Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 24
Ef þú nærð Popptíví og SkjáEin- um hefurðu ábyggilega séð Kristínu Ýri Bjarnadóttur á skjánum einhvern tíinann. Þessa dagana kemur hún frani í myndbandinu ineð hinum mið- ur geðslega Love Guru en auk þess er hún í rappsveitinni Igore sem „alvöru“-rapparar hafa verið duglegir við að gagn- tíma sínum í að spUa fótbolta og stefnir á að komast inn í Lög- regluskólann á næstunni. vMimméM », M , f,/ ,; ' 00 iiliÉŒIii \ s- : \ K'. -.A.' HnHHHHHra Það er ekki íyrr en maður hittir Kristínu að maður trúir því að hún sé fótboltastelpa. Hún er mun hávaxnari en hún virðist vera á sjón- varpsskjánum og samsvarar sér einhvern veginn betur. Það kemur líka í ljós að hæðin nýtist henni í boltanum því hún hefur sett þau ófá skallamörkin í sumar. Kristín er framherji hjá Val og hefur skorað tíu mörk í sumar. Hún er fyrst spurð út í fótboltann. „Ég er búin að vera að æfa fótbolta í 14 eða 15 ár - fór á fyrstu æf- inguna mína þegar ég var fimm ára. Ég æfði með strákunum í Leikni í Breiðholti þar til ég gat það ekki lengur og fór þá í Val.“ AfhverjuValur? „Bara. Valur er klárlega besta liðið,“ segir hún og leggur mikla áherslu á orðið „klárlega". Greinilega frasi sem hún notar mikið. Heldurðu að þú endist lengi í fótboltanum? „Já, ekki spurning, ég er alls ekki að fara að hætta. Ég verð í þessu allavega þangað til ég verð þrftug." En verða ekki allar fótboltastelpur hjólbeinóttar og viðbjóðslegar? plötusnúðnum Danna. Kristín segir Kókómalt hafa átt að gera grín að svokölluðum tjokkótýpum en margir hafi misskilið þá hugmynd allhrapal- lega. „Þetta lag var skot á tjokkóana en það voru ekki allir sem föttuðu þetta. Þar á meðal var Danni plötusnúður, sem er algjört tjokkó, en hann var bara að fíla það að vera að dansa ber að ofan uppi á palli við einhverjar stelpur. Ég var sjálf þarna á brjóstahaldaranum í algjöru djóki en fólk virtist ekki fatta það. Við fengum alveg tvenns konar at- hygli og það var misjafnt hvað fólki fannst um lag- ið. Lagið var þó allavega spilað ótrúlega mikið.“ „Nei, nei, við fáum kannski aðeins stærri læri en aðrar stelpur en á móti kemur að maður er í geðveikt góðu formi," segir Kristín sem greinilega er svo metn- aðargjörn að hún segist stefna ótrauð að því að spila með landsliðinu í framtíðinni. Það ætti heldur ekki að vera svo fjarlægur draumur, enda spilaði hún með öllum yngri landsliðunum. Hvað gerirðu annars, ertu í vinnu eða í skóla? „Ég er á íþróttabraut í FB. Ég tek 70 einingar á þessu ári og ætla svo í Lögregluskólann." Jahá, af hveiju? „Ég held bara að það sé ótrúlega spennandi að vera lögga. Það virkar allavega þannig á mig, að fá að keyra um á þessum bílum og svona. Það er kannski ekki eins gaman að þurfa að stjórna umferð en ég held að þetta sé frábært starf." Hvemig kom það til að þú byrjaðir að rappa? „Þegar ég var í félagsmiðstöðinni voru vinkonúr mínar oft að rappa. Ég var að hjálpa þeim að fara yfir textana en ein átti mjög erfitt með að læra textann. A endanum lærði ég svo bara textann og svo þróaðist þetta út í að ég var sjálf farin að semja texta. Ég tók svo þátt í undankeppni Samfés í Miðbergi, með þeim Pésa og Frikka,“ segir hún. Frikki er einmitt strákurinn sem rappar með henni í Igore í dag og Pési er svarti strákurinn sem var í Igore f upphafi. „Við Frikki erum búin að þekkjast frá því við vorum lítil og þetta gekk allt saman mjög vel. Við fórum sfðan í sjálfa Samfés-keppnina og urðum þar í þriðja sæti. Svo gerðum við ekki neitt fyrr en eftir ár eða eitthvað um það bil.