Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Side 20
I'ókus septembcr 2003 Hijljhefur skapast mikll eftirvæntlng eftir nýju Iron Mftiden-pl Iféairtij sem kemur út 8. sep|ember, enda er hijóinsveitin búin a hundruð þúsund manns a iinkkrum af stærstu tónlistarhátíð Trausti fúlíusson rifjaði upp sögu þessarar ót^epandi hlj Iron Maiden 2003 Bruce Dickinson - söngur Steve Harris - bassi Dave Murray - gítar Janick Gers - gltar Adrian Smith - gltar Nicko McBrain - trommur Stiidíóplötur Iron Malden Iron Maiden (1980) Killers (1981) The Number of the Beast (1982) Piece of Mlnd (1983) Powerslave (1984) Somewhere in Time (1986) Seventh Son of a Seventh Son (1998) No Prayer for the Dying (1990) FearoftheDark(1992) The X-Factor (1995) Virtual XI (1998) Brave New World (2000) Dance of Death (2003) Steve Harris - Hjarta Iron Malden Ef hægt er að tala um einn aö- almann I Iron Maiden þá er það Steve Harris. Hann stofnaði hljóm- sveitina og hann gaf henni nafn. Hann er ekki bara bassaleikari Iron Maiden heldur llka aðal- hugmyndasmiðurlnn, einn aðallagasmiðurinn og maðurinn sem hefur haldið sveitinni gang- andi Itæp 28 ár Igegnum ótal mannabreyting- ar. Steve er fæddur I Leytonstone I A-London 12. mars 1956. Hann er sonur vörubllstjóra og húsmóður. Hann hafði mikinn áhuga á íþrótt- um þegar hann var ungur og æfði m.a. krikket og tennis. Mestan áhuga hafði hann þó á fót- bolta. Hann stefndl-að því að verða atvinnu-— maður og byrjaði 14 ára að æfa með West Ham. Hann kynntist rokkinu I gegnum vin sinn sem setti alltaf furðulegar plötur á fóninn þegar þeir fóru heim til hans. Þetta voru plötur með hljóm- sveitum eins og Jethro Tull, King Crimson, Deep Purple og Genesis. Þetta sfaðist tfífiTStéve og loks fór svo að hann fékk nokkrar plötur lánaðar með heim. Eftir það varð ekki aftur snúið. Steve stofnaði hljómsveitirnar Influence (slðan Gipsy's Kiss) og Smiler áður en hann fann það sem hann var að leita að með Iron Maiden. Fyrir Steve er Iron Maiden ekki bara hljómsveit held- ur hugsjón. Markmiðið hjá honum strax I upp- hafi var þetta: „Rokkhljómsveit sem byggi til frá- bærar plötur, sem myndi halda pottþétta tón- leika og sem myndl aldrei nokkurn tlmann fórna prinsippunum fyrir peninga." Eddie - Andlit Iron Maiden Karakterlnn Eddie hefur lönqum verið andlit Iron Maiden. Þessi viðkunnanlega ófreskja var teiknuð af Derek nokkrum Riggs, lista- skólanema sem hafði hrökklast frá námi. Eddie var ekki teiknaður undir áhrifum frá tónlist Maiden eins og sumir halda heldur átti Derek slatta af teikningum handbærar þegar Maiden var að leita að mynd fyrir plötuumslagið á fyrstu plötunni. Þeir féllu strax fyrir Eddie sem siðári hefur prýtt öll plötuumslög þeirra og sett sterk- an svip á tónleika hljómsveitarinnar. Derek hef- ur ekki gert annað síöustu 23 ár en að teikna fyr- ir Maiden. Hann er samt enginn þungarokksað- dáandi. Hann hlustar mest á klassik I dag en hafði áhuga á pönki þegar hann var að teikna frummyndina af Eddie. Hugmyndin að Eddie tengist þvl: „Þegar ég var að teikna Eddie var ég að