Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2003, Blaðsíða 14
14 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003
Að svara og svara ekki
® SAMKEPPNISSTOFNUN ®
Forstjóri Samkeppnisstofnun-
ar telur greinOega ekki við hæfi
að svara skriflegum fyrirspurn-
um fjölmiðla með skilmerkileg-
um hætti. I svarbréfi forstjórans
við 11 spurningum DV um mál
sem tengjast stofnuninni er fátt
um greinargóð svör, á stundum
eru þau villandi eða spurning-
arnar hafðar að engu. Svör Georgs Ólafssonar og
spurningar DV birtust hér í blaðinu miðvikudag-
inn 17. september síðastliðinn.
Fyrsta spurning DV varðaði rannsókn Sam-
keppnisstofnunar á samkeppni á grænmetis-
markaði. Þar gefur forstjórinn í skyn að stofnunin
hafi vakið athygli eða sent niðurstöður sínar til
ríkissaksóknara. Raunin er hins vegar sú að það
gerði Samkeppnisstofnun ekki.
Spurt var: Taldi Samkeppnisstofnun ástæöu tii
að vekja athygli ríkislögreglustjóra og/eða ríkis-
saksóknara á hugsaniegum lögbrotum íyrirtækja
eða forráðamanna þeirra? Ef svo er, hvenær var
það gert? Ef ekki, afhverju ekki?
Svar Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnis-
stofnunar: Eins ogkom fram í fjölmiðlum á árinu
2001 fói ríkissaksóknari embætti ríkisiögreglu-
stjóra að kanna hvort tilefni væri til opinberrar
rannsóknar ímálinu.
Með svarinu er sveigt alvarlega fram hjá sann-
leikanum með því að hundsa spurninguna án
þess þó að grípa til ósanninda. Gefið er í skyn og
látið svo líta út í samhengi við spurninguna að
Samkeppnisstofnun hafi í raun vakið „athygli rík-
islögreglustjóra og/eða ríkissaksóknara á hugsan-
legum lögbrotum". Svo er þó ekki. Ríkissaksókn-
ari fól ríkislögreglustjóra, að eigin frumkvæði, að
heQa rannsókn á meintum lögbrotum. Niður-
staða efnahagsbrotadeildar var hins vegar sú að
sakir hefðu verið fyrndar.
Enn kýs forstjóri Samkeppnisstofnunar
að hafa spurningu DV að engu.
DV lagði sömu spurningu fram varðandi rann-
sókn Samkeppnisstofnunar á tryggingafélögun-
um. Eins og kemur fram hjá forstjóra Samkeppn-
isstofnunar er málið enn til meðferðar en ákveðn-
um þætti þess lauk í september 1998. Enn kýs for-
stjóri Samkeppnisstofnunar að hafa spurningu
DV að engu. Henni er ekki svarað, en ekki verður
annað séð af svarbréfmu en að stofnunin hafi ekki
vakið athygli ríkissaksóknara/ríkislögreglustjóra á
hugsanlegum lögbrotum, hvorki formlega né
óformlega. Þetta er eftirtektarvert því að Georg
Ólafsson segir í svarbréfi sínu að þótt ekki sé mælt
fyrir í lögum um kæru- og upplýsingaskyldu sam-
keppnisyfirvalda til lögreglu eða ríkissaksóknara
sé eðlilegt að þau hafi frumkvæði í þessu efni. Ge-
org segir: „Á hinn bóginn er eðlilegt að sam-
keppnisyfirvöld greini lögreglu frá rannsókn sinni
á tilteknum meintum brotum íyrirtækja. Á grund-
velli m.a. slíkra upplýsinga getur lögreglan tekið
það til sjálfstæðrar athugunar hvort rétt sé að
hefja opinbera rannsókn á þætti einstaklinga í
hinum meintu brotum."
Sérstætt svar
Svar forstjóra Samkeppnisstofnunar við sömu
spurningu um rannsóknina á olíufélögunum og á
trygginga- og grænmetismarkaði er, svo ekki sé
tekið sterkar til orða, sérstakt: „Þann 18. desem-
ber 2001 hóf Samkeppnisstofnun að eigin frum-
kvæði rannsókn á meintu ólöglegu samráði olíu-
félaganna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum
greindi Samkeppnisstofnun embætti ríkislög-
reglustjóra frá rannsókn stofnunarinnar í þessu
máli.“
Enn og aftur kýs forstjóri Samkeppnisstofnunar
að koma sér undan að svara hreint út og svara því
sem um er spurt. Og þrátt fýrir að telja það rétt að
Samkeppnisstofnun vekji athygli á „tilteknum
meintum brotum“ hefur það greinilega ekki verið
gert. Engin önnur skýring getur verið á því að for-
stjóri Samkeppnisstofnunar víkur sér undan að
svara.
í skriilegu svari Haraldar Johannessens ríkislög-
reglustjóra við spurningum DV er það staðfest að
16. júní hafi vararíkislögreglustjóri átt fund með
forstjóra og lögfræðingi Samkeppnisstofnunar.
