Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Qupperneq 19
1>V Fréttir
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 19
að á meðan fjölskyldan splundrast
hægt og hægt heldur morðinginn
uppteknum hætti. Ákveðinn grunur
kviknar í tengslum við morðingjann
en þar sem löggan sér sig ekki færa
um að staðfesta gruninn er ekkert
hægt að gera.
Alice Sebold vinnur mjög vel úr
þeim mesta harmleik sem yfir eina
íjölskyldu getur dunið. Tilfinningum
eftirlifenda eru gerð einstök skil og
mesti hryllingurinn er á einhvern
undarlegan hátt mildaður með
stöðugri viðveru hinnar myrtu. Við
fylgjumst með því hvernig fjöl-
skylda, vinir, svo og Súsý sjálf nær að
„sætta" sig við örlög sín og í sögulok
eru persónurnar byrjaðar að raða
saman brotinni tilveru með vonina
að vopni. Höfundur brýtur upp
hefðbundinn, raunsæjan frásagnar-
hátt með sögumanni sem talar frá
„gröf ‘ sinni en af þvf hann nær ekki
sambandi við þá sem eftir lifa er trú-
verðugleika raunsærrar frásagnar
haldið. Því er það nokkuð á skjön við
söguna í heild þegar frásögnin fær
skyndilega á sig töfraraunsæjan blæ
með þeim afleiðingum að Súsý nær í
örstutta stund tengingu við heiminn
sem hún hefur yfirgefið. Hér er að
verki heldur yfirdrifm tilhneiging í
þá átt að láta söguna enda enn betur
en vonir standa til. En svo má spyrja:
Hvað veit maður annars um lífið og
það sem handan þess er? Og er ekki
í lagi að trúa því stundum að krafta-
verkin gerist enn?
Til hvers lifi ég?
Þetta er stór spurning sem kveð-
ur víða við í kveðskap Sylviu Plath.
Þeir sem til hennar þekkja vita að
hún var stórfenglegt ljóðskáld og í
dag er hún talin vera í hópi merk-
ustu skálda Bandaríkjanna. Hún
fæddist 1927, gekk að eiga breska
skáldið Ted Hughes en sambúð
þeirra varð stormasöm, auk þess
sem henni þótti hann skyggja á sig
sem skáld. Sylvia vildi vera elskuð
takmarkalaust. Þá ósk fékk hún ekki
uppfyllta. Hún vildi verða virt og dáð
skáld. Það rættist eftir dauða henn-
ar. Einnig má teljast kaldhæðnislegt
að aðeins örfáum árum eftir lát
hennar voru kvenréttindakonur um
víða veröld teknar til við að viðra
þær hugmyndir sem svo óralengi
höfðu kraumað í vitund Sylviu og
glöggt koma fram í Glerhjálminum
en sú saga er að hluta til ævisöguleg.
Glerhjálmurinn
Sylvia Plath
Vorið 1953 vann Syivia um tíma á
ritstjórn tímaritsins Mademoiselle.
Starfið var afar erfitt og krefjandi.
Hún var látin endurskrifa sömu
greinar aftur og aftur og vegna ára-
langrar æfingar í fullkomnunar-
áráttu einangraðist hún í stórborg-
inni. Glerhjálmurinn hefst einmitt á
lýsingu á andrúmsloftinu í NewYork
en sú lýsing er einkennandi fyrir líð-
an Sylviu á þessum tíma: „Þetta var
undarlegt og þjakandi sumar, sum-
arið sem þeir tóku Rosenberg-hjón-
in af lífi með raflosti, og ég vissi eig-
inlega ekki hvað ég var að gera í New
York. Ég veit ekkert um aftökur. Mér
verður óglatt við tilhugsunina um
líflát með raflosti, en það komst ekk-
ert annað að í blöðunum - úteygðar
fyrirsagnir störðu á mig á hverju
götuhorni og við fúla munna neðan-
jarðarlestanna er lyktuðu af salt-
hnetum. Þetta kom mér ekkert við,
en ég gat ekki hætt að hugsa um
hvernig það væri að vera brennd lif-
andi í gegnum hverja einustu taug
líkamans."
Athyglisverður er hinn brota-
kenndi stíll, það hvernig sögukona
hvarflar til skiptis frá örlögum Ros-
enberg-hjónanna og samsamar þau
eigin líðan. New York er í raun sama
og helvíti í hennar augunum, heit og
illa þefjandi. Hún reynir að einbh'na
á örlög hjónanna en fyrr en varir
smjúga hennar eigin kenndir inn,
tilfinningar fullar köfnunarkenndar
og innilokunar. Einnig kallast upp-
hafssenan á við örlög söguhetju síð-
ar í bókinni þegar hún er neydd til
að gangast úndir raflostsmeðferð
sem alþekkt var á árum áður til að
koma „vitinu“ fyrir þá geðsjúku!
