Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Qupperneq 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 9 Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilis- muni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutn- ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Enn fremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.hagstofa.is/flutningstilkynning. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Borgartúni 24, 150 Reykjavík Sími 569 2900 - Bréfsími 569 2949 Skoskur aðalsmaður á 18. öld vildi skipta á íslandi og eyju í Karabíska hafinu, og verða „Jarlinn af íslandi“. Vildi gera ísland að fanganýlendu Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Lítið flutt inn Lítið hefur verið flutt inn af nautakjöti í ár, enda hef- ur verð á íslensku nauta- kjöti í heildsölu verið lágt, segir Landssamband kúa- bænda. I byrjun nóvember nam innflutningur ársins alls 9 tonnurn, en heimilt er að flytja inn 95 tonn árlega. Mest af innflutta kjötinu hefur komið frá Nýja-Sjá- landi, en einnig nokkurt magn frá Hollandi og Dan- mörku. Innflutta kjötið er fyrst og fremst selt beint á veitingastaði eða flutt inn beint af veitingastöðum. Litla flóttamannafjölskyldan frá Afganistan og Úsbekistan, hjónin Ramin og Jana Sana og sonur þeirra Tómas fengu svar í dag við umsókn sinni um hæli hér á landi. Þau eru ekki skilgreind sem pólitískir flóttamenn myndi taka tíma og kosta peninga. Ekkert varð af þessum áformum, því Bretar töldu sig ekki hafa mannafla til að verja eyjuna, enda her þeirra upptekin við önnur verkefni. Banks taldi lausnina þá að gera Islendinga að hermönnum. Magnús Stephen- sen sem var í bréfaskriftum við Banks á þessum tíma, sagði við hann að ís- lendingar myndu ekki fagna þessari ráðabreytni, og óskuðu eftir að vera áfram undir „sínum ástsæla Dana- konungi". Skoski aðalsmaðurinn, John Cochrane, sem hefði getað orð- ið Baróninn af Heklu, kom aldrei hingað og dó úr krabbameini árið 1881“. Anna heldur erindi um þessi mál á vegum Sagnfræðingafélagsins í Norræna húsinu í dag klukkan 12:05, og nefnist það „Island í klóm imperí- alismans". brynja@dv.is Pólitískt óör- yggi innan sjávarútvegsins „Mönnum varð tíðrætt um pólitískt óöryggi innan sjávarútvegsins," segir Björn Valdimarsson, mark- aðsstjóri Þormóðs ramma- Sæbergs. Hann hélt erindi á íjölmennri ráðstefnu sem Útvegsmannafélag Norður- lands stóð fyrir um stöðu sjávarútvegs á Norðurlandi. „Innan greinarinnar er óánægja með að á fjögurra ára fresti verði sjávarútveg- urinn að pólitísku bitbeini og aðstæður allar geti breyst fyrirvaralítið. Það er óþolandi ástand og erfitt að búa við slíkt. Greinin er of mikilvæg þjóðarbúinu til að hægt sé að snúa öllu á hvolf vegna breytinga á Alþingi." Yfir 200 manns sóttu fundinn og er Björn ánægður með að aðilar með ólíka hagsmuni hafi loks komið saman og borið saman bækur sínar. „Bretar höfðu mikinn áhuga á ís- landi fyrr á öldum. Einn þeirra, skoski aðalsmaðurinn John Cochra- ne, gekk svo langt á síðari Jiluta 18. aldar að vilja skipta á íslandi og eyju í Karabíska hafinu. Fyrir vikið vildi hann tignina „Jarlinn af íslandi, eða „Baron Mount Hekla". Ætlun hans var að nota ísland sem fanganý- lendu. Þá freistuðu fiskimiðin hans og brennisteinn í jörðu. Þessi aðal- sætt er til á Bretlandi enn í dag", seg- ir Anna. Pitt, þáverandi forsætisráð- herra Breta kallaði á sérfræðinginn sir Joseph Banks, en hann hafði sótt Island heim árið 1772. „Banks var ekki sammála þeim um ágæti eyj- unnar. Islendingar hefðu úrkynjast vegna kúgunar, og orðið latir og sljó- ir. Undir dyggri stjórn Breta myndu þeir taka lífsgleði sína á ný, en það Magnús Stephensen „Islendingarvilja vera áfram undirsínum ástsæla Danakonungi" Útlendingastofnun úrskurðaði í gær að Ramin, Jana og Tómas Sana fái dvalarleyfi á Islandi vegna mann- úðarástæðna. Þau höfðu sótt um að fá pólitískt hæli. í úrskurðinum felst að þau megi búa hér á Islandi í eitt ár. Georg Lárusson forstjóri Útlend- ingastofnunar segir ekkert vera því til fyrirstöðu að fjölskyldan fái áframhaldandi dvalarleyfi að þeim tíma liðnum. Mikil vonbrigði Blaðið náði tali af Ramin eftir að hann hafði hlýtt á úrskurðinn. Hon- um var brugðið og sagði vonbrigðin vera mikil. Ramin ætlar að áfrýja úrskurðinum fyrir hönd fjölskyldu sinnar til dómsmálaráðuneytisins. Til þess hefur hann Ijórtán daga. Töluverður munur er á réttindum þeirra sem fá lagalega stöðu póli- tískra flóttamanna og þeirra sem fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Eru án sjúkra- tryggingar fyrstu sex mánuðina. Þeir síðarnefndu þurfa að sjá sér farborða og eru án sjúkratryggingar íyrstu sex mánuðina sem dvalið er á landinu. Ramin og Jana eiga ný- fæddan dreng og gætu þvf lent í kröggum ef barnið veikist. Ekki kastað út á guð og gaddinn Að sögn Georgs Lárussonar var það mat Útlendingastofnunar að fjölskyldan uppfyllti ekki fyllilega skilyrði fyrir því að vera veitt pólitískt hæli, en segir að stofnunin hafi met- ið þetta einstaka tilfelli þannig að rétt væri að leyfa þeim að spreyta sig í íslensku samfélagi. Því var þeim veitt dvalarleyfi í eitt ár. „í því felst að þau njóta flestallra sömu réttinda og aðrir þegnar þessa lands. Þau munu vissulega þurfa að sjá fyrir sér sjálf, en ef þau lenda í einhverjum erfið- leikum hérlendis verður þeim að sjálfsögðu ekki kastað út á guð og gaddinn." Georg bætir því við að þegar árið er liðið geti þau að sjálf- sögðu sótt um áframhaldandi land- vist hér á landi hafi þau áhuga á þvf að dvelja hér áfram. Hann segir að ef allt hafi gengið vel sjái hann ekkert því til fyrirstöðu að þau fái leyfi til áframhaldandi vistar. Niðurstaðan vonbrigðin i andlitum hjonanna leyna sér ekki Fá aö vera átram vegna mannúðarsjónarmiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.