Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 3 Af lúsum og sæljónum Spurning dagsins Eru íslendingar gráðugir? Dr. Gunni Er næstum ánægður með Davíð Oddsson Kjallari Davíð Oddsson fékk stjörnu í kladda landsmanna á föstudaginn enda kann hann þetta ennþá. Það er að segja, hann kann enn listina sem sirkussæljón heimsins hafa stundað um árabil; að halda bolta á snopp- unni þannig að fólk góni dáleitt á og klappi yflr sig hrifið að sýningu lok- inni. Davíð hefur ötullega gert íslensk- an fjármálamarkað „frjálsan" með útsölum á ríkiseignum, en hugsaði dæmið líklega ekki til enda og gerði ráð fyrir því að aðeins vinir hans myndu fá að velta sér upp úr frelsinu að umbótum loknum. Davíð sirkussæljón Bíddu við: Koma þá ekki bara glottandi og óflokksbundnir götu- strákar sem eru svo gráðugir að fólk ælir unnvörpum af ógeði. Sannast hér hið fornkveðna: Nýju lýsnar eru verri en þær gömlu, því gömlu lýsn- ar sem voru búnar að liggja á þjóð- inni síðan um seinna stríð eru til- tölulega saddar, en þessar nýju ógeðslega svangar, já, hreinlega sturlaðar úr svengd. Jæja, Davíð sirkussæljón setti boltann á trjónuna og mjakaði sér á hreifunum niðrí Búnaðarbanka í fallegasta pöbblisitístönti sem um getur síðan Framsóknarfíflið kyssti beljuna. Fólk klappaði fyrir sæljón- inu enda var þetta vissulega gott stönt, en nýju lýsnar urðu drullu- hræddar en með semingi og hroka Kjartan Vænn maður og guðdómlegur húmoristi. Megum ekki missa Kjartan Helgi Sigurðsson skrifar Ritstjóri Frjálsrar verslunar, Jón G. Hauksson, spáði því í Silfri Egils á sunnudaginn að Kjartan Gunnars- son myndi á næstu dögum hverfa úr bankaráði Landsbanka Islands til að mótmæla viðskiptaháttum bankans að undanförnu. Við skulum bíða og sjá hvað setur - en vissulega væri missir af Kjartani, þeim væna manni og guðdómlega húmorista. Stundum hefur verið sagt um Kjartan og Davíð Oddsson að þar Lesendur líkama tveggja manna. Því ætti enginn að þurfa að velkjast í vafi um hver af- staða Kjartans er til þeirrar undar- legu kaupsýslu sem viðhöfð hefur verið í ýmsum bankastofnunum að undanförnu. Þar heíúr græðgi öðru fremur ráðið ríkjum. Góðu heilli hef- ur Davíð hinsvegar sett hnefann í borðið, svo sem í Kaupþings-Bún- aðarbankamálinu. Efalítið er afstaða Kjartans hin sama. Þeir eru hófsam- ir menn - óg lausir við taumlausa gróðahyggju. Ef rétt reynist að Kjartan hafi ákveðið að hætta íbankaráði Lands- bankans bið ég hann lengstra orða um að endurskoða afstöðu sína. Við megum ekki missa úr forystu önd- vegismenn eins og Kjartan, ekki síst núna þegar tímarnir eru fláir og við- sjárverðir. þó og fúlsuðu nú snögglega við 300 millum á lús, enda tekur því varla að setja bankann í uppnám fyrir aðra eins lús. Gráðugar lýs Af þessu má líklega læra að Dav- íð vill ekki að menn græði svona rosalega, allavega ekki svo lands- menn sjái, og sérstaklega ekki ef þeir sem græða eru ekki vinir hans og Flokksins. Þess vegna þarf greinilega að skýra „leikreglurnar": Hver má græða, hversu mikið og hvernig, yfir hvaða strik þarf að fara til að „gróði" breytist í „græðgi"? Allir vita sem hlustað hafa á speki nýfrjálsu lúsablesanna að hámarks gróði er frábært fyrirbæri og það eina sem vert er að vakna fyrir á morgnanna. Öll önnur hugsun er gamaldags kommúnsimi og við- bjóður. Sannast sagna hélt ég að græðgi væri ekki lengur til í orða- bókum, en þá fóru tvær lúsiðnar lýs yfir hið ósýnilega strik á eftir- minnilegan hátt og allt varð vit- laust. Nú eru þessir snillingar sem halda að þeir haldi um stjórnar- taumana að tala um að gera ofsa- gróða lúsa landsins „ekki eins sýni- legan", líklega í því tilliti að þá „fái landsmenn ekki þessa blautu tusku framan í sig" á jafn áberandi hátt og gerðist fyrir helgi, heldur viti svona óljóst af tuskunni í hvert skipti sem þeir borga þjónustugjöldin, borga inn á rýrnandi lífeyrisreikningana, borga af yfirdrættinum sínum eða borga af lánunum sem eru