Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 18
78 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER2003 Fréttir DV Ég mæli með p Bókasalinn í Kabúl „Ég las Bókasalann í Kabúl eftir Asne Seierstad á ensku á sínum tíma og fannst mér hún vera mjög áhugaverð. Ég gæti vel hugsað mér að lesa hana aftur á íslensku og tel óhætt að mæla með þessari bók fyrir alla.“ Stefanía Traustadóttir Miðnæturbörn „Það eru nokkrar bækur sem ég get hugsað mér að lesa um jólin. Þar á meðal eru Da Vinci lykillinn og Bókasalinn í Kabúl auk þess sem ég held að Mið- næturbörn eftir Salman Rushdie geti verið áhuga- verð. Ég hef heyrt góða hluti um þessa bók og Rushdie er býsna góður höfundur." öm Ragnarsson Da Vinci lykillinn „Mér lýst afskaplega vel á Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown og ég hef mik- inn áhuga á að lesa hana yfir jólin. Ég hef lesið fjöl- margar umíjallanir um bókina sem hafa ílestar ver- ið mjög jákvæðar. Ég held að þetta geti verið mjög áhugaverð lesning." Páll Jóhannsson Don Kíkóti „Bókin sem ég myndi helst mæla með og langar einna mest tU þess að lesa er Don Kíkóti eftir Miguel de Cervantes. Ástæðan fyrir því er afsakplega einföld, þetta er bara besta skáld- saga sem samin hefur ver- ið.“ GuðnýAradóttir Ég hef alltaf óttast ÞIG mjög með voldugt stálið, öflugt vopn yfirskeggið netta og arísku, ísbláu augun maður bryndrekanna, maður bryndrekanna ... ó, þú Ofangreint textabrot er þýðing á nokkrum ljóðlínum úr „Daddy", einu af þekktari ljóðum hinnar frægu Sylviu Plath sem þráði ekkert heitar en verða dáð og virt skáld- kona. Þá verðskulduðu virðingu hlaut hún því miður ekki fyrr en mörgum árum eftir dauða sinn, en meira um það síðar. Víkjum að þýð- ingunni: Hún er í einu orði sagt öm- urleg og skilar í engu angistinni og sársaukanum sem býr í ifumtextan- um eins og forvitnir geta komist á snoðir um með því að glugga í ljóða- safn Sylviu, Collected Poems. Þetta get ég sagt hreint út því þýðingin er eftir sjálfa mig! Þó slæm sé vil ég samt fullvissa lesendur um að hún kostaði töluverð heilabrot með til- heyrandi hárreytingum og símtöl- um út og suður. Hugsanlega hefði mér tekist að gæða textann ein- hverju broti af þeim krafti sem hann býr yfir á frummálinu ef ég hefði eytt í hann einhverjum sólarhringum í viðbót. En þetta er einungis vanmáttug tilraun sem ég fann mig knúna til þess að framkvæma í löngun til þess að sýna fram á mikilvægi íslenskra þýðenda á stórvirkjum erlendra höf- unda. Þeirra sem sitja „nafnlausir" í brjálæðislegri glímu við erlend orð mánuðum saman. Og ekki bara undarleg orð og orðaleiki, heldur stíl, framandi umhverfi og persónu- sköpun sem er oftar en ekki fjarri þeirra eigin reynsluheimi. Af glímunni afstaðinni er afrakstrinum skilað til bókaútgefanda, lesenda og gagnrýnenda sem í umfjöllunum sínum minnast yfirleitt á þýðand- ann í örfáum klisjukenndum orðum, ýmist lof eða last. Síðan ekki söguna meir. Þrátt fyrir þessa lítilmótlegu meðferð láta þýðendur hvergi deig- an síga og á hverju ári fáum við í hendur vandaðar þýðingar á stór- virkjum erlendra höfunda. Með þeim fylgir hvorki blóð, sviti, tár né svimandi háir símreikningar þýð- andans, sem betur fer, bara dásam- legir textar á íslensku og í kjölfarið: „Frábær höfundur, frábær bók, því- lík snilld, ekkert smá plott - o.s.frv." Svo spyr kannski einhver: „Hver þýddi?“ Því miður verður oft fátt um svör. „Jú, það var einhver Atli, eða var það Elísa eða ... æi ég man það ekki! Skiptir það máli?“ Já, það skiptir máli! Það sanna þær fjórar bækur sem hér verður frá sagt. „Það var framinn glæpur" Bókarkápa sögunnar Friðþæging er sérlega aðlaðandi. Hún er svart- hvít og sýnir unga telpu í hvítum kjól hvíla á gömlum, máðunt tröppum með hönd undir kinn. Það er eitt- hvað mystfskt við myndina sem lað- ar mann ósjálffátt að og það sem býr að baki kápunnar er ekki síður gríp- andi. Sagan spannar langan tíma, frá árinu 1935 til okkar daga. í upp- hafi sögunnar verður hin 13 ára Briony sjónarvottur að hversdags- legu atviíci sem hún rangtúlkar í sín- um skáldlega huga. Briony dreymir um að verða rithöfundur og dundar sér stöðugt við að skrifa sögur og þegar sagan hefst hefur hún skrifað leikritið Raunir Arabellu til heiðurs Friðþæging eftir lan McEwan Briony, söguhetja Friðþægingar eftir lan McEwan, vinnur sem hjúkrunarkona isiðari heimsstyrjöldinni. Um leið og hún hlynnir að helsærðum