Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Fjarfunda- búnaður leyfður Lykilvitni í máli ríkislög- reglustjóra gegn Fjölni Þor- geirssyni geta tjáð sig með aðstoð fjarfundabúnaðar. Jónas Jóhannsson héraðs- dómari á Reykjanesi felldi úrskurð þessa efnis í gær um leið og hann hafnaði símaviðtölum við vitni. Fjölnir hefur verið ákærður fyrir tollsvik og íjárdrátt við innflutning sjö Grand Cherokee jeppa hingað til lands frá Kanada. Ríkislögreglustjóri hafði óskað eftir því að fá að tala við lykilvitni, búsett í Kanada, með aðstoð tækni- búnaðar. Því hafnaði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Fjölnis, enda sagð- ist hann vilja tala beint og milliliðalaust við vitni í málinu. Sveinn Andri Sveinsson sagði í samtali við DV í gær að hann myndi kæra úr- skurð Héraðsdóms til Hæstaréttar. Sá nýi talinn falsaður Lögregla var kvödd að söluturni í Breiðholti vegna 5000 króna seðils sem starfsfólki þótti æði grun- samlegur. Töldu starfs- menn að seðillinn hlyti að vera falsaður. Við skoðun lögreglu- manna kom í ljós að seðilinn var alls ekki fals- aður heldur var á ferðinni glænýr 5000 króna seðill sem Seðlabánkinn setti í umferð fyrir skömmu. Leitaði á aldraða konu Kona um áttrætt vakn- aði við það að ókunnugur maður var staddur í svefn- herbergi hennar. Atvikið átti sér stað undir morgun síðasdiðinn laugardag á heimili konunnar í Kópa- vogi. Maðurinn leitaði á konuna kynferðislega en þegar hún vildi ekki þýðast hann hafði hann sig á brott. Konan kvaddi lög- reglu á vettvang og kom þá í ljós að maðurinn hafði spennt upp glugga í íbúð- inni og komist þannig inn. Hann hafði rótað í skúffum og skápum. Málið er í rann- sókn lögreglu en síðdegis í gær hafði enginn verið handtekinn vegna málsins. Skömmu eftir atvikið var lögreglu tilkynnt að eldur væri laus í limgerði skammt frá heimili konunnar. Lög- reglumenn slökktu sjálfir eldinn. Ekki er ljóst hvort þessi tvö mál tengjast með einhverjum hætti. Óvinnufær öryrki sem er aö hjarna við á Flórída eftir krabbamein, hjartaáfall, bakspengingu og sprunginn botnlanga hefur verið sviptur heimilisuppbót af Trygg- ingastofnun ríkisins. Ástæðan er sú að hann dvelur ekki nóg á íslandi. „Ég greiði mína skatta á íslandi en er fluttur nauðungarflutningum milli heimsálfa." Halldór Pétursson, sem úrskurð- aður var öryrki árið 1998, fær ekki lengur greidda heimilisuppbót þar sem Tryggingastofnun ríkisins telur hann eiga lögheimili í Flórída. Halldór, sem er 63 ára gamall, seldi hús sitt á íslandi í fyrra og keypti sér fasteign á Flórída í stað- inn. Þar í sólinni og hitanum segist honum heilsast betur en heima. Forsendur íbúðaláns brustu „Ég var með yfirlýsingu frá Trygg- ingastofnun um greiðslur til mín sem ég framvísaði í banka hér í Flór- ída til að fá lán fyrir húsinu. Innan tveggja mánaða var búið að taka af mér heimilisuppbótina. Það munar 12 til 15 þúsund krónum á mánuði og bankinn getur því í raun sagt mér upp láninu hvenær sem er,“ segir Halldór. Halldór kærði ákvörðun Trygg- ingastofnunar til Úrskurðarnefndar almannatrygginga. Hann sagðist eiga lögheimili í íbúð í húsi tvíbura- bróður síns og mágkonu í Reykjavík. Úrskurðarnefndin var hins vegar sammála ákvörðun Tryggingastofn- unar. Halldór hefði dvalist hérlendis í svo stuttan tíma síðasta árið, eða aðeins í 13 daga, að hann yrði að teljast eiga lögheimili í Flórída. Þvingaður heim til íslands „Ég greiði mína skatta á íslandi en er fluttur nauðungarflutningum milli heimsálfa. Mér er sagt að sum- ar bætur Tryggingastofnunar séu bundnar við að þeim sé eytt á ís- landi. Ég hef sent úrskurðarnefnd- inni bréf og krafist skýringa á því af hverju öryrkjar eru meðhöndlaðir sem þriðja flokks þegnar. Hversu lengi má ég dvelja erlendis og hversu lengi þarf ég að dvelja á fs- landi til þess að halda mínum bót- um? Svar hefur ekki borist," segir Halldór. Halldór er öryrki vegna krabba- meins í blöðru, bakspengingar, hjartaáfalls og sprungins botnlanga. Bakmeiðslin eru afleiðing slyss sem hann varð fyrir í sveit ellefu ára gam- all. „Ég hef lent í alveg rosalegum hremmingum en mér líður betur hérna í hitanum á Flórída. Það á að refsa mér fyrir að vilja láta mér líða vel. Þeir eru að þvinga mig til að koma til íslands og eyða aurunum þar. Ég mót- mæli þessum úrskurði og mun leita til Um- boðsmanns Alþingis," segir Halldór Pétursson gar@dv.is Halldór Pétursson í Flórída islenskurmaðursem segist dvelja i Flórida af heilsufarsástæðum fær ekki tengur heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Irma Matchavariani er nýkomin heim frá Georgíu: Almenn sátt um breytingarnar í Georgíu „Ég fullyrði að það eru allir sáttir við þessar breytingar í Georgíu," segir Irma Matchavariani frá Georg- íu en hún hefur verið búsett hér á landi síðan 1997. „Ég er nýkomin úr heimsókn þangað og ég varð vör við talsverðan óróa meðal fólksins. Það vildu aOir breytingar nema Eduard Shevar- dnadze og það var ágætt að hann sagði af sér. Það þýðir að nú getur unga fólkið komið fram með nýjar hugmyndir og kannski bætt það ástand sem verið hefur í landinu síð- an borgarastyrjöld braust út fyrir áratug." Shevardnadze sagði af sér sem forseti lýðveldisins í fyrradag eftir áköf mótmæli almennings í landinu. Við starfi hans tók Nino Burdzhana- dze, leiðtogi stjórnarandstæðinga, tímabundið en hún hefur þegar lof- Irma Matchavariani segir almenna sátt rikja með afsögn Shevardnadze. Fólkinu i landinu hefur verið lofað að kosningar verði haidnar innan 45 daga. borgarastyrjöld eins og varð 1991. Þess vegna kemur það mér ekki á óvart að þessi hrina hafi gengið þrautalaust fyrir sig. Nú gefst nýju valdhöfum tækifæri til að breyta því sem breyta þarf í landinu." að fólki að gengið verði tU kosninga eftir 44 daga. Irma segir að almennt sé ástand- ið í landinu bágborið, fátækt er mik- ið vandamál og mikil uppbygging fram undan. „Það viU enginn aðra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.