Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003
Fréttir BV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - AÖrar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Drelfing:
dreifmg@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Jólakvíði
Samtökin Gmotions
Anonymous halda fund
um jólakvíða í
Hallgrímskirkju í
kvöld klukkan 18.
Fundurinn er öll-
um opinn og fólk
þarf ekki að hafa
áhyggjur af að-
gangseyri því hann er
enginn. Stefán Jóhanns-
son, sem stendur að
fundinum fyrir
Emotions Anonymous,
segir marga þjást af jóla-
kvíða vegna þess að þeir
hafi óraunhæfar vænt-
ingar til jólanna og þegar
þær svo bregðist líði
fólki illa. Samtökin
Emotions Anonymous
byggja starf sitt á 12
spora kerfinu. Það gagn-
ast líka gegn jólakvíða.
Dagur vill kvisti
Dagur B. Eggertsson
borgarfulltrúi hefur sent
erindi til skipulagsyfir-
valda þar sem hann fer
fram á leyfi til að byggja
kvisti á norður- og suður-
þekju hiíss síns í Þing-
holtunum.Þávill
hann líka fá að byggja
svalir á útbyggingu á
norðurhlið hússins.
Dagur býr í stóra,
bláa húsinu á
homi Óðinsgötu
og Spftalastígs.
Getuleysi
Talið er að um 20 þús-
und karlmenn á aldrin-
um 40-70 ára hér á landi
eigi við riserfiðleika að
etja í kyniífi. Kom þetta
meðal annars fram á
kynningarfundi fyrir ris-
lyfið Cialis sem haldinn
var fyrir íslenska lækna á
dögxmum. Cialis er helsti
keppinautur Vi-
agra á þessum
markaði og þykir
standa sig vel.
Komst Cialis með-
al annars í flokk
„the coolest invention of
2003“ í tímaritinu Time.
Sá listi er valinn af les-
endum tímaritsins.
Eldra popp
Óttar Felix Hauksson,
umboðsmaður Hljóma,
hefur ákveðið að bjóða
fólki af elliheimilum höf-
uðborgarinnar á tón-
leika sveitar-
innar íAust-
urbæ í dag
klukkan
13.30. Heyrir
það til tíð-
inda að svo
gömlu fólki sé almennt
boðið á popptónleika.
Óttar mun einnig hafa
fengið Ómar Ragnarsson
til að skemmta gamla
fólkinu og svo verður
ítalski söngvarinn Ró-
bertínó á risaskjá.
>N
(U
CT)
CT
QJ
Hausinn á Hussein
ræstilegur og einmana Saddam
■ ■ Hussein hafði ekki stjórnað einu eða
neinu, þegar hann var dreginn upp
úr rottuholu sinni í nágrenni Tikrit, allra sízt
skæruliðum gegn bandaríska hemáminu. í
landinu eru að minnsta kosti 15 virk samtök
skæruliða gegn hernáminu. Flest þeirra
börðust gegn Hussein, þegar hann var við
völd.
Þetta var ekki lengur reigður harðstjóri,
heldur einmana öldungur, sem hafði mán-
uðum saman haldið til í skúmaskotum og
rottuholum með kreppta hendi um fulla
tösku af dollurum. Þetta var enginn Osama
bin Laden eða Múhammeð Ómar, heldur
uppgefinn flóttamaður, sem varðist ekki
einu sinni, þegar hann var tekinn.
Myndirnar sýna, að mannkynið hefur lítið
breytzt undir slæðu siðmenningarinnar.
Ekki er lengur hægt að draga hinn sigraða í
hlekkjum á eftir sigurvagni keisarans eins og
í Róm fyrir tvö þúsund árum eða setja af-
höggvinn haus hans á spjótsodd í borgar-
hliði. En það er hægt að niðurlægja hann
með myndum.
Bush-ættin hefur sigrað Hussein-ættina,
drepið synina og sýnt úfinn hausinn á föð-
umum. Bandaríkjamenn gleðjast og sýna í
könnunum aukinn stuðning við forseta sinn.
