Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Síða 4
Ilmur Kristjánsdóttir útskrifaðist
,úr leiklistardeild Listaháskóla ís-
'lands í vor en þangað komst hún
inn í fyrstu tilraun. Hún er strax
byrjuð að gera það gott sem leik-
kona og var búin að fá hlutverk
Línu í leikritinu um Línu langsokk
áður en hún útskrifaðist. Verkið
verður sett upp í Borgarleikhúsinu
og frumsýnt þann 14. september
næstkomandi.
„Ég byrjaði að æfa Línu langsokk
áður en ég var búin í skólanum og
æfði út júnímánuð. Eftir það hef ég
bara verið í sumarfríi. Ég er ættuð
frá Grundarfirði og reyni að fara
sem oftast vestur - mér finnst
mjög gott að koma þangað. Svo fór
ég bæði til London og Aþenu, en
bróðir minn býr á síðarnefnda
staðnum með grískri kærustu
sinni. Við fórum líka til tveggja
grískra eyja, Sifnos og Milos, sem
er eyja ástargyðjunnar Afródítu."
GrMfanisí0m^^Ur^
Nei, en mér líkaði mjög vel.
Grikkirnir voru reyndar ekkert sér-
staklega hrifnir af Norðurlandabú-
um, að minnsta kosti ekki eyjar-
skeggjarnir. Þeir töluðu aldrei við
mann og sýndu því engan áhuga
hvaðan maður var. Kannski er
þetta bara eitthvað í manni sjálf-
um, maður ætlast alltaf til þess að
fólk sé ægilega forvitið um hvaðan
maður kemur,“ segir Ilmur og
skellir upp úr.
„Ég fann reyndar fyrir því í fyrsta
skipti þarna úti að skammast mín
fyrir að vera íslendingur. Það var
aðallega út af stuðningi Islendinga
við stríðið í írak. Þegar ég var á
flugvellinum passaði ég mig meira
að segja sérstaklega að vera ekkert
að flagga passanum. Það var ótrú-
lega skrýtið að upplifa þetta af því
að yfirleitt er maður svo stoltur af
því að vera íslendingur."
Htt
sem
stum
:u einhuer ahimamal
buhefuxgeiad
aaoifmnu?
„Veistu það, ég hef mikið verið að
hugsa um að koma mér upp ein-
hverju áhugamáli bara til að geta
svarað svona spurningum," segir
Ilmur og hlær. „En sannléikurinn
er sá að þegar ég er í fríi finnst mér
best að vera bara í fríi, hanga og
gera sem minnst. Reyndar flnnst
mér gaman að ganga á fjöll þótt ég
hafi ekki gert neitt sérstaklega mik-
ið af því.
Það hefur reyndar verið nóg að
gera í fríinu núna. Við vorum með-
al annars að kaupa okkur íbúð á
besta stað í miðbænum," segir
Ilmur sem er í sambúð með Hall-
dóri Erni Óskarssyni. „Við þurftum
ekkert að gera fyrir hana, enda
hefðum við ekki haft neinn tíma til
þess. Við ákváðum þess vegna
bara að kaupa íbúð sem við gæt-
um flutt inn í strax. En ég sé samt
alveg rómantíkina í því að moka
öllu út. Halli er öllu raunsærri en
ég og tók út fyrir það strax í byrj-
un.“
„Mjög vel. Ég er einmitt að fara að
taka upp plötu á næstunni með
lögunum úr leikritinu. Þetta er
skemmtileg uppfærsla. Þau Bergur
Þór og Edda Björg leika Önnu og
Tomma og Sigrún Edda, sem lék
Lfnu fyrir 20 árum, leikur núna frú
Prússólfn. Svo eru Geirfuglarnir
með tónlistina og þeir hafa verið
að poppa þetta upp.
Lína kom fram opinberlega í fyrsta
skipti á Menningarnótt. Það var
mikið stress þar sem leikstjórinn,
María Reyndal, var fyrir norðan að
elda ofan í hóp fornleifafræðinga.
