Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Qupperneq 8
8 Magasín Fimmtudagur 18. september 2003 Kvikmyndir Kate Hudson í Alex and Emma: Fer sínar eigin leiðir Þrátt fyrir að hafa alist upp í kringum stórtækar kvikmynda- stjörnur kom aldrei annað til greina hjá hinni 24 ára gömlu Kate Hudson en fara sínar eigin leiðir. Hún er dóttir stórstjörn- unnar Goldie Hawn og fóstur- dóttir Kurts Russells sem einnig er vel þekktur i kvikmynda- heiminum. í rómantfsku gamanmyndinni Alex and Emma leikur Kate á móti Luke Wilson sem er í myndinni rit- höfundurinn Alex. Hann lendir í ógöngum þegar hann tapar mikl- um peningum í fjárhættuspilum og ætlar okurkarlinn hans að láta „stúta" honum ef skuldin verður ekki greidd að fullu innan 30 daga. Alex verður því að ljúka við skáld- sögu sína á mettíma til að fá rit- launin sín. Til að flýta fyrir verkinu ræður hann hraðritarann Emmu til að koma sögunni á blað en þar sem Emma er gagnrýnin að eðlisfari fer sagan að öðlast nýtt líf en kynni þeirra beggja líkjast æ meir annarri ástarskáldsögu. Allt í haginn Kate Hudson er fædd árið 1979 og því ekki nema 24 ára. En þrátt fyrir þennan unga aldur á hún að baki Golden Globe verðlaun, til- nefningu til óskarsverðlauna og fyrir kvikmyndina How to Lose a Guy in 10 Days fékk hún dágóða summu í laun eða 4,5 milljónir dala. Það er því deginum ljósara að þarna er á ferð ein eftirsóttasta unga leikkonan í Hollywood í dag, erida greinilega stúlka sem kann sitt fag og íðilfögur að auki. Það má til sanns vegar færa því að þeirri mynd var afar vel tekið í Bandaríkj- unum og náðust inn meira en 100 milljónir dala í miðasölutekjum. Alex and Emma gekk þó ekki eins vel. Þegar Kate var aðeins nokkurra mánaða gömul skildu foreldrar hennar, Goldie Hawn og tónlistar- maðurinn Bill Hudson. Upp frá því kom téður Bill ekki mikið við sögu í lífi þeirra mæðgna og kallar hún reyndar núverandi maka móður sinnar, Kurt Russell, pabba sinn enda hefur hann verið inni á heim- ili hennar frá 3 ára aldri. Hún hefur þó sjálfsagt erft eitt- hvað af sönghæfileikum raunveru- legs föður síns sem var bæði þekkt- ur sjónvarps- og tónlistarmaður á 8. áratugnum en hann var f hljóm- sveit með bræðrum sínum sem gáfu út fáeina smelli á þessum tíma. Sjálf ku Kate vera hörkugóð söngkona enda tróð hún upp á hin- um ýmsu skemmtunum ung að aldri þar sem hún söng og dansaði. Fyrstu kynni hennar af kvik- myndabransanum urðu snemma en 7 ára gömul var hún varaleikari fyrir stúlkuna sem lék dóttur Goldie Hawn í myndinni Wildcats frá ár-. inu 1986. Það hefur sjálfsagt eflt áhuga hennar á leiklistinni en hún hefur sagt að það hafi verið ædun hennar frá unga aldri að starfa í kvikmyndum. 10 árum sfðar hvatti fósturpabbi hennar, Kurt, hana til þess að sækja áheyrnarprufu fyrir eitt hlutverkið í myndinni Escape from LA sem Kurt lék aðalhlutverk- ið í. Hún hafði ekki erindi sem erf- iði en engu að síður hvatti þetta hana til að leita sér að öðrum kvik- myndahlutverkum. Sagði nei við NYU Kate hefur nefnilega ætíð einsett sér að slá í gegn á eigin forsendum en leita ekki hjálpar mömmu og pabba í hvert sinn sem snurða hleypur á þráðinn. Árið 1997 út- skrifaðist hún úr Crossroads-lista- háskólanum og var veitt innganga í hina eftirsóttu leiklistardeild New York háskóla. Þrátt fyrir að fjöl- skylda hennar þrýsti á hana um að sækja skólann vildi hún frekar stinga sér beint í djúpu laugina f hinni stóru Hollywood. Fyrsta hlutverk hennar sem at- vinnuleikkonu var smáhlutverk í sjónvarpsþáttunum Party of Five. Persóna hennar kom þó ekki fyrir í nema einum þætti og ílengdist hún því ekki þar. Fyrstu tvö kvikmynda- hlutverk