Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003 DVBlLAR S Fiat fækkar starfsfólki FIAT: í fyrra tapaði Fiat ; 3,9 millj- örðum evra og verður augljóslega að grípa til rót- tækra varnarathafna. Nú í vik- unni hrapaði hlutabréfaverð í Fiat um 6% þegar ítalska blað- ið II Sole/24 Ore komst á snoð- ir um björgunaráætlanirfyrir- tækisins og birti þær. Þar kem- ur fram meðal annars að þá á að fækka starfsmönnum Fiat um tíu þúsund, þó aðeins um eitt þúsund á Ítalíu og þessar uppsagnir dreifast á næstu tvö ár.Til að bregðast við vandanum hefur Fiat einnig tekið stórar peningaupphæðir að láni frá ítölskum bönkum. Verkföll tefja BMW: Árið byrj- ar ekki mjög glæsilega hjá BMW. Sala nýrra bíla fór niður um 11 af hundraði fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra og nú bæt- ist það við að vegna verkfalls stáliðnaðarmanna í þremur BMW ríkjum Þýskalands fær BMW ekki nægilegt efni til að geta framleitt gírkassa í 3-línu bíl- ana. Verkfallið snýst um að stytta vinnuvikuna úr núver- andi 38 stundum í 35 stundir. Hjá BMW bera menn sig samt vel og segja að úr þessu muni rætast innan tíðar og síðari hluti ársins muni bæta þann fyrri upp. Minni bilanatíðni Fabia SKODA: Bilanatíðni Skoda Felicia á þýsku hraðbrautunum er mun meiri en á Skoda Fabia og Skoda Octavia. Felicia var hannaðurog markaðssettur áður en Volkskwagen tók við framleiðslu á Fabia og Octavia, en ólíku er saman að jafna hvað varðar bilanatíðni þess- ara bíla. Skoda er með ein- hverja lægstu bilanatíðni allra bíla hjá umboðinu hérlendis, Heklu. Þegarframleiðsla á Oct- avia hófst var eitt af markmið- unum að halda bilanatíðni í al- gjöru lágmarki og það virðist hafa tekist framar öllum von- um. Volkswagen kom sáralítið nálægt framleiðslu á Felicia en þó mun hafa verið sett í hann vökvastýri og fleira frá Volkswagen. Trelleborg ísamstarf við Continental um landbúnaðardekk Þýski dekkja- og bílapartafram- leiðandinn Continental AG hyggst heija samstarf við sænska keppi- nautinn og dekkjaframleiðandann Trelleborg um að framleiða dekk fyrir dráttarvélar og önnur tæki til landbúnaðarframleiðslu. Trelle- borg hefur verið í sambandi við fleiri dekkjaframleiðendur í Evrópu um samstarf en ekki hefur fengist uppgefið hverjir þeir eru. Talsmað- ur Continental hefur staðfest að samræður hafi farið fram og segir að aðallega sé rætt um samstarf hluta Barum-verksmiðju Continental í Tékklandi og Trelle- borg, jafnvel sameiningu við þá einingu. Continental AG hefur áður lýst því yfir að fyrirtækið mundi leggja niður þann hluta rekstursins sem ekki sýndi nægjanlegan rekstr- arhagnað, enda væri samkeppni í þessum iðnaði mjög hörð. Continental hefur lagt niður fimm rekstrareiningar síðan í árslok 2001 en þá hófst endurskipulagning á allri starfsemi fyrirtækisins. Trelleborg í Svíþjóð framleiðir dekk fyrir tæki til skógræktar, ýmiss konar iðnað og landbúnað. Trelle- borg keypti landbúnaðarhluta Pirelli*s árið 1998 og hefur haft á stefnuskrá að auka starfsemina með því m.a. að kaupa upp keppi- nauta. Continental er einn helsti keppinautur Trelleborg í fram- leiðslu á dekkjum til iðnaðartækja og landbúnaðartækja. gg@dv.is SCHUMACHER: Kemst hann yfir 500 stiga múrinn um helgina? Schumachervill slá met Fangio Micheal Schumacher, ökumaður hjá Ferrari í formúlu-1, hefur und- irritað nýjan samning við Ferrari. Hann státar nú þegar af fímm heimsmeistaratitlum og haldi Ferr- ari áfram að útvega honum jafn- samkeppnishæfa bíla verður hann í þeirri stöðu að geta tekið við nafn- bótinni sem besti ökumaður allra tfma af Juan Manguel Fangio. Þeirri spurningu verður að vísu aldrei svarað hvor þeirra Fangio eða Schumacher er betri þar sem þeir mætast aldrei á brautinni en Schumacher leiðir nú Formúlu-1 keppnina eftir sigurinn í Kanada og er ekki ólíklegur að fagna sjötta sigrinum eftir síðustu keppnina á Suzuka-brautinni í Japan 12. októ- ber nk. gg@dv.is Skíðakl ’Hjðlafestinga Kajakfestingar THUI SWEDEN ■ mm Farangursbox, ýmsar stærðir & 9 gl^ Hjólafestingar á dráttarkúlu www.stilling.is ■■P DALSHRAUN113 • SlMI 555 1019 EYRARVEGI 29 • SlMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 ■ SÍMI 520 8000 SMIÐJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16 • SÍMI 577 1300 tómstundir og afþreying 550 5000 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.