Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 Fréttir DV Dæmdur en samt í gæslu- varðhaldi Hæstiréttur staðfesti í gær dóms Héraðsdóms þess efnis að ungur síbrota- maður skuli sæta gæslu- varðhaldi til 7. janúar á næsta ári, þótt dómur sé genginn í máli hans. Maðurinn var fyrr í mánuðinum dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir nokkra þjófnaði, fíkniefna- brot, ölvunarakstur og hylmingu. Afbrotin framdi maðurinn í byrjun október og hefur setið í gæsluvarð- haldi frá 16. október. í úrskurði Hæstaréttar er vísað til 103. greinar laga um meðferð opinberra mála en þar segir að halda megi manni í gæsluvarð- haldi ef sýnt þykir að hann haldi áfram brotum. Maðurinn á að baki nær samfelldan sakaferil frá ár- inu 1985 og hefur frá 18 ára aldri hlotið sex dóma fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Gereyðingar smákökur Hertar reglur Bandaríkj- anna um innflutning á matvælum gætu valdið al- menningi erflðleikum nú um jólin. Til að jólasælgæt- ið komist úr landi þarf að senda tilkynningu til mat- vælaráðs Bandaríkjanna. Reglurnar hafa þegar tekið gildi og eiga að koma í veg fyir að ger- eyðingar- vopn berist með matvæl- um. Ein af undanþágunum frá reglunum varðar heimabakstur en hann þarf ekki að tilkynna sérstak- lega. Hvort hryðjuverka- menn eigi eftir að nýta pip- arkökur til illra verka á hins vegar eftir að koma í ljós. Vill Clark í Hvfta húsið Madonna heldur með Wesley Clark og vill að hann hljóti útnefningu demókrata vegna komandi forsetakosninga í Banda- ríkjunum. Þessi yfirlýsing Madonnu hefur að vonum vakið athygli vestra. Söng- konan átti vart orð til að lýsa fundi sínum og Clark nýverið, svo hrifin var hún. „Hann hefur samvisku og svo hefur hann áhuga á andlegum málum. Það skiptir mig máli,“ sagði Madonna. Hún sagði þau hafa rætt hugsanlegt forsetaframboð á fundinum og ekki sé vafi á að Clark sé fæddur leið- togi. „Sá sem hefur verið hershöfðingi jafnlengi og Clark kann að vinna undir miklu álagi. Miðað við stöðuna í dag þá fær hann mitt atkvæði," sagði Madonna. Wesley Clark á í harðri keppni vegna forvalsins og verða úrslit ekki ljós fyrr en í sumar. Húsvörðurinn, Ian Huntley, hefur verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin á Jessicu Chapman og Holly Wells. Innanríkisráðherra Breta hefur fyrir- skipað rannsókn á hvernig Huntley fékk vinnu í skólanum en komið hefur í ljós að hann hefur áður verið sakaður um kynferðisofbeldi gegn börnum. Otrúleg grimmd og miskunnarleysi Það mátti heyra andvarp feginleikans í dóm- salnum í Soham í gær þegar dómur var kveðinn upp yfir Ian Huntley og fyrrum unnustu hans, Maxine Carr. Huntley var dæmdur í tvöfalt lífstíð- arfangelsi fyrir morð á tveimur tíu ára stúlkum, Jessicu Chapman og Holly Wells, sem fundust látnar í skurði í Soham á Englandi í ágúst í fyrra. Maxine Carr, hlaut þriggja ára fangelsi, fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa aðstoðað Hundey við að fremja afbrotin. Tíu kviðdómarar af ellefu töldu Hundey sekan en dómari hafði gert kröfu um að minnsta kosti tíu atkvæði þyrfti til að sakfella í málinu. Blekkingarleikur Dómsalurinn var þéttsetinn við uppkvaðningu dómsins og voru foreldrar beggja stúlknanna við- staddir. Moses dómari ávarpaði Huntley og sagði hann hafa myrt báðar stúlkurnar. „Þú einn veist hvernig þú fórst að því,“ sagði dómarinn og bætti við: „þú hefur ekki grátið vegna stúlknanna held- ur vegna sjálfs þín. Með lygum og blekkingum allt til þessa dags hefurðu aukið þann mikla harm sem þú hefur valdið fjölskyldum stúlknanna," sagði Moses dómari. Hann sagði síðar í ræðu sinni að Huntley hefði sýnt af sér ótrúlega grimmd og miskunnarleysi. Þá vék Moses dómari sér að Maxine Carr. „Þú hafðir fjölmörg tækifæri til að neita þátttöku í blekkingarleiknum. Þú kaust að taka þátt. Ef þér hefði verið annt um fjölskyldur stúlknanna þá hefðirðu sagt rétt og satt frá.