Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 Fréttir DV Framóknar- menn álykta á móti Davíð Tveir útlendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 9. janúar en mennirn- ir eru grunaðir um að hafa ætlað að stunda fjársvik hér á landi. Fyrir rétti í gær kom fram að mennirnir voru að koma hingað í annað sinn. Ungir framsóknarmenn vilja ekki drepa Saddam Hussein. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem þeir sendu frá sér í gær. Þeir vara við því að fara á sama plan og grimmdar- seggir eins og Saddam Husein. „Mikil- vægt er að beita ekki blóð- hefndinni heldur halda fast í lýðræðishefðir og beita þeim til að sigrast á andlýð- ræðislegum öflum,“ segir í ályktuninni. Ekki í anda stjórnarskrár Framsóknarmenn á að það sé bundið í Stjórnar- skrá íslands að dauðarefs- ingar skuli vera bannað- ar og hvetja ríkisstjórnina til að koma þeirri stefnu á framfæri við aðrar þjóðir. „Ummæli Davíðs voru rædd á fundi í gær,“ sagði Haukur Logi, formaður ungra framsókn- armanna. „Menn voru sammála um að vera á móti þeim og vildu sýna þá skoðun í verki með að út- búa þessa ályktun." Taka af lífi nokkrum sinnum I viðtali á Bylgjunni fannst Davíð miður að Saddam hefði ekki haft manndóm f sér til að falla fremur en að nást lifandi eins og synir hans. „Ja, ég myndi nú halda miðað við allt og allt að þá þyrfti að taka hann af lífi nokkrum sinnum til þess að það væri hægt að láta sér lynda við það, þannig að hann á ekkert gott skilið þessi karl,“ sagði Davíð orðrétt. Enga pólitíska hentistefnu Miklar deilur eru um það hvar eigi að rétta yfir Saddam. Arabaríkin hafa mörg hver ekki viður- kennt stjóm fraks og margir telja að það sé úti- lokað að hann fengi sanngjarna dómsmeð- ferð í sínu eigin landi. Ungir Framsóknarmenn vara við því að láta pólitíska henti- stefnu ráða för og segja það skyldu alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að vandað verði til verka. Hvort von er á frekari átökum innan stjórnarflokkanna er óljóst en eins og Haukur Logi seg- ir þá er þessi ályktun fyrsta skrefið. Ekki liggur fyrir hvort Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins er sammála ungliðunum í eigin flokki. Náðu sér í íslenska kennitölu og stofn- uðu ðankareikninga Tveir útlendingar, karlmenn um þrítugt, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 9. janúar en mennirnir eru grunaðir um að hafa haft um- fangsmikil íjársvik hérlendis í bígerð. Mennirnir komu hingað til lands frá París síðastliðinn föstudag. Annar mannanna, sem sagður er Afr- íkubúi, var stöðvaður í Leifsstöð og kom f ljós að hann var með falsað vegabréf. Félagi mannsins var handtekinn á gistiheimili í Reykjavík á laug- ardagskvöld. Hann var með belgískt vegabréf upp á vasann en það reyndist við skoðun vera falsað. Mennirnir tveir voru leiddir fyrir dómara hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þeir viðurkenndu að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum; annar við komuna til landsins og hinn við handtöku. Þá kom upp úr dúrnum að mennirnir voru ekki í sinni fyrstu ferð hingað til lands. Þeir komu hingað í nóvember síðastliðnum og hvor um sig náði sér í íslenska kennitölu hjá Hagstofunni. Þeir notuðu síðan íslensku kennitölurnar til að stofna bankareikninga hérlendis. Þeir viður- kenndu að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum á Hagstofunni og í íslenskum bönkum. Hvað vakti fyrir mönnunum liggur ekki fyrir en mennirnir verða yfirheyrðir frekar næstu daga. Til þess að fá íslenska kennitölu þurfa útlend- ingar að hafa uppáskrift einhvers sem búsettur hefur verið hérlendis í einhvern tíma. Lögreglan verst fregna af því hvort mennirnir tveir hafi átt samverkamenn hérlendis. Lögreglan hefur rök- studdan grun um að mennirnir hafi haft í hyggju að stunda fjársvikastarfsemi hérlendis. