Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Blaðsíða 24
28 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 VÖÐVATRÖLLIÐ: Amold gerðist liðhlaupi til að taka þátt í vaxtarræktarmóti sem hann og vann, en var stungið í steininn fyrir vikið. Hann iðrast þó einskis. Kraftatröllið sigrar í Kaliforníu Verkefninu er ætlað að efla starf í grunnskólum Kaliforníu eftir að skóladeginum lýkur og gefa þannig börnum færi á því að nýta hæfileika sína. Arnold hefur fengið margar viðurkenningar fyrir þau störf sín sem hann hefur unnið í þágu sam- félagsins og virðist vilja setja mark sitt á samfélagið. Ríkisstjórn laus við spillingu En hvað knúði Schwarzenegger til að sækjast eftir stöðu ríkisstjóra Kaliforníu? Hann segist vilja ríkis- stjórn sem meðal annars er laus við spillingu, byggir upp traust efna- hagslíf og eflir skólastarf í ríkinu. Að Qölga störfum og gera ríki Kaliforníu samkeppnishæfara á sviði efnahagsmála er forgangsat- riði hjá Arnold og hann er á móti skattahækkunum. Hann hefur þó ekki útlistað nákvæmlega hvernig koma eigi þessu í framkvæmd. Satt er að Arnold er óreyndur í heimi stjórnmála, hann er þó vonandi hæfur til að gegna starfi ríkisstjóra, annars getur hann alltaf snúið sér aftur að kvikmyndunum. tobba&dv.is SIGURHÁTÍÐ: Schwarzenegger fagnaði í Kaliforníu í gær þegar fyrir lá að hann yrði næsti rfldsstjóri í Kaliforníu. Hér sést hann á mynd með Maríu Shriver konu sinni. Kraftatröllið hefur háleit markmið í stjórnmálunum eins og að losna við spillingu. Arnold Schwarzenegger hefur snúið baki við Hollywood og hefur verið kjörinn ríkisstjóri í Kaliforníu. Austurríska vöðva- tröllið kunni varla stakt orð í ensku þegar hann kom til Am- eríku en hefur nú náð merkum áfanga. Þeir sem trúa á Arnold segja hann ákveðinn og vinnu- saman mann sem gefist ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Arnold fæddist í bænum Graz í Austurríki og byrjaði að þjálfa lík- ama sinn 15 ára gamall. Hann gerð- ist liðhlaupi til að taka þátt í vaxtar- ræktarmóti sem hann og vann, en var stungið í steininn fyrir vikið. Sjálfur segir hann þó fangelsisvist- ina hafa verið vel þess virði. Hans ætlun var að vinna titil í vaxtarrækt - sem tókst. Myndir og múrsteinar Arnold var rétt rúmlega tvítugur þegar hann vann fyrst titilinn herra alheimur og hefur hlotið alls 13 heimsmeistaratitla í vaxtarrækt. Hann kom 21 árs til Ameríku og átti þá aðeins um 20 dali. Arnold var sem sagt bláfátækur en var stað- ráðinn í að koma sér á framfæri og það tókst. Fyrsta kastið vann Arnold við í sömu viku og Arnold út- skrifaðist með háskóla- gráðu nældi hann sér í sinn fyrsta heimsmeistaratitil í vaxtarrækt og setti á stofn fyrirtæki sem markaðssetti líkamsræktarvörur. múrsteinshleðslu til að sjá sér far- borða en nam svo viðskiptafræði við háskólann í Wisconsin. Vert er að taka fram að í sömu viku og Arnold útskrifaðist nældi hann sér í sinn fyrsta heimsmeistaratitil í vaxtarrækt og setti á stofn fyrirtæki sem markaðssetti líkamsræktar- vörur. Seinna reyndi hann lflca fyrir sér sem fasteignasali og gekk vel. Hann fann sig þó ekki á þeim vettvangi og ákvað að reyna fýrir sér í heimi kvikmyndanna. Fyrsta myndin sem sló í gegn með Schwarzenegger var myndin Conan the Barbarian. í dag er hann þekktur fyrir myndir eins og Tor- tímandann, Twins og Kindergar- den cop. Arnold og Alþjóðaleikarnir Þrátt fyrir það að Arnold sé þekktur fyrir framúrskarandi ár- angur í líkamsrækt og fyrir leik sinn í hinum ýmsu kvikmyndum, vita færri að hann hefur unnið mikið með fötluðum. Alþjóðaleikarnir, The Special Olympics, eru alþjóð- legt íþróttamót, ætlað einstalding- um sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Allir fatlaðir og þroskaheftir einstaklingar geta tekið þátt, óháð getu. Arnold hefur unnið með börnum sem tekið hafa þátt í Al- þjóðaleikunum enda eru leikarnir styrktir af Kennedy-íjölskyldunni, en John F. Kennedy var móður- bróðir Mariu Shriver, eiginkonu Arnolds. Arnold hefur einnig setið í ýmsum nefndum sem fjalla um íþróttir og hreysti. Má þar nefna formennsku í ráðgjafarnefnd Geor- ge Bush, Bandarflcjaforseta, hinum eldri, um lflcamlegt hreysti og íþróttir. Vill efla sjálfsvirðingu barna Árið 1994 stofnaði Arnold svo í samvinnu við aðra samtök sem hafa það að markmiði að veita þeim börnum sem minna mega sín færi á að taka þátt í menningarleg- um og fræðandi verkefnum og vinna þannig að betra samfélagi. Þessi samtök halda mót og hafa stofnað félagsheimili víða um Am- erflcu. Markmið samtakanna er að efla sjálfsvirðingu barna og leggja þeim lið í baráttunni við eiturlyf, ldíkur og ofbeldi. Nýjasta verkefni sam- takanna kallast Arnold’s All-Stars eða Stjörnur Arnolds. TORTÍMANDINN: Arnold hyggst mæta andstæðingum sínum f pólitík af fullri hörku. Vonandi mun hann þó sýna þeim meiri þolinmæði en hann sýndi óvinum sínum í bíómyndunum um Tortímandann. Garðbæingar ATH.! Hef ákveöinn kaupanda að rað- eða einbýlishúsi í nágrenni við Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Verðhugmynd 30-35 miiljónir. Allar nánari upplýsingar gefur Gyða Gerðarsdóttir, sölufulltrúi RE/MAX HAFNARFIRÐI, í s. 820 9510 eða 590 9510. RE/MAX - ÖÐRUVÍSI FASTEIGNASALA ,$ Gyða Gerðarsdóttir sölufulltrúi S. 590 9510, 820 9510 gyda@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson, logg. fasteignasali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.