Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2003, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Þegar jólahátíðin nálgast hrúgast safnplötur af ýmsum toga inn á markaðinn, enda fara safnplötur með uppáhalds tónlistarmannin- um eða hljómsveitinni sérstaklega vel í jóiapakkanum. Kíkjum á nokkrar og byrjum á þeirri sem flestir hafa lfldega beðið eftir. Gítarrokkið til vegs og virðingar Hljómsveitin REM var stofnuð í * Athens í Georgíu árið 1980. John Michael Stipe söngvari hitti gítarleik- arann Peter Buck þegar sá síðar- nefndi var að vinna í plötubúð sem hann fór oft í. Þegar þeir komust að því að þeir höfðu svipaðan tónlist- arsmekk og langaði báða að fara að búa til tónlist, ákváðu þeir að stofna hljómsveit. Þeir fengu til liðs við sig bassaieikarann Mike Miils og trommuleikarann Bill Berry. Þeir byrjuðu að spila í Suðurríkjunum og gáfu út fyrstu smáskífu sína, Radio Free Europe, árið 1981. í upphafi var REM ekta neðanjarðar-gítarhljóm- sveit en vakti smám saman aukna at- hygli. Fyrstu plöturnar þeirra, Murm- ur (1983), Reckoning (1984), Fables v of the Reconstruction (1985) og Lifes Rich Pageant (1986), fengu góðar við- tökur hjá gagnrýnendum en það var með plötunni Document, sem kom út 1987, sem sveitin sló í gegn. Á henni var lagið The One 1 Love sem naut mikilla vinsælda um allan heim. 1988 gerði REM samning við Warner upp á sex milljónir dollara. Nýja safn- platan, in Time: The Best of REM, 1988-2003, nær yfir ár sveitarinnar hjá Warner. Fyrsta platan þeirra fyrir fýrirtækið, Green, sem kom út 1988, gekk vel og í kjölfarið fór sveitin í mikla tónleikaferð. Með næstu v, tveimur plölum, Out Of Time (1991) og Automatic For The People (1992), varð REM ein af stærstu hljómsveit- um heims. Á þeirri fyrri var hið geysi- vinsæla Losing My Religion og á þeirri seinni smellirnir Drive, Man On the Moon og Everybody Hurts. Síðustu fjórar REM-plötur hafa feng- ið ágætar viðtökur þó að engin þeirra teljist á meðal bestu verka sveitarinn- ar. Það besta af fyrri hluta ferilsins kom út á safnplötunni The Best Of REM árið 1998, en nýja platan er fyrsta safnplatan sem spannar Warn- er-árin. , In Time: The Best Of REM 1988-2003 verður í byrjun fáanleg tvöföld. Á fyrri plötunni eru 17 af bestu lögum sveitarinnar síðustu 15 árin og eitt nýtt lag sem þegar er farið að hljóma látlaust á flestum útvarps- Nú er árstíð safnplötunnar runnin upp og plötuútgefendur keppast við að setja saman eigulegar yfirlits- og ferilplötur, oftar en ekki frá mönnum sem eru hér um bil komnir fram yfir síðasta söludag. Trausti Júlíusson kynnti sér útgáfuna í ár og staldraði við nýjar safnplötur með REM og Peter Gabriel. Strákarnir í REM hafa aðeins lát- ið á sjá síðan þeir gáfu út fyrstu plötu sína fyrir 20 árum en þeir eru þó enn nógu hressir til að gera aðdáendur sína brjálaða eftir nýjum plötum. stöðvum, Bad Day. Á seinni piötunni eru ýmsar fágætar upptökur, demó- útgáfur, tónleikaupptökur, lög úr kvikmyndum og breyttar útgáfur. REM hefur aldrei átt í vandræðum með að setja saman grípandi og eftir- minnileg smáskífulög. Plata sem safnar saman helstu smellum sveit- arinnar getur því varla orðið neitt annað en pottþétt