Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2003, Page 21
J>V Fókus ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 2 7 „Þú getur tekið Islendinginn frá ís- landi, en þú getur ekki tekið Island úr fslendingnum,“ segir Sigurjón Sig- hvatsson sem um þessar mundir er að framleiða kvik- mynd um íslenska tónlistarsögu und- anfarinna 1000 ára. Mun myndin bera nafnið Naflastreng- ur. Til að leikstýra henni fékk hann Ara Alexander Magnússon, sem hann uppgvötvaði þegar hann kveikti á sjónvarpinu, en hann segist annars aldrei horfa á sjónvarp. „Ég er mjög hjátrúarfullur maður," segir Sigurjón. „Ég var búinn að ganga með hugmyndina í nokkur ár, og svo kveikti ég tvisvar á sjónvarpinu með stuttu millibili og í bæði skiptin sá ég heimildarmynd eftir Ara, svo mér fannst eiginlega eins og hann hefði átt að leikstýra þessu." Ari hefur áður leikstýrt heim- ildarmyndunum Möhöguleikar og Erró. „Það sem gerir fslendinga sérstaka er þrjóskan. íslendingar eru erfiðir í samstarfi, og þess vegna gengu hlutir sem byggjast á fjöldasamstarfi eins og kórar frek- ar illa hér. En rokkið er meiri karaktergeiri og ís- lendingar blómstra þar," segir Ari. Þeir eru þegar komnir með um 150 klukku- stundir af efhi sem hefur verið tekið á Airwaves- hátíðinni og af Björk og Sigur Rós á tónleikum í New York svo eitthvað sé nefnt. En er ekki erfitt að moða úr öllu þessu efni? „Maður gerir í raun þrjár myndir. Myndina sem maður skrifar, myndina sem maður tekur og myndina sem maður klipp- „Við erum bæði að reyna að sýna það sem er að slá í gegn núna, og líka það sem er að gerast í bílskúrunum ir,“ segir Sigurjón, „en þar sem þetta er tónleika- mynd og ekki byggð á beinu handriti, fórum við eiginlega beint í mynd númer tvö.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón stendur frammi fyrir því að þurfa að klippa mikið af efni niður í bíómynds- lengd, því að hann var framíéiðandi heimildar- myndarinnar In Bed With Madonna, þar sem þurfti að klippa um 250 tíma af efni saman í tveggja tíma mynd. Ágætlega tókst þó til, þar sem myndin er einhver mest sótta tónlistarmynd sög- unnar. „Maður heldur náttúrlega alltaf að það sé gott að markaðsetja mynd, þó að það sé erfitt að segja til um hvort þetta verður eitthvert alþjóðlegt hit,“ segir Sigurjón, sem hefur þó greinilega Qmtals- verða trú á verkefninu því hann hefur sjálfur bor- ið allan kostnað af myndinni hingað til. Búið er að setja saman sex mínútna kynningarmynd sem vekur jákvæð viðbrögð meðal mögulegra íjárfesta þessa dagana. En hvers vegna er farið svona langt aftur í tím- ann? „Fyrstu hljómsveitirnar hérna hljómuðu frekar líkt og það sem var að gerast erlendis. Fyrst þurftu menn að læra stafrófið, en nú eru menn meira að móta sitt eigið.“ Ari tekur undir þetta. „Sveinbjörn Beinteinsson spáði því að menn færu að notast við rímur í rokktónlist, og þetta hefur ræst með til dæmis samstarfi Sigur Rósar, Stein- dórs Andersen og Hilmars Arnar." Lokatökur myndar- innar munu einmitt fara fram á Hrafnagaldurstón- leikum þeirra í Róm. Sveinbjörn kom reyndar fyrir í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, og eru þeir Sigurjón og Ari meðvitaðir um að þeir eru að byggja á þeim grunni. „Rokk í Reykjavík fjallaði mjög vel um það sem var í gangi þá. En í dag er þetta kom- ið á annað plan og er miklu fjölbreyttara. í dag eru kannski grúppur í bflskúrum í sömu götu að spila algerlega mismunandi tónlist." Umfjöllunarefnið er þó ekki það eina sem tengir myndirnar tvær, því að yfirupptökumaðurinn Bergsteinn Björg- úlfsson var í hljómsveitinni Jonee Jonee, sem kom fram í mynd Friðriks Þór. Meðhöfundur myndar- innar er svo Þór Eldon, fyrrum Sykurmoli og tón- listarséní. „Við erum bæði að reyna að sýna það sem er að slá í gegn núna, og líka það sem er að gerast í bflskúrunum og gæti orðið vinsælt seinna meir. Þannig á myndin að endurspegla nútíð, framtíð og fortíð," segir Sigurjón. Ari er æstur í að halda áfram með verkið. „Ég skemmti mér manna best meðan á tökum stendur við að horfa á allar þess- ar hljómsveitir spila." Sigurjón hefur fyrr á árinu spilað aftur með Brimkló í fyrsta sinn í mjög lang- an tíma, og er nú að framleiða mynd um íslenska tónlist. Er hann að leita aftur í ræturnar? „Maður endar alltaf aftur í rótunum," segir hann. Beyonce og Christina í eina sæng Poppstjörnumar Beyonce Knowles og Christina Aguilera gætu verið komnar saman í eina sæng á þessum tíma að ári liðnu. Beyonce er á samningi hjá plötufyrirtækinu Sony, ásamt listamönnum eins og Bob Dylan og Dixie Chicks, en Christina er samningsbundin BMG, ásamt stjörnunum Pink, Rod Stewart, Dave Matthews og Out- kast. BMG á einnig fyrirtækið Zomba, sem er með fólk eins og Britney Spears og N’SYNC