í samkeppni við sjálfa sig. „Ef við hefðum
ekki keypt Thorvaldsen hefði einhver
annar gert það og kúnnahópamir em
mjög ólíkir á þessum fjómm stöðum. Þeir
styrkja hver annan ef eitthvað er. Rekst-
ur sem þessi er áhættusamur, eins og
reyndar allur rekstur, þetta fer upp og
niður.“ Tommi segir Thorvaldsen vera
ungan stað sem bjóði upp á mikla mögu-
leika. „Það er búið að vera mikið að gera á
þessum stað frá upphafi og það verða eng-
ar áherslubreytingar af okkar hálfú. Vð
ætlum bara að „sjæna“ þetta upp í róleg-
Fjórmenningarnir sem stofnuðu Café Victor fyrir fjórum árum hafa stöðugt bætt við
sig stöðum og nú síðast Thorvaldsen Bar.
heitum og laga til það sem þarf að laga.“ hættur. Ef skemmtileg tækifæri bjóðast
Tommi útilokar ekki að þeir félagar skoðar maður þau alltaf."
eigi eftir að færa kvíamar enn meira út á
komandi misserum. „Maður er aldrei
Það tók meira en hálft ár að framleiða myndbandið og loksins þegar
það var tilbúið mátti ekki sýna það. Fólk fær því ekki að sjá nýja
Rottweiler-myndbandið í sjónvarpi en það er komið á vefinn.
Blautt malbik
á vefnum
Við sögðum frá því í Fókusi fyrir mán-
uði að von væri á langþráðu myndbandi
ffá XXX Rottweiler við lagið Blautt mal-
bik. Myndbandið hafði verið í ffamleiðslu
frá því sxðasta haust eða vel yfir hálft ár
og því margir famir að hlakka til að sjá
það.
Hundunum hafði verið lofað að mynd-
bandið yrði sýnt í 70 mínútum en hætt
var við það og það fæst nú hvergi sýnt. Er
það vegna hótana um lögfræðiaðgerðir af
hálfú stúlku sem lék í myndbandinu.
Rottweilerhundamir hafa nú gefist al-
farið upp á þessu veseni og hægt er að sjá
myndbandið á www.kvikmynd.is...
Nýja Rottweiler-
myndbandið fæst ekki sýnt
vegna þess að ein stúlkan
sem lék f því vildi eftir á
ekki að hún sæist t því.
Stúlkan á myndinni er þó
ekki eins feimin og þið
getið séð meira af henni á
www.kvikmynd.is.
Sumarleikurinn vinsæll
Sumarleikur Vokal í Smáralind, Sport-
hússins og Fókus hefur farið vel af stað.
Góð þátttaka var fyrstu vikuna og það eru
augljóslega margir sem vilja tryggja sér
veglega vinninga. Vinningshafar fyrstu
vikuna voru Sólveig Anna Þorvaldsdótt-
ir, Guðjón Ingi Sigurðsson og Ingibjörg
Antonsdóttir og hafa þau unnið sér inn
5.000 króna úttektir í Vokal og Sport-
húsinu. Leikurinn heldur áffam f allt
sumar og í hverri viku verða dregnir út
sams konar vinningar og í sumarlok fara
allir þátttakendur í pott þegar dregið
verður um lokavinninginn. Það eina sem
fólk þarf að gera er að fylgjast með í Fókus
í hverri viku og svara laufléttum spum-
ingum með sms-i. í tengslum við leikinn
mun hip-hop hljómsveitin O.N.E. koma
fram í Vokal í Smáralind á morgun, laug-
ardag, klukkan 15.
Fyrstu þrfr vinningshafarnir hafa verið dregnir út og fengur þeir
sooo króna úttektir íVokal og Sporthúsinu.
12
I3.júnf2003