Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 14
74 DVBlLAR LAUGARDAGUR 14.JÚNI2003 Einar Gislason hefur ekki losnað við fornbíladelluna enn og ekur daglega á sumrin á Buick Riviera. „Þetta er eina dellan sem ég hef ekki læknast af,“ sagði Einar Gísla- son, betur þekktur sem Einar í ET, í viðtali við DV-bíla. Hann er mikill áhugamaður um fornbfla. Einar hefur stundað margt sportið og átt bæði mótorhjól og flugvélar. Hann var líka á árum áður þrefaldur ís- landsmeistari í teppaflokki í rallíkrossi. Nú safnar hann fornbfl- um og á ein sex stykki, ýmist upp- gerða, í uppgerð eða bfla sem bíða uppgerðar. „Ég er búinn að eiga marga fornbfla um ævina, þar af einn sem ég hef átt og varðveitt ail- ar götur síðan 1966. Sá bfll er Ford 1936 í alveg upprunalegu ástandi og keyrsluhæfur," sagði Einar. Bfll- inn sá var áður í eigu Úlafs Ólafs- sonar, símstöðvarstjóra á Þingeyri. Notaður daglega á sumrin Bfllinn sem Einar notar næstum til daglegs brúks á sumrin hins veg- ar er ekki af verri endanum, Buick Riviera 1966 og er tveggja dyra töfrateppi. „Sigfús í Heklu flutti hann inn fyrir 12 árum en ég keypti hann fyrir um fimm árum. Eg gerði upp vél og henti undir hann nýjum dekkjum en að öðru leyti var bfllinn eins og hann er í dag. Mig hafði Vélin er öflugur 340 hestafla rokkur enda er stærðin 465 kúbíktommur.Takið eftir staðsetningu Ijósanna en þegar kveikt er á þeim koma þau niður. Ólíkt ytra útliti bílsins er mælaborðið frekar hefðbundið. alltaf langað í grip eins og þennan eftir að ég sá einn slíkan taka fram úr mér sumarið 1968 og hverfa eins og byssukúlu. Sumum finnst þessi bfll ekki nógu gamall og eitt er víst að hann þótti nýtískulegur þegar hann kom fyrst á markað og það er kannski þess vegna sem sumum finnst hann ekki nógu mikill forn- bfll,“ sagði Einar. Einar er mjög upptekinn um þessar mundir að skipuleggja Landsmót fornbfla- klúbbsins á Selfossi sem fram fer um næstu helgi en þar má berja þennan bfl augum auk margra annarra. njali@dv.is Eitt hefur þó Bjúkkinn sem einkenndi ameríska bíla á þessum tíma en það er bekkurinn frammi í. Framendi bílsins er nokkuð sérstakur og eru Ijósin falin fyrir ofan grillið inni í vélar- hllfinni. Sagt var um Buick Riviera árið 1963 þegar hann kom fyrst á markað að kominn væri blll sem væri mitt á milli Ferrari og Rolls, enda minna línur bílsins á bæði sportbíl og eðalvagn. Riviera stendur alltaf fýrir tveggja dyra sportbíl frá Buick BUICK RÍVIERA Buick Riviera kom í sinni annarri kynslóð árið 1966. Þá voru aðalljósin færð aftar í grillið og véfarhlífin lengd enda var hún sú lengsta á framleiðslubíl á sfnum tfma.Bíllinn sló þá fyrst almennilega í gegn og það ár seldust 45.348 bflar. Árgerð: 1966 Vél: V8,465 kúbíktommur Hestöfl/sn: 340/4400 Skipting: Turbo 400 Hröðun 0-100 km: 8,6 sekúndur Kvartmflan: 16,4sekúndur Þyngd: 2100 kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.