Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2003, Síða 27
DV Fókus
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 27
wclonia Beckham heldur
neistanum í sambandinu við David
Fyrrum Kryddpían Victoria Beckham hefur viðurkennt að hún
kryddi ástarlíf sitt með dónalegum símtölum til eiginmannsins David
Beckham. Og stúlkan viðurkennir fúslega að textinn við nýjasta lag
hennar, This Groove, fjallar um lostafull langlínusímtöl. David Beck-
ham er eins og kunnugt er búsettur í Madríd en Victoria eyðir mestum
tíma sínum í Bretlandi.
Gríðarhár farsímareikningur
„Lagið er um símasex. Samband okkar er þess eðlis að við erum oft
langt frá hvort öðru. Við tölum örugglega 50 sinnum saman í símann á
dag. Ég er viss um að fullt af fólki þarna úti skilur vel hvað ég á við,“ seg-
ir hún. En þrátt fyrir að stelpan sé ánægð með þetta fyrirkomulag er þó
einn augljós galli á gjöf Njarðar; kostnaðurinn.
„Farsímareikningurinn minn í þessum mánuði var eitthvað um 130
þúsund krónur. Nei, reyndar er ég að ljúga því, hann var miklu hærri,"
segir Victoria sem þarf svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur af því, laun
Davids Beckham hjá Real Ma-
Victoria Beckham
Eyðirmestum tíma sin-
um i Bretlandi á meðan
eiginmaðurinn býr á
Spáni.Afþeim sökum
tala þau 50 sinnum
saman i simann á dag
og þykir ekki verra að
klæmast aðeins.
Lostafull lannlni
drid eru stjarnfræðilega há og sjálf rakar hún enn inn örfáum
krónum frá Kryddpíu-árunum.
Vill rass eins og J-Lo
I viðtali á BBC sagði Victoria líka að hún og David
Beckham gætu bæði vel hugsað sér að hún væri með
afturenda eins og Jennifer Lopez. „David myndi vilja
að ég væri með meiri línur. I dag eiga allir að vera
eins vaxnir og Jennifer Lopez. Það er alveg öruggt
að ég myndi alveg vilja vera með alVeg eins rass og
hún.“
Af David Beckham er það meðal annars að
frétta að stemmningin á æfingasvæðinu hjá Real
Madrid hefur breyst aðeins eftir að hann fékk
OBE-orðuna hjá Elísabetu Bretadrottningu á
dögunum. Nú kalla Ronaldo, Zidane, Raul og
allar kempurnar hann
ekki annað en „Yðar há-
tign“ eða eitthvað í lík-
ingu við það. David hef-
ur að sögn bara gaman
af þessu en kunnugir
segja það oft furðulegt
andrúmsloft þegar
þjálfarinn grínast
kannski með þetta og
segir: „Yðar hátign! Þér
verðið að leggja harðar
að yður“...
Beckham-hjónin
Myndin er tekin þegar
David fékk OBE-orðuna
afhenta um daginn. Eftir
að hann fékk hana kalla
félagar hans i Real Madrid
hann ekki annað en Sir
David.
f----------------------------------------------------\
Auglýsing
Skv. 2. gr. laga nr. 35/1953 með síðari breyting-
um, um bæjanöfn o.fl., og 7. gr. reglugerðar um
störf örnefnanefndar, 22. febrúar 1999, ber ör-
nefnanefnd að úrskurða um hvaða örnefni verða
sett á landakort sem gefin eru út á vegum Land-
mælinga íslands eða með leyfi þeirra, sé ágrein-
ingur eða álitamál um það efni.
Til nefndarinnar hefur verið skotið þeim
ágreinings- eða álitaefnum hvort setja
eigi á slík landakort:
1) örnefnið Jökuldalur eða Nýidalur,
sunnan við Tungnafellsjökul;
2) örnefnið Locksfell eða Lokatindur,
norðnorðvestur af Öskju;
3) örnefnið Wattsfell eða Vatnsfell,
sunnan við Öskju.
Hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitneskju
eða ábendingum, er að haldi komi, gefst færi á
að kynna örnefnanefnd álit sitt. Ábendingum skal
skila til örnefnanefndar, Lyngási 7, 210 Garðabæ,
eigi síðar en 31. janúar 2004.
Örnefnanefnd
V____________________________________________________/
JRvið dauðans
dyr, aftur
Leikarinn Larry Hagman, sem er þekktastur fyrir
hlutverk sitt sem JR í Dallas-þáttunum sívinsælu, hef-
ur verið lagður inn á sjúkrahús vegna lifrarskemmda.
Larry hefur lengst af ævinni verið iðinn við drykkjuna
og þurfti hann meðal annars að gangast undir lifrar-
ígræðslu árið 1995 þegar sú gamla var búin að fá nóg.
Eftir það hefur hann að mestu haldið sig frá sopanum
þar sem læknar sögðu honum að ef hann myndi ein-
faldlega deyja ef hann héldi áfram uppteknum hætti.
Fyrir nokkrum
vikum fór
þorstinn svo
að segja til sín
á ný og því fór
sem fór. Larry
liggur nú
þungt haldinn
á St. Vincent
sjúkrahúsinu í
Los Angeles
og bandaríska
þjóðin stend-
ur á öndinni
og býður
spennt eftir
því hver af-
drif Larrys
verða, rétt
eins og þegar
JR var skot-
inn hérna
um árið.
Konur fíla
klám
Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var
af aðilum frá Stanford háskólanum í Bandaríkj-
unum hafa konur gainan af klámi. Rannsak-
endurnir komust að þessari niðurstöðu eftir að
þeir höfðu gert tilraunir á 20 konum þar
tengdar við alls kyns mæl-
ingatæki á meðan klámáhorfi þeirra stóð.
Mældur var hjartsláttur, andardráttur, við-
brögð húðarinnar og blóðflæði um kynfæra-
svæðið á meðan konurnar horfðu á klám án
hljóðs í 22 mínútur og svo aftur með hljóði í
aðrar 22 mínútur. Niðurstöður rannsóknarinn-
ar voru á þá leið að felstar konurnar urðu lík-
amlega æstar eftir aðeins tveggja mínútna
klámgláp, hvort sem horft var með eða án
hljóðs.