hermönnum gefst henni timi til að íhuga sinn eigin glæp og afleiðingar hans. bróður sínum sem er að koma í heimsókn. Hið ofurdramatíska leik- verk nær þó aldrei sjónum heimilis- fólks og gesta því hið óvænta atvik sem hún verður vitni að verður tfi þess að Briony tekur til við að svið- setja nýtt leikverk sem allir hennar nánustu eiga beina eða óbeina þátt- töku í. í kjölfarið fer af stað atburða-. rás sem hefur skelfilegar afleiðingar Friðþæging lan McEwan Bjartur 2003 Þýðandi: Rúnar Helgi Vignisson í för með sér; aðskilnað, óttá, kvöl og dauða. Innst inni áttar stúlkan sig á að í fljótræði og afbrýðisemi hefur henni tekist að búa til alvöru harm- leik sem engin leið er að afstýra. Mörgum árum síðar gerir hún til- raun til þess að rétta fram sáttahönd en þá er skaðinn orðinn svo mikill að Briony getur á engan hátt bætt fyrir brot sitt. í flónsku bernskunnar verður henni á að túlka sárasaklaus- an atburð á allt of skáldlegan hátt og fremur þannig glæp sem hún má líða fyrir allar götur síðan. Sem göm- ul kona lítur hún yfir farinn veg og reynir í æðruleysi ellinnar að sætta sig, og lesanda, við orðinn hlut en þó lokaorðum bókar ljúki í sátt er fyrir hendi ákveðið tómarúm. Friðþæging er afar sársaukafull bók sem í fyrstu virðist bara tengjast einni fjölskyldu en harmurinn nær áður en yfir lýkur að teygja sig víðar en nokkurn hefði órað. Hér er einnig skyggnst inn í stríðshrjáða Evrópu seinni heimsstyrjaldarinnar og fylgst með einni aðalpersónunni, Robbie Turner, berjast við að halda lífi með ástina eina að vopni. Ástin er einmitt einn helsti drifkraftur sög- unnar og eins og ósjaldan hefur ver- ið sýnt fram á, bæði í lífi og skáld- skap, fær sanna elskendur ekkert að skilið. Ekki einu sinni þjáningin. Hin mikla ást sem hér birtist linar þó ekki nema að örlitlu leyti depurð les- andans því fórnirnar sem elskend- urnir þurfa að færa eru allt of miklar og svo óendanlega óréttlátar. Frið- þæging sýnir á verulega áhrifaríkan hátt hvernig smávægileg mistök bams umbreytast í glæp ef þeir full- orðnu hafa ekki varann á. Hér er sögð saga splundraðrar fjölskyldu sem hlýtur að líða lesanda seint úr minni og kæmi ekki á óvart þó hún hvetti einhvern til að skilgreina að nýju sýn sína á ástina, fegurðina og lffið. „Snjöll, glæsilega skrifuð og umfram allt spennandi!" Ef það er eitthvað sem gagn- rýnendur verða seint uppiskroppa með þá era það klisjur og sjaldan þörf á að stela þeim. Þó freistaðist undirrituð til þess í þetta skiptið en þessi líka fína klisja blasir við á bók- arkápu Svo fögur bein og er vísunin í ónefndan gagnrýnanda The Times. Hér er vel að orði komist, þetta er virkilega mögnuð saga og þræl- spennandi í lipurri og vandaðri þýð- ingu Helgu Þórarinsdóttur. Söguefni Alice Sebold er þekkt af síðum dagblaða um heim allan, saga af barni sem hverfur og kemur aldrei í leitirnar. Svo fögur bein er enginn skemmtilestur, svo mikið er víst, en hún heldur manni við efnið, ekki síst vegna óvenjulegs sjónahorns. Þegar lesandinn mætir aðalsöguhetjunni Súsý Salmon í fyrsta sinn þá er hún komin til himnaríkis. Hún bjó í litl- um smábæ í Bandaríkjununt en þar fara óvættir á kreik að kvöldlagi rétt eins og víðast hvar annars staðar. Einum slíkum mætir hin fjórtán ára gamla Súsý þegar hún er á leið heim úr skóla. Sá hremmir hana, nauðgar og limlestir og skilur eftir fjölskyldu í nauð og spurn svo árum skiptir. Á milli þess sem Súsý fylgist með eftir- lifendum á jörðu niðri kannar hún ríki sitt sem er þeim eiginleikum gætt að allt sem hún óskar sér birtist sjálfkrafa fyrir augum hennar. Stærstu óskina fær hún þó aldrei uppfyllta: Að vera aftur með fólkinu sem hún elskaði. Tilraunir hennar til að nálgast fólkið sitt eru átakanlegar en það er ekki hún sem kvelst mest, heldur þeir sem eftir lifa. Fyrstu vik- urnar eftir dauðann fylgist Súsý með morðingja sínum afmá merkin um hinn illa verknað sinn og hún horfir á skelfingu lostna ættingja halda í veikburða von um að Súsý finnist. Eftir því sem mánuðurnir líða ein- angrast foreldrarnir í sorg sinni og fjarlægjast hvort annað, systir Súsýj- ar kemur sér upp töffaraskel til að lifa dagana af og yngsta barnið, sem er aðeins fimm ára strákur, reynir í örvæntingu að skilja merkingu orðs- ins „farin". Lesandinn fylgist með ofan úr himnaríki Súsýjar og er full- ur trega og reiði, aðallega vegna þess

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.