Aðilar voru sammála um að um óformlegan fund
væri að ræða. „Samkeppnisstofnun vakti ekki at-
hygli vararíkislögreglustjóra á ákveðnum sakar-
efnum,“ segir ríkislögreglustjóri.
Ríkissaksóknari fól ríkislögreglustjóra hins veg-
ar 21. ágúst að framkvæma athugun á málinu til
að svara því hvort framin hefðu verið svo alvarleg
brot eða sérstæð á samkeppnislögum að um refsi-
vert athæfi einstaklinga væri að ræða. í bréfi til
ríkislögreglustjóra segir ríkissaksóknari að Sam-
keppnisstofnun hafi vikið sér undan því að svara
spurningunni: „Af svarbréfi Samkeppnisstofnun-
ar, dags. 18. þ.m., verður ekki annað ráðið en að
stofnunin skorist undan því að svara framan-
greindri spurningu."
Nú skal það látið liggja á milli hluta að forstjóri
Samkeppnisstofnunar skuli í svarbréfi sínu til DV
svara í engu efnislega spurningum um hvort, og þá
hvenær, stofnunin hafi vakið athygli ríkissaksókn-
ara/ríkislögreglustjóra á hugsanlegum lögbrotum
olíufélaganna eða forráðamanna. Og einnig er vert
- enn sem komið er a.m.k. - að líta fram hjá þeirri
staðreynd að „fundurinn" með ríkislögreglustjóra
eða fulltrúa hans skuli ekki hafa farið ffam fyrr en
hálfu ári eftir að fyrrihluti frumskýrslu Samkeppn-
isstofnunar lá fýrir - jafnvel þótt það kunni að vera
forvitnilegt að fylgjast með hvort með því hafi ein-
staklingar sem tengjast málinu „sloppið fyrir horn“
vegna lagareglna um fýrningu brota.
Hjá hinu er hins vegar ekki hægt að líta að Sam-
keppnisstofnun kýs að skýla sér á bak við „óform-
legan fund“ í opinberum svörum sínum um sam-
skipti við annað stjórnvald - með því er trúnaður
brotinn. Um leið og byrjað er að vitna beint eða
óbeint í óformlega fundi bresta nauðsynleg tengsl
milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. í við-
skiptum, og þó ekki síður í opinberri stjórnsýslu,
eru óformlegir fundir (non-meeting) oft nauðsyn-
legir til að koma málum áfram í framtíðinni með
formlegum hætti. En slíkir fundir verða ekki fleiri
en trúnaðurinn leyfir.
Hvað verður til þess að ákveðið er að rjúfa trún-
aðarbönd, með þeim hætti sem gert hefur verið í
þessu máli, er óskiljanlegt. Við verðum að geta
treyst því að stjórnvöld og embættismenn vinni
verk sín með formlegum og ákveðnum hætti. Það
er óviðunandi að embættismenn leiti skjóls,
vegna hugsanlegra vandræða sinna, í því að vitna
til óformlegra funda. Ef reka á stjórnsýsluna og
eftirlitsstofnanir með þeim hætti er voðinn vís.
Lekar skaða
Forstjóri Samkeppnisstofnunar svarar skil-
merkilega spurningum er varða „leka" á upplýs-
ingum sem tengjast einstökum rannsóknum
stofnunarinnar. Stofnuninni er ekki kunnugt um
að einn starfsmaður hennar hafi brotið reglur um
trúnaðarupplýsingar: „Þegar óþekktur aðili/aðilar
lét fjölmiðlum í té eintak af fyrri frumathugun
Samkeppnisstofnunar í olíumálinu var það tekið
til skoðunar hvort þessar upplýsingar hafi borist
frá stofnuninni. Niðurstaða þeirrar athugunar er
að Samkeppnisstofnun er sannfærð um að þessar
upplýsingar bárust fjölmiðlum ekki frá starfs-
mönnum stofnunarinnar."
„Lekar" skaða því alla, þótt fjölmiðlung-
ar gleðjist af einlægni.
Georg Ólafsson er einnig nokkuð afdráttarlaus
þegar hann segir að „Samkeppnisstofnun fær ekki
séð á þessu stigi að „lekinn" hafi skaðað rannsókn
málsins en hann hefur tafið hana".
Auðvitað hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir
Samkeppnisstofnun að frumskýrslur úr einstök-
um rannsóknum „leki" með þeim hætti sem ljóst
er að gerðist í olíumálinu og í tryggingamálinu.
Slíkt getur veikt réttarstöðu þeirra sem rannsókn-
in beinist að og dregur úr trúverðugleika þess sem
stjórnar rannsókninni.
„Lekar" skaða því alla, þótt fjölmiðlungar gleðj-
ist af einlægni yfir enn einni fréttinni - jafnvel
„skúbbinu".