“ Reyndar var það þannig að Kristín var ekki í Igore til að byrja með. Það fyrsta sem heyrðist frá sveitinni var lagið Hverju hef ég að tapa? Þar voru í aðalhlutverki áðurnefndir Frikki og Pési og söngkonan Rakel. Myndbandið fékk ótrúlega mikla spilun á Popptíví - svo mikla að margir voru með kenningar uppi um að hljómsveitarmeðlimirnir hlytu að vera í fullri vinnu við að panta sjálfir spilun á laginu. Eftir það kom lagið Kókómalt í spilun. Þá var Pési hættur í hljóm- sveitinni, enda flutti hann til London, og Kristín var komin inn ásamt Fiikki segii að þetta sé nafnið a aðstoðai- manni Fiankensteins en Rakel segn að. hljómsueitin sé nefnd eftii hestmum sinum. EgJ uona allauega að bað se ekki iett hja Rakel þui það ei fiekai halffiiislegt ef hljomsueitm heitii eftii einhueijum hesti! Kristín segir að Igore sé þessa dagana með nýtt lag í spilun á FM957 sem heitir From The Bed To The Flow. Hún segir að þau eigi mörg ókláruð lög sem þau langi til að vinna og gefa út á plötu. „Við erum að leita okkur að útgefanda því okk- ur langar að gera plötu. Við vorum í einhverju sambandi við 1001 nótt en það gekk ekki. Ég vona að þessi mál skýrist sem fyrst því við myndum al- veg ná að gera plötu fyrir jólin. Þetta er samt alveg týpískt fyrir þessa hljómsveit - við gerum allt alveg rosalega hægt.“ Þurfiö þið ekki að fá ykkur „spons“ eða styrktar- aðila, eins og aliar íslenskar hljómsveitir virðast vera að gera í dag? „Jú, við vorum náttúrléga í þessum Poppkort- um þarna í sumar og við vonumst eftir því að komast á samning í október.“ Hvað með þessa gagnrýni sem þið hafið fengið á ykkur frá öðrum rapphljómsveitum? „Við erum ekki týpísk rapphljómsveit - við erum allavega ekki svona „underground“-rapp- sveit. Við erum bara að gera þá tónlist sem við vilj- um gera og okkur er alveg sama þó aðrir vilji kalla þetta píkupopp eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að Bæjarins bestu hafa verið að skjóta á okkur en fyr- ir mitt leyti get ég sagt að þeir eru ekkert meira kúl en við. Ég tek ekki þessi skot inn á mig. Mér er al- veg sama hvað öðru fólki finnst um mig, sérstak- lega þessum svokölluðu „underground" röppur- um, og ég veit að við erum alls ekki vinsælasta hljómsveitin í þeim heimi.“ Hvaðan er nafiúð Igore komið? „Ég veit það eiginlega ekki, hef aldrei vitað ná- kvæmlega fyrir hvað það stendur. Frikki segir að þetta sé nafnið á aðstoðarmanni Frankensteins en Rakel segir að hljómsveitin sé nefnd eftir hestin- um sínum. Ég vona allavega að það sé ekki rétt hjá Rakel því það er frekar hallærislegt ef hljómsveitin heitir eftir einhverjum hesti!" Þú ert svo í þessu myndbandi með Love Guru sem Doddi litli á FM957 leikur. Af hveiju léstu plataþigútíþað? „Hann hringdi bara í mig og spurði hvort ég vildi vera með. Ég var á báðum áttum fyrst, enda fannst mér hitt lagið hans ömurlegt. Ég ákvað svo að slá til því mér fannst þetta fín auglýsing fyrir Igore. Þetta var bara fyndið." Jæja, ertu búin að vera að dugieg að skemmta þér í sumar? „Alls ekki, ég hef eiginlega ekkert gert að því. Ég held að ég hafi síðast dottið í það á lokahófi Vals f fyrra, sem var 11. október." Uss, ég sem hélt að fótboltafólk væri alltaf meira og minna á fylliríi? „Strákarnir eru miklu duglegri en við. Við erum samt örugglega óvirkasta liðið því við djömmuð- um ekki einu sinni eftir bikarúrslitaleikinn." Hvað með vetuma, það getur nú ekki verið mik- il pressa á ykkur þá? „Nei, en maður verður náttúrlega að passa upp á orðsporið ef maður ætíar að komast í lögguna," segir hún og glottir. „Ég djammaði aðeins meira þegar ég var að byrja í menntó. Núna fæ ég mér kannski eitt og eitt hvítvínsglas ... ég þarf kannski að taka mig á fyrir veturinn? Annars er besta vin- kona mín líka svona róleg og þetta ræðst auðvitað svolítið af fólkinu sem maður umgengst. Mér finnst samt mjög gaman að fara út á skemmtistaði um helgar og dansa." Hvað um ástarmálin, áttu kærasta? „Nei, ég er alveg laus." Eru eldd lfka allar þessar fótboltastelpur lessur? „Nei, ég held til dæmis að það sé engin í Val lessa. Þær eru náttúrlega nokkrar í KR og ÍBV og örugglega í öðrum liðum líka."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.