Glerhjálmurinn er að mörgu leyti
barn síns tíma en meistaraverk engu
að síður og því mikið fagnaðarefni
að hún skuli loksins vera komin út á
íslensku, fjörutíu árum eftir ritun
hennar. Ekki er heiglum hent að
berjast við myndríkan texta hennar
svo úr verði annað en óskapnaður.
En það tekst Fríðu Björk Ingvars-
dóttur dæmalaust vel að forðast og á
hún heiður skilinn fyrir að birta okk-
ur ljóslifandi hina hrelldu Sylviu
Plath en líka hina fyndnu og kald-
hæðnu sem í mörgum af dásamleg-
ustu köflum bókarinnar togar karl-
peninginn og úr sér gengna hug-
myndafræði sundur og saman í
háði. Glerhjálmurinn á í þýðingu
Fríðu Bjarkar heima á öllum nátt-
borðum kvenna þessa lands, frá
átján og upp í áttrætt.
„Ævintýri eru eldfim, bæði
lífs og liðin"
Að mér hvörfluðu hvað eftir ann-
að þessar ljóðlínur Stefáns Harðar
Grímssonar þar sem ég sat við lest-
ur Ævintýri Artúrs Gordons Pym,
ævintýri sem var skrifað fyrir löngu
Ævintýri Artúrs Gordons Pym
Edgar All- an Poe IHÍPÁ&^IIAX
figu
Skjaldborg 2003 Þýðandi: Atli Magnússon .1 Jjn '
GowMÍlhi
■HHi
síðan. Sum ævintýri eru nefnilega
þess eðlis að þau hætta aldrei að
vera eldfim. Þó aldir líði býr í þeim
sami galdur og fékk hárin til að rísa
á fyrstu viðtakendum þess. Galdur-
inn getur hinsvegar glatað sér ef
sögumaður gætir ekki að sér, ég tala
nú ekki um ef færa á töfrana fram
um svo sem eins og tvær aldir og á
öðru tungumáli en hann var fyrst
fram borinn. Yfirlestur á þýðingu
Bell Jar kallaði fram nettan kvíða-
skjálfta (sem var óþarfúr eins og
fram er komið) og sama má segja
um Ævintýri Artúrs Gordons Pym.
Ég var að því komin að leggjast í
samanburðarfræðin og týna mér í
smásmugulegum athugasemdum
um merkingar, orð og stil en sem
betur fer jarðaði letin mig að þessu
sinni. Ég renndi yfir fyrstu síðuna og
þar með var jarðsambandi tapað. Ég
gleymdi mér gjörsamlega í dásam-
legu ævintýri hrollvekjumeistarns
Poe frá árinu 1837, í frábærri þýð-
ingu Ada Magnússonar. í þessari
lengstu sögu sinni segir Poe frá
unga manninum Artúr Gordon Pym
sem óvænt heillast af sjónum og
kyngikrafti hans. Honum tekst að
svindla sér um borð í hvalveiðiskip
með aðstoð vinar síns en það sem í
upphafi átti að vera hugguleg sigl-
ing um heimsins höf umbreytist í
hrikalegar raunir; uppreisn um borð
í skipinu, viðbjóðsleg fjöldamorð,
hungursneyð, mannát og kynni við
skelfilega villimenn sem reynast
vera úlfar í sauðagæru, svo ekki sé
meira sagt. Stíllinn er drungalegur,
þrunginn ótta og óhugnaði og þegar
einni ógn er afstýrt gefur sögumað-
ur aðra til kynna með yfirlýsingum
þess eðlis að þessar hremmingar
hafi aðeins verið smávægilegar (þar
með talið mannát) og þannig er
hvergi slakað á spennunni, þar til
yfir lýkur. Sögunni lýkur reyndar á
allt annan hátt en lesendur eiga að
venjast í tengslum við hefðbundnar
spennnusögur en það ætti engjan
að ergja - a.m.k. ekki þá sem kann-
ast við Poe og lífshlaup hans. Þeir
sem ekki þekkja til þessa ólánssama
snillings en eru elskir að töfrandi
textum og ævintýrum sem eru eng-
um lík er bent á að nú sé tími til að
tapa sér.
Þær þýðingar sem hér hefur verið
minnst á einkennast allar, þó ólíkar
séu, af hryllingi, sorg, depurð, kvíða
og dauða í einhverjum mæli og má
vera að sú staðreynd fæli einhverja
frá. Vonandi sem fæsta því hér er
um meistarastykki að ræða sem allir
unnendur góðra bókmennta ættu
að næla sér í við íyrsta tækifæri.
