Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Blaðsíða 8
8 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 Kvikmyndir Samuel L.Jackson í S.W.A.T.: Dugnaðarforkur Það segir meira en margt annað um Samuel L. Jackson að hann er 54 ára gamall. Hann hefur þó síður en svo verið í sviðsljósinu stærstan hluta síns leikaraferils, þvert á móti náði hann ekki að koma sér á kortið fyrr enn á fimmtugsaldri. En undanfarinn áratug hefur hann náð að festa sig í sessi sem ein allra skærasta stjarna Hollywood, enda fáir jafn eftirsóttir og hann. f sinni nýjustu mynd, S.W.A.T., leikur Jackson leiðtoga sérstaks lögregluhóps sem sérhæfir sig í óvenjulegum aðstæðum. Hann fær inn til sín nokkra lærlinga, þeirra á meðal Jim Street (Colin Farrell) sem var áður hluti af teyminu en var rekinn vegna umdeildrar ákvörðunar sem hann tók í einu verkefninu. Honum er því mikið í mun að bæta sinn hag undir stjórn Dan „Haldo" Harrelson, sem Jackson leikur. Úr arkitektúr í leiklist Jackson er fæddur síðla árs 1948 og hlaut hann fremur strangt upp- eldi hjá móður sinni og ömmu. Hann tók skólagöngu sína ávallt al- varlega og eftir miðskóla hélt hann í Morehouse-háskólann í Atlanta. Hann hafði frá barnæsku stamað og að ráði talmeinafræðings síns fór hann í áheyrnarpróf fyrir söng- leik sem setja átti upp í skólanum. Hann fékk hJutverk og hreifst svo af leiklistinni að hann breytti aðalfagi sínu úr arkitektúr í leiklist. Þaðan varð ekki aftur snúið. En Jackson hafði alltaf verið og er enn mikill málsvari og baráttumað- ur kynþáttar síns. Hann gekk meira Jackson hafði alltaf verið og er enn mikill málsvari og baráttumað- ur kynþáttar síns. að segja svo langt í mótmælastarf- semi að hann tók nokkra aðal- styrktaraðOa háskólans í gíslingu þar sem þeir funduðu eitt sinn, þar á meðal föður baráttumannsins Martins Luthers King, til að mót- mæla því hversu fáir svartir styrkt- araðilar væru við skólann og lítið af afrfskum-amerískum fræðum kennt í honum. Honum var í kjöl- farið vikið tímabundið úr skólan- um en fékk þó að ljúka náminu. Að þvf loknu hélt hann eins og svo margir aðrir í hans stöðu til New York til að freista gæfunnar þar. Hann kom sér að hjá tveimur þekktum leikflokkum og varði næsta áratug og gott betur að koma sér að í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann vann ládaust og gafst aldrei upp eins og einhverjir hefðu ef til vill gert. Hlutirnir gerðust vissulega hægt og tók hann að sér mörg at- hyglisverð störf, eins og að vera eins konar varamaður Bills Cosbys í gamanþáttum hans. Starfið fólst í því að standa þar sem Bill myndi standa meðan á upptökum stæði svo að tökuvélarnar gætu stillt sig af. Bófi nr 2 Á 9. áratugnum gerði hann einnig allt sem hann gat til að láta taka eftir sér. Hann lék ótal auka- hlutverk í hinum ýmsu kvikmynd- um, hvort sem hann lék bófa nr. 2, róna, ræningja, leigubílstjóra eða einfaldlega „svarta manninn" eins og hann var titlaður í einni mynd- inni. Árið 1990 stóð til að hann fengi stórt hlutverk í Broadway-upp- færslu leikritsins Two Trains Runn- ing eftir August Wilson og hefði það getað orðið hans stóra tækifæri til að koma sér áfram í bransanum enda mjög svo áberandi hlutverk. En tækifærið rann honum úr greip- um eftir að hann hafði mætt rauð- eygður og þefjandi af bjórfnyk í áheyrnarprófin. Hann gerði sér grein fyrir að mikill skaði var skeð- ur og fór í afvötnun til að vinna bug á eiturlyfja- og áfengisfíkn sinni. Loksins kom það En fyrsta alvöru tækifærið kom loksins eftir að ungur