Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Page 16
16
Magasín
Fimmtudagur 18. september 2003
Fræga fólkið
Salma Hayek leitar
að þeim rétta
Leikkonan fagra, Salma Hayek,
segist enn vera ólofuð vegna þess að
hún hafi ekki enn fundið mann sem
sé meiri harðjaxl en hún. Salma,
sem er þrjátíu og sjö ára og leikur
eitt af aðalhlutverkunum í mynd-
inni Once Upon a Time in Mexico,
sem nýtur mikilla vinsælda um
þessar mundir, sagði í blaðaviðtali
fyrir skömmu að hana langaði til að
stofna fjölskyldu og eignast böm en
að hún hefði bara ekki fundið rétta
manninn.
„Mamma sagði alltaf að ef ég ætl-
aði að gifta mig þá yrði ég að finna
mann sem væri mikill harðjaxl og ég
hef bara ekki hitt hann enn." Leik-
konan segist reyndar hafa verið
komin nærri því að gifta sig fjórum
sinnum. „Það er samt ótrúlegt hvað
karlmenn geta verið veikgeðja og
miklir aular. Þeir þykjast bara vera
töff vegna þess að þeir eru svo brot-
hættir að innan. Karlmenn eru
hræddir við að sýna tilfinningar og
þess vegna byggja þeir í kringum sig
vegg til að þurfa ekki að kljást við
þær."
Salma er þessa stundina að
„deita" Hulk-leikarann Josh Lucas
og segir að hann sé bæði karl í krap-
inu og nái að tengjast sínum kven-
legu eiginleikum.
Nýtt veitinga og kaffihús
Hádegistilboð: íslenskur matur
Snakk réttir - Léttir réttir
Klassískir réttir - Rómantfk og skeljar
Heitt súkkulaði - Kaffi - Kökur - Smurt brauð
- mm
EN RICO'S
Laugavegi 3
Sími: 552-0077
Opið 11.30-22.30
föstud. /laugard.
11.30 til 23.30
Undur
veraldar
Tvö
hlutverk
Johnny Depp hafði svo
gaman af því að vinna að gerð
myndarinnar Once upon a
Time in Mexico að hann bað
leikstjórann um að fá að leika
annað hlutverk til viðbótar.
Leikstjórinn, Robert Rod-
riguez, er þekktur fyrir að taka
myndir sínar á stuttum tíma.
Það tók Depp aðeins átta daga
að ljúka við sitt hlutverk í
myndinni og hafði hann
aldrei verið jafn fljótur.
Hann var ekki á því að fara
heim strax og spurði því leik-
stjórann hvort hann gæti ekld
fengið hlutverk í viðbót. Eftir
að hafa talað saman komst
Depp að því að enn hafði ekki
verið valinn leikari í hlutverk
prestsins í myndinni. Depp
sómdi sér vel í því.
Stjörnu-
parið
sundrað
Sambandi stjörnuparsins
Jennifer Lopez og Bens Af-
flecks er lokið. Ben sást um
síðustu helgi með dularfullri
döldchærðri stúlku í miðborg
Las Vegas. Á sama tíma sást
Jennifer á sundi við strönd
Miami. Heyrst hafði að þau
hygðust halda brúðkaup sitt
um sl. helgi.
Að sögn vinanna þeirra hef-
ur parið færst í sundur eftir að
myndin Gigli, sem skartar
parinu í aðafhlutverki, hafði
heldur betur floppað í kvik-
myndahúsum í Bandaríkjun-
um. Myndin og leikararnir
fengu lélega dóma og var
myndin illa sótt.
Ráðist á
erótíska
síma-
dömu
Kona sem ljær erótískri
símaþjónustu í Rúmeníu rödd
sína lenti í því að einn af
fastakúnnum línunnar þekkti
rödd hennar þegar hún var í
verslunarleiðangri. Konan
segist hafa unnið fyrir þjón-
ustuna í nokkur ár og aldrei
lent f vandræðum áður. Hún
sagðist í samtali við rúmenskt
dagblað ekki vera falleg kona
og annar fóturinn sé mun
styttri en hinn.
„Fyrir vikið hef ég átt erfitt
með að fá vinnu. Loksins fann
ég þetta því að ég hef rödd
sem kveikir í karlmönnum. í
vinnunni vita viðskiptavinir
ekki hvernig ég lít út. Þeir gera
kannski ráð fyrir því að hin
fullkomna kona sé á hinum
enda línunnar."
Maðurinn sem réðst á kon-
una var einn af fastakúnnum
línunnar og spurði ávallt um
hana þegar hann hringdi.
Hann þekkti hins vegar rödd
hennar í stórmarkaðinum.
Hann sagði að sér hefði
brugðið, fundist hann svikinn.