Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 8
8 DVBlLAR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Vistakstur spar- ar bensíneyðslu um allt að 20% Vistakstur þýðir aukið öryggi í umferðinni, minni kostnað við rekstur bifreiða og síðast en ekki síst minni mengun en einn mesti umhverfisvandinn nú á dögum er aukin losun koldíoxíðs sem ýtir undir gróðurhúsaáhrif. Útblástur bifreiða er þar drýgsti þátturinn en einn lítri af bensíni myndar 2.350 g af koldíoxíði og einn lítri af dísilolíu 2.660 g af koldíoxíði þegar hann brennur. Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðaröryggissviðs Umferðar- stofu, segir vistakstur vera ákveðið aksturslag sem miðar að því að aka með sem jöfnustum hraða og stöðva helst ekki á rauðu ljósi. Þeir sem hafa tileinkað sér vistakstur hafa minnkað bensíneyðslu bif- reiða sinna um allt að 20%, brems- ur duga lengur og allir slitfletir duga mun lengur. Að sama skapi er óhagkvæmt að vera á olíugjöflnni alveg inn að umferðarljósum eða auka hraðann niður brekku og þurfa svo að stíga á bremsuna. Jafn akstur er bestur; minna stress fyrir bflstjóra og farþega. Fyrirtækið Hópferðir skilar sér mjög vel. Þórður Ingi Bjarnason, bflstjóri hjá Hópferðum, segir að komið hafi á óvart hversu mikill munurinn hafi verið á eyðslu bfl- anna eftir að tekinn hafi verið upp vistvænn akstur. Sá hugsanagangur sé að hröðu undanhaldi að það skipti engu máli hvemig bifreið sé ekið; þvert á móti skipti aksturslag- ið öllu máli. „Svo fer vistvænn akst- ur mun betur með bflinn,“ segir Þórður Ingi Bjarnason. Notkun hreyfilhitara dregur um helming úr skaðlegum útblásturs- lofttegundum á bflastæðinu og í nánasta umhverfi. Við hverja kaldræsingu eykst eldsneytiseyðsl- an og jafnframt eykst losun útblást- ursefna. Álag á hreyfilinn þegar bfll er kaldræstur í miklum kulda sam- svarar 5 til 600 km akstri svo að notkun hreyfilhitara dregur úr sliti SPARNAÐUR; Jafnvel 20 manna hópferða- bíl er hægt að aka sparlega eins og mynd- in af maelinum ber með sér. Eftir 13 mfn- útna akstur var meðaleyðsla hans aðeins 4 lítrar miðað við 100 km akstur. Eknir voru 10,16 km og meðaleyðsla á þeirri leið 13 lítrar miðað við 100 km akstur. Alls eyddi bíll Hópbíla 1,32 lítrum. Grísinn neðst á mælinum táknar að hámarkshagkvæmni er viðhöfð þegar myndin er tekin. á bflvélinni. Með notkun hreyfil- hitara minnkar bensíneyðsla við hverja gangsetningu um u.þ.b. 0,1 til 0,3 lítra. Vistvænn ökumaður STEKKJARBAKKI: Jafnvel í mikilli umferð eins og þarna er undir væntanlegri göngubrú við hitar upp hreyfilinn til að draga úr hlið Stekkjarbakkabrúar er hægt að ná fram hagkvæmni. útblæstri. gg@dv./'s Inoitiddur i'kki PTE'K (Tcfl*'*"- úwmist |mr .sein btirn n;i1 *** fttl W) «*M A VK) HVtR onusari' kvnhald: 473 ml (16 únw) Fæst á öllum smur- og bensínstöðvum www.stilling.is DALSHRAUN113 • SÍMI 5551019 EYRARVEGI 29 • SÍMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 • SlMI 520 8000 SMIÐJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16 • SlMI 577 1300 Stilling tíí öryggis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.