Maður getur alveg bjargað sér en
það er alltaf betra að fá samþykki
einhvers annars, „þetta er fínt hjá
þér“ og klapp á bakið. Svo þurfti ég
að syngja í fyrsta skipti opinber-
lega en mér finnst miklu erfiðara
að syngja en að leika. Kannski af
því að ég er búin að læra leiklist en
ekki söng. Mér finnst ég einhvern
veginn vera að sýna meira af Ilmi
þegarég syng.“
, Hvemii
framtidal
„Ég hef alltaf séð í hillingum að
verða gömul og reka lítið gistihús
einhvers staðar fyrir utan bæinn,
kannski jafnvel fyrir vestan. Um
daginn steikti ég fiskibollur og
sauð sviðakjamma sama kvöldið,
þetta var meira að segja föstudags-
kvöld,“ segir Ilmur og skellihlær.
„Ég er alin upp við að borða svona
sveitamat en mér leið svolítið eins
og gamalli konu þegar ég setti fisk-
fars, sviðakjamma og mjólk í körf-
una í Nóatúni. Þá hugsaði ég með
mér: „Nei, Umur. Ertu ekki að flýta
þér aðeins of mikið að verða göm-
ul?“ Það hefur alltaf búið einhver
gömul kona í mér.“
Echoes
Fyrir marga var The Rapture
hljómsveit síðustu Airwaves-há-
tíðar. Fyrsta platan hennar í
fullri lengd er væntanleg í sept-
ember. Á henni verða mörg af
lögunum sem hún var með á
dagskrá á Airwaves, t.d. hið al-
magnaða House of Jealous
Lovers. Búist við ofvirku dans-
rokki af béstu gerð. Áætlaður út-
gáfudagur: 8. september.
Spepnandi
fl Pprfprt firrlP StpÚltt
plötur
Thirteenth Step
A Perfect Circle er hin hljóm-
sveitin með Máynard James
Keenan, söngvara Tool. Síðasta
plata hennar, Mer De Noms,
sem kom út árið 2000, þótti mik-
il snilld. Fyrsta smáskífan af
plötunni Weak & Powerless er,
að sögn Maynards, ekki lýsandi
fyrir efni plötunnar en það má
reikna með því að platan verði í
þunglyndu og þróuðu deildinni.
Áætlaður útgáfttdagur: 15. sept-
ember.
Silence Is Easy
Breska hljómsveitin Starsailor
vakti mikla athygli fyrir frum-
smfði sfna, Love Is Here, sem
mörgum þótti ein af betri plöt-
um ársins 2001. Nú er hún mætt
með næstu plötu. Tvö laganna á
Silence Is Easy eru pródúseruð
af snillingnum og ógæfumann-
inum Phil Spector. Búist við
melódísku popp-rokki. Áætlaður
útgáfudagur: 15. september.
°°MÍe
Reality
David Bowie er greinilega í mikl-
um ham. Rúmu ári eftir hina
ágætu Heathen mætir hann með
nýja plötu, Realify. Hún ku vera í
ætt við Heathen en svolítið rokk-
aðri. Bowie vann plötuna, sem
er hans 26. á ferlinum, með upp-
tökustjóranum Tony Visconti. Á
henni eru 11 lög, þar af þrjú tök-
ulög. Áætlaður útgáfudagur 15.
september.
Hiise
flbsolution
Það er mikil spenna fyrir nýju
Muse-plötunni Absolution sem
fylgir eftir hinni ágætu Origin of
Symmetry sem kom út fyrir
tveimur árum. Ef platan er eitt-
hvað í líkingu við fyrstu smáskff-
una, The Stockholm Syndrome,
þá er hægt að bóka mjög öfluga
pjötu sem á eftir að límast á heil-
ann á heilu kynslóðunum. Áætl-
aðtfr útgáfudagur 22. september.