með hæstu vexti í heimi, að mér skilst. Þér er nær, pínkulitla gráðuga lúsin þín. Menntaskólinn Byggðurá bjargi. Virðulegi skólinn Jóhann Sigurðsson hringdi: Menntaskólinn á Akureyri er lík- lega virðulegasta menntastofnun landsins. Þar eru menn fastheldnir á gamla og góða siði, sem aftur skapar þeim sterka stöðu í nútímanum. í lítilli ffétt hjá ykkur í DV í gær var sagt frá því að áfengi yrði ekki haft um hönd á árshátíð skólans sem er á næstu dögum. Þetta eru að vísu eng- in nýmæli - og kannski ekki frétt heldur. Ef ungmenni innan tvítugs drekka áfengi er það lögbrot. Nýr skólameistari í MA, Jón Már Héðinsson, ætlar greinilega ekki að veikja stöðu MA með óþarfa breyt- ingum - til að friðþægja kröfur mark- aðsvædds nútímasamfélags. Hann veit að best er að byggja á bjargi - og megi honum farnast vel að tryggja þann stöðugleika. sundlaug - og raunar flest það sem við þurfum og krefjumst í nútíma- samfélagi. Mér finnst líklegt að við flytjum austur á næstunni - nema að við fáum kostaboð héðan úr borginni. Vill Þórólfur halda í okkur? Eða er honum slétt sama þótt fólk sé alltaf að flytja úr borginni hans; annað hvort í Kópavoginn eða austur fyrir fjall. Prestssonurinn frá Söðulsholti ætti að svara þessari spurningu. Gott fólk og greiðvikið „Að minnsta kosti var fólkið sem ég kynnt- ist í æsku minni vestur á ísafirði þannig. Þetta var aimenniiegt fólk, gott og greiðvikið. Þegar ég fluttist hingað suður - og langt er orðið síðan - blasti allt öðruvísi mannlífvið mér sem ég skildi ekki. Og ég geri það kannski ekki ennídag." Ásgeir Svanbergsson, ættfræðingur og eftirlaunamaður. „Að minnsta kosti má segja slíkt um hluta þjóðarinnar og atgangurinn í kringum Kaup- þing - Búnað- arbanka sýnir vel að tvær þjóðir búa í landinu. Eftir þetta velti ég fyrir mér hvort það séu vinnandi stéttir sem ein- ar eigi sem fyrr að bera ábyrgð á stöð- ugleikanum - og geta bankastjórnir verið stikkfrí, þó svo þær réttlæti há laun sín með tilliti til þeirrar ábyrgðar." Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. 31 „Fólk virðist aldrei fá nóg og heimtar sí- fellt meira og meira. Þar eru bankamenn ekkert öðruvísi en annað fólk." Heba Árnadóttir, stafar í Hagkaup. „Ég held að al- mennt séu ís- lendingar ekki gráðugir, nema ef vera skyldi á mælikvarða mikils vinnu- framlags.Jú, sumir eru gráð- ugri en aðrir, en almennt held ég að þjóðin sætti sig við gróða efviðkomandi teljasthafa unnið fyrir honum. Sjálftaka kvóta- og fjár- magnsbrask særir réttlætiskenndina á meðan skattsvik eru umborin sem menningarleg þjóðararfleifð frá land- námsöld." Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri á Selfossi. „Já, og það er hreinasta skömm hvern- ig samningar hafa verið gerðir við bankastjórana. Þessi græðgi þeirra, og margra annarra forréttindastétta, er einnig nöturleg I Ijósi þess hve margar stéttir í þessu landi hafa það skítt." Þórunn Engilbertsdóttir, húsmóðir. Hefur þú haft áhrif á mann^'/ncc^nima * Han? Selfoss Viljum komast Iþægilegra um- hverfi. Vill Þórólfur halda í okkur? Kristín Helgadóttir skrifar: Við hjónin erum farin að reskjast og höfum jafnframt hug á að minnka við okkur í húsnæði. Losa þannig um peninga ög jafnframt komast í þægilegra umhverfi. Stundum hefur hugur okkar leitað austur fyrir fjall og nú teljum við Sel- foss vera álitlegan kost í stöðunni. Þar er öll þjónusta til staðar, fjöl- breytt flóra verslana og hverskonar fyrirtækja annarra, frábær heilbrigð- isþjónusta, íþróttaðstaða - svo sem Hefur þetta líka komið fyrir þig? Að vakna og muna ekki hvað þú gerðir kvöldið áður. Geturverið að þú hafir óafvitandi breytt mannkyns- sögunni? .sæti Skáldverk Guðmundur Steingrimsson hefur skapað sér sess sem einn helsti pistlahöfundur þjóðarinnar. Nú stígur hann fram á ritvöllinn með nýja skáldsögu sem lætur leyndarmál sitt ekki uppi fyrr en á síðustu síðu. FORLAGIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.