“ Röð kynferðisbrota Hundey er einn til frásagnar um hvernig dauða stúlknanna bar að. Hann sagði þær hafa dáið af slysförum á baðherbergi á heimili sínu. Lík þeirra fundust mjög illa út leikin í skurði á fáförnum stað fýrir utan Soham. Dánarorsök verður aldrei að fullu ljós. Frásögn Huntley þótti ekki trúverðug og eftir 17 klukkustundir var niðurstaða kviðdóms sú að Huntley hefði banað stúlkunum. Kviðdómur vissi að Huntíey hafði verið kærður fyrir nauðgun en kæran dregin til baka. Það sem kviðdómur vissi ekki er að Huntley hefur nokkrum sinnum verið sakaður um kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart ungum stúlkum. Þeir atburðir áttu sér stað í Grimsby og víðar fyrir um áratug. Innanríkisráðherra Breta, David Blunkett, hef- ur nú hrundið af stað rannsókn á hvemig stendur á því að Huntley fékk vinnu sem húsvörður í barnaskóla. Einhverra hluta vegna leiddi almenn skoðun á fortíð hans ekkert slíkt í ljós. Venja er að kanna feril allra sem sækja um störf í skólum á Englandi. Röð mála þar sem Huntíey var sakaður um nauðgun eða fyrir að hafa haft samræði við barn- ungat stúlkur er nú að koma í ljós. Svo virðist líka sem Huntley hafi ávallt flutt sig um set þegar slíkar ásakanir komu upp. Mál- in verða ekki fleiri því Ians Huntíey bíður ævilöng fang- elsisvist. Fyrr- um unnusta hans, Maxine Carr, mun hins vegar sleppa að einu og hálfu ári liðnu. arndis@dv.is Holly og Jessica Stúikurnar ætluðu i sakleysi slnu að heimsækja Maxine Carr sunnudaginn 4. ágúst 2003. lan Huntley bauð þeim inn. Þær áttu ekki afturkvæmt. Niðurskurður á Landspítalanum Uppsagnir kynntar starfsfólki Fundað á Kleppi Starfsfólk á geðsviði Landspitalans á Kleppi fékk að heyra um uppsagnir i þeirra röðum á þriðjudaginn. Framkvæmdastjórn Landspítala- háskólasjúkrahúss hefur lokið við fundaröð með hundruð starfs- manna vegna fyrirhugaðra upp- sagna á 200 starfsmönnum spítal- ans. Magnús Pétursson forstjóri seg- ir fólk hafa tekið tíðindunum hátíð- lega. „Fólk tekur þessu af skilningi, hvað annað getur það gert? Æðstu menn þjóðarinnar hafa talað um niðurskurð og þá tekur fólk þetta há- tíðlega," segir hann. Stjórn Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem hún harmar að af- leiðingar samdráttar og yfirvofandi uppsagna allt að 200 starfsmanna á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi hafi ekki verið ræddar opinberlega. Telja hjúkrunarfræðingar að upp- sagnirnar muni hafa í för með sér útgjaldaaukningu hjá öðrum opin- berum stofnunum, vegna aukinnar þarfar fyrir þjónustu í heilsugæslu, vaktþjónustu lækna og sérfræði- læknum. Þá mótmælir miðstjórn Banda- lags háskólamanna uppsögnunum harðlega. „BHM sættir sig ekki við að hundruð einstaklinga missi at- vinnuna með aðgerðum sem flest- um ber saman um að þjóni ekki þjóðhagslegum tilgangi," segir í ályktun bandalagsins. Telja háskóla- menn að sparnaður Landspítalans muni felast í tilfærslu á verkefnum til annarra heilbrigðisstofnana og hann muni þvert á móti leiða til verulegs kostnaðarauka fyrir heil- brigðiskerfið í heild. Á næstunni mun framkvæmda- stjórn spítalans funda með trúnað- armönnum og stéttarfélögum vegna yfirvofandi uppsagna. Gert er ráð fyrir að skýrt verði hverjir verði fyrir uppsögnunum í lok janúar, en Magnús segir að engin stétt eða starfsemi spítalans verði undanþeg- in uppsögnum. jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.