Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DVBÍLAR 33 Mótorhjólasýningin í Mílanó Bl Intermot "giö Intermot-mótorhjólasýningin í Mílanó er haldin á hverju hausti og þar keppast framleiðendur við að kynna hjól næsta árs. Sýningin í ár var engin undan- tekning á því og þótti fjölbreytt miðað við frekar einhæfar sýn- ingar síðustu ár. Mestar fram- farir hingað til hafa orðið í tor- færuhjólum en framleiðendur eru aftur farnir að veita götu- hjólum þá athygli sem þau þurfa. Einnig var meira um það en áður að framleiðendur sýndu tilraunahjói og margar frumleg- ar hugmyndir eru þar á ferðinni. Mótorhjól með „tvöfaldan persónuleika" Kawasaki frumsýndi nýja módel- línu á mótorhjólasýningunni í Mílanó í vikunni en það sem kom mest á óvart frá þeim var nýtt til- raunahjól sem hugsanlega fer fljót- lega í framleiðslu. Hjólið, sem var sýnt blaðamönnum síðastliðinn miðvikudag, heitir ZZR-X og er með „tvöfaldan persónuleika" ef svo má að orði komast. Með nokkrum einföldum aðgerðum má breyta hjólinu úr sporthjóli í ferða- hjól með töskum og sæti fyrir tvo. Vindkúpan er þá einfaldlega stækk- uð með því að smella framlengingu á hana. Hjólið er með einföldum afturgaffli og láréttum framgaffli, líkt og í Yamaha GTS 1000 hjólinu. KTM með alvöru götuhjól næsta sumar KTM frumsýndi nýtt götuhjól á Intermot-mótorhjólasýningunni í Mílanó í síðustu viku. Hjólið kallast Duke 990 og fer í framleiðslu og kemur strax næsta sumar á mark- að. Vélin er sama LC8 vélin og úr Adventure 950 hjólinu en er tjúnuð upp í 122 hestöfl í götuhjólinu. Vél- in er mjög létt, aðeins 58 kíló sem er KAWASAKIZZR-X: Þetta frumlega hjól frá Kawasaki er enn þá á tilraunastiginu. um 20% minna en nokkur sam- keppnisaðili getur boðið upp á að sögn talsmanna KTM-verksmiðj- anna. Þar af leiðandi er hjólið sjálft líka létt og er þurrvigt þess aðeins 179 klló. Króm-Moly grindin í hjól- inu er til dæmis aðeins 9 kíló. Nýtt GSX-R 750 hjól frá Suzuki Suzuki kom mörgum á óvart á mótorhjólasýningunni í Mílanó með því að frumsýna nýtt GSX-R 750 sporthjól. Suzuki er því eini framleiðandinn til að halda áfram að framleiða 750 hjól eftir að hætt var að keppa í þeim flokki í Super- bike-heimsmeistarakeppninni. Nýja hjólið, sem kemur á markað á næsta ári, ætti þó að freista margra því að það er aðeins 163 kíló og skilar 148 hestöflum sem er nóg til að keppa við R1 eða Fireblade 1000 hjólin. DUKE 990: Nýja hjólið er bæði létt og öflugt. tækni ;*•’ v • ' ’ý>- /’ - U VARTA ViSurkenndir rafgeymar við allar aðstæður Vilt þú vera með öruggt start? Einstök Silfur-tækni Varta rafgeyma er bæði í Bláu og frábæru Silfur-línunni. Silfurinnihald gefur öflugt start og lengir líftíma geymanna um 20% (u.þ.b. 1 ár) í samanburði við venjulega rafgeyma. Rafgeymarnir eru algerlega viðhaldsfríir. Silfur-línan hefur þar að auki 30% meiri startkraft. Vertu viss um að næsti rafgeymirinn þinn sé Varta rafgeymir með silfri. Við eigum rafgeymana á lager. Skiptu tímanlega og forðastu vandræði í ræsingu. B estir í raun! Borgartúni, Reykjavík Dalbraut, Akureyri Smiðjuvegi, Kópavogi Bíldshöfða, Reykjavík Grófinni, Keflavík Radíóþjónusta Bílanausts Dalshrauni, Hafnarfirði Lyngási, Egilsstöðum Síðumúla, Reykjavík Hrísmýri, Selfossi Álaugarvegi, Hornafirði RSH.is, Dalvegi, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.