Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Blaðsíða 16
16 TILVERA FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 + FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 TILVERA 17 Tílvera Fólk ■ Heimilið •_ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sfmi: 550 5824-550 5810 Madonna tilbúin að leggja í KOSSINN BLAim: Madonna segist reyna að halda börnunum frá kláminu. Hin léttgeggjaða Madonna, sem kynnti nýja barnabók sína um síðustu helgi, segist stað- ráðin í að eignast sitt þriðja barn þó hún sé orðin 45 ára. Hún neitar því þó að vera ófrísk og segir að hún og eiginmaður- inn Guy Ritchie, sem er um tíu árum yngri, séu að undirbúa ílögnina en fyrst verði hún að fá grænt Ijós frá lækninum sínum. „Vegna allra æfinganna og vegna hins og þessa þá hef ég eiginlega fokkað upp öllum tíðahringnum hjá mér og þarf því fyrst að fá þau mál í lag áð- ur en iengra verður haldið," sagði Madonna sem nýlega hneykslaði heimsbyggðina þegar hún kyssti Britney Spears einn blautan á MTV-verðlauna- hátíðinni. Aðspurð hvort slíkt athæfi væri við hæfi hjá tveggja barna móður, sagðist Madonna vilja vernda börnin sín fyrir öllu sem héti öfgafullt kynlíf eða klám, einkum þó dóttur sína Lourdes, sem væri sjö ára. „Ég hef sagt henni hvaðan börnin koma en læt það duga þartil hún verður eldri," sagði Madonna. Nicole Kidman bítur frá sér Destiny's Child á leið í hljóðver Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman er hreint ekki hrifin af vangaveltum fjölmiðla í Bretlandi undanfarnar tvær vikur um holdafar hennar. Nicole þykir svo mögur að ástæða sé til að ætla að eitthvað meira en lítið sé að. „Vissuð þið að ég var skinn og bein og á grafarbakkanum? Ég á kannski ekki kærasta um þessar mundir og blöðin hafa því ekkert að skrifa um. En þau finna alltaf eitthvað," er haft eftir Nicole. Vangavelturnar um heilsufar leikkonunnar byrjuðu eftir að mynd birtist af henni á leið úr leikhúsi í New York. Greinilegt var að hún hafði lagt töluvert af og var þá kannski ekki af miklu að taka. Haft hefur verið eftir vinum Nicole að hún sé ekki nema 48 kíló að þyngd. Þessir sömu vinir hafa áhyggjur af því að hún vinni svo mikið að hún gleymi hrein- lega að setjast niður og fá sér að borða. AðdáendurTexas-stúlknanna í Destiny's Child hafa fagnað yf- irlýsingu hinnar forkunnar- fögru Beyoncé Knowles um að þær stöllurnar séu á leið í hljóðver. „Destiny's Child fer aftur í hljóðver í janúar," segir Beyoncé. Og finnst mörgum tími til kominn. Stúlkurnar hafa ekki tekið upp nýtt efni saman síðan á árinu 2001 þegar þær gáfu út plötuna Survivor. Söngkonurnarfóru hver sína leið undir árslok 2001 til að freista gæfunnar á eigin spýtur og hefur það gengið svona upp og niður. Á meðan sveitin var upp á sitt besta naut hún gífurlegra vinsælda, ekki bara í heimalandinu heidur úti um allar trissur. Þægilegt ogfrjálst íbland við hefðina NARCISO RODRIGUE2: Þessi glæsilegi kvöldkjóll er hannað- ur af Narciso Rodriguez. SUNDFÖT: Sundfatatískan tekur ekki miklum breyt- ingum, eins og þessi hönnun Luella Bartley sýnir. Þessa dagana stenduryfir tískuvika í New York þar sem tískuhönnuðir sýna hönnun sína fyrir næsta sumar. Margir hönnuðir hafa látið Ijós sitt skína og margir eiga eftir að sýna hvað í þeim býr en tískuvikunni lýkur um helgina. Eins og ávallt er klæðnaðurinn jafn mismunandi og höfundarnir eru margir. Þarna hefur getið að líta frjáls- legan klæðnað frá Kimora Lee r Simmons einn daginn og svo hefðbundinn og klass- ískan klæðnað frá Calvin Klein næsta dag. Umsagnir um tískuna hafa verið mis- f' jafnlega jákvæðar; sumum er hælt og sumum ekki. Hér gefur að líta dálítið sýnishorn af fatnaðinum. CALVIN KLEIN: Mínipils og jakki í stíl. PÁFUGLSFJAÐRIR: Alek Wek heitir módel- ið sem ber þetta sérkennilega höfuðdjásn sem gert er úr páfuglsfjöðrum. BUGS BUNNY: Það er ekki Play- boy-kanínan sem er á bolnum heldur gamli góði Bugs Bunny. KIMORA LEE SIMMONS: Satínpils og opinn fjaðratoppur. GLÆSILEIKI: Calvin Klein er þekktur fyrir glæsilegan fatnað og hann brást ekki aðdáendum sínum frekar en fyrri daginn. Tískuvikan íNewYork: LUELLA BARTLEY: Léttur sumarklæðnaður, buxur og opin skyrta, hannað af Luella Bartley. NÁTTKJÓLAR: Glæsileg náttföt hönnuð af Betsy Johnson. Bíófrumsýningar: Stormviðri, viðburðaríkur föstudagurog vondir strákar Fjórar ólíkar kvikmyndir verða frum- sýridar á morgun. Stormviðri er ís- lensk/frönsk kvikmynd sem