Vinsældamælir hans hrökk úr 52 prósentum
í 58 prósent og jafnsnöggt fjölgaði þeim úr
47 prósentiun í 64 prósent, sem telja stríðið
gegn frak ganga vel.
Saddam Hussein verður dreginn fyrir dóm
og sennilega drepinn, af því að George W.
Bush vill það og af því að tugþúsundir Iraka
eiga um sárt að binda af völdum harðstjór-
ans. Heimamenn munu dæma um málið, en
ekki fjölþjóðlegur dómstóll eins og áður, svo
sem í Nurnberg, Kosovo, Austur-Tímor,
Bosníu, Rúanda og Sierra Leone.
Ef alþjóðadómstóll færi með málið, mundu
stríðglæpir Saddams Husseins gegn íran
komast í sviðsljósið. Hvattur af Bandaríkjun-
um og Bretlandi efndi hann tfi stríðs, þar
sem milljón manns féllu, meðal annars fyrir
efnavopnum, sem hann fékk hjá glæpa-
mönnum, sem nú eru varaforseti og stríðs-
málaráðherra Bandaríkjanna.
Saddam Hussein var vondur harðstjóri eins
og margir aðrir, þar á meðal harðstjórarnir,
sem Bandaríkin styðja í langtburtistan-ríkj-
unum norðan Afganistans. Haus hans var
ekki sýndur af því að hann er skíthæll, held-
ur af því að einu sinni var hann „okkar“ skít-
hæll, sem hélt að hann gæti verið skíthæll
fyrir eigin reikning.
Ekki hentar sigurvegurunum, að stríðið gegn
íran verði rifjað upp. Því munu réttarhöldin
láta það liggja mfili hluta, enda af nógu að
taka. Réttlæti nær stundum fram að hluta,
en hræsnin er eUífur sigurvegari. Og fram
hjá þvíverður ekki litið, að Saddam Hussein
á ekki skilið neina samúð fyrir, að nú sé úr
honum allur vindur.
Jónas Kristjánsson
Impregilo kóngur
KvUanyndin sem sýnd var í Sjón-
varpinu í fyrrakvöld um upphaf
framkvæmda við Kárahnj úkavirkj un
var ægifögur og sýndi vel mátt'
CaterpUlar-vélanna í íslenskri nátt-
úru. ABdáunarvert var að sjá hve
duglegar vélamar voru að rðta,
keyra, grafa, moka og ýta og leikur
ekíá á tveim tungum að framleið-
andi CaterpUlar hlýtur að kaupa
þessa mynd og nota hana í heUu lagi
sem auglýsingu fyrir vélar sínar.
Möttull konúngur eða CaterpUlar
hét skáldsaga sem Þorsteinn skáld
frá Hamri skrifaði einu sinni - en
þessi mynd hefði getað heitið
ImpregUo kóngur og CaterpUlar.
I myndinni var mikið fjallað um
vegagerð en lítið um hreindýr, nema
hvað eitt einmanalegt hreindýr sást
öðru hvoru norpa uppi á heiði. Ekki
voru sýnd tengsl vegagerðarinnar við
hreindýrin, en þau munu vera orðin
allnokkur. Hreindýrin munu nefni-
lega sækja stíft í saltið sem borið er á
hina nýlögðu vegi til þess að halda frá
þeim hálku og snjó, og heimildir DV
herma að nú þegar hafí vel á annan
tug hreindýra látið líf sitt þar eystra,
vegna þess að ekið hafí verið á þau á
hinum nýju og fallegu vegum Lands-
virkjunar og Impregilo.
Haldi svo fram sem horfir, þá
leysist kannski af sjálfu sér það
vandamál sem hreindýrastofninn á
Austurlandi hefur staðið frammifyr-
ir vegna virkjunarinnar, en að
minnsta kosti hluti hreindýranna
hefur nú þegar eða mun í náinni
framtíð hrekjast úr heimkynnum
sínum vegna framkvæmdanna.
