Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Qupperneq 30
•4 artein Það þarf sjálfsagt ekki að kynna Auðun Blön- dal íyrir neinum lengur. Hann fékk vinnu á Popp tívf fyrir tveimur árum og hefur síðan set- ið við stjómvölinn í einum vinsælasta þætti stöðvarinnar, 70 mínútum. Þar leikur vinurinn í falinni myndavél, tekur nánast hvaða áskomn sem er, drekkur hakkaða hrútspunga í jógúrt og mysu og talar þess á milli. Nú þegar Simmi er hættur og farinn í stjömuleit og Sveppi kom- inn í bameignarleyfi hefur Auðunn fengið til sín einstaklinga úr ýmsum áttum til að leysa sjónvarpsmann síðasta árs af hólmi. Hvaö segir Cheerios-strákurinn gott? Hvemig gengur? „Þetta hefur gengið rosalega vel, enda ekki við öðm að búast miðað við mannskapinn. Núna em Bubbi Morthens, Pétur Jóhann Sig- fússon, Gísli Marteinn, Sigurjón Kjartans, Hreimur, Hálfdán úr Djúpu lauginni, Fjölnir Þorgeirs, Stjáni Smð og Helga Braga búin að koma til mín. f næstu viku koma svo Guðni Bergs, Eiður Smári og Birgitta Haukdal, svo einhverjir séu nefndir." Hvaö hefúr borið hæst f þessum þáttum? Bubbi fór á kostum, var með hárkollu allan þáttinn og drakk viðbjóðslegasta ógeðsdrykk sem blandaður hefur verið. Þetta var eiginlega söguleg stund því að þetta er í fyrsta skipti síð- an 1988 sem Bubbi er með hár. Ég negldi þremur rjómatertum í andlitið á honum en gerði risastóran sogblett á Hálfdán. Stjáni stuð fór á kostum og drakk meira að segja tvö glös af ógeðsdrykknum. Ég held reyndar að hann borði allt. Svo drap ég næstum Gísla Martein með kanil." Hvemig valdirðu fólldð? Gerðirðu skiptídH við Gísla Martein? Hann fengi að koma til þín ef þú fengir að koma til hans. „Nei, reyndar ekki," segir Auddi og hlær. „Ég hringdi bara í fólk sem mér fannst áhugavert. Ég fór í þáttinn til Gísla í maí og þá vissi ég ekki að ég yrði með svona gestastjómendur. Svo ef- ast ég um að ég hefði fengið að koma til hans eftir að ég drap hann næstum. Þessi kanil- áskomn var upphaílega send inn á okkur Sveppa. Okkur var lofað 5 þúsund krónum ef við gætum komið niður heilli matskeið af kanil. Það kom okkur á óvart hvað þetta var þurrt, kanillinn stíflar gjörsamlega á manni hálsinn." Svo emð þið komnir með nýjan mann með földu myndavélina... „Já. Við vomm orðið svo lengi að finna fólk sem kannaðist ekkert við okkur. Skúli, sá nýi, fer alveg á kostum og leysir þetta verkefni vel af hendi. Hann var einn af þeim sem sótti um þeg- ar við auglýstum eftir fólki. Hann kemur svo meira inn í þáttinn eftir að Sveppi kemur aftur." En segðu mér frá Cheerios-ævintýrinu. Ertu eldri orðinn rikur af þessari augiýaingaveislu? Andlit Cheerios og litli Kringlustrákurinn. „Nei, alls ekki. Eg hef það betra en áður en ég er alls ekki ríkur. Eg er mikill eyðsluseggur og hef alltaf átt erfitt með að spara. Ég veit ekki einu sinni í hvað ég er að eyða. Fer reyndar oft út á land og í útilegur og svona. Þessir pening- ar virðast bara hverfa einhvem veginn. Varðandi Cheerios-málið þá vissi ég reyndar ekki að ég yrði á öðm hverju strætóskýli en svona er þetta bara. Það er gott fólk með mér í þessu; Ragnheiður Guðna, séra Pálmi og Ást- hildur Helga. Það er eiginlega bara heiður að fá að taka þátt í þessu." Þú ert frægur fyrir að vera tapsár. Fannst þér ekkert gengið fram hjá þér þegar Simmi var valinn í Stjömuleitina? „Nei, það er ekki hægt að finna betri menn í það en Simma og Jóa. Við Sveppi fömm sjálfir vonandi að taka þátt í spennandi verkefni hjá Stöð 2, Svínasúpunni. Það verða svona leiknir sketsar í anda Fóstbræðra. Það verður skemmtileg tilbreyting en mig langar að verða leikari í framtíðinni. Sigurjón Kjartansson leið- ir hópinn og Pétur Jóhann verður með okkur líka. Þetta em miklir snillingar." Skemmtileg tilbreytíng segirðu. Ertu orðinn leiður á 70 mínútum? „Nei, þetta er enn þá rosalega gaman. Ég var spurður að því um daginn hvað ég héldi að þátturinn myndi endast lengi. Það má segja að við séum eiginlega eins og alkamir og tökum bara einn dag fyrir í einu. Núna er búið að gera 700 þætti af 70 mfnútum. Maður myndi paníkera ef maður hugsaði ár fram í tímann. Þess vegna er best að reyna að einbeita sér að þætti kvöldsins og sjá til þess að hann sé góð- ur." . T T Fyrir handhafa SVARTA KORTSINS. Fartölvutrygging TM Handhöfum Svarta korts VISA býöst nú einstakt tækifaari til aö kaupa Fartölvutryggingu TM á sérkjörum. Dæmi: Fartölva aö verömaeti 2CO.IDOO kr. ársiögjald fyrir korthafa 3.400 kr. almennt verö 5.600 kr. 4000 0014 3456 7 GUORUN S. JÓNSDOTTIH Haföu samband og nýttu þér frábært tilboö. Þú færö nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum TM í síma 515 200Q □g á www.tmhf.is. Tilboöiö gildir til nœstu áramóta. Tryggingamiöstööin býöur upp á vátrygginga- vernd sem sniðin er að þörfúm fartölvueigenda og gildir hvar sem er í heiminum. Tryggingin tekur m.a. til: • Skemmda af völdum eölilegrar notkunar • Skyndilegra og utanaðkomandi atburöa • Tjóna af völdum flutnings • Innbrotsþjófnaöar TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN AÐAISTRÆTI 6-8 ■ 101 REYKJAVlK . SlMI 515 2000 • www.tmhf.ls SVARTA KORTfÐ ViSA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.