hlustun frá upp- hafi til enda. Tónlistarlegur ofurhugi Breski tónlistarmaðurinn Peter Gabriel á að baki magnaðan feril. Hann stofnaði hljómsveitina Genesis ásamt hljómborðsleikaranum Tony Banks árið 1965, þegar þeir voru 15 ára skólapjakkar í Surrey á Englandi. Genesis varð ein af merkisberum prog-rokksins („þunga og þróaða deildin"). Peter Gabriel var söngvari hennar á fyrstu sex plötunum. Hann var aðalhvatamaðurinn að því að tónleikar Genesis voru eins og leik- sýningar. Eftir útkomu meistara- verksins The Lamb Lies Down On Broadway árið 1974 og tónleikaferð- ina sem fylgdi í kjölfarið lýsti hann því yfir í maí 1975 að hann væri hætt- ur í hljómsveiúnni. Með fyrstu fjór- um sólóplötunum hans, sem allar báru nafn hans, Peter Gabriel 1 (1977) PG2 (1978) og PG3 (1980) og PG4 (1982), kom í ljós að hann var kominn út í allt aðra sálma en með Genesis. Þetta var enn rokk, en núna blandað tilraunamennsku, raftónlist og heimstónlistartöktum. Smáskíf- urnar Games Without Frontiers og Biko af PG3 og Shock the Monkey af PG4 nutu töluverðra vinsælda, en það var hins vegar með fimmtu plöt- unni, So frá 1986, sem Peter náði metsölu úti um allan heim. Platan innihélt m.a. smáskífumar Dont Give Up, sem hann söng með Kate Bush, og Sledgehammer, sem var óður Pet- ers til Stax soul-útgáfunnar. Mynd- bandið við það lag þykir enn í dag eitt það flottasta sem hefur verið gert í sögunni. Peter stofnaði plötuútgáf- una Real World árið 1989 til þess að gefa út heimstónlist. Hann hefur í auknum mæli snúið sér að pólitískri baráttu (t.d. með WOMAD og Am- nesty International), kvikmyndatón- list og ýmsum tilraunaverkefnum í seinni tíð. Síðasta platan hans, Up, sem kom út í fyrra olli nokkmm von- brigðum. Nýja safnplatan með Peter Gabriel heitir Hit. Hún er tvöföld og skiptist í Hit sem safnar saman öllum helstu smellunum sem hafa elst mjög vel og Miss sem er safn af lögum af sólóplötunum hans sem ekki vom smáskífur, lögum af kvikmyndaplöt- um og öðmm fágætum upptökum. Þetta er flottur pakki sem gefur góða innsýn í feril þessa merkilega tónlist- armanns. Fjölbreytt útgáfa fram undan En það er hellingur af öðrum safnplötum á leiðinni. Smáskífu- lagasafn hljómsveitarinnar Suede, Singles, er nýkomið út. Það er troð- fullt af smellum. Gömlu jálkarnir í The Eagles, sem eiga fyrir mest seldu plötu sögunnar í Bandaríkjunum, safnplötuna Greatest Hits, vom að senda frá sér uppfærða útgáfu, The Complete Greatest Hits, sem er tvö- föld og kemur með mjög flottum bæklingi þar sem þeir Don Henley & Glenn Frey riija upp tilurð laganna. (Það voru lfldega ekki margir sem vissu að Hotel California var upphaf- lega instrumental lag sem hét Mexic- an Reggae.) Þá er nýtt John Lennon safn, Legend, nýkomið út, bæði á CD og DVD. Á næstunni er líka von á safnplötum frá Underworld (1992-2002), Red Hot Chili Peppers (Greatest Hits), TLC (Still Crazy: The Hits), Bmce Springsteen (Essential), Pet Shop Boys (PopArt The Best of) og Michael Jackson (Number Ones), að ógleymdum erkitöffurunum í Primal Scream en þeirra safn, Dirty Hits, verður að sjálfsögðu sjálfkrafa skyldueign á öllum heimilum sem rokka. Og listinn er rétt að byrja ... Gráir og guggnir en enn hressir Plötudnmrir fvrir hvem?