En einhverjir munu eflaust gráta
það þurrum tárum þótt eitthvað
fækki hreindýrum. í frægri grein í
breska blaðinu Observer skrifaði
blaðakonan Susan De Muth meðal
annars um Sigurð Amalds, sérfræð-
ing hjá Landsvirkjun, en umhverfis-
ráðuneytið virðist af einhverjum
enn þá óútskýrðum ástæðmn hafa
vísað á hann sem einn helsta sér-
fræðing rfldsstjómarinnar í málefii-
um Kárahnjúka. Sigurður var einn
úr fríðum flokki virkjunarsinna sem
svömðu Susan De Muth með bréfa-
skriftum til Observers og þar mót-
mælir hann sérstaklega fullyrðing-
um hennar um að hreindýrin á
Fyrst og fremst
Austurlandi verði í hættu ef bithagar
versna og dýrin hrekjast burt í texta
Sigurðar virðist koma fram að hann
hafi ekki þungar áhyggjur af hrein-
dýrastofninum.
Hann virðurkennir að fram-
kvæmdimar muni hafa áhrif á lífs-
skilyrði hreindýranna en bætfr svo
við: „í þessu sambandi er nauðsyn-
legt að fram komi, hreindýr em ekki
frumbyggjar á íslandi, heldur vom
flutt inn til íslands
seint á 18. öld.“
Fer ekki milli mála að þessi stað-
reynd gerir Sigurði þá tilhugsun
mun léttari ef blessuð dýrin lenda í
vandræðum vegna virlq'unarfrmar.
Þau hafa ekki búið hér nema rúm
200 ár!
Við vitum til þess að það ráku
ýmsir upp stór augu þegar DV tók
fyrir skömmu að birta fréttir af því
að mótorhjólasamtökin Hells Ang-
els væru í óða önn að festa rætur á
íslandi. Vildu sumir ekki taka þess-
ar fréttir hátíðlega og heyrðum við
hlegið úr einum eða tveimur stöð-
um, hvurs slags eiginlega æsifrétta-
mennska þetta væri.
Betur að satt væri. Allir atburðir
síðan hafa staðfest allar fréttir DV og
nú er svo komið að því miður verða
allirað taka þessar fréttir hátíðlega.
Annars getur illa farið.
Dæmi um áhyggjur manna íkjöl-
far umfjöllunar DV af málinu má
lesa ígrein Eiríks Bergmanns Einars-
sonar íFréttablaðinu ígær. Þar rek-
ur hann framferði Hells Angels og
Bandidos á Norðurlöndum og segir
síðan:
„Það hefur reynst þrautin þyngri
að losna við þessa óvæm en á allra
síðustu árum hafa lögregluyfirvöld á
Norðurlöndum náð töluverðum ár-
angri með svokallaðri zero-toler-
ance stefnu sem felur í sér stórhert-
ar aðgerðir gegn glæpalýðnum.
Þrengt er að klíkunum og því líta
þær nú annað og virðast hafa beint
sjónum að íslandi. Það má ekki leyfa
þessu liði að skjóta rótum hér á
landi."
Rétt er að árétta að Steingrimur J.
Sigfússon, þingmaður og formaður
vinstri-grænna, var í fríi þegar greiða
átti atkvæði um eftfrlaunafrumvarp
Davíðs. Hann hafði farið til Rúss-
lands skömmu áður og verið þar f
opinberum erindagjörðum að fylgj-
ast með kosningum. Því mátti hann
í raun ekkert fara á þing. Varamaður
sat fyrir hann í Rússlandsförinni og
þegar varamaður kemur inn þá þarf
hann að sitja í tvær vikur samkvæmt
lögumAlþingis.
Já, við skiljum það, ogsérílagiþá
staðreynd að Steingrímur neyddist
hreinlega til að fara á fjöll eftir Rúss-
landsförina. Af þeirri einföldu
ástæðu að hann var ekki allar þessar
tvær vikur í Rússlandi og varð því að
fara ífrf. Þess vegna léthann ekkiná
í sig ogþess vegna greiddi hann ekki
atkvæði gegn frumvarpinu. Hann
mátti það ekki og varð að vera í fríi
vegna Rússlandsfarar nokkrum dög-
um áður en hann átti von á mánað-
arfríi.