Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Dauðadómur Kviðdómur í Virginia Beach hefur úrskurðað að John AJlen Mohammad skuli tekinn af lífi fyrir morð á einu fórnarlamba sinna. Hann er grunaður um að hafa myrt alls 10 manns úr launsátri í ná- grenni Washingtonborgar. Réttarhöld yfir 18 ára vit- orðsmanni hans eru hafin. Dómari getur breytt til- mælum kviðdómsins í lífs- tíðarfangelsi, en litlar líkur eru taldar á því. Ný útvarps- stöð í Kabúl Fyrsta afganska útvarps- stöðin í einkaeigu hefur nú tekið til starfa og ber heitið Radio Arman. Helmingur útvarpsmanna á nýju stöð- inni eru konur og býður stöðin upp á blöndu af spjallþáttum og fféttum og einnig spilar hún ind- verska, vestræna, arabíska og afganska tónlist. Tvö ár eru síðan banni talibana við tónlistarflutningi var aflétt en það var ekki fyrr en í fyrra sem núverandi ríkisstjórn Afghanistan hóf að íhuga að bjóða út bylgjulengdir fyrir einka- reknar útvarpsstöðvar. Dagblaðalest- ur í könnun 1 könnun Gallups á lestri dagblaða í lok október kemur fram að meðallestur Fréttablaðsins er tæplega 64,8 og hefur dalað lítiOega frá könnun í ágúst. Meðal- lestur Morgunblaðsins er 52,3% og hefur hækkað nokkuð frá könnun í ágúst. MeðaOestur DV er 19,8% en könnunin var gerð skömmu áður en útgáfufélag blaðsins var úr- skurðað gjaldþrota. Colin Powell fertil Alsír Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Alsír, Marokkó og Túnis 2,-3.des- ember. Heimsóknin er sögð vera til marks um mikinn vilja Bandaríkjamanna tO að afla sér stuðnings meðal Araba vegna Íraksstríðsins og einnig til að fá fýrr- nefndar þjóðir til að leggja sitt af mörkum til að sætta ísraela og Palestínumenn. Þá vilja valdhafar í Washington fá löndin með sér í baráttu Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkum. Minna en einn af hverjum fimm horfir á fréttir Stöðvar 2 en RÚV heldur sínum hlut. Fréttastjórar Stöðvar 2 og Sjónvarps eru ánægðir með niðurstöður Gallups. Áhorf á fráttip Stöðvar 2 hrynur Bogi Agústsson „Það er ótrúlegt hvað áhorfendur sýna okkur mikla tryggð." Elín Hirst fréttastjóri RÚV Með mikið forskotágamla vinnustaðinn. „Mér fannst það glapræði hjá Stöð 2 að færa fréttatímann. Fólk var neytt til að velja og það er Ijóst að það héfur valið okkur,“ segir Bogi Ágústs- son, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. SamJcvæmt dagbókarkönnun Gallups, sem gerð var í október, hefur áhorf á fréttir Stöðvar 2 hrun- ið frá því fréttatíminn var færður frá 18.30 til 19 í beina samkeppni við fréttir Ríkissjónvarpsins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hef- ur áhorf á fréttir Stöðvar 2 hrapað úr 30% í ágúst síðastliðnum í 19% í október. Á sama tíma hefur áhorf á fréttir Sjónvarpsins minnkað lítillega eða úr 43% í 41%. „Ég óttaðist að áhorf á báða frétta- tíma myndi minnka en við höfum haldið okkar hlut,“ segir Bogi, „það er ótrúlegt hvað áhorfend- Karl Garðarsson „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna." ur sýna okkur mikla tryggð." Bogi segist alls ekki gleðjast yfir þessum mikla mun. „Ég hef áhyggjur af þessu því við höfum engan áhuga á að missa samkeppnina," segir Bogi Ágústsson. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu og þetta er nákvæmlega eins og við bjuggumst við,“ segir Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Karl segir niðurstöðuna nú í takt við það sem gerðist fyrir fáeinum árum þegar frétta- tími Stöðvar 2 var færður til 18.30. „Fólk mótmælir gjarnan flutningi fréttatíma en það jafnar sig fljótt, reynslan hefur leitt það í ljós. Við sjáum það líka í þessari könnun að áskrifendur Stöðvar 2 horfa á fréttirnar okkar," segir Karl Garðarsson Spaugstofan er vinsælasti sjónvarpsþátturinn með 65,8% áhorf. Næst á eftir kemur Laugardags- kvöld með Gísla Marteini sem mælist með 52,2% áhorf, fréttir Sjónvarpsins koma næstar með 41% og svo Idol sem sýnt er á Stöð 2 með 40,5%. Úr- takið í könnuninni var rúmlega 1500 manns á aldrinum 12 til 80 ára. Svarhlutfall var 69% arndis@dv.is Þrír dagar liðu áður en Skeljungur og Olís lækkuðu eldsneytisverð. Bensínið lækkar Vísir að verðsamkeppni hefur verið milli olíufélag- anna undanfarna daga. 01- íufélagið Esso lækkaði sín verð föstudaginn 21. nóv- ember. Hjá Skeljungi biðu menn framyfir helgina með breytingar en lækk- uðu þá verð sitt enn meira. Esso jafnaði innan klukku- Hjörleifur tíma og Olís lækkaði svo til Jakobsson samræmis við hina síðdeg- Samkeppnin aldrei is í gær. Atlantsolía býður, melr'en 1 ár- sem fyrr, ódýrustu olíuna þrátt fyr- ir verðlækkanir stóru fyrirtækj- anna. „Yfirleitt ganga verðbreytingar fljótt yfir hjá öllum félögunum þannig að sá tími sem leið áður en samkeppnisaðilar okkar breyttu sínum verðum kom á óvart," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri 01- íufélagsins. „Samkeppnin fer vaxandi á olíumark- aðnum og hún hefur aldrei verið meiri en í ár. Við tökum þau skref sem við þurfum til að mæta þeirri samkeppni og reyn- um ávallt að tryggja við- skiptavinum okkar bestu verðin. Dæmi um það eru enn lægri verð á stöðvum okkar í grennd við Atl- antsolíu í Hafnarfirði." Gunnar Kvaran, kynningarfull- trúi Skeljungs sagði að koma yrði í ljós hvort Skeljungur hefði orðið af tekjum yfir helgina. „Það var ákveðið að bíða yfir helgina með viðbrögð og það stóð.“ í fréttatilkynningu frá Olís kom fram að fullt tilefni hafi verið til hækkana miðað við gengi og Olís, Esso og Skeljungur bjóða nú aftursama verð á eldsneyti. heimsmarkaðsverð en vegna samkeppnisað- stæðna hafi lækkun verið ákveðin. Tekið er fram að lækkunin sé tímabundin. albert@dv.is VERÐ Á BENSÍNI 95 95* dísei dísel* Olfs 96,00 92,00 43,80 39,80 ÓB - 90,80 38,60 Skeljungur 96,00 92,00 43,80 39,80 Esso 96,00 92,00 43,80 39,80 Esso Express WKMM 90,80 WWMM 38,60 Atlantsolía - ' - 35,00 Orkan - 91,30 - 38,80 *sjálfsafgreiðsla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.