Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Blaðsíða 19
J3V Sport
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 J 9
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 28 manna æfingahóp fyrir
Evrópumeistaramótið í Slóveníu sem hefst 22. janúar næstkomandi. Guðmundur mun minnka hópinn m
jafnt og þétt fram að keppni en endanlegur sextán manna hópur verður valinn 13. janúar.
M-hópinn
Sighvatsson væri byrjaður að æfa á
fullu eftir handarbrot og yrði að
öllum líkindum með í næsta leik
Wetzlars í þýsku úrvalsdeildinni
og að Patrekur Jóhannesson væri
búinn að ná sér eftir
liðþófameiðslin sem hefðu sett
hann úr leik í nokkrar vikur.
Sjö leikir fyrir EM
Guðmundur sagði að liðið
myndi spila sjö æfingaleiki áður en
haldið yrði til Slóveníu, auk
pressuleiks sem fram fer milli jóla
og nýárs.
„Við leikum þrjá landsleiki
gegn Sviss 10. til 12. janúar og eftir
það vel ég endanlegan hóp. Síðan
förum við til Danmerkur og
Svíþjóðar þar sem við tökum þátt í
mjög sterku fjögurra þjóða móti
ásamt Dönum, Svíum og Egyptum
og spilum síðan einn leik geng B-
liði Dana áður en við höldum til
Slóveníu 20. janúar," sagði
Guðmundur.
Verðum að vera á tánum
íslendingar eru í riðli með
Tékkum, Slóvenum og
Portúgölum og sagði Guðmundur
að verkefnið væri gífurlega erfitt.
„Allar þessar þrjár þjóðir eru
mjög öflugar. Ungverjar lentu í
fimmta sæti á HM í Portúgal,
Slóvenar eru með mjög öflugt lið
og eru auk þess .á heimavelli og
Tékkar geta gert öllum liðum
skráveifu. Það fara þrjú lið áfram í
milliriðla og við þurfum heldur
betur að vera á tánum ef við eigum
að komast þangað. Það sést þegar
liðin tólf, sem taka þátt í
Evrópumeistaramótinu, eru
skoðuð að þetta er ótrúlega sterkt
mót. Það eru tólf frábærar þjóðir
að keppa þarna og það verður ekki
labbað í einn einasta leik. Ef allt
gengur upp munum við spila átta
leiki á ellefu dögum og það segir
sig sjálft að það má lítið út af bera
þegar slíkt álag er fyrir hendi,“
sagði Guðmundur.
Hann sagði að liðið hefði ekki
sett sér nein markmið fyrir
keppnina því það væri hreinlega
ekki tímabært.
„Ég vil fá að sjá allan hópinn
áður en við setjumst niður og
setjum okkur markmið. Við höfum
haft það fyrir reglu að koma saman
endanlegum hóp áður en
markmiðssetningin hefst og ég sé
ekki að það verði öðruvísi núna. Ég
vil sjá í hvernig ástandi menn eru
og hvernig liðið virkar áður en slíkt
er sett á blað.
Ólympíuleikarnir trufla ekki
Guðmundur sagði að
ólympíuleikarnir í Aþenu myndu
ekki trufla liðið á EM í Slóveníu.
„Við hugsum ekki svo langt. Við
einbeitum okkur að EM núna og
förum síðan að huga að
ólympíuleikunum eftir það. Þetta
er stórmót og við viljum standa
okkur vei. Það þýðir ekkert að
mæta til leiks með því hugarfari að
þetta sé æfingamót - þá fer illa,“
sagði Guðmundur.
oskar@dv.is
4. sætið á EM
fyrir tveimur árum
Islenska landsliðið náði
fjórða sætinu á
Evrópumótinu fyrir
tveimur árum en mótið
varþá haldið i Sviþjóð.
Hér til hægri sést islenska
iiðið við verðlauna-
afhendinguna á mótinu.
möguleikana á því að fá hann í
þetta verkefni en hann treysti sér
einfaldlega ekki í það. Hann hefur
átt í basli með hnén á sér og
líkamlegt ásigkomulag varð þess
valdandi að hann gaf ekki kost á
sér að þessu sinni," sagði
Guðmundur.
