Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 13
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur verið talsvert í fréttum undanfarin misseri. Framboð í borgar-
stjórnarkosningunum og syndaaflátsbréfasala í Kringlunni eru meðal þess sem hann hefur tekið upp á
og uppátækin virðast engan enda ætla að taka. Snorri hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til embætt-
is forseta fslands á næsta ári. Með því ætlar hann að láta gamlan draum verða að veruleika þó stærsti
draumurinn hafi reyndar alltaf verið að verða forseti Bandarfkjanna.
Fjyt af landi brott
ef ég verð ekki forseti
„Ég fer snemma af stað í að sannfæra þjóðina og undir-
skriftasöfnunin fer í gang á næstu vikum,“ segir Snorri við
blaðamann um leið og hann staðfestir að hann hafi ákveð-
ið að bjóða sig fram til embættis forseta Islands á næsta ári.
„Þetta hefur verið draumur minn frá því ég var bam en
hingað til hafa lögin um 35 ára lágmarksaldur staðið í vegi
fyrir framboði mínu. Ég hef þvf haft góðan tfma til að und-
irbúa mig. Stærsti draumur minn var reyndar alltaf að
verða forseti Bandaríkjanna en ég held að það gangi aldrei.
Þetta kemst næst því.“
NÝ TEGUND FORSETA
Snorri var þessu næst spurður um samkeppni úm stöð-
una. Mörgum þykir líklegt að Ólafur Ragnar Grímsson
muni sækjast eftir endurkjöri en Snorri gefur lítið fyrir
það og segist hafa fulla trú á að hann hætti við bjóða sig
fram. Hann virðist telja meiri líkur á að Davfð Oddsson
ætli sér embættið.
„Menn hafa talað um að Davíð ætli að bjóða sig fiam á
móti mér og ég er alls ekki hræddur við það. Ég hef farið
annan farveg en Davíð að þessu embætti, ég reyndi fyrir
mér í stjómmálunum en ég held ég hafi verið of andlega
sinnaður fyrir þau. Ég geri þetta á minn hátt og er önnur
tegund forseta en við höfúm áður átt.“
Hvemig útskýrirðu það?
„Ég er til dæmis ekki firímúrari eins og þeir allir. Ég veit
að vísu ekki hvort Ólafur er frímúrari en Vigdís var það
ekki, enda kona,“ segir hann og hugsar sig um. „Ég á mína
fortíð sem einhverjum gæti þótt vafasöm en ég hef aldrei
skammast mín fyrir hana. Mistökin, sem maður gerir, eru
bara hluti af þroskaferlinum."
Er ekki bara ruglaður listamaður
Hvaða kosti telurðu að þú hafir sem gagnast þér í embættinu?
„Mér þykir afar vænt um þjóðina og ég veit að henni
þykir vænt um mig á móti. Ég er heiðursborgari á Akureyri
og hef ýmsa aðra heiðurstitla sem hjálpa óneitanlega. Ég er
ekki bara ruglaður listamaður."
Verður fólk vart við kosningabaráttuna fljódega?
„Já, undirskriftasöfriunin hefst á næstu vikum. Svo verð
ég með ýmislegt annað í kringum þetta. Það eru aðilar sem
ætla að dokúmenta baráttuna hjá mér. Þetta verður fyrst og
fremst gaman.“
Petta er ekki grín hjá þér?
„Nei, þetta er alls ekki grín. Ég gef þjóðinni tækifæri til
að hafria mér líka. Ef ég tapa þessum kosningum þá fer ég
af landi brott. Það er reyndar eitthvað sem mér finnst að
önnur forsetaefni mættu taka sér til fyrirmyndar. Þjóðin er
auðvitað að hafna þeim sem tapa og mér finnst að sjálfsvirð-
ingarinnar vegna ættu þeir ekki að geta horft framan í
þjóðina."
Vokal, Sporthúaið
og Fókus bjóöa þén að taka
þátt í spennandi sumarleik.
Svaraðu tveimun laufléttum spurn-
ingum með því að senda SMS skeytið
LEIKUR C1, ce eða C3 „eftin því hvað
en nétt" é númenið 1919 fynin mánudaginn
nk. SSkn SMS-ið.
BLÆSILEGIR VINNINGAR
• Þnján 5.0DD kn. inneignin í Vokal, Smánalind
• Þnján 5.000 kn. inneignin fná Sponthúsinu.
STÓR VINNINGUR í LOKIN
• 50.000 kn. inneign í Vokal, Smánalind
• Ánskont fná Sponthúsinu.
Hip Hop-hljómsveitin O.N.E. þeytir
skífur og kemur fram á
morgun ld.1S íVokal.
Eingongu þessa helgi!
Klipptu auglýsinguna út,
komdu með hana í Vokal
og þú fasnð 3CRb afslátt af
ÚLUJM GUESS-BOLUM og
FRÍAN PRUFLfTÍMA
bodypump hjá
Sponthúsinu.
" * \
*
Spurning C: 1 Spurning D:
3. Sporthúsið stendur við? 4. Verslunin Vokal var opnuð?
C1. Dalalind. D1. júlí, 2002
C2. Dalsmára. D2. október, 2002
C3. Smáradal. D3. janúar, 2001
Vertu með!
Dregið verður
vikulega í sumar!