Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 21
Fókus DV
DV Fókus
Nektardansstaðurinn Goldfinger var að gefa út sitt fimmta dagatal. Dagatalið kom ekki út í fyrra vegna háva^rra mótmæla frá sumum köntum, en Ásgeir Davíðsson eigandi
staðarins segir að kröfurnar um endurkomu þess hafi verið enn háværari. Það er nú komið aftur, og í tilefni af því hélt Geiri partý. Valur Gunnarsson var á staðnum og
ræddi við gestina.
SáMingar
I Kópavoginum er allt öðruvísi.
Allt er stærra, bílarnir, húsin, versl-
unarmiðstöðvarnar, fólkið. Og þar
er staður þar sem bjórinn flæðir eins
og vín, og stelpurnar vilja tala við
mann. Og þær eru allar á nærfötun-
um líka. Þegar maður gengur inn á
Goldfmger líður manni eins og mað-
ur sé staddur í draumi, og ef maður
lokar augunum í augnablik finnst
manni næstum eins og hann gæti
ræst.
Geiri gleður einmana sjó-
menn
Geiri stendur glaður í dyrunum,
enda ekki ástæða til annars en að
vera kátur, því ekki nóg með að
dagatalið sé komið aftur, heldur er
hann búinn að missa um 20 kíló á
undanförnu ári. Galdur Geira er
megrunarkúr sem bannar allt át eft-
ir klukkan 6 á kvöldin, og hefur skil-
að árangri, en Geiri segist samt
hlakka til að vera kærulaus um jólin.
Hann réttir mér dagatal Goldfinger
2004, sem hann framleiðir og gefur í
skip til að gleðja einmana sjóara.
Hann hefur gefið slíkt plakat út á
hverju ári síðan 1999, en ekki þó í
íyrra vegna hinna miklu deilna sem
stóðu þá um súludansstaði. Hann
sagði að síminn hjá honum hafi ekki
stoppað vegna kvartana yfir
plakatleysinu, enda hafa einmana
sjómenn þá ef til vill ekki haft neitt
fýrir stafni. Ég tek við dagatalinu,
fletti síðunum, og verð ástfangnari
með hverjum mánuðinum.
Burt með femínismann
Og þegar ég kem inn situr hún
þar, sjálf ungfrú nóvember. Nóvem-
ber er sæt, Nóvember er sænsk,
Nóvember er klár. Nóvember klæð-
ist g-streng og gylltum brjóstahald-
ara og er ekki hrifln af femínistum.
„Það gengur ekki að láta konur
ráða,“ segir hún. „Konur eru alltaf að
keppa við menn og að reyna að vera
betri en þeir, þegar þær eru ekki að
keppa við hvora aðra. Karlmenn
eiga auðveldara með að taka ákvarð-
anir sem eru öllum fyrir bestu, en
við fæðum börnin og hugsum um
fjölskylduna og það sem okkur er
næst. Við þyrftum að losa okkur við
femínismann. Karlmenn og konur
eru ekki eins,“ segir hún. „Við erum
öll jafn mikils virði en ekki eins.“
Geiri kallar á hana og biður hana
um að stilla sér upp á mynd. Hún
hafnar því, þar sem hún segist vilja
eiga sér líf utan vinnunnar. „Snúðu
þá bara bakhlutanum í vélina," segir
Geiri. „En þá þekkja allir mig á rass-
inum," segir Nóvember.
Engar regiur á íslandi
Hún vann áður á dansstað í Sví-
þjóð og kláraði fyrsta árið í verk-
fræðinámi, en hefur nú lögheimili á
íslandi og kann mun betur við sig
hér. „í Svíþjóð þurfti maður alltaf
að bíða þangað til karlinn var búinn
að rúnka sér. Ef hann hafði ekki gert
það þegar dansinn var yflrstaðinn
var maður sendur aftur inn í klef-
ann þangað til hann var búinn að
klára. Ég sá svo mikið af typpum
þarna að ég fékk ógeð á þeim um
stund. En hérna fær maður að ráða
alveg sjálfur hvað maður vill gera.“
Það er þó sumt sem hún kann ekki
við á íslandi. „Það eru engar reglur
hérna með neitt. íslenskar stelpur
eru vanar að láta grípa í sig á
skemmtistöðum og svo er alltof
mikið dóp hérna. Ég hafði aldrei
séð dóp í Svíþjóð og prófaði það
fyrst hér, þó ég sé ekki hrifinn af
því.“ Hún tekur þó fram að hún hafi
aldrei séð eiturlyf á Goldfinger,
heldur á hún við skemmtistaði
miðbæjarins.
Stripp hollara en sjónvarp
„Sálfræðingur er maður sem fer á
nektardansstaði og íylgist með
áhorfendum," sagði skáldið og ég
var eftir nokkra klukkutíma í Kópa-
voginum farinn að verða jafn
ónæmur fyrir sveittum líkömum og
sveiflandi brjóstum og mannfræð-
ingur meðal ættbálka í Afríku.
Magnús Ver situr valdsmannslegur
og fylgist með að allt fari vel fram.
