Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Side 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Ódýrt bensín bannað „Ástæða þess að hér býðst ekki sams konar bensín og í Bandaríkjunum er tilskipun frá Evrópusam- bandinu," segir Magnús Ásgeirsson, sem sér um eldsneytiskaup fyrir Olíufé- lagið. Bensín sem selt er í Bandaríkjunum, á margfalt lægra verði en hér, hefur lægri oktantölu en bensín sem íslensku félögin selja. Venjulegt bensín þar í landi er 87 oktan en bensín- stöðvar bjóða einnig svo- kallað „gæðabensín" sem er 93 oktan. Á íslandi er 95 oktan bensín það lægsta sem í boði er. Magnús segir að eftir- spurn hér á landi eftir öðru en 95 og 98 oktan bensíni sé nánast engin. „Við seld- um 92 oktan bensín í lang- an tíma en í dag er sala á því innan við eitt prósent af markaðnum." Hærri verðlaun Sá sem fær íslensku barnabókaverðlaunin á næsta ári fær hálfa milljón króna fyrir. Verðlaunin hafa verið hækkuð í tilefni af því að þau verða veitt í tuttug- asta sinn á næsta ári. Frest- ur til að skila inn handrit- um í samkeppni næsta árs er til 1. febrúar. Verðlaunasjóður ís- lenskra barnabóka veitir ís- lensku barnabókaverðlaun- in árlega. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu fram- boði á vönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. Að Verðlaunasjóði ís- lenskra barnabóka standa Vaka-Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, IBBY á Islandi og Barna- vinafélagið Sumargjöf. Stofnað var til verðlaun- anna í tilefni af 70 ára af- mæli Ármanns árið 1985. Sr. Hjálmar Jónsson Hjálmar þykir bráðgáfaður maður sem er fljótur að gripa stemningu stundarinnar. Þar kemur meðal annars til skáldagáfan, sem m.a. hefur gefið honum mannlegt inn- sæi. Á góðri stundu er Hjálmar hrókur alls fagnaðar - fyrir svo utan að hann er trygglyndur og bregst ekki þeim sem á hann stóla. Kostir & Gallar Hjálmar þykir stundum tækifæris- sinnaður og ofurlltið framagjarn. Annar galli Hjálmars felst, að mati kunnugra, iþvi að taka sig ofhá- tiðlega og formlega á stundum. Segja mennað hann mætti sýna meira afprakkaranum og húmoristanum sem hann hefurað geyma. Michael Jackson er sagður hafa boðið foreldrum Gavins Arvizo peninga fyrir að draga kæru á hendur sér til baka. Gavin Arvizo, sem er tólf ára, hefur sakað Michael Jackson um að hafa beitt sig kynferðislegu of- beldi í Neverland. Mál Michaels Jacksons hefur trölliðið fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Greint var frá þvf í gær að lögregla hefði undir höndum ástarbréf og ljóð sem álit- ið er að Jackson hafl skrifað til Arvizos. Umfangsmikil húsleit var gerð á heimili Jacksons í liðinni viku og fundust umrædd bréf við þá leit. Einnig munu hafa fundist myndbönd í tugatali sem sýna heimsóknir ungra drengja í Neverland. Efni myndbandanna mun þó á engan hátt sýna neitt ósiðlegt. Jackson gengur nú laus gegn tryggingu og hefjast réttarhöld í Santa Barbara í byrjun næsta árs. Talsmað- ur söngvarans sagði í gær að Jackson myndi berjast af hörku í málinu. „Honum ofbjóða hreinlega þessar ásakanir. Að öðru leyti ber hann sig vel og er þakklátur aðdáendum sínum fyrir veittan stuðning," sagði tals- maðurinn. Eftir því var tekið um helgina að góðvinkon- ur Jacksons, þær Liza Minelli og Lisa Marie Presley, virðast ekki styðja við bakið á honum. Það gerir hins vegar Elizabeth Taylor sem loks lét í sér heyra í gær. „Ég trúi að Michael Jackson sé saklaus," sagði Elizabeth Taylor. Jackson opnaði vefsvæði í gær fyrir stuðningsmenn sína á slóðinni www.mjnews.us. Jackson gengur nú laus gegn tryggingu og hefj- ast réttarhöld í Santa Barbara í byrjun næsta árs. Talsmaður söngvar- ans sagði í gær að Jackson myndi berjast afhörku í málinu. Anna Mjöll Söngkonan hefur búið í Kaliforniu síðustu árin. Hún segir mikið af peningagráðugu fólki i Los Angeles, fólki sem svífist einskis. Anna Mjöll Ólafsdóttir segir barnaníðingsákæru á hendur Michael Jackson sorglega Sá Michael sem ég þekkti hefði ekki gert flugu mein „Mér finnst þetta mjög sorglegt allt sarnan," segir Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona í Los Angeles, um ákæru á hendur Michael Jackson en honum er gefið að sök að hafa beitt ungan dreng kynferðislegu of- beldi. Anna Mjöll þekkir vel til skemmtanaiðnaðarins t Kaliforníu. Hún heimsótti Jackson á búgarð hans, Neverland, fyrir tíu árum. Hún segir fólk í stöðu Jacksons eiga það stundum á hættu að ruglast í rím- inu. „Ég veit líka að það er mikið af pemngagraðugu fólki, ekki síst hér í Los Angeles. Þetta fóUc svífst einskis og kærir jafnvel besta vin sinn ef það sér möguleika á góðum hagnaði," segir Anna. Hún segir jafnframt ljóst að sumir lögreglumenn fái „kikk" út úr þessu máli. „Þeir fá mynd af sér í blöð- unum. Það var til dæmis fáránlegt að setja Michael í handjárn. Þetta var bara leikrit og ég held að þeir hætti ekki fyrr en þeir eru búnir að gera út af við hann.“ . , Anna rifjar upp fund sinn og Michaels fyrir tiu árum og segir að þá hafi hann haft mestan áhuga á að gera börnin í kringum sig hamingjusöm. „Hann gaf börnum gjafir og leyfði þeim að leika í tívolíinu í Neverland. Sá Michael sem ég hitti fýrir tíu árum hefði ekki getað gert flugu mein. Ef maður frem- ur þann glæp sem Michahel er sakaður um þá geta ekki allir peningar heimsins bætt fyrir það og engin refsing er nógu hörð. Aftur á móti hef ég ákveðið að trúa ekki að Michael hafi framið þennan glæp fyrr en annað verður sannað," segir Anna Mjöll Olafsdóttir. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.