og ákafur kvikmyndaleikstjóri að nafni Spike Lee tók eftir Jackson í einni af þeim leikhúsuppfærslum sem hann tók þátt í og réð hann til að leika í Vinnuelja hans á sér engin takmörk og kem- ur hann oft fram í mörg- um kvikmyndum á ári. nokkrum af myndum sínum. Eitt hlutverkið, það fyrsta eftir honum hafði tekist að losna við fíknina, var í Jungle Fever þar sem hann lék, kaldhæðnislega nokk, eiturlyfja- sjúkling. En þó svo að hlutverk hans væri ekki stórt sem slíkt var frammistaða hans svo sannfærandi að honum voru veitt verðlaun á Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrir leik í aukalilutverki. Quinten mikilvægur Þar með var hið margfræga „breakthrough" komið og varð hann mjög svo eftirsóttur. Hann greip gæsina og tók að sér mörg aukahlutverk í kvikmyndum til að koma sér enn frekar á framfæri. Það tókst heldur betur því árið 1993 lék hann í þekktum myndum á borð við Jurassic Park, Menace II Society og True Romance. Það var þá sem leikstjórinn Quinten Tar- antino tók eftir honum og sóttist eftir því að fá hann til að leika í mynd sinni, Pulp Fiction - mynd- inni sem átti eftir að færa Jackson TEYMIÐ ÓGURLEGA: Samuel L. Jackson ásamt helstu meðleikurum sínum í S.W.A.T. Dómar Seabiscuit ★★★ „Aðalleikararnir hjálpa til með góðum leik að gera Seabiscuit að tilfinnaþrunginni mynd og kæmi ekki á óvart ef einhver þeirra fengi óskarstilnefningu. “ -HK Stormviðri ★★★ „Gæti verið að þeir sem vanir eru Hollywood-hápunktum og dramatík við fiðluundiríeik verði fyrír vonbrigðum vegna þess hversu hljóðlát hún er og laus við tilfinningaleg uppgjör. “ -HK Freaky Friday ★★★ „í raun er alveg skothelt hjá Disney að endurgera þessa mynd núna þegar flestar stelpumar sem sáu hana á sínum tíma eru orðnar mæður og geta farið aftur og upplifað skiptin sem fullorðnar konur og tekið táningsdætur sínar með.“ -SG Jeepers Creepers 2 ★★ „Það er ekki mikið á bak við þessa mynd. “ -HK Underworid ★★ „Myndin er meira fyrir augu en eyru. Þegar ekkert er á bak við sjónarspilið verða endalausar tæknibrellur og átakaatriði leiðinleg til lengdar. “ -HK Væntanlegt Um helgina: • Holes • S.WAT. • Veronica Guerin Næstu helgi: • Pokemon 4-Ever • Kill Bill vol 1 • Intolerable Cruelty 17. október 2003: • Le Divorce • Open Range • The Rundown Kvikmyndahátíð Eddunnar í Regnboganum 3.-19. okt.: • Hero/Yingxiong • Elephant • Dogville • Dirty Pretty Things • Blue Car • Carandiru • The Fog of War; Eleven Lessons from the LJfe of Robert McNamara • Young Adam •Home Room • Rembrandt / Stealing Rembrandt •Thirteen • Síðasta kynslóðin: Boðorðin 10 • Mirrorball (sýnd 16.-19. október) óskarsverðlaunatilnefningu og hinn eftirsótta stórstjörnutitil. Hann var orðinn einn af allra stærstu kvikmyndastjörnum Hollywood og langþráðu takmarki var náð. Síðan hefur hann leikið í mörg- um þekktum kvikmyndum og er hann einn hæst launaði þeldökki leikari Bandaríkjanna. Vinnuelja hans á sér engin takmörk og kemur hann oft fram í mörgum kvikmynd- um á ári. Þær urðu alls fjórar á þessu ári og verða aftur að minnsta kosti fjórar á því næsta. Til marks um þá virðingu sem fyrir honum er borin má nefna til- drög þess að hann fékk hlutverk Mace Windu í Star Wars-þríleikn- um sem verið er að sýna og fram- leiða um þessar mundir. Jackson mun víst hafa nefnt í viðtali við ónefnt tímarit að honum þætti mjög gaman að fá að starfa með Ieikstjóranum og skapara Star Wars, George Lucas, og viti menn - hann var ráðinn nánast á staðnum. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.