á sínum snærum. Þessi tvö fýrirtæki em nú að íhuga sameiningu. Ef af verður mun þetta verða næststærsta fýrirtækið í bransanum á eftir Universal Music Group, en nú eru fimm ráðandi aðilar á hljómplötu- markaðnum. Hin tvö risafyr- irtækin eru EMI og Warner Music Group, sem einnig íhuga samein- ingu. Kostur- inn við sam- Beyonce og Christina gætu núendað undirsömu einingarnar á mönnum efafsamruna Sonyog BMGverður. að felast í hag- ræðingu, sem gæti þýtt að þúsundir manna munu missa vinnuna. Sony er þegar búið að segja upp þúsund manns, og stefna að því að fækka þeim 9000 sem eftir eru um 1700 manns næstu þrjú árin. Warner og EMI stefndu að sameiningu fyrir þremur árum, en Evr- ópusambandið kom í veg fyrir þau áform þar sem það taldi hana stangast á við samkeppnislög. Mögulegt er að það samþykki nú eina samein- ingu, en ekki aðra, þar sem það myndi fækka hljómplöturisunum í aðeins þrjá. Því ætla Sony og BMG sér að vera á undan og koma þannig í veg fýrir að samkeppnisaðilarnir geti sameinast. Tónlistarútgáfu- bransinn allur þjáist nú af miklum samdrætti og er tveimur atriðum kennt um. Annars vegar er það út- gáfa sjóræningjaefnis, og hins vegar íjöldi tónlistarmanna sem gera að- eins eina vinsæla plötu en dala síð- an hratt. En margir innan geirans efast um að sameiningin muni leysa þau vandamál til lengri tíma litið. „Þetta eru aðeins aumkunarverðar tilraunir til að setja plástur á sárið," segir lögfræðingur sem er í forsvari fyrir poppstjörnur ffá báðum fyrir- tækjum. EstherTalía Casey leikkona er 26 ára í dag. „Stúlkunni er eðlislægt að endur- skoða gömul gildi en hún kemur öðrum og ekki síður sjálfinu á óvart þegar hún sannarlega sleppir fram af sér beislinu og opnar hjarta sitt," segir í stjörnuspá hennar. EsterTalía Casey Vatnsberinn co.jan.-is. tebr.) \ Tilfinningar þínar gagnvart manneskju sem þú virðist umgangast daglega eru ólgandi innra með þér sök- um árstíma. Þér er ráðlagt að vera ekki eigingjarn/gjörn á ástúð annarra eins og á hlutina sem þú átt eða dreymir um að eignast. K F\Skm\l (19.febr.-20.mars) Sál fiska er afmörkuð vitund og í henni eru svokölluð frækorn karma hennar. Meðvitað byrjar hún án efa að gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað hún kýs að velja og byrjar að fram- kvæma verk sem verða öllum sem hún elskar til góðs. Gættu þess vel sem þér er trúað fyrir framvegis. T MWm(21.mars-19.april) Þér er ráðlagt að nota mun betur glöggskyggni þína um þessar mundir. Ef þú ert í sambandi sem eflir þig ekki og leyfir þér ekki að blómstra sem einstaklingur ættir þú að hreinsa loftið og snúa þér að mikilvægari mál- um sem snúa að þér alfarið. Ö Nautið (20. april-20. maí) n Gleymdu ekki áherslum þín- um og hver sannur kjarni góðra sam- skipta er. Einbeittu þér að því að bjóða sanna ást í stað eignarhalds og þú ættir ekki að hika við að losa um höftin á sjálfinu. Tvíburamir/2/. mai-21.júní) Fólk fætt undir stjörnu þessari á það til að dreifa eigin kröftum í að setja hlutina í samhengi. Þú ert fær um að gera kraftaverk með þinni óhemju- legu orku ef þú kýst að gera svo. Krabbinnf22.yii(i/-22.jiiw Q0*' Ekki sóa kröftum þínum I leit að völdum. Ef þú kýst að vera ónæm/ur fyrir gagnrýni náungans og óttast ekki ögranir ert þú fær um að nota mátt þinn í þágu vaxtar og allsnægta. LjÓnÍð (23.júlí-22. ágúst) Dagurinn í dag verður góður og þú í essinu þínu þegar líða tekur á kvöldið. Þú ættir að skipuleggja tíma þinn í nánustu framtíð og njóta frítlm- ans. Meyjan (23. ágúst-22. septj Fólk eins og þú ætti að horfa fram á við og skipuleggja sig vel þegar kemur að verkefni sem er um það bil að hefjast. Hátíðarnar í desember færa þér innri frið og virkja tilfinningar þfnar gagnvart fjölskyldu þinni og vinum. n Vogin (23.sept.-23.okt.) Vertu viðbúin/n að breyta því sem hefur neikvæð áhrif á þig tilfinn- ingalega með því að beina orku þinni í réttan farveg öllum stundum meðvitað. Það er komið að þér að njóta tilverunn- ar með þeim sem þú unnir. Sporðdrekinnw.okí.-;i.nwj Ljósið umlykur stjörnu sporð- drekans hérna á sama tíma og mikið er um að vera í kringum hana. Sólin eflir tilfinningar þínar en á sama tíma ert þú minnt/ur á að innsæi þitt endurspeglast í draumum þfnum og þrám. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.iies.) Einhver hlúir þessa dagana að þér en þú virðist ekki kunna að meta umhyggju viðkomandi miðað við jafn- vægi þitt hér. Þú birtist reyndar mjög sterk(ur) en mættir skiþuleggja þig bet- z Steingeitin(22.<te.-;i>./fln.) Hlátrasköll þín eru áberandi hérna og þú ættir ekki að hika við aö gera meira af því að brosa. Ef þú trúir ekki á eigin getu mun náunginn ekki heldurtrúa á þig. SPANIAÐUR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.