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurvelli, sagði í samtali við DV í gærkvöld að rannsókn málsins væri á frumstigi. Pappírar sem mennirn- ir hefðu haft í fórum sínum bentu hins vegar til að þeir hefðu haft fjársvik í hyggju. Þá mun lögregla ætla að skoða hvort tvímenn- ingarnir tengist tveimur Nígeríumönnum sem handteknir voru á Keflavíkurvelli fyrir rúmri viku. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og rennur það út í dag. Heimildir DV herma að farið verði fram á framlengingu þess. Nígeríumennirnir voru teknir með á annan tug greiðslukorta og fölsuð persónuskilríki. Persónuskilríkin pössuðu við kreditkortin. Grunur lögreglu beindist meðal annars að því að mennirnir hygðust kaupa vörur út á kortin hérlendis en úttektarheimildir kort- anna voru mjög ríflegar. arndis@dv.is Leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness Tveir útlendingar eru grunaðir um að hafa skipulagt fjársvik hérlendis. Þeir viðurkenndu fyrir dómi að hafa framvísað fölsuðum skilrikjum á Hagstofu Islands og i bönkum hérlendis. DV Myndir Teitur Dularfull áhrif Stefáns Baldurssonar, Part II Svarthöfði skrifaði um daginn svo- lítinn pistil, þar sem hann vakti at- hygli á einu best varðveitta leyndar- máli íslenskrar samtímasögu, sem sé hinum dularfulla áhrifamætti sem Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri hefur á ótrúlegustu sviðum. Þar vakti Svarthöfði athygli á þeirri ótrúlegu „tilviljun" að skömmu eftir að Stefán lét taka til sýninga leikritið Með fulla vasa af grjóti, þá var maður nokkur tekinn með fulla vasa af grjóti í námunda við leikhúsið og endaði á Kvíabryggju eins og frægt er orðið. Og nú í haust, þegar Stefán ákvað að sýna leikritið John Gabriel Borkman eftir Henrik Ibsen og frumsýna á um jólin, þá leið ekki á löngu þangað til bankamenn í landinu ollu miklu hneyksli og fjölmiðlafári - en Bork- man fjallar einmitt um bankamann sem veldur miklu hneyksli og fjöl- miðlafári. Skömmu eftir að greinin, þar sem ....... Svarthöfði kom fyrstur manna upp um hin dularfullu áhrif Stefáns Bald- urssonar á íslenskt þjóðlíf, þá barst Svarthöfða símtal frá aðila sem kvaðst geta komið upp um enn dular- fyllri ítök sem Stefán hefði í samfélag- inu. Þessi aðili vildi ekki láta nafns síns getið og harðneitaði að gefa Svarthöfða frekari upplýsingar í gegnum síma. „Maður er ýmsu vanur af þessum Þjóðleikhússtjórum," sagði hinn ónafngreindi heimildarmaður. „Manstu ekki þegar Sveinn Einarsson var gripinn með hlustunartæki á skrifstofunni sinni?" Svo Svarthöfði féllst á að hitta þennan „Deep Throat" að kvöldi til í bílastæðahúsinu skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu. Og óhætt er að segja að upplýsingarnar sem Svarthöfði fékk þar hafi orðið til þess að honum rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. „Þú veist hvað er næsta leikrit sem Stefán ætlar að láta frumsýna?" spurði „Deep Throat". „Nei?“ Það er Vegurinn brennur eftir Bjarna Jóns- son, þann sem skrifaði Kaffi. En veistu hvað það leikrit hét upphaf- lega?“ Svarthöfði varð að játa sig sigrað- an. „Jú, það hét Laugavegur brennur! Og veistu hvers vegna var skipt um nafn á því?“ Svarthöfði hristi grímuna. „Jú, rétt eftir að fyrst var tilkynnt um að leikritið yrði sýnt í Þjóðleik- húsinu, manstu hvað gerðist þá? Jú, það varð stórbruni við Laugaveg. Þú manst, Lalli greyið Johns var tekinn grunaður um brunann. Þegar þessi „tilviljun" átti sér stað, þá þótti Stef- áni Baldurs- syni einsýnt að upp kæmist um nánast dul- ræn áhrif sín á samfélagið og einkum og sér í lagi glæpamál. Hann gerði þess vegna Bjarna Jónssyni tilboð sem hann gat ekki hafnað og lét hann breyta um nafn á leikritinu. En vittu til, það er Laugavegurinn sem er þessi „vegur sem brennur" í leikritinu." Svarthöfði staulaðist miður sín af fundi „Deep Throat". Hvað næst, hvað næst? Hann einsetti sér að kanna vandlega verkefnaskrá Þjóð- leikhússins á næstunni. Bara til að vera við öllu búinn! Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.