Fjórir úr U-18
Athygli vekur að í 28 manna
hópi Guðmundur eru fjórir
leikmenn úr 18 ára landsliðinu
sem varð Evrópumeistari í haust.
Guðmundur sagði það vera
eðlilega þróun enda væri
nauðsynlegt fyrir framtíðar-
.leikmenn íslands að kynnast
vinnubrögðum og anda
landsliðsins sem fyrst. .
„Þetta val mitt sendir ákveðin
skilaboð til manna. Þessir strákar
stóðu sig frábærlega á EM og hafa
einnig staðið sig með prýði í
RE/MAX-deildinni í vetur. Þeir
eru framtíðarleikmenn íslenska
liðsins og verða að kynnast
vinnu-brögðum, áherslum og
andanum innan hópsins sem
fyrst. Þetta er samt fyrst og fremst
mikil viðurkenning fyrir þessa
efnilegu drengi," sagði
Guðmundur.
Róbert orðinn heill
Hann sagði jafnframt að ljóst
væri að Aron Kristjánsson yrði ekki
með í Slóveníu vegna hnémeiðsla
þótt ekki væri enn komið í ljós
hversu alvarleg meiðsl hans væru.
Guðmundur sagði að Róbert
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
valdi í gær 28 manna æfingahóp
fyrir Evrópumeistaramótið í
Slóveníu sem hefst 22. janúar
næstkomandi. Guðmundur valdi
Qóra nýliða í hópinn, skyttuna
Vilhjálm Halldórsson úr Stjörn-
unni, leikstjórnandann Andra
Stefan úr Haukum, línumanninn
Fannar Þorbjörnsson úr ÍR og
hornamanninn Baldvin Þorsteins-
son úr Val.
Athygli vekur að Guðmundur
valdi ekki línumanninn Aliak-
sandrs Shamkuts sem hlaut
íslenskan ríkisborgararétt á
dögunum né Víkinginn
Bjarka Sigurðsson sem
hefur verið í fantaformi
með Víkingum það sem af
er þessu tímabili.
Guðmundur sagði að
hann hefði rætt við
Bjarka á dögunum og
að Bjarki hefði ekki
gefið kost á sér.
„Ég hef fylgst
með Bjarka í
vetur og séð
hann spila
mjög vel. Ég
ræddi við
hann um
28 MANNA HÓPUR
Guðmundur Guðmundsson valdi
28 manna landsliðshóp í gær.
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson Kronau
BirkirlvarGuðmundsson Haukum
Björgvin Gústavsson HK
Reynir Reynisson Víkingi
Horna- og línumenn
Guðjón Valur Sigurðsson Essen
Logi Geirsson FH
Gylfi Gylfason Wilhelmshavener
Einar Örn Jónsson Wallau
Sigfús Sigurðsson Magdeburg
Róbert Sighvatsson Wetzlar
Róbert Gunnarsson Aarhus GF
Vignir Svavarsson Haukum
Bjarni Fritzson (R
Fannar Þorbjörnsson (R
Baldvin Þorsteinsson Val
Útileikmenn:
Dagur Sigurðsson Bregenz
Jaliesky’Garcia Göppingen
Snorri Guðjónsson Grosswallstadt
Rúnar Sigtryggsson Wallau
Gunnar Berg Viktorsson Wetzlar
Heiðmar Felixson Bidasoa
Patrekur Jóhannesson Bidasoa
Ólafur Stefánsson Ciudad Real
Ragnar Óskarsson Dunkerque
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukum
Arnór Atlason KA
Vilhjálmur Halldórsson Stjörnunni
Andri Stefan Haukum
HVER ER STAÐAN Á: ?
