Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 Fréttir TtV Impregilo er eitt af stærstu verktakafyrirtækjum heims. Kárahnjúkavirkjun er ekki eina umdeilda verk- ið sem Impregilo hefur tekið að sér en athygli vekur að í öðrum verkefnum hefur ítalska verktakafyrir- tækið verið sakað um mútugreiðslur, milljarða umframkeyrslu, vanefndir gagnvart launþegum auk þess sem Impregilo er talið hafa beitt sér fyrir fangelsun verkalýðsleiðtoga. Lesotho í Suður flfríku Dagblaðið East African greinir frá því í ágúst 1999 að Impregilo (ásamt fleiri alþjóðlegum verktökum í stórum verkum í Úganda og Kenýu) sé hugsanlega viðriðið 2,5 milljón dollara mútumál í Suður-Afríku og Lesotho. Suð- ur-afrískur ráðgjafi í verkinu játar að hafa fyrir hönd Impregilo greitt Masupha Sole, fyrrverandi framkvæmd- arstjóra Virkjunarnefndar Lesotho, 375.000 dollara. Masupha Sole afþlánar nú 15 ára fangelsisdóm fyrir að hafa þegið alls 2 milljónir dollara í mútum frá ýmsum vestrænum fyrirtækjum. Impregilo neitar hins vegar að hafa haft vitneskju um málið. Málið var sérstaklega vandræðalegt fyrir World Bank sem var bakhjarl verks- ins, en þeir höfðu þá nýverið samþykkt reglugerð um að sniðganga verktaka sem gerst höfðu uppvísir af mútu- og spillingarstarfsemi. Impregilo hafi með hjálp lögreglu yfir- bugað 5000 óánægða verkamenn, látið handtaka stóran hluta þeirra sem og einnig ættingja verka- jýðsforingjanna. 13. ágúst 1999 greinir Washington Post frá því að starfsmenn undirverktakans Fastrack við tóm- stundastöðina Coventry’s Leisure World and Arena hafi farið f verkfall vegna samingsbrots af hálfu yfirverktakanna Impregilo og Construction, meðal annars vegna vanefnda á launum. Yfirverk- takarnir tveir neituðu sökum og fór málið fyrir dómstóla. Eftir dómsúrskurð var Construction og Impregilo gert að borga Fastrack tæplega 173.000 sterlingspund: 120.601 pund vegna vanefndra launa auk VAT-skatts, 43.910 pund í skaðabætur, 1.988 í vexti og 8.157 í gerðardómskostnað. Bæði fyrirtækin neituðu að tjá sig um málið. Aðkoma ftakska verk- takafyrirtækisins Impregilo að framkvæmdum við Kárahnjúka hefur ekki verið hnökralaus. Nokkur átök hafa verið við verkalýðsfor- ystu í landinu vegna kjara starfsmanna og aðbúnðar. Framkvæmdin sjálf er enn umdeild. ftalska fýrirtækið hefur talsverða reynslu af umdeildum framkvæmd- mn víða tnn heim og er víða gagnrýnt fyrir framgöngu sína. Hér að neðan eru nokkur nýleg dæmi: Coventry í Englandi Lahore í Pakistan Dagblaðið Dawn gefur Impregilo falleinkunn í úttekt á virkjunarframkvæmdum fyrir- tækisins í Lahore. Impregilo var ráðið til að reisa stíflu fyrir Vams- og orkumálayfirvöld Pakistan og ekki líður á löngu áður en verkalýðsfélög kvarta undan slæmum aðbúnaði verkamanna og sviknum launasamningum. 1998 tilkynnir svo Alþjóðlegt Samband Verka- lýðsfélaganna í Brussel að Impregilo hafi með hjálp lögreglu yfirbugað 5000 óánægða verkamenn, látið handtaka stóran hluta þeirra sem og einnig ættingja verkalýðsforingj- anna. Þann 22. desember gaf forseti Pakistan, að beiðni Impregilo, út skipun um að allir 130.000 starfsmenn fyrirtækisins yrðu sviptir öllum stéttar- og verkalýðsfélagaréttindum sínum og heyra þar með beint undir herinn. Verkinu átti að ljúka árið 2000 en það er óklárað enn þann dag í dag. Impregilo lagði niður alla starfsemi á svæðinu árið 2001, flutti vélar og mannafla heim og vísaði til svokallaðrar „Force Majeur" klausu í samningnum sem kvað á um að orkumálayfirvöld Pakistan þyrftu sjálf að bera allan kosmað af töfum á verki ef vinnuaðstæður og umhverfi væri verkamönnunum hættulegt. Impregilo kvað hættuna stafa af hryðjuverkamönnum en þá var 11. september nýafstaðinn. Tap Pakistan vegna þessa var um það bil 1 milljón dollara á dag, næstu mánuðina. Ilisu-virkjunin íTyrklandi Kali Gandaki virkjunin í Nepal Impregilo sá um að reisa Kali Gandaki virkjunina í Nepal og varð þessi framkvæmd afar umdeild vegna umframkostnaðar sem sóttur var í vasa heimamanna . Dagblaðið Nepali Times fjallar ítarlega um málið. Fram kemur að áætlaður kostnaður við hlut Impregilo var 130 milljón- ir dollara. Vegna óhagstæðra samninga, eða gloppóttra, sem orkumála- yfirvöld Nepal gerðu við fyrirtækið gat Impregilo hins vegar farið fram á viðbótarfé til ffamkvæmdanna hvenær sem þeim sýndist, svo lengi sem ráðgjafi verksins, bandaríska fyrirtækið Morrison Knudsen International, legði blessun sína yfir það. Sérfræðingar áætluðu að framkvæmdirnar hefðu í mesta lagi getað farið 20 milljónir dollara fram úr áætlun. Verkið fór 18 mánuði fram yfir tímamörk, framkvæmdirnar tóku alls fimm ár og þegar Impregilo og Morrison Knudsen höfðu lok- ið sér af hafði fyrirtækið eytt 180 milljónum dollara eða 50 milljónum of mikið. Þetta eru 13 milljarðar króna í umframkostnað. í Ijósi þess að fyrirtækin tvö gátu að hámarki beðið um 50.000 dollara viðbótarfé í hverri einstakri umsókn sést að þau hafa verið iðin við kolann. Orku- málayfirvöld gátu ekkert aðhafst vegna slæmrar lagalegrar stöðu en Impregilo-menn skelltu engu að síður skuldinni á þá, fóru í mál og kröfðust 5 milljón dollara í viðbót í skaðabætur fyrir tafir á verkinu. Impregilo tapaði málinu. Fyrirhuguð stífla á Tikris-fljóti veldur harðdeilum á milli Tyrklands, íraks og Sýrlands. Umhverfisverndarsamtök for- dæma framkvæmdirnar sem útheimta meðal annars flutning á 78.000 kúrdískum íbúum á svæðinu. Það stefnir í harða milliríkjadeilu um málið. Impregilo dreg- ur sig út úr verkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.