hennar voru í tveimur lítt þekktum myndum, Desert Blue og Ricochet River. Stóra tækifærið kom hins vegar þegar hún var ráðin til að leika hina saklausu Cindy í ungstjörnumyndinni 200 Cigar- ettes. Meðai meðleikara hennar voru bræðurnir Ben og Casey Af- fleck, Courtney Love og laneane Garofalo. Myndin fékk reyndar slæ- lega aðsókn og gagnrýnendur voru ekkert yfir sig hrifnir en voru þó sammála um að frammistaða Kate Hudson væri eftirtektarverð og einn af fáum ljósum punktum í myndinni. Þáttaskil árið 2000 Árið 2000 átti eftir að verða eftir- minnilegt hjá Kate. Það árið lék hún í 4 myndum, hverri annarri ólíkari. Fyrst kom gamanmyndin About Adam sem vakti reyndar ekki mikla athygli en margir muna ef til vill eftir henni sem Naomi Preston í spennumyndinni Gossip þar sem hún lék vellauðuga stúlku sem verður fórnarlamb orðróms sem á eftir að hafa svakalegar afleiðingar í för með sér. Myndin skartaði einnig lames Marsden og loshua lackson í aðalhlutverkum. Þá kom lukkupotturinn. Leik- stjórinn Cameron Crowe hafði slegið í gegn með lerry Maguire (Tom Cruise og Renée Zellweger) og var næstu myndar hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Það var myndin Almost Famous sem Crowe fékk reyndar óskarsverðlaun fyrir út á handritið sitt. Kate hafði verið ráðin í lítið aukahlutverk og ætlaði Crowe leikkonunni Sarah Polley hlutverk grúpppíunnar Penny Lane. Polley hætti hins veg- ar við, meðal annars til að leika að- alhlutverkið f Monster (No Such Thing) eftir leikstjórann Hal Hartley þar sem ísland kom mikið við sögu og meðal framleiðanda var okkar eigin Friðrik Þór Friðriks- son. Sú mynd fór hins vegar ofan garðs og neðan á meðan Kate sló í gegn í Almost Famous. Fyrir frammistöðu sína hlaut hún ein- róma lof gagnrýnenda, Golden Globe verðlaun og óskarstilnefn- ingu. Upp frá því varð Kate ein „heitasta" unga leikkonan í Hollywood og getur enginn efast um hæftleika hennar. Robert Alt- man réð hana til að leika í Dr. T and the Women og nú nýverið lék hún eitt aðalhlutverkið í The Four Feathers ásamt Heath Ledger. Hún hafði reyndar hafnað boði um að leika Mary lane Watson í kvik- myndinni um köngulóarmanninn en svo fór að Kirstin Dunst tók það hlutverk að sér. Það verður því seint sagt um þessa frambærUegu stúlku að hún hafi potað sér áfram f kvikmynda- bransanum með klíkuskap. Þvert á kom hún sér á framfæri á eigin verðleikum sem eitt og sér er afar virðingarvert. eirikurst@dv.is Dómar Once Upon a Time in Mexico*** „Once Upon a Time in Mexico er sterk upplifun, sem hefur bæði kosti og galla, kostimir hafa yfirhöndina. “ -HK The Life of David Gale „Myndin er langt frá því að vera leiðinleg, fléttan heldur og er hún öll hin fagmannlegasta. “ SG The League of Extraordinary Gentlemen *★ „Myndin er því miður meiri brellusýning heldur en spennu- mynd." HK Daddy Day Care ★ „Eddie Murphy er ekki svipur hjá sjón og er nánast eins og umgjörð utan um ólæti krakkanna. “ -HK Væntanlegt Um helgina: • Alex and Emma • Bad Boys 2 • Freaky Friday Næstu helgi: •Jeepers Creepers II • Matchstick Men 3. október 2003: • Seabiscuit • Underworid 10. október 2003: • Holes • Kill Bill .Q --------y--------. MHHMHWmI MMmiMMMMIlÍ Sportbarinn Fat Fat Sam s CylícTl’löt 5, er í göngu feri fyrir vel ík?slci. Veitinguhúsið Fat Sam's S{)Qrtb'áó er góö víöbót í glaðun Cmt'arvog oger aljt í senn hveiíiskrá, matsölustaður, sjiortbarog skemmtistaður með skemmtifegt umhverfi og gott andrúmsloft, htísið rúmar 450 manns. S/>or+ tar Gr * f aryoýi ALLIR DJAMMA HJA FEITA SAMMA !!! Fat SíM’f • övlfðfiot 5 • íiM SÍ7 ttOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.