Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Page 3
MÁNUDAGUR22. DESEMBER2003 3
DV Fréttir
Stríð í samfélaginu
Gunnlaugur
Jónsson
Vill semja frið
Sigurjón er dálítið grófur karakt-
er. Hann les klámblöð, stundar
hnefaleika og reykir mikið. Honum
er aftur á móti illa við homma. Hánn
telur samkynhneigð af hinu illa og ef
hann fengi einhverju ráðið, væri
hún bönnuð. Hann vill ekki að börn
séu alin upp við að samkynhneigð sé
í lagi. Sigurjón er ekki trúaður, og er
á móti trúarofstæki, eins og hann
kallar það. Hann heldur að söfnuðir
séu að heilaþvo fólk, og vildi gjarnan
setja þeim skorður með lögum.
Guðfinna er lesbía. Hún hefur
áhyggjur af þeim miklu áhrifum sem
íjölmiðlar hafa á ungar stúlkur. Þær
fá rangar hugmyndir um lífið og til-
veruna að hennar mati. Hún vill
setja fjölmiölum skorður, svo þeir
hafi rétt áhrif á fólk, sérstaklega
unga fólkið. Hún vill einnig ýmis
önnur boð og bönn, sérstaklega til
þess að veita konum tækifæri í sam-
félaginu. Guðfinna er ekki fremur en
Sigurjón hrifin af starfi ýmissa trúar-
söfnuða.
Halidóra er frelsuð. Hún sækir
reglulega samkomur hjá söfnuðin-
um. Hún fylgir orði Guðs eins og
hún getur og iðrast ef hún fer út af
sporinu. Hún vildi gjarnan móta
samfélag sem fylgir orði Guðs. Hún
vill banna klám og samkynhneigð.
Hún er jafnframt á þeirri skoðun að
konur sýni vinnumarkaðnum of
Kjallari
mikinn áhuga, þeirra staður sé á
heimilinu. Hún myndi gjarnan vilja
aðgerðir ríkisins til þess að hvetja
konur til að vera meira hjá börnun-
um sínum.
Vígvöllur lýðræðis
Sigurjón, Guðfinna og Halldóra
búa í lýðræðissamfélagi. Þau nota
kosningarétt sinn til að reyna að
stjórna hvert öðru. Öllum finnst
þeim þau sjálf hafa rétt fyrir sér. Svo
fara lögin í landinu eftir því hvort
það eru nógu margar Guðfinnur og
Halldórur til að banna klám, nógu
margir Sigurjónar og Guðfinnur til
að setja trúarbrögðum skorður og
hvort það eru nógu margar Halldór-
ur og Sigurjónar til að banna sam-
kynhneigð.
Á vígvelli lýðræðisins mætast
þessir hópar. Þeir hafa allir sína hug-
mynd um lífið og tilveruna. Fólk
verður alltaf ósammála, því verður
ekki breytt. Átök af þessu tagi munu
halda áfram.
Eða hvað? Geta hópar sem hafa
mismunandi skoðanir lifað í sátt og
samlyndi? Geta þeir hætt að reyna
að banna athafnir hver annars? Já,
það held ég. Skoðun manns á lífinu
þarf ekki að fela í sér að maður vilji
þvinga henni upp á annað fólk.
Semjum frið
Hvernig væri að gera sáttmála?
Semja frið? Hvernig væri að Guð-
finna fái að stunda kynlíf með þeim
hætti sem hún kýs og losni einnig
við kvaðir um að vera í hefðbundnu
íjölskyldumynstri? Á móti fær Sigur-
jón að skoða klámblöð og reykja.
Svo fær Halldóra að stunda trúar-
brögð sín í friði. Væri þetta ekki upp-
lagt?
Svo geta allir rætt málin, reynt að
hafa áhrif á hvern annan. Það væri
friðsamlegra. Auðvitað gera allir
mistök. En það er skárra að gera
mistök sjálfur, en að aðrir geri mis-
tök fyrir mann, þvingi einhverju upp
á mann, sem kannski er rangt.
Getum við búist við því að fá
frelsi til þess að gera það sem við
viljum, ef við erum stöðugt að berj-
ast gegn frelsi annarra? Ég held ekki.
Það verður ekki friður, fyrr en hann
er gagnkvæmur. Við verðum að vera
tilbúin að semja frið við aðra, til að
njóta frelsis sjálf.
Spurning dagsins
Hvað kosta jólin?
Taumlaus hamingja
„Hátíðin kostar tiltekt, stress og
peninga. Og nýja hrærivél, því eig-
inmaðurinn sem tók að sér bakst-
urinn fyrirþessi jóleyðilagði vél-
ina sem við áttum fyrir. En allt
skilarþetta sérsíðan í taum-
lausri hamingju á aðfanga-
dagskvöld."
„Alltofmikið.
Margir sem
ekki hefur tek-
ist að gefa af
séryfirárið-
jafntog þétt-
ætla að gera
það með veg-
legum gjöfum um jólin. En svo einföld
er veröldin ekki, að slíkt sé hægt."