Sigríöui Albertsdóttir
Þær vinsælustu
Samkvæmt starfsmönnum bókabúðanna eru eftirtald-
ar bækur á ensku meðal þeirra sem mikið er spurt um
þessa dagana.
Bad Men eftir John
Connolly
Þessi bók er í efsta sætinu
þessa dagana hjá bókaversl-
unum af þeim sem eru á
ensku. Connolly hefur verið
vinsæll höfundur síðustu ár
og þetta er ekki eina bókin
hans á list-
anum.
Þetta er
tryllir að
hætti höf-
undarins
en hann
hefur áður
gefið út
bækur á
borð við The Conspiracy
Club og The White Road.
Prey eftir Michael
Crichton
Bækur Crichton hafa áður
notið mikilla vinsælda, t.d.
bókin
Timeline.
Að þessu
sinni fjallar
Crichton
um smá-
gerð vél-
menni sem
sleppa af
tilrauna-
stofu og hafa það á dagskrá
að eyða mannkyni. Spennu-
saga sem gæti hitt í mark hjá
unnendum slíkra skáldsagna.
The King of Torts eftir
John Grisham
Höfundin
þarf vart að
kynna fyrir
bókaorm-
um en hann
hefur notið
fádæma
vinsælda
undanfarið.
The King of
Torts er lög-
fræðitryllir sem á sér stað í
Washington þar sem Clay
nokkur Carter fer að rann-
saka mál ungs drengs en áður
en hann veit af er hann flækt-
ur inn í samsæri sem ekki sér
fyrir endann á.
Night Watch eftir Terry
Pratchett
Lögreglumaðurinn Vimes
lendir í því að ferðast aftur í
tíma þegar hann er að eltast
við glæpa-
rnann. Þar
þarf hann
að glfrna
við alls
kyns
vandamál
en fyrst og
fremst að
passa sig á
því að breyta ekki framgangi
sögunnar svo að hann snúi
nú aftur til þeirrar framtíðar
sem hann þekkir.
Bridget Jones's Diary
eftir Helen Fielding
Kvikmyndina Bridget Jo-
nes’s Diary þekkja allir en hún
var gerð eftir að bókin hafði
slegið rækilega í gegn. Fram-
hald af þessari bók er nú
einnig fáanlegt og von er á
nýrri kvikmynd. Samkvæmt
sölufólki í
bókabúð-
unum er
mikið spurt
urn þessa
bók á
ensku, jafn
vel þótt
hún sé til á
íslensku.
TheThin Pink Line eftir
Lauren Baratz-Logsted
Bókin íjallar um unga
stúlku sem kemst að því að
hún er ólétt og öll athyglin
beinist í kjölfarið að henni.
Þegar hún kemst svo aftur á
móti að því
að um mis-
tök voru að
ræða og
hún er í
rauninni
ekki ófrísk
heldur hún
hins vegar
áfram að
segja fólki að hún sé með
barni. Þetta er fyndin saga
sem konur víða hafa haft sér-
staklega gaman af.
Porno eftir Irvine Welch
Trainspotting þekkja flest-
ir en sú bók, og síðar kvik-
mynd, skaut höfundinum Ir-
vine Welch upp á stjörnu-
himininn. í bók-
inni fáum
við að
heyra
meira af
heróín-
sjúkling-
unum frá
Edinborg
og vinum
þeirra. Til-
valið fyrir þá sem ekki fengu
nóg eftir Trainspotting.
Bush at War eftir Bob
Woodward
Höfundurinn Bob Wood-
ward nýtur virðingar meðal
margra og hér fjallar hann
um forseta
hins
frjálsa
lieims,
George
Bush og
stríðin
sem hann
hefur
staðið í
frá því hann
settist að í Hvítahúsinu.
The Queen's Story eftir
Marcus Kiggel og Denys
Blakeway
Þeir sem eru forvitnir um
feril drottningarinnar bresku
og fjölskyldu hennar hafa ef-
laust mjög gaman af þessari
bók. Bókin
segir frá ævi
drottningar-
innar og
þeim
vandamál-
um sem hún
hefur staðið
frammi fyrir
sem hafa
verið allmörg síðustu ár.
t|:Í?EEN’S
STORY
Hey Dude, Where's My
Country? eftir Óskarsverð-
launahafann Michael Moore
er hér með bók sem fjallar
um bandaríska ráðamenn og
hvernig þeir hafa farið með
völd sín, almenningi til
óbóta. Nýlega kom út þýðing
á bókinni hans um Heimska
hvíta karlmenn en Hey
Dude, Where’s My Country?
er meðal þeirra bóka sem
fólk hefur
spurt
hvað mest
um sfð-
ustu vikur.