Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Page 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 I OTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson ; DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 : Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 i Rltstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýslnganauglys- ■ ingar@dvJs. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- j gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl | við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Handtekinn rúmlega 300 sinnum - frétt bls. 4 Heitasta sumar í 500 ár - frétt bls. 6 Guðrún Einarsdóttir opnar sýningu í i8 - Menning bls. 13 Smákrimmar og seinheppinn framagosi - Tilvera bls. 16 Mikilvægur heimasigur Valsstúlkna gegn ÍBV - DVSportbls. 30-31 Hárið varð grænt eftir sundsprettinn Níu farþegar á breska lúxusfar- þegaskipinu Oceana máttu þola það um daginn að hárið á þeim varð skærgrænt eftir að þeir höfðu fengið sér sundsprett í einni sundlaug skemmtiferð- skipsins. Ástæðan fyrir græna litnum var að bilun hafði orðið í hreinsi- búnaði laugarinnar með þeim aíleiðingum að óhóflegt magn af klór komst f sundlaugarvatnið. Fólkinu varð að öðru leyti ekki meint af klórbaðinu en vanda- málið var að ná aftur eðlilegum lit á hárið áður en skipið næði höfn í Southampton. Það verkefni fékk sérleg hár- greiðsludama skipsins og síðast þegar fréttist voru þau græn- hærðu í litun á hárgreiðslustofunni. Halldór hitti Bush NEWYORK: Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra hitti George W. Bush Bandaríkjafor- seta í boði á vegum Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðnanna á þriðjudag. Halldór segir í sam- tali við Morgunblaðið að Bush hafi gefið sér góðan tíma til að ræða við sig. Þeir hafi meðal annars talað um varnarmálin og segir utanríkisráðherra Ijóst að Bandaríkjaforseti muni áfram fylgjast með málinu og hann geri sér grein fyrir því hversu viðkvæmt það sé. (við- talinu kveðst Halldór þess full- viss að umræða um varnarmál- in muni fara fram í vinsamlegu andrúmslofti og á grundvelli gagnkvæmrar virðingar. Menn væru hins vegar ekkert að flýta sér. Banaslys SLYS: Annartveggja ökumanna sem slösuðust í hörðum árekstri á Reykjanesbraut lést á Land- spítala háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn sem lést var tæpra 64 ára. Hinn ökumaðurinn, sem er tæplega tvítugur, slasaðist jafn- framt og verður áfram undir eftirliti lækna. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Fyrrum sjóðstjóri Kaupþings og utanaðkomandi aðstoðarmenn ákærðir: Milljóna verðbréfasvik og peningaþvætti Sjóðstjóri Kaupþings kominn í gæsluvarðhald t Brot talin hafa staðið yfir mán- uðum saman Fyrrum sjóðstjóri hjá Kaupþingi - tæplega þrítugur maður sem starfaði við eignastýringu stofnanafjárfesta hjá verð- bréfafyrirtækinu - hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Tveir aðrir menn eru ákærðir fyrir pen- ingaþvætti með því að hafa að- stoðað Kaupþingsmanninn og lagt til bankareikninga í því skyni að milljónasvik kæmust ekki upp. Hér er um að ræða mál sem ríkis- lögreglustjóri hefur rannsakað sem auðgunarbrot en upphæðir f þeim efnum nema milljónum króna. Mál- ið varð opinbert undir lok nóvem- ber árið 2001 en þá var sjóðstjórinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Þegar lögreglan sleppti honum hafði hann viðurkennt og gert grein fyrir sínum málum með fullnægj- andi hætti. í ljós kom þegar við upp- haf rannsóknarinnar að brotastarf- semi mannsins hefði staðið yfir svo mánuðum skipti. Ríkislögreglustjóraembættið sagði strax við upphaf rannsóknar- innar að málið væri einstakt og al- varlegt. Hér hefði verið um að ræða mál sem varðaði innviði