Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Kvenna kyn-
þokkafyllst
Sænska prinsessan,
Madeleine, er kynþokka-
fyllst sænskra kvenna að
mati lesenda
Aftonbladet.
Madeleine,
eða Madde
eins og Sví-
arnir kalla
hana, skýtur
sænskum
fegurðardís-
um á borð
við Izabellu Scorupco og
Victoriu Silvstedt ref fyrir
rass. Það eru ekki bara Sví-
ar sem kunna að meta feg-
urð prinsessunnar því
spænska útgáfa Hello hefur
útnefnt prinsessuna sem
fallegustu konu heims um
þessar mundir.
Tekinn með
amfetamín
Keflvíkingur á þrítugs-
aldri var tekinn með um
sjötíu grömm af am-
fetamíni á föstudagskvöld.
Að sögn lögreglu var mað-
urinn í ökuferð þegar hann
var stöðvaður við hefð-
bundið eftirlit. Á honum
fannst lítið magn fíkniefna
og var leitað á heimili hans
í kjölfarið. Þar fannst am-
fetamínið. Tveir ungir
menn sem voru staddir í
íbúð mannsins voru einnig
handteknir. Þeim var sleppt
að loknum yfirheyrslum á
lögreglustöð. Málið telst
upplýst.
Áhyggjuraf HÍ
Stúdentaráð Háskóla ís-
lands hefur áhyggjum af al-
varlegum ijárskorti Háskóla
íslands og yfirvofandi aða-
haldsaðgerðum. Segir í
ályktun að ef ekkert veðri
gert blasi við víðtækar
fjöldatakmarkanir sem
geta haft alvarlegar afleið-
ingar. Skólgjöldum er mót-
mælt, sem og víðtækum
fjöldatakmörkunum, og
sagt að því sé aukinn
stuðningur stjómvalda við
Háskólann sé nauðsyn.
Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich, fráfarandi
menntamálaráðherra, þykir
að upplagi vera vinnusamur,
réttsýnn og verklaginn maður.
Hann setur sig vel inn í við-
fangsefni sín og nálgastþau
jafnvel út frá nákvæmni vís-
indamannsins. Sömuleiðis
þykir hann sáttfús maður - og
velviljaður.
Kostir & Gallar
Tómasi Inga er fundið til lasts
að vera ópersónulegur - og
halda fólki í fjarlægð. Eiga til
að vera hrokafullur og enginn
afgerandi húmoristi. Þá geti
hann stundum sett sig í kenn-
arastellingar gagnvart ólíkleg-
asta fólki, en sjálfur var Tómas
menntaskóiakennari á Akur-
eyri i um tuttugu ár.
Dauðri kú og rolluhræjum ásamt sláturúrgangi var sturtað í fimm hlössum á land
ferðaþjónustunnar á Hofi í Snæfellsbæ á meðan heimilisfólkið brá sér til útlanda.
Hætta er sögð á salmónellusmiti. Lögreglu ofbauð viðbjóðurinn þegar hún kom
loks á vettvang og vill að heilbrigðisfulltrúi fjarlægi úrganginn
Hræjum sturtað á
land íerðabónda
Alls kyns úrgangi ægir saman i fjöruborðinu i landi ferðaþjónustujarðarinnar Hofs i Snæfellsbæ. Verstur er þó fjöldi dýrahræja og siáturúrgangur sem dregur að sér varg aföllum mögulegum
sortum; hrafna, veiðibjöllur og tófur.
„Það em dauðar skepnur niðri í fjöru og hrúga
af alls konar öðm drasli. Þetta er ófögur sjón og
lyktin er ekki betri," segir Sigurður Narfason,
ferðaþjónustubóndi á Hofi í Snæfellsbæ á vestan-
verðu Snæfellsnesi.
Sigurður brá sér ásamt eiginkonu sinni til út-
landa fyrr í haust. Þau komu heim á Hof um miðj-
an nóvember. Hann segir það þó ekki hafa verið
fyrr en nýlega að þeim varð ljóst að ekki væri allt
með felldu á landareigninni.
Grunar ákveðinn mann
„Það bönkuðu ferðamenn hér upp á og sögðu
okkur að fjaran væri full af dauðum hræjum. Ég
trúði því nú varla en fór samt strax að skoða. Þá
blasti við ein dauð kýr, slatti af kindahræjum og
sláturúrgangur. Að auki mikið af timbri og öðrum
allra handa úrgangi," lýsir Sigurður aðkomunni
um 300 metra frá bæ sínum.
Að sögn Sigurðar virðist úrganginum hafa ver-
ið sturtað að minnsta kosti fimm hlössum á um 50
metra kafla í fjöruborðinu. Hann segist hafa grun
um hver valdur sé að þessu óhæfuverki en haldi
þeim grun fyrir sig að svo stöddu. Aðspurður seg-
ist hann telja að viðkomandi hafi einfaldlega ætl-
að að spara sér ómak. Ekki sé um persónulega að-
för að ræða.