Jaliesky Garcia
"Hann er
gífurlega öflug
stórskytta sem
sýndi það í
þessum eina
leik ern hann
spilaði gegn ------------------—.—
Pólverjum að
hann nýtist okkur vel. Við eigum
ekki margar stórskyttur og því er
hann mikilvægur. Ég hafði
töluverðar áhyggjur af honum í
byrjun leiktíðar hjá Göppingen því
að hann fékk lítið að spila sem mér
fannst óskiljanlegt þar sem hann er
mjög öflugur leikmaður. Síðan
þjálfari tók við þá hefur hann fengið
að spila meira og hefur staðið
undir þeim væntingum til þessa."
HVER ER STAÐAN Á:
Arnóri Atlasyni
„Arnór er
frábær stór-
skytta sem
hefur átt
marga frábæra
leiki í deildinni
í vetur. Hann
varð Evrópu-
meistari með U-18 ára liðinu og er
einn af okkar efnilegustu mönnum.
Ég var ekki með hann í hópnum um
daginn gegn Pólverjum þar sem ég
var aðeins með átján manna hóp og
þá verður að gæta að heildinni, ekki
bara vera með sóknarmenn. Hann
hefur verið að bæta sig sem
varnarmaður en þarf að leggja
aukna rækt við vörnina. Hann þarf
að geta spilað hana með A-lands-
liðinu, ég hef minni áhyggjur af
sóknarleiknum."
HVER ER STAÐAN Á:
Snorra Steini Guðjónssyni
„Snorri
Steinn er að
spila sitt fyrsta
tímabil sem
leikstjórnandi í
þýsku 1.
deildinni og
það hefur
gengið á ýmsu. Hann hefur átt mjög
góða leiki og einnig slæma en hann
hefur verið inni í mínum landsliðs-
hóp allt frá upphafi. Hann stóð sig
mjög vel í leikjunum gegn Pól-
verjum og stjórnaði leik liðsins af
mikilli festu. Hann er framtíðar
miðjumaður landsliðsins og hefur
gengið í gegnum allan ferilinn, frá
því að vera kjúklingur í liðinu í það
að vera atvinnumaður."
HVER ER STAÐAN Á:
Ragnari Óskarssyni
„Ragnar
hefur verið að
spila mjög vel í
Frakklandi.
Hann hefur
bætt sig
verulega,
sérstaklega
líkamlega. Hann hefur einnig bætt
sig mjög mikið varnarlega og hefur
unnið vel í sínum hlutum. Hann er
mjög vaxandi leikmaður og er í
hörkusamkeppni við til dæmis
Snorra Stein um stöðu
leikstjórnandans en annars er
hökusamkeppni um allar stöður í
liðinu, sem er af hinu góða."
HVER ER STAÐAN Á: ^
Vilhjálmi Halldórssyni
„Vilhjálmur i 1 f
er ungur og <; J. «
efnilegur leik- | i ®
maður sem ég
ákvað að gefa
tækifæri núna.
Hann hefur
verið misjafn í
vetur, átt nokkra frábæra leiki en ég
geri mér vonir um að hann geti gert
góða hluti varnarlega fyrir okkur.
Hann á að geta orðið mjög
frambærilegur varnarmaður og
sóknarmaður; hann er hávaxinn og
er leikmaður sem við erum að leita
að. Hann er mikill keppnismaður
sem lætur stundum skapið hláupa
með sig í gönur en hann hefur
þroskast."
HVER ER STAÐAN Á:
Andra Stefan
„Andri er
enn einn af U-
18 ára Evrópu-
meisturunum.
Ég sá þá spila í
Slóvakíu og þar
gegndi Andri
mjög mikil-
vægu hlutverki sem leikstjórnandi.
Hann er að rnörgu leyti óvenjulegur
leikmaður, sem er af hinu góða, og
hefur staðið sig mjög vel með
Haukaliðinu í vetur. Hann er
einnig farinn að spila vörn hjá
liðinu, sem ég tel af því góða þar
sem hann þarf að bæta sig sem
varnarmaður. Andri er tvímælalaust
leikmaður framtíðarinnar hjá
íslenska landsliðinu."