Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 6
6 DVBlLAR LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Kdflddd kMÉ Circuit Gilles Villeneuve: Montreal Keppnislengd i 69 hringir / 305,270kms Þótt ótrúlegt megi virðast er brautarstæði Gilles Vllleneuve-brautarinnar uppfylling f straumharðri St. Lawrence-ánni og er útivistarsvæði Montrealbúa. öfugt við Mónakó eru tækifærin hvergi fleiri til framúraksturs.Vegrið umlykja brautina og aka ökumenn oft ansi nærri, líkt og (slðustu beygjunni þar sem mörgum meistaranum hefur fatast flugið. Góð spyrna er nauðsynleg þar sem þröngar beygjurnar I Montreal opnast fyrir langa beina kafla brautarinnar sem að sjálfsögðu krefst einnig öflugra bremsa. Uppsetning bdanna getur verið erfið. Ekið er með litla vængpressu til að auka hámarkshraðann svo ökumenn verða að treysta á raungrip bllsins ásamt spólvörninni I gllmu sinni við krappar beygjurnar. Ráspóll 2002 - Montoya: (1:12.836$) 215,547 km/klst Hraðasti hringur - Montoya: (1:15.960s) 206.682km/klst, hringur 50 Mesti hraði (tlmatöku) - M Schumacher: 334,3 km/klst | Úrslit 2002 | Fljótastir í tímatökum | Stööur og staðreyndir 1 Michael Schumacher 2 1 Juan Pablo Montoya +0.000 j Ökum. í mark T4j i 2 David Coulthard 8 1 2 Michael Schumacher 0.182 & Fóru alla hringi ~7| j 3 Rubens Barrichello L. 3 Rubens Barrichello 0.444 ■ Fóru ekki alla hringi T| { 4 Kimi Raikkonen 5 § 4 RalfSchumacher 0.465 jj[ Kiiruðu ekki keppni: | 5 Giancarlo Fisichella 6 ■ 1' ■ Bilarnir lf | 6 JarnoTrulli 10 |T- ■ Útafakstur/óhapp LB Hraða- mælinq Þyngdar- kraftur ® Númerbey Hl (ökumenn innan við 1. sek. frá ráspólstimal Upplýsingar: RENAULT fPfT, jam Mild Seven ^ Renault Fl-liðið fer með sex vörubíla á hverja keppni í "Evrópu-túrnum" Fyrst á svæðiö eru Formulu 1 sirkusinn spilar ekki sfst á ímyndina og er eitt mesta sjónarspii sem þekkist í nokkurri keppnisgrein f heiminum. Að baki þjónustuskúra eru hjólhýsi þar sem móttaka gesta fer fram. Skipulagið þar er ekki minna en hjá keppnisliðinu sjálfu. Hér fáum við tækifæri til að sjá hvernig Renault tekur á móti gestum sfnum - og liðsmenn þurfa vfst að borða Ifka. f hjólhýsin sem koma á baksvæðið allt að fimm til \ sex dögum fyrir hverja keppni. Þúsundir hluta, allt frá bílunum til eyrnatappa og olfusfa, fylla bllana þegar þeir fara frá höfuðstöðvum liðsins f Enstone. Og allt verðurað vera með!!! f l \ HjólhýsiB ersamansett af L Á tveim tengivögnum og er móttökurýmiö á milli þeirra. Vélfræðingar Bflhlutarog Aðstoðarvagnar Hjólhýsi -------- varahlutir .nH Hjólhýsi nr. 1 Herbergi ökum. Nudd, sturta oghvildar- / rými % PADDOCK-KLUBBUR Móttökusvita Hjólhýsi nr. 2 f I | RenaultFI- Jliöiðtekurá móti yfir sex þúsund gestum á þessu ári. —r- A meöan gestir fylgjast með yfir 460 klukku- tlmum af brautarfjöri innbyröa þeir... 2000 flöskur af víni og 1500 flöskur af kampavfni. BB ocT Borðsalur □B ö o Einnig fá gestir framreiddan mat sem er útbúinn af austurriskum kokki sem oft og tfðum L tekur hráefnið !\ með sér aö | helmanfVfntil J að vera öruggur / um bestu gæðí. Graphic: © Russell Lewls Þeir ungu með yfirhöndina Keppnistímabilið er nær hálfnað og lítur út fyrir spennandi keppni í Mont- real um helgina. Nú fer að síga á seinni hluta keppnistfmabilsins og er óhætt að segja að betri helmingurinn sé eftir. Á eftir keppni helgar- innar, sem að flestra mati er oft ein af þeim bestu á tímabilinu, taka ekki síðri brautir við - Hockenheim, sem eftir gagnger- ar endurbætur varð stór- skemmtileg, og Silverstone er skammt á eftir. Monza og Suzuka eru tvær klassískar sem ekki má missa af - stanslaust fjör í allt sumar og fram á haust og nú stefnir í að keppnin um heimsmeistaratitilinn ætli að verða spennandi líka. Eftir