Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 2
32 DVBlLAR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 D V Bflar Allt sem hreyfist Umsjón: Njáll Gunnlaugsson og Geir A. Guðsteinsson Netfang: njall@dv.is og gg@dv.is Sími: 550 5808 og 550 5821 Mazda áreiðanlegust Samkvæmt nýjustu tölum frá Warranty Direct í Bretlandi er Mazda sá bíll sem ódýrast er að halda við. Warranty Direct sér um ábyrgðir á 30.000 far- artækjum á ári og hefur Mazda verið í efsta sæti þrjú ár í röð. (öðru sæti var Ford- merkið, Honda í því þriðja og Toyota í fjórða sæti. Há- stökkvarinn í ár var Nissan sem fór úr 17. sæti í það átt- unda. Subaru stóð sig hins vegar ekki eins vel og féll úr 11. sæti í 22. sæti af 23. Er það aðallega tilkomið vegna við- gerðarkostnaðar á vélum og sjálfskiptingum. Blinda svæðið burt Meðal nýjunga sem íhlutafyrir- tækið Valeo sýndi á bílasýning- unni í Frankfurt var tæki sem horfir í blinda svæðið fyrir öku- manninn. Kerfið varar hann við ef ökutæki erfyrir utan það svæði sem sést í sþeglum bíls- ins. Notast er við leysigeisla sem skotið er úr afturstuðara og nemur þannig hvort hætta sé fyrir hendi því að geislinn mælir einnig fjarlægðina í öku- tækið. Ökutækið er síðan sýnt sem lítil þrívíddarmynd og tækið pípir ef ökumaðurinn ætlar að skipta um akrein með- an hætta er á árekstri. Þegar eru nokkrir bílaframleiðendur að láta setja þetta í þíla sína. Ánægja bileigenda á Norðurlöndum -30 -20 -10 0 +10 +20 +30 Toyota JmwIZ Mercedes Saab Honda Mazda Mitxubishi Citroen Hyundai Voiyo Nissan Peugeot Audi Skoda Ford Renault 'MZIZ Chiysler Öpel Seat Fiat.... Toyota bestur en Fiat verstur bfla voru spurðir um bflinn, gæði verkstæðisþjónustu sem þeir höfðu notið nýverið, bflaumboð og hversu trúir þeir væru þeirri bflteg- und sem þeir ættu nú. 21 bfltegund kom fram í könnuninni. Fiat lendir aftast í röðinni en bíl- ar frá VW lenda mun aftar en þeir hafa gert til þessa, vel undir miðju. Ánægðastir eru eigendur Toyota- bifreiða, sem fer nokkuð saman við þann reynsluakstur sem fram hefur farið á öllum Norðurlöndunum og í Þýskalandi á Toyota-bflum, ekki síst Avensis. gg@dv.is Óánægja eigenda Volkswagen- bíla, Seat og Audi á Norðurlöndun- um hefur farið vaxandi síðustu misseri og nú er svo komið að ó- ánægja þeirra mælist hartnær jafnmikil og óánægja eigenda hina bilanagjörnu Fiat-bfla. Þetta er nið- urstaða stærstu og viðamestu sam- norrænnar könnunar meðal bíleig- enda þar sem þeir hafa verið spurð- ir um ágæti þeirra bfla sem þeir eiga. Að baki rannsókninni standa FDM í Danmörku, Vi Bilágare í Sví- þjóð, NAF í Noregi og finnska bfla- bíaðið Tuulilasi. Um 14.000 bfleig- endur nýrra og allt til 8 ára gamalla Bin Laden hefur áhrif á bílaiðnaðinn George Bush Bandaríkjaforseti leiðir hóp 100 manna í heiminum sem mest áhrif hefur á bflaeign manna og bflaiðnaðinn. Þetta kem- ur fram í bflablaði BBC. Listann skipar að sjálfsögðu fólk sem nýtur heimsathygli, bæði af góðu og slæmu. f 2. sæti kemur Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, og það er rökstutt með með því að andstaða hans gegn því að Bretar taki upp evru sem gjaldmiðil í stað pundsins hafi haft góð áhrif á bíla- iðnaðinn. Osama bin Laden er í 13. sæti þótt ekki sé gott að sjá hvers vegna. Hryðjuverkastarfsemi, ekki síst sú sem bin Laden stendur fyrir, hefur haft þau áhrif á olíuiðnaðinn í Austurlöndum nær að olíuverð hefur ekki hækkað eins og gera mætti ráð fyrir. David Beckham, knattspyrnugoð hjá Real Madrid og fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, er í 100. og síðasta sætinu. Beckham á nokkra bfla sem vekja athygli, s.s. Aston Martin, Mercedes Benz, Ferrari og Lincoln Navigator. Aðrar þekktar persónur sem eru m.a. á listanum eru Jeremy Cl- arkson, bflablaðamaður BBC í Bret- landi, sem er f 18. sæti, Alistair Dar- ling, samgönguráðherra Breta, sem er í 30. sæti, Ian Duncan Smith, for- maður Frjálslynda flokksins á Bret- landi, sem er í 54. sæti, Ken Livingstone, borgarstjóri í London, sem er í 73. sæti, James Bond er í 85. sæti og söng- og leikkonan Madonna er í 94. sæti. Um veru Madonnu á listanum segir blaðið m.a.: „Madonna borgaði raunveru- lega fyrir sinn Mini. Viðurkennd markaðssetning hefði ekki afrekað