Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 DVBÍLAR 13 DEKK: Þau þurfa frá og með árinu 2007 að þola minni loftþrýsting í lengri tíma og þá sérstaklega jeppadekk sem ekki hafa þurft að uppfylla eins strangar öryggisreglur og dekk fólksbifreiða. Strangari öryggiskröfur vegna dekkja frá 2007 Öryggisstaðlar fyrir bíldekk munu verða hertir frá og með árinu 2007 í Bandaríkjunum og er líklegt til að hafa áhrif á dekkjaframleiðslu í heild sinni í heiminum. Með þessu þurfa dekkin að þola meiri hraða og hafa meiri endingu auk þess sem þau þurfa þá að geta þolað lægri þrýsting en áður. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1967 að ör- yggisstöðlum þessum er breytt að ráði og kemur það til vegna Firesto- ne-málsins en vegna þess skipaði bandaríska þingið NHTSA öryggis- málastofnuninni að herða öryggis- staðla dekkja fyrir bíla og trukka. Búast má við að um 11% allra nýrra dekkja í dag myndu ekki standast þessar hertu öryggiskröfur og því verða þær dekkjaframleiðendum nokkuð kostnaðarsamar. Áætlað er að þær kosti dekkjaframleiðendur um 30 milljónir dollara á ári en geti bjargað fjórum mannslífúm á sama tímabili. Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að dekk fyrir pallbíla og jeppa þurfa nú að standast sömu öryggiskröfur og gerðar eru til dekkja minni fólks- bíla. njall@dv.is Góð aðstaða er fyrir starfsmenn Volkswagen í Wolfsburg og hafa þeir meðal annars sinn eigin fótboltavöll. Volkswagen með flest einkaleyfi 2002 Á árinu 2002 var Volkswagen enn fremst í flokki meðal bíla- framleiðenda í Þýskalandi hvað varðar umsóknir um einkaleyfi. Tölur frá þýsku einkaleyfa- og vörumerkjaskrifstofunni sýna að stærsti bflaframleiðandi í Evrópu lagði fram 1.302 umsóknir um einkaleyfi á síðasta ári. Volkswagen var einnig með flest einkaleyfi á ár- inu 2001. í Neðra-Saxlandi var samsteypan með enn fleiri um- sóknir en nokkurt annað fýrirtæki á árinu 2002, um 44 prósent af einka- leyfaumsóknum í Neðra-Saxlandi komu frá Wolfsburg. Nýr gírkassi og FSI vél Meira en 60 einkaleyfaumsóknir komu frá verkfræðingum sam- steypunnar og voru vegna nýja DSG gírkassans. Þessi sex þrepa gírkassi tvinnar saman kosti sjálf- skiptingar og hefðbundins hand- skipts gírkassa með hraðari skipt- ingum og minni eldsneytiseyðslu. DSG-gírkassinn er með tvær kúp- lingar, önnur kúplingin sér um oddatölugírana og hin um þá með jöfnu töluna. Þegar bflnum er ekið í einum gír er næsti gír þegar tengd- ur hinni kúplingunni en ekki í sam- bandi. Gírskiptingin á sér stað á tveimur til þremur hundruðustu úr sekúndu án þess að hafa áhrif á drifkraftinn. Meira en 40 af hundraði einkaleyfanna sem gefin voru út á árinu 2002 voru vegna meðhöndlunar á útblæstri í FSI- vélunum. Allar FSI-vélamar í nú- verandi línu: Lupo, Polo, Golf, Bora og Touran, uppfylla Euro 4 staðal- inn varðandi útblástur. Yfirgripsmiklar rannsóknir Rannsóknar- og þróunardeild Volkswagen í Wolfsburg er með um það bil 10.000 starfsmenn. Sam- steypan er með eigin hönnunar- miðstöð, tvennveðurfræðilegvind- göng, reynsluakstursbraut með árekstraprófunarmiðstöð og tvo skála þar sem áhrif frá rafsegul- bylgjum á rafeindakerfi bflanna eru prófúð. Til viðbótar hefur Rann- sóknar- og þróunardeildin yfir að ráða reynsluaksturs- og prófunar- svæði sem nær yfir ellefu ferkfló- metra. Þar er að finna allar hugsan- legar gerðir vegyfirborðs og í hvaða ástandi sem hugsast getur. Sam- steypan er einnig með þróunar- starfsemi í Tékklandi, Spáni, Brasil- íu, Mexíkó, Suður-Afríku og Kína. Meira en 20.500 manns innan sam- steypunnar vinna að þróun tækni í Volkswagen-bfla. SMÁRÉTTINGAR EINFÖLD OG FUÓTLBG RfcTTINGANJÓNUSTA Er bíllinn dadur? Fjariægjum dældir - lagfærum á staðnum ♦ Lægri vidgerðarkostnaður ♦ Engirt fyiltefni * Engin iökkun * Gerum föst verðtilboó Þú hringir - vió komum 89fi 4644 * 895 4644 iSEriÍliMGÆR ■ '1f , FILMUISETNING/KR v ÞJÓFAVARMR ' r- ARAHLUTIR I VORUBILA F/oðr/r, plastbretti og verkfærakassar. Einnig notaóir varablutir. Utvegum vörubíla, vagna og ýmis tæki. Heiði, rekstrarfélag, Réttarholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Afgreiðsla: Vélahlutir, Vesturvör 24, Kópavogi. Símar 5546006 og 8976510 Vagnhöfða G - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 G095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. ■ ■ ■ ■ I TEIKNINGA-HERDATRÉ Verktakar Teiknistofur Verkfræðíngar Hönnuðir ..það sem fagmaðurinn notar! ArmúÉi 17, WB Reykjavik síml: 533 1E34 fax: 55B 0493 WWW.ISOl.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.