____skemmtileaar__niSurstaSa Flytjandi: Eivor Pálsdóttir Platan: Krákan Útgefandi: 12 tónar Lengd: 54:27 mín. Flytjandi: Bang Gang ;; Útgefandi: 2112 . . Lengd: 47:14 mín. r'F-j Krákan er önnur plata færeysku söng- konunnar Eivarar Pálsdóttur undir eig- in nafni, en hún á einnig aö baki eina plötu meö hljómsveitinni Clickhaze. Krákan er gerö meö þeim Pétri Grét- arssyni slagverksleikara, Eövarö Lárussyni gítarleikara og Birgi Braga- syni kontrabassaleikara. Lög og textar eru eftir Eivbru, nema tvö sem eru færeysk þjóðlög Hér er komin önnur plata eins manns hljómsveitarinnar Bang Gang, en hin fyrri, You, kom út fyrir fimm árum. Bang Gang er Barði Jóhannsson. Hann semur flest lögin, leikur á hljóö- færi, útsetur og syngur nokkur þeirra líka. Aörir söngvarar eru Esther Talía Casey, Phoebe Tolmer, Keren Ann, Daníel Ágúst Haraldsson og Nicolette. sfaðreyndir Tónlistin á Krákunni er svolítiö sér á báti. Hér er ekki verið að eltast viö tískustraumana. Þetta er einhvers kon- ar sambland af þjóðlagadjassi, rokki og poppi. Þaö sem hins vegar setur mest- an svip á útkomuna er söngur og túlkun Eivarar sjálfrar. Þetta er plata sem ætti að höfða til allra þeirra sem hafa áhuga á framsækinni og metnaðarfullri tónlist sem er flutt af ástriðu. Þetta er ósvikiö nútímapopp sem minnir stundum á gullaldarpopp frá sjöunda áratugnum og stundum á trip- hop-sveitir eins og Massive Attack og Portishead. Þó að það sé mjög mikið lagt í hljóminn og stemninguna hér þá eru lagasmíðarnar líka vel gerðar og gætu alveg gengið með söng og ein- um kassagítar. Plata fyrir þá sem vilja vandað og vel gert popp. Það er valinn maður í hverju rúmi á Krákunni. Pétur Grétarsson hefur spilað inn á margar af athyglisveröari djassplöt- um síðustu ára og bæði meö Sinfóní- unni og Stuömönnum. Birgir Bragason hefur spilað með Millunum og ótal öðr- um ólíkum tónlistarmönnum og Eðvarð Lárusson er meðlimur í JJ Soul Band, Kombóinu og Dýrunum í Hálsaskógi og hefur spilaö með ótal djasssveitum Barði hefur ekki gefið út plötu í 5 ár, en nú er hann ekki bara að senda frá sér þessa nýju Bang Gang plötu held- ur er nýkomin út plata með dúóinu Lady & Bird sem eru aukasjálf Barða og frönsku tónlistarkonunnar Kerenar Ann. Sú plata inniheldur 8 lög eftir þau tvö og svo Lou Reed-lagið Steph- anie Says og MASH-slagarann Suicide Is Painless. Það tekur smátíma aö njóta þessarar plötu til fulls. Maður heyrir strax einstakan söng Eivarar og hugmyndarikan gitarleik Eð varös, en platan fer samt ekki að .renna" almennilega fyrr en eftir nokkur skipti. Þá hættir hún að vera fiamandleg og verður að samfelldri veislu fyrir hlustimar. Ómót- stæðilegt sambland af hinu gamla og þjóð lega og hinu nýja og framsækna. trausti júliusson Þetta er flott plata og miklu betri heldur en fyrri platan. Barði sjálfur syngur nokk- ur lög og gerir það býsna vel. Gesta- söngvararnir auka flölbreytnina samt mikið og gefa lögunum hverju sinn karakter. Rest lögin eru góö, en Inside, There Was a Whisper, Rnd What You Get og Supremes-smellurinn Stop in the Name of Love eru í mestu uppáhaldi. trausti Júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.