vakið hefur mikla athygli, Freaky Friday er um kostulegar mæðgur, Bad Boys II er ein af stórum framhaldsmyndum sumarsins og Alex og Emma er fyrir rómantískar sálir Stormviðri Sólveig Anspach vakti fyrst athygli fyrir fjórum árum þegar hún sendi frá sér Haut le coeurs. Með nýjustu kvikmynd sinni, sem er ís- lensk/frönsk, hefur hún vakið enn meiri athygli, en myndin hefur að- eins verið sýnd á kvikmyndaháú'ð- um þar til nú að hún er tekin til al- mennra sýninga á íslandi. Myndin fjallar um samband fransks geð- læknis við einn sjúkling sinn sem reynist vera íslenskur. Það er skáld- konan Didda Jónsdóttir sem leikur sjúklinginn. Franska leikkonan Elodie Bouches leikur lækninn. BAD BOYSII: Will Smith og Martin Lawrence leika vondu strákana. Bad Boys II Þeir eru mættir aftur, Mike Lowrey og Marcus Bennett sem gerðu garðinn frægan f Bad Boys. Nú stjóma þeir hópi lögreglumanna sem rannsaka cilsælu-flæði inn í Mi- ami. Leit þeirra endar á hættulegum höfuðpaur glæpahrings sem hefur komið af stað stríði í undirheimun- um. Á meðan hitnar í kolunum hjá STORMY WEATHER: Didda Jónsdóttir í hlutverki Lóu. FREAKY FRIDAY: Mæðgurnar sem Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan leika. Lowrey og Syd, systur Marcusar. Það er Michael Bay sem leikstýrir myndinni eins og þeirri fyrri. Freaky Friday Freaky Friday er byggð á skáld- sögu Mary Rodgers og til gamans má geta þess að þetta er einnig end- urgerð af samnefndri kvikmynd sem skartaði leikumnum Barböm Harris og Jodie Foster. Jamie Lee Curtis leikur dr. Tess sem nær ekki alveg sambandi viðl5 ára dóttur sína. Þær rífast stöðugt og flmmtudagskvöld nokkurt nær rifr- ildið algjöm hámarki. Eftir þetta rifr- ildi gerist eitthvað dularfuUt og þær vakna í líkama hvor annarrar. Því þurfa þær að taka sig á og skilja hvor aðra betur tU að koma öUu í rétt horf svo að Tess geti gifst Ryan næsta laugardag. Jamie Lee Curtis sýnir að hún get- ur leikið hvað sem er enda á hún eldd langt að sækja hæfileikana því að hún er dóttir Tonys Curtis og Janet Leigh. Aðrir leikarar í mynd- ALEX OG EMMA: Ástarsaga með Kate Hudson og Luke Wilson í aðalhlutverkum. inni em Lindsay Lohan, Mark Harmon (Chicago Hope læknirinn), Chad Murray ( GUmore Girls og Dawson’s Creek) og gamanleUcar- inn Stephen Tobolowsky. Alex og Emma Hugljúf kvilcmynd með Kat Hud- son og Luke WUson í aðalhlutverk- um. Þar segir frá rithöfundinum Alex Sheldon sem kemur ekki staf á blað, er á hausnum og skuldar glæpamanni 100 þúsund dollara sem hann á að borga eftir 30 daga annars verður hann drepinn. Eina leiðin tU að eignast slíka peninga er að klára skáldsögu sína. Þar sem hann er sjálfur með ritstíflu kaupir hann þjónustu setjarans Emmu sem hann telur hafa hæfileUca tU að skrifa. LeUcstjóri myndarinnar er Rob Reiner, sem hóf glæsUegan feril með This Is Spinal Tap, Stand by Me og When Harry Met Sally, svo ein- hverjar séu nefndar, en hefur ekki haft erindi sem erfiði með síðustu myndir sínar. Djass á Café Central: Nýr staður, frum- samin tónlist Kvintett Eyjólfs Þorleifssonar mun spila í kvöld á Café Central. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og miðaverð er 1000 kr. Einn drykk- ur fylgir miðanum. Eingöngu verð- ur flutt frumsamin djasstónlist eftir reynda tónlistarmenn. Kvintettinn skipa Eyjólfur Þorleifsson saxófón- leikari, Jóhann „Mezzoforte" Ás- mundsson bassaleikari, Eric Quick, sænskur trommuleikari, Agnar Már Magnússon, „B3“ Rhodes píanó- leikari, og Sigurður Rögnvaldsson gítarleikari. Erfitt er að fá jafngóða tónlistarmenn til að flytja djass- músflc og spennandi verður að fá að heyra frumsamda efnið þeirra. Café Central er nýr staður í kjall- aranum undir veitingahúsinu Skólabrú, gegnt Dómkirkjunni. „Ég mæli með því að fólk mæti snemma til að fá að upplifa alvöru djassstemningu," sagði Eyjólfur Þorleifsson, „það mun enginn sjá eftir því." Þetta er einn af fáum stöðum á landinu sem eru algjör- lega tilvaldir fyrir flutning þessarar tegundar tónlistar og því eru svona tónleikar vandfundnir í Reykjavík- urborg. Þess má geta að á Menn- ingarnótt rambaði þekktur erlend- ur tónlistargagnrýnandi inn og lýsti yfir hrifningu sinni. Hann mun hafa fallið algjörlega fyrir staðnum og sagt að þetta væri með þeim skemmtilegri sem hann hefði litið inn á. Lítill staður en þægilegt and- rúmsloft og alveg frábært umhverfi. c- Tónlistarunnendur og aðrir ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.