Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 FRÉTTW 13 Gáfu Geðhjálp 50 þúsund GÓÐGERÐAMÁL Á um- dæmisþingi Kiwanisum- dæmisins fsland-Færeyjar, 30. ágúst var samþykkt að styrkja Geðhjálp um 50 þúsund krónur í tilefni Við- eyjarsunds bræðranna Jó- hannesar Páls og Ara Gunn- arssona. Þeir syntu til minn- ingar um bróður sinn og söfnuðu um leið áheitum til styrktar Geðhjálp. Tók Sig- ursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, við styrknum. Voru honum einnig afhent 1000 eintök af Lífs-vísi sem er í bókamerkisformi og hefur að geyma leiðbein- ingar til að sporna gegn sjálfsvígum. Lífs-vísirinn er unninn í samstarfi við Land- læknisembættið. NYTSAMLEG BÓK: Ásmundur G. Vilhjálmsson með bók sína um skatt á fyrirtæki sem nýtkomin er út. Bókin er hugsuð sem uppflettirit og handbók fyrir atvinnulífið þar sem meginmál er stutt neðanmálsgreinum sem hafa að geyma eitt þúsund dóma og úrskurði í skattattamálum. DV-mynd Pjetur Ný bók um skatt á fyrirtæki eftirÁsmund G. Vilhjálmsson: Allra fóta Heildsölu ^ ^13 dreifing Jtfg Snyrtistofan °9 allra handa áburður HRUND simi: 5544025 Eykur réttaröryqgi í skattamálum Ásmundur G. Vilhjálmsson, hér- aðsdómslögmaður og forstöðu- maður skattasviðs endurskoð- unarfyrirtækisins GrantThorn-t- on, hefur skrifað bókina Skattur á fyrirtæki sem nýkomin er út. „Þetta er handbók fyrir atvinnu- lífið, uppflettirit sem getur komið öllum þeim sem koma að bókhaldi og skattamálum fyrirtækja í góðar þarfir, sem og einstaklingum. í bókinni eru yfir eitt þúsund dómar og úrskurðir í skattamálum í neð- anmálsgreinum sem tengjast beint efni bókarinnar. Á þann hátt getur notandinn lesið um raunveruleg dæmi þar sem t.d. hefur komið upp ágreiningur um frádráttarliði, eitt helsta ágreiningsatriði sem upp kemur varðandi fyrirtæki og skatta," sagði Ásmundur í samtali viðDV. Bókin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti fjallar um hugtakið atvinnu- rekstur, hvaða tekjur tilheyra hon- um og hvenær. f öðrum hluta er fjallað um frádrátt frá tekjunum, al- mennan rekstrarkostnað og af- mörkun hans gagnvart útgjöldum sem ekki má draga frá tekjum eins og einkakostnaði og fjármuna- kostnaði. Loks er fjallað ítarlega um skattlagningu einstakra fyrirtækja- forma eins og hlutafélaga, sam- eignárfélaga og einstaklingsfyrir- tækja og skattfrjálsa umbreytingu þeirra úr einu rekstrarformi í ann- að. Bókin eykur réttarör- yggi í skattamálum þar sem fólk er ekki algjör- lega upp á skattayfir- völdkomið varðandi skilning og túlkun á skattalögum. Ásmundur segir bókina í raun byggða upp eins og rekstrarreikn- ing. Neðanmálsgreinamar styðja meginmálið en sem dæmi má taka tilvitnanir í dóma og úrskurði um frádráttarliði eins og veiðiferðir, venjulegan kiæðnað, áfengiskaup, líkamsrækt, förðun og fleira. „Bókin er á venjulegu íslensku máli og neðanmálsgreinar með dómum og úrskurðum setja efnið í samhengi og auðvelda notandan- um að skilja það. Menn geta ein- faldlega raldð sig áfram í úrskurð- unum. Ef fyrirspurn kemur frá skattinum má í einu vetfangi sjá hvaða afgreiðslu slík mál hafa feng- ið. Bókin eykur réttaröryggi í skattamálum þar sem fólk er ekki algjörlega upp á skattayfirvöld komið varðandi skilning og túlkun á skattalögum.1' Með vefsíðu Það er fyrirtækið Skattvís sem gefur bókina út en Ásmundur stofnaði það sérstaklega um útgáf- una. Fyrirtækið er með vefsíðu, www.skattvis.is, þar sem finna má margvíslegan fróðleik um skatta- mál. Þar er einnig skattagetraun sem áhugasamir geta spreytt sig á með von um verðlaun. Ásmundur hefur áður gefið út bækur og ýmis rit um skattamál. En hvað rekur hann áfram? „Ég græði ekki mikið á þessu. Þótt bókin seljist vel fæ ég lítið fyrir þá vinnu sem ég inni af hendi en svona bók er lengi í smíðum. Þvf má segja að ég hugsi frekar um að fræða en græða. Annars á ég heil- mikið efni, t.d. í bók um skatt á ein- staklinga," segir Ásmundur og bæt- ir við að framtíðarútgáfumál séu enn óráðin. hth@dv.is Nýtt heimilisfang Dóms- og kirkjumálaráðuneytið flytur í Skuggasund (áður húsnæði Hagstofu íslands) 19.septembernk. Afgreiðslan verður lokuð þann dag, en svarað verður í síma: 545 9000. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Skuggasundi 150Reykjavík sími: 545 9000 bréfasími: 552 7340 netfang: postur@dkm.stjr.is www.domsmalaraduneyti.is Útlandasímtöl 5 frá kr. ,90 á mín. úr heímilissíma He»im£» • fyrírframgreidd símaþjónusta HPlms-rr-lSí Aittað/upto 200M,nútUf/MlnuteS ntln kr. 1000,- 300 mmutas to Germany. Swcdcn. UK. usa international Calling Card Co :o tne weosite www.sínwköi’tJs for rate tabie to otner ccuntnes A neimasfíhjnni y.vAv s!makort is er 3ð finna gjaiasKra t« annarra Santw. Hringiö mjög ódýrt til útlanda úr heimilissíma í heimilissíma Fæst hjá flestum: Bensínstöðvum Matvöruverslunum Söluturnum www.simakort.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.