Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Síða 15
í kvöld fagnar Smekkleysa i6 ára afmæli sínu með opnun
sýningar í Listasafni Reykjavíkur sem fengið hefur heitið
Humár eða frægð. Þar verða dregnir fram ýmsir munir og
myndir sem ekki hafa litið dagsins Ijós í þónokkurn tíma.
Rokkbelja og
sokkar í flösku
Einar Öm Benediktsson, fyrr-
verandi Sykurmoli og einn eig-
enda Smekkleysu, segir nafn sýn-
ingarinnar vera beina tilvísun í
sönglagatexta eftir Sykurmolana.
„Nafnið Humar eða ffægð kemur
úr lagi sem heitir Regína. Þar
sagði orðrétt: „Ég vil ekki humar
eða frægð.“ Þessi sýning fjallar í
raun og veru um sögu og aðdrag-
anda Smekkleysu. Þar með erum
við komin aftur til ársins 1981.
Þetta er sögusýning þar sem fjall-
að er um Tappa tíkarrass, Purrk
pillnik, Medúsu og Kukl og allt
eftir það.“
YFIR 100 HUÓMSVEITIR Á 17
ÁRUM
„Á sýningunni eru dregnir
fram ýmsir munir frá þessum
tíma, myndir og minningar. Ólaf-
ur Engilbertsson sýningarstjóri
hefúr séð um það. Rokkbeljan
fræga er meðal þess sem dregið er
fram í dagsljósið en hana bjugg-
um við til á einum tónleikunum.
Hún var kvödd á veitingastaðn-
um Safarí fyrir allmörgum árum,
dregin frarn í kistunni sinni og
haldin vegleg útför við undirleik
Sykurmolanna. Auk hennar er á
sýningunni að finna sokka r
flösku og ýmislegt fleira."
Smekkleysa hefur gefið út efhi
eftir yfir 100 hljómsveitir undan-
farin 17 ár og því koma margir
við sögu á sýningunni. „í tengsl-
um við sýninguna hefur verið tek-
in saman bók þar sem er að finna
ýmis minningabrot þeirra sem
hafa tengst Smekkleysu í þessi 17
ár. Þetta er hálfgerð sýningar-
skrá.“
Sekur saklaus
Spurður um ástæður þess að
Smekkleysa ákvað að halda sýn-
ingu til að halda upp á afmælið, í
stað þess að halda tónleika eða
grilla pylsur, segist hann oft ekki
vita hvemig hlutimir fari í gang.
„Við byrjuðum að halda upp á
þetta með því að gefa út geisladisk
f fyrra sem hét Alltaf sama svínið.
Svo vatt þetta upp á sig og allt í
einu var komin sýning inn á
borðið. Það er svo oft sem maður
veit ekkert hvemig hlutimir
byrja, þeir eru bara allt í einu
komnir í gang. Síðan stendur
maður sekur saklaus eftir."
Sýningin í Listasafhinu er opin
daglega til ágústloka.
Jón Atli Helgason, Kirk Hammett,
hátrsnyrtir og bassaleikari. gítarleikari í Metallicu.
*
f-
t'