Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 14
14 DVBlLAR LAUGARDAGUR 28. JÚNl2003 Tæki > FORDINN: Auðvitað voru Fordarnir mættir á Kamba- brún sem og austur á Selfoss. Þennan glæsilega Ford, árgerð 1930, á formaður Fornbílaklúbbs fslands, Sævar Pétursson. f þessum b(l fékk svo Gelr H. Haarde fjár- málaráðherra far niður gamla Kambaveginn. Mikil fornbílahátíð fór fram um síðustu helgi. Hún hófst með akstri flestra bílanna, sumir voru ferjaðir á palli, austur á Kambabrún þar sem formleg dagskrá hófst með setningu Landsmóts Fornbíla- klúbbs íslands, sem síðar fór fram á Selfossi. Yfir 100 fornbflar voru á sýning- unni og þangað komu á milli 10 og 15 þúsund manns. Á Kambabrún * setti Geir H. Haarde fjármálaráð- herra mótið, Karlakór Selfoss söng m.a. lagið „Þú skalt samt fram“ og Þór Vigfússon kennari flutti tölu um fyrstu umferð um Kamba, en það var Þorlákur Klemenz sem ók niður Kambana á bfl Sverris Andréssonar, Cudell. Hnýtt hafði verið kaðli aftan í hann til að halda í við bflinn niður þessa „óskaplegu“ brekku, en þegar til kom reyndist ekki þörf á honum. Að setningu lokinni var ekið niður Kamba með fjármálaráðherra í broddi fylkingar sem farþega í Ford 1930, en þann bfl á Sævar Péturs- son, formaður Fornbflaklúbbsins. Sá bfll er algjört augnakonfekt. „Það eru á milli 500 og 600 manns > í klúbbnum og félagsmenn eru ekki bara hér á suðvesturhorni landsins, heldur um allt land. Það er vaxandi áhugi fyrir svona bflum, enda hefur fjármálaráðherra lækkað vörugjöld á þeim, þ.e. bflum eldri en 40 ára, og ég á von á auknum innflutningi notaðra bfla til landsins á næstu misserum og árum. Búast má við að þá sjáist tegundir sem ekki hafa ver- ið hér á götunum til þessa. Til landsins er kominn m.a. Lincoln, árgerð 1930, einstakur bfll sem verður gerður upp á næstunni," sagði formaður Fornbflaklúbbs ís- lands, Sævar Pétursson. Sævar er að gera upp fýrsta for- setabflinn, Packard, og er að síga á seinni hluta þess verks. Svo gæti farið að sá bfll yrði tilbúinn á þessu ári. Fjármálaráðherra alinn upp innan um rútur „Ég hef alltaf verið mikill áhuga- maður um bfla, einkum gamla bfla. Ég er alinn upp innan um rútur og bfla, fékk stundum sem lítill strákur að fljóta með rútunni hingað austur á Stokkseyri og til baka og hún fór þá niður þennan gamla veg um Kamba. Lagið sem karlakórinn flutti hér, „Þú skalt samt fram“ er táknrænt fyrir fyrir þá hugsun sem ríkti í upphafi bflaaldar á íslandi, en ekki var farið að flytja inn bfla hing- að til lands af neinni alvöru fyrr en árið 1913, og fyrsti vörubfllinn kom hingað til lands árið 1914. Á leiðinni hingað austur lenti ég aftan við gamlan Studebaker sem var með „Það eru á milli 500 og 600 manns í klúbbnum og félagsmenn eru ekki bara hér á suðvestur- horni landsins, heldur um allt land." annan gamlingja í eftirdragi en þeir komust ekki hraðar en fyrstu bif- reiðalögin heimiluðu 1913, þ.e. um 15 km/klst. hámarkshraða í þéttbýli og 35 km/klst. í dreifbýli. Það er menningarauki að þessum gömlu bflum auk þess sem þetta er lifandi tómstundagaman og skemmtun fyrir fjölda manna hér innanlands. Þetta minnir okkur einnig á eigin atvinnusögu og þann fjölda manna sem hefur starfað við bfla síðustu áratugi," sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra þegar hann setti Landsmót Fombflaklúbbs íslands á Kambabrún. gg@dv.is J CUDELL: Fyrsti bíllinn ók niður Kamba með kaðal aftan í sér til þess að draga úr ferðinni, ef á þyrfti að halda. Endursmíði hans hefur tekist vel. HERBÍLL Þessi gamli herbíll, GMC-CCKW, árgerð 1942, sómdi sér vel innan um alla gömlu fólksbílana. Rétt eins og horfið væri til baka til síðari heimsstyrjaldarinnar eða Kóreustríðsins. MILLISTRfÐSFRAMLEIÐSLA: Þessi Overland var framleiddur árið 1926, þ.e. á árunum milli stríða. Viss sjarmi yfir þessum bíl. UNCOLN: Lincoln, árgerð 1930, var glæsikerra. Fyrsti bíllinn sinnar tegundar er nú kominn til landsins og verður væntanlega ráðist í að gera hann upp innan tíðar. Bíllinn er eins og hluti af sögunni. Hver man ekki eftir Al Capone í Chicago á bannárunum? r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.