Að veikja stöðu stofnunar
Forstjóri Samkeppnisstofnunar hefur með orð-
um sínum grafið undan því trausti og trúverðug-
leika sem stofnunin verður að
hafa, ekki aðeins meðal almenn- '
ings heldur ekki síður í við-
skiptalífinu. f viðtali við Helgar-
blað DV í ágúst síðastliðnum var
forstjórinn með alvarlegar ásak-
anir í garð Samtaka atvinnulífs-
ins: „Eftir að rannsókn okkar á
olíufélögunum hófst gerðu sum
hagsmunasamtök fyrirtækja harða hríð að okkur.
Samtök atvinnulífsins settu fram tillögur til að
veikja samkeppnislögin og nú hafa heyrst þær I
raddir, t.d. í Viðskiptablaðinu, að þessar tillögur j
hafi kannski verið fulllitaðar af þeim fyrirtækjum
sem sæta rannsókn. Ég held að menn verði að ;
gæta sín í hagsmunagæslunni og ekki gleyma því j
að virk samkeppni er líka mikið hagsmunamál
fýrirtækja."
DV hefur í forystugreinum undirstrikað
að opinbert eftirlitskerfi sé nauðsynlegt.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, gerði alvarlegar athugasemdir við j
málflutning Georgs Ólafssonar í viðtali við DV: j
„Dylgjur forstjóra Samkeppnisstofnunar um að |
það hafi áhrif á málflutning samtakanna að hverj-
um rannsókn beinist eru ekki svara verðar. Það er j
alveg ljóst að SA hafa ekki aðra hagsmuni af þess- j
um málum en að íslenskt atvinnulíf búi við heil-
brigðar leikreglur og hægt sé að treysta málsmeð-
ferð og niðurstöðum opinberra aðila."
Eins og bent var á f leiðara DV er ekki hægt að
draga aðra ályktun af orðum framkvæmdastjóra I
Samtaka atvinnulífsins en að fullkominn trúnað-
arbrestur og vantraust sé á milli samtakanna ann-
ars vegar og Samkeppnisstofnunar og/eða for-
stjóra hennar hins vegar: „Opinská og hreinskipt-
in umræða um samkeppnismál - lög og reglur - er j
ein forsenda þess að nauðsynlegar breytingar á j
samkeppnislögum nái fram að ganga. Skýrar leik-
reglur eru ekki aðeins hagsmunamál fýrir neyt-
endur heldur ekki síður fýrir atvinnulífið...
Þróun og nauðsynlegar breytingar á fýrirkomu-
lagi samkeppniseftirlits verða ekki án þátttöku og j
með stuðningi atvinnulífsins. Samkeppnislögum
má ekki vera stefnt gegn atvinnulífinu og þegar I
Samtök atvinnulífsins setja fram málefnalegar at- ;
hugasemdir og tillögur til breytinga getur forstjóri j
Samkeppnisstofnunar ekki leyft sér að gera þær j
tortryggilegar með þeim hætti sem hann hefur y
kosið að gera."
DV hefur í forystugreinum undirstrikað að op-
inbert eftirlitskerfi sé nauðsynlegt. En um leið ;;
hefur það verið undirstrikað að kerfið sjálft þurfi j
aðhald, ekki aðeins frá löggjafanum sem á að
sníða því þröngar skorður, heldur ekki síður frá !
almenningi og fjölmiðlum. Annars er hættan sú j
að eftirlitsiðnaðurinn nái að lifa sjálfstæðu fífi ji
sem engin leið er að stjórna af skynsemi. Mestu ij
skiptir að stöðug endurskoðun fari fram á þeim ;
reglum sem unnið er eftir og vankantarnir sniðn- tj
ir af En til þess þarf umræður og þeim verður j j
aldrei stjórnað af eftirlitsiðnaðinum eða embætt- jj
ismönnunum sjálfum.
Gott starf
Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafa í j
mörgu unnið gríðarlega gott starf, enda náð í I
nokkrum tilvikum að skera burt mein sem hrjá j;
ófullkominn samkeppnismarkað. Ekki má gera
lítið úr þeirri staðreynd að víðast hefur sam- j
keppni aukist á síðustu árum um leið og við- j
skipti hafa orðið gagnsærri.
En yfirvöld samkeppnismála eru langt frá því ;j
að vera yfir gagnrýni hafin. I viðskiptum skiptir 1
miklu að menn njóti trúnaðar og trausts. Fyrir ij
þá sem taka að sér að gegna sérstöku eftirlits- ji
hlutverki með því að farið sé eftir settum leik- jj
reglum í viðskiptalífinu er enn mikilvægara að i:
njóta trúnaðar og trausts. Sé það ekki fyrir 1
hendi getur viðkomandi stofnun aldrei sinnt f
hlutverki sínu með þeim hætti sem allir ætlast j
til og eru sammála um að nauðsynlegt sé.
Ein skynsamlegasta leiðin til að afla sér j
traustsins er að svara hreinskilnislega þeim 1
spurningum sem að þeim er beint og ef það er j
ekki hægt, af einhverjum eðlilegum ástæðum,
að taka það fram með skýrum hætti. Með hrein- j
skiptum samskiptum afla menn sér trúnaðar og ;
viðkomandi stofnun verður hafin yfir tor- 1
tryggni.