sjö keppnir eru ungliðarnir í For- múlunni að leggja undir sig listana og allt frá þvf í Malasfu- kappakstrinum hefur Kimi Ráikkonen verið í forystu og er nú með fjögur stig yfír Micheal Schumacher. Sannarlega óvænt, en svo innilega kærkom- ið því ekki nokkur maður vill upplifa annað eins keppnis- tímabil og á síðasta ári þegar Schumacher hafði tryggt sér tit- ilinn þegar tímabilið var rétt rúmlega hálfnað. Því verður allt umfram það hin mesta skemmtun. Missti af sigri - að eigin sögn Eftir að stigagjöfin breyttist fyrir þetta tímabil er ekki lengur svo slæmt að enda í öðru sæti, og þetta hefur Kimi lært. Hann hefur einungis unnið eina keppni á móti þrem sigrum Schumachers en er þó í betri stöðu. Hann var ánægður með árangur sinn í síðustu keppni en telur sig hafa geta unnið. „Ég náði góðum úrslitum í Mónakó; halaði inn dýrmæt stig fyrir stigakeppnina. Auðvitað var ég óhress með að vinna ekki keppnina en bíllinn var góður. Ég hugsa þó að ég hefði getað unnið í Mónakó ef ekki hefði verið umferðin. Ég hlakka mikið til kanadíska kappakstursins," sagði Kimi f vikunni, eftir að hafa klesst nýja MP4-18 bílinn í Barcelona. Talið er að keppni helgarinnar verði sú síðasta á gamla bílnum en þó virðist sá nýi ekki enn hafa sannað getu sína og áreiðanleik svo það gæti liðið lengri tími en að Núrbur- gring að sá nýi sjáist við rásmarkið. Á von á erfiðri helgi Það sem einkennt hefur þetta keppnistímabil fram að þessu eru tveir ungir ökumenn. Kimi og sennilega aðalkeppinautur hans í framtíðinni, Fernando Alonso. Það er langt síðan For- múla 1 varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa jafn efnilega „nátt- úrulega" keppnismenn og segir staða þeirra tveggja allt um það. Þar nægir að líta á stöðu mun reyndari ökumanns, sem einnig hefur mun betri tækjakost, Rubens Barrichello, til að sjá hvað spunnið er í þessa efnilegu ökuþóra. Alonso segist staðráð- inn í því að halda stöðu sinni en veit að róðurinn verður erfiður á eyjunni Notre Dame á morgun. Ekki nokkur maður vill upplifa annað eins keppnistímabil og á síðasta ári þeg- ar Schumacher hafði tryggt sér titilinn þegar tímabilið var rétt rúmlega hálfnað. „Montreal er ekki notuð reglu- lega en hún er svipuð öðrum brautum sem eru gerðar ein- göngu til kappaksturs. Ég hlakka mikið til þessarar keppni, er ró- legur en um leið einbeittur. Ég er sem stendur sá þriðji í stiga- keppni ökumanna og ég ætla að gera allt sem ég get til að halda þeirri stöðu. Allt bendir til að þetta verði okkur erfið helgi því brautin hæfir ekki bílnum okkar og vél.“ Loftflæði Renault-bílsins þykir með eindæmum gott en vél þeirra hefur ekki skilað nægu afli, en það er einmitt það sem þarf á Gilles Villeneuve-braut- inni. Sjálfstraustið komið í lag Þótt juan Pablo Montoya sé ekki talinn upp með ungu mönnunum f Formúlu 1 þá er hann einn af þeim. Hann hóf keppni sama ár og Kimi og Alonso en hann er bara svo patt- aralegur að engum dettur annað í hug en hann sé rígfullorðinn og í hópi þeirrá reyndu. Hins vegar tók það Montoya mun skemmri tíma að vinna sína fyrstu keppni en þá næstu. Loksins hélt hann það út og kom fyrstur í mark á einni erfiðustu braut tímabils- ins. „Auðvitað kem ég fullur sjálfstrausts til Kanada eftir sigur minn í Mónakó. Þetta var mikil lyftistöng fyrir BMW Williams- Fl-liðið þar sem okkur tókst að vera sterkir og jafnir á tiltölulega erfiðri braut. Ósjaldan hef ég svarað spurningum á þann veg að Mónakó væri keppni sem ég vildi vinna en nú hefur mér tek- ist að ná því markmiði." Samn- ingaviðræðum BMW og Willi- ams er enn ekki lokið og hafa styrktaraðilar liðsins kallað eftir svörum og segjast óþreyjufullir í biðinni. fwdv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.