reyna að teikna heilaskemmdan pönkara," segir hann. tnn tplll sinum Þungarokksaðdáendur er farið að lengja eftir nýrri Maiden-plötu. Hljómsveitin er búin að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu í sumar og er þessar vikumar á tón- leikaferð í Bandaríkjunum. íslendingar hafa líka margoft verið minntir á sveitina síðustu vikur vegna aukavinnu söngvarans Bruce Dickinsons en hann er sem kunnugt er flug- maður hjá Iceland Express. Nýja Iron Maiden-platan, Dance of Death, kemur í verslanir 8. september og smáskífan Wildest Dreams viku fýrr. Strákar úr austurborginni Iron Maiden var stofnuð á jóladag 1975 í Austur-London. í fyrstu útgáfu sveitarinnar vom Steve Harris bassaleikari, og sá eini af uppmnalegu meðlimunum sem er í henni enn, gítarleikararnir Dave Sullivan og Terry Rance, trommuleikarinn Ron „Rebel" Matt- hews og söngvarinn Paul Day. Þessi manna- skipan entist þó ekki lengi. Hljómsveitin spil- aði nokkuð reglulega á ýmsum bömm og rokkbúllum í Austur-London fyrstu árin en þegar hún gerði samning við EMI árið 1979 hafði hróður hennar borist víðar og hún var farin að sþila úti um alla London, m.a. með Motorhead. Þá vom í hljómsveitinni, auk Steve, Dave Murray á gftar, söngvarinn Paul Di’Anno og Doug Sampson á trommur. Áður en fyrsta platan, Iron Maiden, var tekin upp bættist annar gítarleikari, Dennis Stratton, í hópinn og Clive Burr tók við af Doug á trommunum. Ný bylgja af bresku þungarokki Það urðu þáttaskil hjá Iron Maiden árið 1979. Það er að nokkru leyti að þakka um- boðsmanninum Rod Smallwood sem þeir réðu til sín á miðju árinu og er umbinn þeirra enn í dag. En það má líka þakka þessi þátta- skil miklum blaðaskrifum I enska rokkviku- blaðinu Sounds um nýju bresku þunga- rokksbylgjuna. Þungarokk átti ekki upp á pallborðið hjá tónlistarpressunni á þessum ámm enda vom pönkið og nýbylgjan allsráðandi. Geofif Barton, blaðamaður á Sounds, gerði aukablað um nokkrar nýjar enskar þungarokksveitir og kallaði það The New Wave of British Heavy Metal. Viðtökurnar urðu gríðarlegar og áhugi stóm plötu- fyrirtækjanna á að gefa út þungarokk jókst og þetta blað varð kveikjan að Kerrang! Tónlist Iron Maiden er hreint gítarrokk en auk kraftsins og keyrslunnar var aðalsmerki Maiden strax í byrjun útpælt gítarsamspil og óvæntar táktskiptingar. Steve Harris var mik- ill aðdáandi þunga og þróaða rokksins sem var áberandi á fyrri hluta áttunda áratugarins og hlustaði mikið á hljómsveitir eins og Jethro Tull, Genesis, Yes og King Crimson. Taktskiptingamar í Iron Maiden-lögunum má rekja til áhuga hans á þeirri tónlist. Tónlist Iron Maiden er hreint tj \r- rokk, en auk kraftsins oq keyrsi n- ar uar aoalsmerki Maiðen stra. byrjun útpælt qitarsamspil ot ouæntar taktskiptinyar. Bruce Dickinson kemur til sögunnar Fyrsta Iron Maiden-platan kom út árið 1980. Hún fékk ágætar viðtökur og hljóm- sveitin fór í miklar tónleikaferðir með Judas Priest og KIss. Eftir þær tók Adrian Smith við sem gítarleikarj í stað Dennis Stratton og hljómsveitin tók upp aðra plötu sfna, Killers, sem kom út