starfsemi verðbréfafyrirtækis. Rannsóknin hefúr ávailt beinst að því hvort sjóðstjórinn fyrrverandi hefði á þessum mánuðum verið að gera kaup í þeim tilgangi að hagnast sjálfur. Grunur lék strax á að maðurinn hefði misnotað aðstöðu sína til að kaupa bréfá verði sem hann sjálfur taldi hæfilegt Rannsókn ríkislögreglustjóra hefur beinst að því hvort sjóðstjór- inn hafi keypt bréf en síðan selt þau aftur samdægurs á óeðlilega háu verði á gráa markaðnum svokall- aða en þar lágu viðmiðunarupplýs- ingar um rétt verð ekki fyrir hverju sinni. Grunur lék strax á að maður- inn hefði þannig misnotað aðstöðu sína til að kaupa bréf á verði sem hann sjálfur taldi hæfilegt - að því loknu hefði hann svo keypt bréfin aftur í nafni sjóða sem honum hafði verið treyst fyrir. Þá hefði maðurinn bætt ofan á gengi bréf- ana. Mennirnir sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti voru því eins konar leppar en þeir lögðu fram bankareikninga og aðra aðstoð í þvf skyni að flytja ágóðann svo að svikin kæmust ekki upp. Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, sagði við DV þegar málið kom upp að skjól- stæðingar fyrirtækisins myndu ekki skaðast vegna þessa sakamáls. Hann benti á að Kaupþing hefði sjálft átt frumkvæði að því að kæra starfsmanninn til lögreglu. Mál umrædds sakbornings og hinna tveggja mannanna er þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjavikur í dag. ottar@dv.is Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um fyrirhuguð úrræði vegna geðsjúkra: Lokuð geðdeild og stækkun BUGL GRIPIÐ T1L AÐGERÐA: Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hitti forsvarsmenn Geðhjálpar í gær. Hann boðar ákveðnar aðgerðir í málefn- um geðsjúkra. Vonir standa til að hægt verði að taka í notkun lokaða geð- deild á næsta ári, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. Þá er unnið að stækkun Barna- og ungiingageðdeildar Landspítala-háskólasjúkra- húss. Á fundi sem heilbrigðisráðherra átti með forsvarsmönnum Geð- hjálpar í gær kom fram að ekki yrði um að ræða framlengingu á þjón- ustusamningi ráðuneytisins og Geðhjálpar. Ráðherra sagði við DV að samningurinn hefði verið bund- inn við iðjuþjálfa. Á fundinum hefði verið farið yfir hvernig ráðu- neytið gæti styrkt starf Geðhjálpar. Væri þá horft til ráðgjafar og viðlíka þjónustu. Á næstu dögum yrði farið yfir ýmsar ieiðir þar að lútandi. Ráðherra sagði að hvar sem deildin yrði þá væri hlutverk hennar að hýsa þá sem væru hættulegir sjálfum sér og öðrum. „Við ætlum ekki að minnka þjón- ustuna," sagði ráðherra í morgun, „helst ætíum við að bæta hana.“ Aðspurður um þjónustu við slæm bráðatilvik sagði ráðherra að vonast væri til þess að hægt yrði að taka lokaða geðdeild og stækkað húsnæði BUGL í notkun á næsta ári. Hann sagði enn fremur að hvað staðsetningu lokuðu geðdeildar- innar varðaði væri einkum horft til Arnarholts á Kjalarnesi. Þar stæði húsnæði sem væri nær ónotað. Það þarfnaðist töluverðra breytinga en gera mætti ráð fyrir að þar fengjust um 20 pláss. Þá hefðu forráðamenn Sogns lagt fram hugmyndir um að þar væri hægt að bæta við bygging- 'um sem gætu hýst lokaða geðdeild. Ráðherra sagði að hvar sem deildin yrði þá væri hlutverk hennar að hýsa þá sem væru hættulegir sjálf- um sér og öðrum. Jón sagði að fleira væri að gerast á geðheilbrigðissviðinu. Nú væri starfandi nefnd þriggja ráðuneyta, þ.e. dómsmálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis og heilbrigðisráðu- neytis. Hennar hlutverk væri að fara með þau mál þar sem kæmi til álita að svipta fólk sjálfræði vegna geð- sjúkdóma. Um væri að ræða flókið ferli en í sumum tilvikum væri shkt nauðsynlegt til að grípa inn í. JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.