Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 6
40 DVBÍLAR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 L ~T Með mun öflugri dísilvél en áður REYNSLUAKSTUR Njáll Gunnlaugsson njall@dv.is Suzuki Grand Vitara hefur nú fengið nýja og öfluga dísilvél og veitti ekki af. Gamla vélin skilaði aðeins 87 hestöflum en sú nýja, sem kemur frá PSA og er Peugeot-vél, bætir við rúm- um 20 hestum og skiiar hún nú 108 hestöflum. Reyndar hefur verið bætt við hestöflin, líka ( V6-bensínvélinni sem er komin í 181 hestafl, en báð- ar nýju gerðirnar verða kynntar hjá umboðinu um helgina. Dísilvélin verður í boði bæði í Grand Vitara og Grand Vitara XL-7 en þannig reyndum við bflinn í vikunni. Ferskara útlit Fyrst ber þó að nefna þá andlits- lyftingu sem bfllinn hefur fengið. Framsvipurinn er nokkuð breyttur og mun nýtískulegri en áður. Ljósin hafa stækkað mikið og grillið sömuleiðis sem gerir bflinn mun gerðarlegri en áður. Stærra loftinn- tak á vélarhlíf spillir ekki heldur og er ávitull um það sem undir liggur. Annað hafa þó hönnuðir Suzuki að mestu leyti látið óbreytt eins og aft- urendann sem er sá sami og áður. Innréttingin er nánast óbreytt líka en stutt er síðan hún fékk nýjan svip með nýju, baklýstu mælaborði og meiri búnaði en áður. Reyndar hefur loksins einu verið bætt við innréttinguna sem er þriðji höfuð- púðinn í miðjusætaröð og er þá armpúði fyrir neðan hann. Aftur- sætisfarþegar geta þá látið fara vel um sig því að sætaröðin er á sleða og í öftustu stöðu er fótapláss með besta móti. Gott hlutfall afls og þyngdar Nýja dísilvélin er einbunu-dfsil- vél með millikæli og forþjöppu og því mikil framför frá þeirri sem fyr- ir var, enda bætir hún 25% við aflið sem er töluvert. Mestu máli skiptir þó aukið tog sem er nú 270 Newtonmetrar við 1.750 snúninga og slagar því hátt í togið í bflum eins og Toyota Land Cruiser og Kostir Gailar Hjólhaf, tog Farangursrými ( 7 sæta b(l Nissan Terrano með þriggja lítra vélunum. Vélin í Suzuki-jeppanum er hins vegar aðeins tveggja lítra og bfllinn því mun léttari, 1.735 kfló að eigin þyngd sem er aðeins 55 kfló- um meira en bfllinn með V6-bens- ínvélinni. Þegar þessi hlutföll eru skoðuð í samhengi sést vel að hér Þegar hlutföll afls og þyngdar eru skoðuð í samhengi sést vel að hér er loksins sam- keppnishæfur dísilbíll frá Suzuki á ferðinni. er loksins samkeppnishæfur dísil- bfll frá Suzuki á ferðinni. Fyrir þá sem spá í breytingar ætti þessi bfll því að vera eftirtektarverður kostur þar sem hann er nokkru ódýrari en ofangreindir samkeppnisaðilar. Hljóðlátari vél Annar kostur við nýju dísilvélina er sá hversu hljóðlát hún er og til- tölulega laus við glamur sem oft er fylgifiskur slíkra véla. f akstri er, eins og gefur að skilja, töluverður munur á bflnum með dísilvélinni gagnvart bensínvélinni. Hann er seinni af stað því að togið byrjar íyrst að taka við sér í um það bil 1.500 snúningum. Bfllinn virkar líka þyngri í beygjum þótt aðeins 55 kfló hafi bæst við frammi í bflnum. Fjöðrunin virkar líka mýkri en áður sem er kostur þar sem hún verður þægilegri í akstri á grófúm vegum. Á heildina litið er lftið hægt að setja út á bflinn í akstri en bremsur mættu þó vera öflugri í bfl sem verður sífellt þyngri og stærri með hverju árinu sem líður. Samanburðurinn Suzuki ívil Samanburður á verði verður Suzuki Grand Vitara nokkuð hag- stæður en Suzuki Grand Vitara XL- 7 kostar 3.050.000 með nýju vél- inni. Ódýrasti Toyota Land Cruiser jeppinn með þriggja lítra dísilvél- inni er á 3.990.000 kr. en nokkru getur munað um meiri búnað Toyota-jeppans. Eins er þriggja lítra Nissan Terrano á 3.789.000 kr. og Hyundai Terracan með 2,9 lítra vél á 3.090.000 kr. Meira að segja Kia Sorento er dýrari en Suzuki- jeppinn en ódýrasti bfllinn með dísilvél kostar 3.190.000 kr. Kóresku keppinautarnir eru þó ekki fáanlegir með þriðju sætaröðinni eins og þeir japönsku. njall@dv.is SUZUKI GRAND VITARA XL-7 Vél: 2 lítra, 4 strokka dísilvél Rúmtak- 1.997 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 17,3:1 Gírkassi: 5 gíra, beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöörun framan: Sjálfstæð MacPherson Fjöðrun aftan: Fimm arma, heill öxull Bremsur Loftkældir diskar/skálar, ABS Dekkjastærö: 235/60 R16 YTRITÖLUR: Lengd/breldd/hæö: 4.760/1.780/1.740 mm Hjólahaf/veghæö: 2.800/183 mm Beygjuradfus: 11,8 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 7. Fjöldi höfuöpúöa/öryggispúöa: 7/2 Farangursrými: 121-1.492 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðslaá lOOkm: 8 lítrar Eldsneytisgeymir: 66 Iftrar Ábyrgö/ryðvörn: 3/8 ár Grunnverö: 3.050.000 kr. Umboö: Suzuki-bílar hf. Staöalbúnaöur: 2 öryggispúðar, fjarstýrt útvarp/geislaspilari með 4 hátölurum, hæðarstillanlegt ökumannssæti með mjóbaksstillingu, rafdrifnar rúður og speglar, upphitaðir speglar og framsæti, fjarstýrðar samlæsingar, álfelgur, armpúði f aftursæti og milli framsæta SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 108/4.000 Snúnlngsvægi/sn.: .,-j Hröðun 0-100 km: 270 nm/1750 15,2 sek. Hámarkshraði: 155 km/klst. Eigin þyngd: 1.735 kg. Heildarþyngd: 2.350 kg. J Framsvipurinn er nýr og mun gerðarlegri en áður. Plássið snarbatnar þegar þriðja sætaröðin er felld niður en einnig má fella niður miðjusætaröðina. 3 Innréttingunni var nýlega breytt á þann hátt að nú eru baklýstir mælar og betri búnaður eins og geislaspilari og fleira. 2 Eins og sjá má er ekki mikið pláss eftir þegar þriðja sætaröðin er í notkun. J Bíllinn er á álfelgum sem staðalbúnaði. j| Búið er að bæta við þriðja höfuðpúðanum í miðjusætið. □ Tveggja Iftra dísilvélin frá Peugeot er togmikil og hljóðlát. 1 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.