árið eftir. Eftir 15 landa tónleika- ferð árið 1981 var Paul Di’Anno rekinn vegna eiturlyfjaneyslu og í staðinn var ráðinn Bmce Dickinson, fyrrum söngvari Samson. Eftir að Bmce Dickinson gekk til liðs við hljómsveit- ina fóm hjólin fyrst að snúast. Næstu plötur, The Number of the Beast (1982), Piece of Mind (1983) og Powerslave (1984) fengu mjög góðar viðtökur og aðdáendahópurinn stækkaði stöðugt, ekki síst vegna smellanna Run to the Hill og Number of the Beast. Tón- leikaferðirnar urðu sífellt stærri og sviðsbún- aðurinn tilkomumeiri. 1983 hætti Clive Burr og Nicko McBrain tók við á trommunum. Hann hafði áður verið í Streetwalkers og frönsku hljómsveitinni Trust sem hafði hitað upp fyrir Maiden á tónleikum. Vinsældlr og þreytumerki Iron Maiden nautr gríðarlegra vinsælda allan níunda áratuginn. Plöturnar Somewhere in Time (1986), Seventh Son of Seventh Son (1988), No Prayer for the Dying (1990) og Fear of the Dark (1992) seldust all- ar mjög vel og hljómsveitin hélt marga mjög eftirminnilega tónleika, t.d. var hún aðal- númerið á Monsters of Rock-hátíðinni í Donington 1988 þar sem hún spilaði fyrir 107 þúsund manns. í lok áratugarins var samt komin smáþreyta í mannskapinn, Adrian Smith hætti 1990 til þess að stofna hljóm- sveitina A.SAP. I hans stað kom JanickGers. Árið 1993 tilkynnti Bruce Dickinson svo að hann ætlaði að hætta eftir tónleikaferð sveit- arinnar. Hann hafði gefið út sína fyrstu sóló- plötu, Tattooed Millionaire, 1990, ogvarorð- inn Ieiður á Maiden. Hann langaði að breyta til og vildi hafa tíma til þess að einbeita sé að annarri sólóplötunni sinni. í hans stað kom Blaze Bayiey, fyrrum söngvari Wolfisbane. Árin sem hann var í sveitinni og plöturnar sem hann gerði með þeim eru af flestum tal- in lægð á ferli Iron Maiden. Endurfæðing Árið 1999 má segja að Iron Maiden haíi endurfæðst. Þá byrjaði Bruce aftur sem söngvari og Adrian Smith sneri aftur sem gít- arleikari. Ur varð sex manna (og þriggja gít- arleikara) útgáfan af hljómsveitinni sem nú er starfandi. Þeir gerðu plötuna Brave New World árið 2000 og fóru í vel heppnaða tón- leikaferð sem endaði í janúar 2001 þegar þeir spiluðu fyrir 250 þúsund manns á Rock In Rio-hátíðinni I Brasilíu. Og nú eru þeir komnir af stað aftur. Dance of Death er 13. stúdíóplata Iron Maiden. Hljómsveitin byrj- aði að vinna að henni seint á sfðasta ári, en að mestu var hún tekin upp snemma á þessu ári. Hún var tekin upp með Kevin Shirley sem var líka pródúser á Brave New World. Líkt og margar fleiri nýjar plötur þessa dag- ana er hennar vandlega gætt til þess að henni verði ekki lekið á Netið og því hafa fáir hlustað á hana. Þeir sem hafa hlustað á hana virðast þó vera mjög hrifnir. Kevin Shirley segir að hljómsveitin hafi náð mun betur . saman í hljóðverinu núna heldur en á Brave New World sem var fyrsta platan með þessari mannaskipan. Nú eru piltarnir búnir að spila sig almennilega saman og það heyrist á út- komunni. Platan kemur með sérstöku 5.1 hljóðblöndun fyrir heimabíókerfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.