betur." gg@dv.is VISTVERND: Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar í verki, setur opinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjær sitja Ólöf GuðnýValdi- marsdóttir, formaður Landverndar; Alda Jónsdóttir, formaður (slenska fjallahjólaklúbbsins; Óskar D. Ólafsson forstöðumaður; Halla Jóns- dóttir, verkefnastjóri í verkefnum tengdum umhverfismálum hjá Iðntæknistofnun (slands, og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenska bifreiðaeigenda. Bíllinn er þarfur þjónn en slæmur herra Bílum fjölgar stöðugt og ferða- tíminn eykst stöðugt á höfúðborg- arsvæðinu þótt vegir verði breiðari og greiðfærari. Bíllinn er þarfasti þjónninn; án hans værum við illa stödd. En stöðugt má velta því fyr- ir sér hvort ekki megi draga úr notkun hans og gera hann um- hverfisvænni án þess að skerða lífsgæðin. Vistvernd í verki og Landvemd héldu fund í Ráðhúsi Reykjavíkur á bfllausum degi sl. mánudag, þar sem tekið var undir það að bfllinn væri þarfur þjónn en væri einnig slæmur herra. Vist- vernd í verki er verkefni Land- verndar sem undanfarin ár hefur beint athyglinni að því að gera ýmsar einfaldar umbætur í dag- legu lffi sem draga úr sóun, bæta umhverfið og auka lífsgæðin. Með- al þeirra þátta sem verkefnið fjallar um er hvað hægt sé að gera til að gera samgöngur betri og vistvænni án þess að dregið sé nokkuð úr lífs- gæðum. Verkefnið byggist á því að fulltrúar 5 til 8 heimila koma reglu- lega saman til fræðslufundar á til- teknu tímabili, t.d. á einnar til tveggja vikna fresti á u.þ.b. tveimur mánuðum. Með aðstoð handbókar er þar farið yfir fimm þætti sem tengjast umhverfi, s.s. sorp, orku, samgöngur, innkaup og vatn. Þeg- ar hafa um 400 fjölskyldur tekið þátt í starfi visthópa. Óskar D. Ólafsson forstöðumað- ur sagði að eftir að hann hefði farið að nota meira reiðhjól í vinnuna og strætó hafi hann farið að hitta fleiri kunningja og sonur hans hefði mjög gaman af strætóferðum þar sem hann sé stöðugt að sjá ný and- lit. Hann segir að það að hjóla 10 km, t.d. til og frá vinnu, sé á við það að hlaupa eða skokka 2,5 km og það ætti ekki að vera neinum of- viða. Á meðan eyði bfllinn að sjálf- sögu engri orku og mengi ekkert. „Ég held ég hafi sýnt fram á það með afgerandi hætti að það er al- veg hægt að skipta um lffsstfl, t.d. með því að hjóla, og án þess að gefa bflinn alveg upp á bátinn. Heilbrigt er að blanda saman ólflc- um samgönguþáttum," sagði Ósk- ar D. Ólafsson. Hafla Jónsdóttir hjá Iðntækni- stofnun benti á að hreyfilhitari drægi úr rekstrarkostnaði bifreiða, lengdi líftíma smurolíu og raf- geymis og drægi úr sliti bflvéla auk þess sem bflar mengi mun meira þegar þeir séu ræstir kaldir á vet- urna. Þetta sé um 20 þúsund króna fjárfesting, sem sé vel þess virði, því að um 100 lítrar af bensíni sparist á ári miðað við meðalakst- ur. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, var þess mjög hvetj- andi að auka valkosti í samgöngu- málum, m.a. að koma upp fleiri stfgum fyrir hjólreiðafólk. gg@dv.is Nýr Legacy frumsýndur FJÓRÐA KYNSLÓÐ: Nýr Legacy er nokkuð breyttur í útliti og hefur laegsta vindstuðul í Subaru, eða 0,29. Nýr Legacy/Outback er nú kom- inn á markað í Evrópu og að sögn Sigþórs Bragasonar, sölustjóra hjá Ingvari Helgasyni hf., er bfllinn væntanlegur hingað í lok október og verður frumsýndur í byrjun nóv- ember. Nýja kynslóðin er sú fjórða í röðinni síðan 1989 og er mikið end- urnýjuð. Bfllinn hefur fengið nýtt útlit og betri búnað, sérstaklega þegar kemur að öryggi. Bfllinn er stærri en sá sem hann leysir af hólmi, eða 35 mm lengri, og er lengdaraukningin mest milli hjóla. Búið er að lækka vélina í vélarrým- inu um 22 mm sem bætir akst- urseiginleika og öryggi. Þrátt fyrir að vera með sterkari burðarhluti og yfirbyggingu en áður er bfllinn létt- ari en áður. Vindstuðull hans hefur líka lækkað töluvert og er nú aðeins 0,29 sem er með því besta sem ger- ist. Auk þess er komin í bflinn ný fimm þrepa sjálfskipting sem pass- ar við allar vélar sem Subaru býður upp á og hefur þann kost að minnka eyðslu bflsins töluvert, og er uppgefin eyðsla á sjálfskipta bflnum minni en á þeim bein- skipta. njall@dv.is I I 1 i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.