Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Side 12
lafur Páll Torfason (Opee) gekk til liðs við uarashi í byrjun sumars og Mess it up, n*sta lag hans með hljómsveitinni, hefur áð miklum vinsældum. Hann er ekki nýr í ransanuin því hann hefur rappað með jómsveitinni O.N.E. um árabil. í viðtali ð Fókus talar Óli um útskriftarferð til tar, Quarashi, Menntaskólann í Reykja- , þunglyndi og þyngdarsveiflur. „Þessa dagana er ég bara að dunda mér með Quarashi og O.N.E. en við erum að vinna að íyrstu plötunni okkar, One Day," segir Óli, spurður um atburði liðinna daga. „Bara að vinna mína tónlist og að lifa lffinu, skemmta mér og djamma. Ég var að koma úr útskriftarferð til Krítar en ég út- skrifaðist frá MR í vor. Áður en ég fór út var ég að vinna hjá gatnamálastjóra við að slá gras á umferðareyjum og víðar. Svo vinn ég í sjoppu á sunnudögum til að eiga peninga fyrir kóki, símanum og sígó. Það er ágæt þynnkuvinna." Oghvemig var ferðin? Einhverjar krassandi sögur? „Ferðin var nákvæmlega eins og allar útskriftar- ferðir eiga að vera, allir að drekka mikið og allir með öllum. Ég vil fara varlega í sögurnar en án þess að nefna nein nöfn get ég sagt þér að einn úr hópnum endaði með tveimur nórskum hnátum niðri á strönd strax á þriðja degr. Það var mikið um svoleiðis „aktívítet" en ég kem ekki nálægt slíku," segir Óli, glottandi. Suarti sauðurinn i fjölskyldunni ÓIi er á náttúrufræðibraut 2 í MR sem er að hans sögn auðveldasta brautin. „Það er bara svona þegar metnaðurinn liggur annars staðar. Það væri kannski öðruvísi ef maður væri búinn að fmna eitthvað sem mann langar virkilega að læra. MR var „hell" fyrst en hefur batnað eftir að ég kynndst krökkunum. Ég elti ekki vinina eins og margir gera heldur fór í þennan blessaða skóla til að virða fjölskylduhefðina. Ég ætlaði alltaf annað en endaði þarna enda hefði ég annars verið álit- inn svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Kannski sá ég samt bara til þess með því að verða rappari!" Óli bætir því við að MR sé líka næst heimili hans en hann er fæddur og uppalinn í Vesturbænum. „Ég hef búið í 107 alla mína ævi og mun ekki flytja þaðan. Maður fer ekkert af hótel mömmu fyrr en maður þarf þess. Fyrir utan það á ég enga peninga," segir Óli og hlær. Hvað með allar Quarashi-milljónirnar? „Sá hluti tónlistarmennskunnar er stórlega ofmetinn á ís- landi og mér finnst alltaf jafnfyndið þegar fólk spyr mig hvort ég hafi ekki mikið upp úr henni." Fauk ef einhuer hnenaði Óli segist reikna með því að enda í Háskóla íslands, í hug- vísindadeild, næsta haust. Þar ætlar hann að reyna að kom- ast til botns í eigin vandamálum. „Ég er þunglyndur og mér er alveg sama þótt þú nefnir það í blaðinu. Eg vil tala opin- skátt um þetta. Einhver sagði einhvern tímann að maður gerði ekki góða tónlist nema þegar maður væri óhamingju- samur. Tónlistin hefur alltaf verið mitt tjáningarform og hefur eiginlega verið mín meðferð við þungíyndinu í langan tíma. Það gekk upp þangað til botninum var náð um síðustu jóL" Óli segist líka stefna á að koma sér í gott form. „Ég hef bara tekið gömlu góðu harmoníkuna í þeim efnum. Grenn- ast í sex mánuði og fitna í sex. Hef aldrei náð að halda mér í sömu þyngd. Ég tók syrpu fyrir ári og fór þá úr því að vera 70 kg í að vera 56 kg ræfill. Ef einhver hnerraði nálægt mér fauk ég. Svo heyrði ég seinna að fólk hefði haldið að ég væri kom- inn í neyslu svo þetta er nokkuð sem ég mæli ekki með ..." Treystir ekki á rappið Rapparar í háskóla passa einhvern veginn ekki inn f staðalfmyndina en Óli segist hafa verið ákveðinn í því frá upphafi ferilsins að drífa framhaldsskólann af og fara í há- skóla. „Það borgar sig ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Það er fínt að rappa en það er ekki neitt sem maður treystir á að geta hafa framfæri af í framtíðinni. Að lifa af tónlistinni er erfiðara en að vinna í lottóinu." Er ekki hálíþartinn eins ogað vinna ílottói að fá tækifæri til að rappa með Quarashi? „Jú, þetta er mjög gott tækifæri og ég hef lært eitthvað nýtt á hverjum degi, hluti sem ég hefði ekki getað lært ann- ars staðar. Þessir menn eru snillingar. Þeir hafa verið í þessu svo lengi og eru „prófessjónal" á öllum sviðum," segir Óli sem vill samt ekki meina að líf sitt hafi tekið stakkaskiptum við samstarfið. „Ég hef ekki tekið eftir neinum miklum breytingum við það að vera kominn í sviðsljósið. Það var helst um daginn þegar einhver kona kom upp að mér með strákinn sinn, sagði að „Mess it up“ væri uppáhaldslagið hans og bað mig um að heilsa honum. Hann hefur verið svona fjögurra ára. Mér fannst það flott. Annars reyni ég bara að spá ekki mikið í athyglina af því að það er tónlistin sem skiptir máli."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.