Erpur Eyvindarson spjallar við
ljósku í rauðum kjól og virðist
skemmta sér vel. Par sem kallar sig
Halldór og Kolbrún (þú skrifar ör-
ugglega Halldór fýrst, er það ekki?
spyr Halldór) virðast þó skemmta
sér enn betur. „Ég myndi vilja fá
miklu fleiri strippklúbba," segir Kol-
brún. „Það er gott andrúmsloft
hérna, maður hittir fólk frá öllum
löndum og maður veit aldrei hvað
gerist næst. Konur frá ráðaneytinu
tengja þetta við vændi en það er
öðru nær. Það er alltaf verið að halda
klámi að börnum í gegnum MTV og
annað, en hingað koma bara þeir
sem hafa áhuga og aldur til. Þetta er
heilt, það sem er í sjónvarpinu er
það ekki.“
Konan í prívatshow meðan
karlinn situr frammi
„Kolbrún Halldórsdóttir er að
neita því að lífið sé skemmtilegt,"
bæti Halldór við. „En það er ekkert
rétt eða rangt í þessu lífi.“ Parið
hefur verið saman í 19 ár og
skemmtir sér gjarnan á Goldfinger,
og hún hefur reyndar stundum far-
ið í prívatdans án hans með „ein-
hverjum ríkum trillukörlum," eins
og hún orðar það, meðan hann
beið. „Kvenmannslíkaminn er fag-
ur og í raun miklu fegurri en karl-
mannslíkaminn. Maður á að njóta
hans og mér finnst að það mætti
gera fleira eins og að borða sushi af
bringum og bökum.“ Hún talar oft
við stúlkurnar. „Þær eru eins og sál-
fræðingar. Hingað geta menn kom-
ið og talað um raunir sínar og þær
hlusta." Ég reyni að gera það upp
við mig hvort það sé fjárhagslega
hagstæðara að fara á Goldfinger
eða til sálfræðing með hugsanlegar
flækjur. Man þó í fljótu bragði ekki
eftir neinum sála sem analýserar
mann á g-streng.
Segja Aprú að koma til bjargar
Efhún getur mig fundið
Hefði Tom Waits sungið ef hann
væri íslendingur og vonlaust skáld,
staddur í Kópavoginum. Nóvember
sat enn ein og andlit hennar ljómaði
þegar ég nálgaðist hana. „Ég var ein-
hvern tímann að spá í að læra að
verða blaðamaður. Eða kannski ég
gerist lögfræðingur eða jafnvel
stjórnmálamaður. Eða mögulega
klára ég verkfræðina," sagði hún.
„Ég hef það á tilfinningunni að ég
eigi ekki eftir að fást við þetta mikið
lengur." Framtíð okkar virtist björt
en augnablikið er fljótt að líða.
Nóvember situr höndum auðum
Eins oghrúga aflaufum dauðum
Og tungl sem er eins og bein á lit
Engar bænir fyrir Nóvember
Að dvelja lengur
„Keyptu handa mér drykk,“ sagði
hún. „Ekki vera leiðinlegur." En ég,
verandi blankur eins amatörskálda
er siður, hafði urn lítið annað að
velja. Skáldið hefur aðeins gull-
hamra að bjóða en af þeim átti hún
nóg. Þeir eru gefnir á hverju kvöldi í
Kópavoginum af mönnum ölvaðri
og efnaðri en mér. Og stundum var
þeim leyft að komast inn í klefann
en Nóvember vildi hvorki þýðast
mig né þiðna.
I votum stígvélum ogregnihún
bíður
Ogmeð gljáandi svörtum hröfnum
flýgur
Á reykháfastróks brautum líður
Nóvember er undarleg sýn
Hún er aftökusveit mfn
Nóvember
Ljósin kviknuðu, og gestirnir
voru vaktir af draumnum. Ég stóð
fyrir utan, hringdi á leigubíl til að
færa mig aftur til hversdagsins í
Reykjavík og kveikti mér í sígarettu.
Ein af annarri komu þær út; Janúar
og Febrúar og allar hinar og settust
inn f sendiferðabíl. Nóvember veif-
aði ekki einu sinni bless og Desem-
ber hvarf líka án þess að ég gæti
rönd við reist. Ég stóð eftir á stétt-
inni með útbrunna sígarettu og
dagatal sem yrði gagnslaust áður en
ég vissi af.
valur@dv.is
Framtíðardraumar
dansmeyjar
Júní og Júlí skáluðu í kampavíni,
Desember var í einkadansi, Maí var í
þann mund að springa út á sviðinu,
en ég hafði aðeins auga fyrir Nóv-
ember. Nóvember, sem annars er
vanræktur sem einungis upphitun
fyrir Desember en þegar myrlaið
skellur á þarfnast maður hlýju meira
en nokkru sinni fyrr. Vonin um að
komast yfir kvenmannsbrjóst hefur
gert margan marin að skáldi og þeg-
ar fegurðin fyllti vit mfn og vínið
flæddi um líkamann, var ekki laust
við að sú skáldagáfa sem blundar
vanrækt í mörgum blaðamanninum
færi að brjótast út.
Nóvember hefur mig bundið
Við gamalt tré hérna við sundið
151.640 lesendur