Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Blaðsíða 12
12 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 Árinu eldri I T ** ff i * Leifur Hauksson fjölmiðlamaður verður 52 ára 11. október. Hann var á sínum tíma kennari vestur í Bjarnarfirði á Ströndum en er fyrir löngu kominn í bæinn. Var lengi útvarpsmaður á Rás 2 og sfðar um hríð á Sjónvarpinu. Er nú að skrifa bækur og væn- anleg er fyrir jólin bók með völdum köflum úr þing- ræðum í samantekt hans. Elsa Björk Friðfinnsdóttir hjúkrunarfræðingur verður 44 ára 9. október. Elsa er að norðan og bjó lengi og starfaði á Akureyri. Var á síðasta kjörtíma- bili aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra en er nú for- maður fagfélags síns. Hefur mikið starfað innan Framsóknarflokksins, meðal annars í bæjarmálum nyrðra. W 'mm Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi verður 37 ára 12. október. Ein af vonarstjörnum ís- lenskra stjórnmála og er farin að láta að sér kveða í borgarmálunum. Er stjórnmálafræðingum að mennt og hefur síðustu ár verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Rökföst og veit hvað hún vill. Björn jörundur Friðbjörnsson tónlistarmaður verður 33 ára 11. október. Margir þekkja hann úr hljómsveitinni Ný danskri en einnig af Skjá einum þar sem hann var þáttastjórnandi. Síðustu misserin hefur minna sést til Björns enda hefur hann verið suður í Brasilíu, meðal annars að veiða túnfisk. . J Oddur Bjarni Þorkelsson leikstjóri verður 32 ára 10. október. Þessi knái piltur úr Þingeyjarsýslum hefur víða komi við um dagana þrátt fyrir að vera kornungur enn. Hann hefur verið atorkusamur í leiklistinni og fáir leikstýrt fleiri verkum áhuga- mannafélaga en hann - og það í öllum landsfjórð- ungum. Hin hliðin Atli Rafn Björnsson Þykir vænt um Kaupmannahöfn Nafn: Atli Rafn Björnsson. Aldur: 24 ára og 8 mánaða. Fjölskylduhagir: Ég á tvo bræður og eina systur. Er einhleypur og barnlaus, bý í Fossvoginum og er að kaupa mína fyrstu íbúð. Menntun Og Starf: Starfsmaður greiningardeildar ís- landsbanka, B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og er með stúdentspróf frá VÍ. Helstu áhugamál: Skemmta mér og eiga góðar stund- ir með vinum mínum. Spila og horfa á fótbolta og svo hef ég mikinn áhuga á skotveiði. Uppáhaldsmatur: Lambalundir eða rjúpur að hætti mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Trópí eða Baccardi lemon - fer eftir stað og stund. , Fallegasti Staður á Islandi: Það er glæsilegt að vera á skíðum í Oddsskarði og horfa yfir Reyðarfjörðinn í ljósaskiptunum. Eftirlætisstaður erlendis: Mér þykir af einhverri ástæðu mjög vænt um Kaupmannahöfn en ég er einmitt á leiðinni þangað í heimsókn til vina minna eft- ir nokkra daga. í framhaldinu verður svo keyrt yfir til Hamborgar og íslenska landsliðið hvatt til dáða gegn Þjóðverjum. •§ Hvað hefur mótað þig helst og haft áhrif á þig í líf- inu? Af mörgu sem kemur upp í hugann þá hefur sjó- j mennskan á sumrin gert mér gott en ég hef einnig alltaf |_ verið þakklátur þeim sem hvöttu mig til að ganga í S Verzlunarskóla íslands og Háskólann í Reykjavík. Þar er * FORMAÐURINN: „Aulast til að minnka útgjöldin mín svo ég mikið af jákvæðu og góðu fólkj. hafi efni á íbúðinni sem ég ætla að kaupa," segir Atli Rafn Hvaða þjóðþrifamáium á Islandi er brýnast að Bjömsson. bæta Úr? Ef ég leyfi mér að vera smápólitískur þá tel ég heilbrigðismál og rekstrarfyrirkomulag þess kerfis vera hafði svo mikinn áhuga á fiskum þegar ég var yngri að afar mikilvægan málaflokk. Útgjöld til heilbrigðismála það lá við vandræðum. Þá fannst mér liggja beinast við nema um 40% af heildarútgjöldum ríkisins og þau eru að verða fiskifræðingur. sífellt að aukast. Ég var mjög hissa að enginn stjórn- Þín ráð til að krydda hvunndaginn: Það er alltaf málaflokkur skuli hafa sett þessi mál á oddinn í kosn- gaman að kíkja í heimsóknir til vina og rækta vinskap- ingabaráttunni. inn, góður matur og drykkur spillir heldur ekki fyrir. Fylgiandi eða andvígur ríkisstjóminni: Fylgjandi. Svo má maður ekki gleyma að gera sér dagamun og Hvao ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir Stór? Ég gera vel við sig og aðra þegar tækifæri gefast til. TILBOÐ I HADEGINU VIRKA DAGA ODYRT OG GOTT STEIKHUS LAUGAVEGI 176 • GAMLA SJÓNVARPSHÚSINU SVINARIF HAMBORGARAR KJÚKLINGABORGARAR KJÚKLINGABRINGUR NAUTASTEIKUR SÁLAT ALVÖRU FRANSKAR PHJMHVERFI NÝTT BRAGÐ FRI ABOT A GOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.