Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Page 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 9
Jacques Vergés vill verja Saddam Hussein 1 komandi réttarhöldum. Hann segist munu kalla alla leið-
toga vestrænna ríkja í vitnastúkuna.
hver let hann fa byssuna?
Franski lögfræðingurinn, Jacques Vergés,
kveðst fús að verja Saddam Hussein í kom-
andi réttarhöldum, verði þess óskað. Hann
sagðist jafnframt myndu kalla alla leiðtoga
vestrænna ríkja fyrir réttinn en það er talið
geta orðið neyðarlegt fyrir lönd á borð við
Bandaríkin og Bretland. Hvort íslenskir
ráðamenn yrðu kallaðir til er óvíst en alls
ekki ómögulegt.
Verges sagðist myndu byggja vömina með-
al annars á þeirrj staðreynd að Saddam hafi
notið stuðnings n'fergra þjóða þegarhann réð-..
ist gegn Kúrdum í Halabaja.
„Þjóðir hins vestræna heims seldu írökum
vopn og sömu ríki hvöttu Saddam til að fara
stríð við íran,“ segir Vergés. Hann segir það
verða grundvallarspurningu í réttarhöldunum
að sömu menn og nú koma fram við Saddam
eins og úrhrak hafi áður verið „vinir" hans.
Saddam hafl tekið í gikkinn en spurt verði hver
lét hann fá byssuna? Hver benti honum á
óvininn fyrir stríðið við íran?
Vergés hefur að undanförnu dvalið í
Jórdaníu þar sem hann hefur undirbúið sig
fyrir vörn Tariq Aziz, fyrrum aðstoðarforsætis-
ráðherra íraks, en hann gaf sig fram við
bandaríska hermenn þegar Bagdad féll í aprfl
síðastliðnum. frr-
Löng réttarhöld
Ákæran gegn Saddam er talin verða í
nokkrum liðum og verður að líkindum miðað
við nokkra lykilatburði í blóði driflnni sögu
landsins; svo sem stríðið gegn íran á árunum
1980 til 1988, útrýmingu Kúrda, innrásina
Kúveit árið 1990 og baráttuna við uppreisnar-
menn Kúrda árið 1991. Talið er að réttarhöld-
in yfir Saddam muni taka að minnsta kosti
fimm ár. Háttsettur maður innan fram-
kvæmdastjórnarinnar í Irak segir það alltof
langan tíma. „Við bindum vonir við að réttar-
höldin geti hafist í lok næsta árs en það er
ómögulegt að segja hvað þau eiga eftir að taka
langan tíma."
Hvað réttarhöldin sjálf áhrærir hefur fyrir-
komulag þeirra ekki verið endanlega ákveðið.
Líklegast er þau fari fram í írak undir alþjóð-
legu eftirliti. Mannréttindasamtök víða um
heim hafa hins vegar kallað eftir því að réttað
verði yfir Saddam fyrir stríðsglæpastólnum í
Haag.
Hápunktur ferilsins
Jacques Vergés er 78 ára og á að baki skraut-
legan feril í lögmennsku. Hann varði hermdar-
verkamanninn illræmda, Sjakalann Carlos, árið
1994. Hann hefur löngum verið talinn einn snjall-
asti lögfræðingur Frakklands og er þekktur fyrir
að taka að sér mál sem aðrir lögfræðingar vilja
ekki. Hann varði til að mynda Klaus Barbie, yfir-
mann Gestapo, sem hafði verið dæmdur tvívegis
til dauða fyrir stórfellda stríðsglæpi. Þá varði
hann einnig eiginkonu Sjakafens, Magdalenu
Kopp. Hún var félagi í Rauðu herdeildinni í
Þýskalandi. Nýverið hefur Vergés setið í nefnd
lögfræðinga sem annast vöm’Slobodans Milos-
evich fyrir mannréttindadómstóli Evrópu. Taki
Vergés að sér vörn Saddams Hussein verður það
vafalaust hápunktur á löngum ferli hans.
Hittust
eftir 65 ár
Það voru fagnaðarfundir í
bænum Kfar %ba í ísrael um
helgina þegar systkini hittust í
fyrsta sinn í 65 ár. Þetta voru þau
Shoshana November og Benny
Shilon. Þau fæddust í Póllandi
og voru börn að aldri þegar hel-
förin hófst. Fjölskylda þeirra
tvístraðist og þau fóru hvort í
sína áttina. Þau lifðu stríðið af
en höfðu ekki hugmynd um af-
drif annarra fjölskyldumeðlima
fyrr en nýverið.
Borðstofustóll/Leður
Lúxus slökunarstóll
m/ áklæði á
frábæru verði Æ
Litir: flöskugrænt,
rústrautt mffff
C Eldhússtólar )
Vandaður hornsófi
Stærð: 270x190 sm.
Leðursófasett 3+1+1
Vandað ítalskt sófasett
á frábæru verði!
Sófasett 3+3+3 m/leðri
Sófasett 3+3+3 m/áklæði
Svefnsófar
V.