Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Jón Ólafsson hefur selt allar eigur sínar á íslandi. Meðal þessara eigna eru hlulur Jóns í fjölmiðlafyrir- tækinu Norðurljósum, húseignir fyrirtækja hans við Laugarveg og Krókháls, byggingarland hans á Arnarnesi og einbýlishús við Stigahlíð. Skattayfirvöld hafa nú um nokkurt skeið rannsakað skattamál Jóns og má ætla að vangoldinn skattstofn í ríkissjóð séu um tveir milljarðar króna. Samkvæmt heimildum DV er skatt- rannsókninni lokið. Ríkisskattstjóri hef- ur málið til meðferðar til að áætla opin- ber gjöld. Þó er ekki loknum þeim þætti hjá embætti skattrannsóknastjóra að ákvarða hvort málið fari í það ferli að úr verði lögreglurannsókn eða farin verði leið stjórnsýslusekta. Ef niðurstaða skattrannsóknar verður sú að Jón verði ákærður kann að reyna á ýmis lagaleg álitaefni og jafnvel milliríkjasamninga, þar sem Jón hefur lögheimili á Bretlandi. Má sýsla með eigur að vild Þeir sem sæta skattarann- sókn eru frjálsir ferða sinna og geta sýslað með eigur sínar að vild á meðan mál þeirra eru í rannsókn. Ekkert hindrar þá í að selja allar eigur sínar í því landi sem skattrannsóknin fer fram og flytja peningana úr landi. Þeir sérfræðingar á sviði skattamála sem DV ræddi við sögðu að það væri erfitt að inn- heimta vangoldin gjöld af ein- staklingum sem hafa lögheimili erlendis. Það er hægt samkvæmt lögum en málin geta verið ákaf- lega flókin. Allir viðmælendur blaðsins bentu á að aðstæður í slíkum mál- um réðust fyrst og fremst af því í hvaða landi maðurinn ætti lög- heimili og hvort ríkisvaldið hefði gert innheimtusamning við viðkom- andi ríki. Ekki samningur við Bretland Innheimtusamningar kveða á um rétt ríkja til þess að heimta inn vangoldin'gjöld þegna sem búsettir eru erlendis. Slíkir samningar eru afar sjaldgæfir og ís- land hefur til að mynda ekki gert slíkan samning við Bretland. Þetta þýðir einfaldlega að ef einstaklingar sem skulda opinber gjöld yfirgefa landið er mjög erfitt fyrir ríkisvaldið að innheimta skuldina. Island og Bretland em reyndar bæði aðilar að Lúganósamningnum um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum en sá samningur tekur ekki til skattamála, tollamála og stjómsýslumála. Því getur verið nánast ómögulegt að ná fram fullnustu íslensks dóms á þeim sviðum sem til- heyra undantekningum Lúganósamningsins. Hin hraða þróun alþjóðlegra fjármagnsmarkaða kann einnig að gera yfirvöldum erfiðara fyrir að sækja mál vegna vangoldinna gjalda. Skattaparadísir sem falla ekki undir neina milliríkjasamninga um skattamál gera það að verkum að auðvelt er fyrir eignamenn að fela eignir sínar eða koma þeim þannig fyrir að kröfu- hafar geta ekki komist að þeim. Lítið er um slíkar skattaparadísir í Evrópu en þó má finna þær á Bret- landi, nánar tiltekið á eyjunum á Ermarsundi. Þessar eyjar tilheyra bresku krúnunni og tilvist þeirra gerir það að verkum að einstaklingar geta haft lögheimili á meg- inlandi Englands en samt sloppið við að borga skatt renni fé þeirra gegnum bankastofnanir á eyjunum. Auðvelt að sleppa við sektir Það er því tiltölulega auðvelt að komast hjá því að borga sektir vegna skattabrota sé viljinn fyrir hendi. Vissulega getur sú staða komið upp að brot tengd skattalagabrotum séu svo stórfelld að það leiði til fangelsisrefsingar. Engum slíkum ásökunum hefur verið beint gegn Jóni Olafssyni. í alvarlegum tilvikum gilda hefðbundnir framsalssamningar sé sakborning- ur búsettur á erlendri grund. Önnur möguleg niður- staða úr svona málum er sú að málinu sé skotið til yf- irskattanefndar. Hún getur beitt sektarheimildum en sé viðkomandi búsettur í öðru landi, ræðst það vænt- anlega af lögum þess lands, hvernig farið verður að því að innheimta sektir. Séu engar eignir til á íslandi getursá sem fer með innheimtu sektar ekki beitt heimildum um Ijárnám, uppboð og eftir atvikum gjaldþrot. ornam@dv.is kgb@dv.is Ef niðurstaða skattrannsóknar verður sú að Jón verður ákærður kann að reyna á ýmis lagaleg álitaefni á sviði, og jafnvel milliríkjasamn- inga, þar sem Jón hefur lögheimili á Bretlandi. Ferill Jóns Ferill Jóns er algerlega einstakur. Jón ólst upp hjá ömmu sinni I Keflavlk og hóf sig þaðan upp úr litlu i að verða sannkallað stórveldi í Islensku viðskiptalífi. Sól Jóns hefur þó sigið hratt til viðar á undanförn- um misserum samfara erfiðleikum I rekstri Norðurljósa hf. og gagngerrar skattarannsóknar yfirvalda. FJórtán ára tónleikahaldari (bók Pálma Jónassonar, fslenskir milljarðamær- ingar, sem kom út fyrir aðeins tveimur árum var áætlað að heildareignir Jóns næmu allt að 10 milljörðum króna. Þó skuldirnar væru vís- ast miklar líka væri óhætt að „telja Jón með allra auðugustu mönnum landsins." I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.