Lögregiu ofbauð ógeðið
„Það hefur verið í þessu mikið af hrafni og
veiðibjöllu og svo er tófan komin í þetta líka. Ég
hringdi strax í heilbrigðisfulltrúa Vesturlands sem
sagði mér að af þessu stafaði mikil mengunar-
hætta, ekki síst væri hætta á að vargurinn bæri úr
þessu salmónellusmit. Þá væri nú ekki gæfulegt ef
sjórinn færi að dreifa þessu hér um allar strandir,"
segir Sigurður sem setti sig í samband við lögregl-
una að ráði heilbrigðisfulltrúans:
„Þetta er alvarlegur mengunarglæpur sem
Sigurður Narfason „Ég vill að þetta sé fjarlægt,"segirSigurður ferðabóndi á Hofi.
varðar ekki mig einan. Ég tilkynnti lögreglunni
um þetta. Hún kom ekki fyrr en á föstudag; sagð-
ist hafa haldið að þetta væri ekki svona mikið.
Þeim ofbauð ógeðið og sögðust ætla að beina því
til heilbrigðisfulltrúans að hann léti fjarlægja
þetta," segir Sigurður.
Fólk gerir ekki svona lagað
Vetrarhlé er í augnablikinu hjá ferðaþjónust-
unni á Hofi og bíða 35 auð rúm næstu gesta. Sig-
urður segir að reglulegt ferðamannatímabil hefj-
ist að nýju um páskana. Áríðandi sé að losna áður
við hinn ógeðslega úrgang úr íjörunni. Allir sem
séð hafi séu sammála um hversu viðbjóðsleg að-
koman sé.
„Fólk gerir ekki svona lagað. Það er alls staðar
„Þá væri nú ekki gæfulegt ef
sjórinn færi að dreifa þessu
hér um allar strandir."
gámar til að henda drasli og skepnur á að urða. Ég
vil að þetta sé fjarlægt," segir Sigurður Narfason.
gar@dv.is
Lynda Nixon elskar son sinn en getur ekki fyrirgefið honum.
Sonur minn á að fara í gálgann
Lynda Nixon, móðir Ians
Huntley, segist enn elska son sinn
en hún geti ekki fyrirgefið honum að
hafa myrt litlu stúlkurnar, Holly
Wells og jessicu Chapman. „Ég vildi
óska að dauðarefsingar væru við
lýði. Hann er barnið mitt og ég elska
hann. Sonur minn á hins vegar ekk-
ert annað skilið en að deyja fyrir það
sem hefur gert. Ég vildi óska að við
hefðum rafmagnsstól til að binda
endi á líf hans," segir Linda í viðtali
við breska blaðið Daily Mirror.
Huntley var dæmdur í tvöfalt lífs-
tíðarfangelsi fyrir morðin á Jessicu
og Holly. Lynda heldur áfram í við-
talinu og kveðst harma að tiiraun
Huntleys til að svipta sig lífi í fang-
elsinu hafi mistekist. Huntley tók of
stóran skammt af þunglyndislyfjum
og var fluttur í skyndi á sjúkrahús.
„Ég minnist þess að hafa sagt lækn-
unum að ég vildi að hann dæi. Nú sé
ég að það hefði ekki verið sann-
gjarnt. Foreldrar Holly og Jessicu
þurftu að fá vitneskju um hvað kom
fyrir dætur þeirra."
Þegar réttarhöldin yfir Huntley
hófust henti Lynda öllum ljósmynd-
um af syni sínum. Hún lýsir játningu
sonarins: „Hann hvíslaði: Mamma,
ég gerði þetta. Þetta var slys." Hún
sagðist því hafa orðið mjög undr-
andi þegar hann neitaði fyrir rétti að
hafa banað stúlkunum. „Ég hélt það
myndi líða yfir mig. Ég ■ náði vart
andanum."
Daily Mirror greindi frá því að
lögmenn Huntleys hefðu tjáð hon-
um að hann myndi deyja í fangelsi.
Þeir segja að hann muni aldrei öðl-
ast rétt til að óska eftir náðun.
Huntley mun hafa tekið tfðindunum
án þess að sýna nokkur viðbrögð.
Orðrómur er á kreiki um að
Huntley hafi reynt að svipta sig lífi
eftir dómsuppkvaðninguna. Tals-
maður fangelsisins segir þetta rangt.
„Hann er einn í klefa. Það hefur ekki
verið ráðist á hann og hann hefur
ekki reynt að skaða sig." Þá berast
fregnir um að fyrrum unnusta Hunt-
leys, Maxine Carr, hafi orðið fyrir
árás í kvennafangelsinu þar sem
hún dvelur. Líklegt þykir að Carr
þurfi lögregluvernd það sem eftir er
ævinnar en hún sleppur að líkind-
um úr fangelsi að einu og hálfu ári
liðnu.
arndis@dv.is
lan Huntley Lögmenn hans sögðu honum
i gær að hann myndi deyja i fangelsi.