„Þau kosta
alltofmikið. En
mestu máli í
sambandi við
jólin skiptir
hinsvegar fjöl-
skyldan og
hún kostar
ekkert."
Hrafnhildur Óðinsdóttir,
Jón Már Héðinsson, starfsmaður í 10 -11
skólameistari MA.
„Jólin kosta
bæði krónur,
þrautir og erf-
iði, en efvel
gengur er upp-
skeran hins-
vegar ættingj-
ar sem eru
bæði saddir og
sætir."
„Hátíðin kostar
meira en flestir
eiga og því
fylgir höfuð-
verkur fram á
vor við að
borga Visa-
reikninginn.Að
minnsta kosti
hjá sumum. En vonandi skilarþetta sér
íþeirrijólagleðisem vænst er."
Baldvin Albertsson,
starfsmaður í 10 -11.
Sigurður Helgason,
Umferðarráði.
Jólaljósin lýsa skært „Búið erað halda
uppá jólin með pomp og pragt siðan í októ-
ber, meðan alltof margir svelta hér," segir hér
igreininni.
Gjafir handa
öilum
E.Jóhannsdóttir skrifar:
Bráðum koma jólin. Gjafir handa
öllum. En hvað með jólagjöf handa
afmælisbarninu. Til eru samtök
einsog SOS, ABC og Börne fonden
Lesendur
og þau hjálpa börnum í vanþróuð-
um löndum. Hvernig væri að taka að
sér eitt eða tvö börn fyrir þessi jól og
verða stuðningsaðili. Það eru milli
950 kr. til 1900 kr. á mánuði sem
duga þessum börnum í heilan mán-
uð fyrir skólagöngu, mat og læknis-
hjálp.
En það er til fólk hér sem á meira
en nóg. Ætti að vera aflögufært til að
styðja einstæðar mæður eða aðra
se'm minna mega sín á íslandi, því
fátækin er mikil. Því miður er ríkis-
stjórnin ekki tilbúin að reka stéttir
fátæklinga og hækka laun láglauna-
fólks. í staðinn fara þeir um rænandi
og ruplandi og kreista síðustu
krónurnar út úr sjúkum og gamal-
mennum. Hryllilegt og óttalegt er
það sem við ber í landinu, þar sem
fólksfjöldi er aðeins 280 þúsund
manns.
Af hverju geta ekki allir lifað í sátt
og samlyndi með mannsæmandi
laun handa öllum, þegar við erum
ein ríkasta þjóð heims. Er ekki leng-
ur til mannkærleikur í þessu landi,
þar sem við erum öll meira og
minna skyld hvert öðru. Búið er að
halda uppá jólin með pomp og pragt
síðan í október, meðan alltof margir
svelta hér. Góðærið svokallaða er
aðeins fyrir fáa útvalda.
Hvernig myndi Kristur horfa á
þetta þjóðfélag hér. Ég er hrædd um
að hann myndi gráta, einsog hann
grét yfir Jerúsalem forðum. Hann
sem sagði. „Svo framlarlega sem þér
hafði ekki gert þetta einum þessara
minnstu bræðra, þá hafið þér ekki
heldur gert mér það.“
Ég fékk um 22.000 kr. í desember-
uppbót, en skatturinn tók af mér
20.000 kr., svo þessi svokallaða des-
emberuppbót er nákvæmlega 1.908
kr. Og þetta verður gert við okkur ár
eftir ár. Ríkið gefur, en það tók aftur.
En ráðherrar þurfa að fá meira og
meira og enn meira. Samt vinna þeir
aðeins hluta úr árinu. Hvenær mun
alþýða á íslandi vakna og rísa upp á
móti þessu hrópandi óréttlæti og
botnlausu græðgi stjórnmála-
manna. Ég bara skil þetta ekki.
ítölsksaga
Tryggvi Ólafsson hringdi:
Forsætisráðherra hefur undan-
farið lýst yfir áhyggjum sínum af
eignarhaldi fjölmiðla á íslandi.
Hann vill deila yfir þeim og drottna -
að því er virðist - fyrir utan að Sjálf-
stæðisflokkurinn stjórnar RÚV.
Þetta minnir óneitanlega á hinn
ítalska veruleika þar sem Berlusconi
á fjölda fjölmiðla og er æðsti
yfirmaður ríkisútvarpsins í landinu.
Davíð vill því ná ítölskum tökum á
fjölmiðlun á íslandi - og þó hafa
stjórnmál og stjórnarfar í Ítalíu
hingað til ekki þótt fyrir fyrir-
myndar.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Jólin eru reynast mörgum dýr - en ekki er allt falt með aurum.
**■' ' *t hann skilið
Viper
Hægindastóll meö
stillanlegum hnakkapúða.
Verð áður tauáklæSi
^arfÖOr Nú 87.900,-
VerS áður leðuráklæði
UZr90Or Nú 109.900,-
Ekki missa af þessu!
Birkline
stillanlegur
hnnlrlrnnúði
VerÓ áður tauáklæSi^0*906^Nú 58.900,-
VerÓ áSur leöuráklæðLS^r90O7- Nú 72.900,-