Nýtt dagblað - 10.09.1941, Blaðsíða 3

Nýtt dagblað - 10.09.1941, Blaðsíða 3
MtTT ÐAOBLAÓ 3 Mlðvifeudagur 10. september 1941. L Eigandi og útgefandi: Gunnar Benediktsson. Kitstjórar: Einar Olgeirsson (ábyrgur) Sigfús Sigurhjartarson. Kitstjórn: Hverfisgotu 4, sími 2270, Afgreiðsla: Austurstræti 12, sími 2184. Víkingsprent h. f. Tækiteri verkalýBsins til kjarabóta Samningar flestra verkalýðsfélaga falla úr gildi um árainót, ef þeim er sagt upp með nægum fyrirvara. Víðast hvar mun þurfa að segja samningunum upp með þriggja mán aða fyrirvara eða nú um mánaðla- mótin. Það er því timi kominn fyrir verkalýðsfélögin til að athuga alla málavexti og ákveða sókn $ína í baráttunni fyrir bættum kjörum stéttarinnar. Mdfei hefur verkalýðurinn haft eins góða aðstöðu til að knýja fram kjarabætur og nú, þcgar að vinnuaflið er svo eftirsótt, að aldreý liefur þekkst annað eins liér. En hinsvegar hefur verið imjög dauft yf- ir verkalýðshreyfingunni siðan um nýár. Fundilr í félögunum hafa verið fáir. Félagslegur undirbúningur und- ir það að liagnýta liinar heppilegu kringumstæður er þvi -lítill. A þessu verður fljótt að ráða bót:. Verkalýðsfélögin þurfa strax að fara að halda íundi og skipulcggja bar- áttu sína. Það má eigi svo til gangá að vegna augnablikshagsmuna verka manna við vinnuna nú, þá gleymist að liugsa fyrir framtíðinni. Einmitf nú þurfa allir verkamenn að gefa sér tíma til að hugsa um framtíð- ar- og heildarhagsmuni stéttarinn- ar io'g vinna henni til handa kjör, sem ekki verða aftur pf henni tekin. Verkalýðsfélögin þurfa að læra af mistökunum, sem urðu i vetur. Þau félög, sem saman heyra vcgna vinnunnar, þurfa að heyja barátt- una sameiginlega. Og bezt væri að þau ræddu markmið baráttunnar i sameiningu. Það er vafalaust margt, sem til greina kemur fyrir verkalýðsfélög- in, að berjast Jfyrtijri í vetur, cn meðal þýðingarmestu markmiðanna, sem knýja þarf fram, er tvímælalaust 8 tíma vinnudagurinn. í baráttunni fyrir auknum réttindum og aukinni menningu alþýðunnar, þá er það tvimælalaust eitt stærsta sporið, er stigið verður innan auðvaldsskipu- lagsins, að koma 8 tíma vinnudegi á. — Nokkur verkalýðsfélög hafa þegar komið 8 tfma vinnudegi á, en hjá flestum er enn 9 til 10 tíma vinnudagur. 011 þessi mál þurfa að takast til rækilegrar yfirvegunar í verlka- lýðsfélögunum sem fyrst. Islenzk verkalýðshreyfing má ekki við því að láta beztu tækifærin, sem liún hefur til að bæta kjör stéttarinn- ar ganga úr greipum sér. Aldrei hefur hún liaft aðra eins möguleika til að vinna sigra sina skjótt og vel. En hún þarf að und- irbúa sig vel til þess — og tíminn til undirbúningsins gr nú. cBœiaivóztuzifvn VIÐ GRÖF NAPOLEONS. Þegar Hitler kom til Parísar, eft- ir sigurför þýzka hersins til Frakklands, staðnæmdist hann við grðf Napóleons, Þá birtist honum vofa Napóleons er mælti: „Hver ert þú?” „Eg er sigurvegari heimsins”. „Ertu búinn að sigra Rússa?” „Nei, en eftir nokkrar vikur verð ég búinn að því”. „Ertu búinn að sigra Breta?” „Nei, en eftir nokkra mánuði verð eg búinn að því”. „Leggstu hjá mér”, mælti vofan og hvarf. ÞINGVILJINN, „Þingviljinn hefur verið þver- brotinn”, segir Morgunblaðið. Auð vitað er blaðið hneykslað út í. fingurgóma, hvað annað með svo einlægt þingræðis- og lýðræðis- blað. Það var ríkisstjórnin sem „þver braut þingviljann” að dómi Morg- unblaðsins, þegar hún ákvað að loka áfengisútsölunum. Og rök- semdir Morgunblaðsins, hverjar skyldu þær vera? Þær eru þannig: , Þegar Alþingi kom saman í júlí mánuði til þess að staðfesta samn ing þeirra Hermanns og Roose- velts, báru fjórir þingmenn fram svohljóðandi tillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina: 1) Að loka áfengisverzlunum ríkisins, meðan erlent herlið dvel- ur í landinu. 2) Að vinna að því, við stjórn- ir þeirra ríkja, sem herlið er kom- ið frá hingað til lands, að þær láti ekki herliðið fá áfengi né að- stöðu til að afla þess, meðan liðið dvelur hér á landi”. Margir þingmenn gerðust til að halda því fram, að á aukaþingi þessu væri ekki rétt að taka nein mál fyrir önnur en það sem þing- ið var kallað til að leysa, og á gmndvelli þcirrar ástæðu var sam þykkt að taka tillögurnar ekki til meðferðar, Af þessu dregur Morg unblaðið þá merkilegu ályktun, að það sé eindreginn vilji hinna um- boðslausu þingmanna að áfengis- útsölurnar séu opnar upp á gátt. Það er ekki hægt að komast mikið lengra í heimskulegum á- lyktunum en þetta. ÞJÓÐARVILJINN. En úr því að Morgunblaðið er nú að tala um þingvilja, því þá ekki að minnast um leið á þjóð- arviljann? Haustið 1939 skrifuðu nær 23 þúsundir manna undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að loka á- fengisútsölum og hafa þær lok- aðar meðan stríðið stæði. Undir- skrifta var aðeins leitað í bæjum og nokkrum stærri kaupstöðum, Undirskriftunum var safnað á 4 eða 5 dögum. Undirtektir voru slíkar, að um 80—90% allra þeirra, sem til náðust, skrifuðu undir, og mjög mikill meirihluti allra kjósenda skrifuðu undir, á Jieim stöðum, sem undirskriftanna var leitað. Það er vissa fyrir því, að í sveitum landsins, en þar var undirskriftanna ekki leitað, er krafan um lokunina ennþá almenn ari en í kaupstöðunum. Það er spursmál hvort þjóðar- viljinn hefur nokkru sinni komið greinilegar fram en í þessu máli. MEÐAN ÞJÓÐARVILJINN VAR FÓTUM TROÐINN. Ríkisstjómin lét sér sæma að fótumtroða þennan þjóðarvilja í nær tvö ár —- og Morgunblaðið Jiagði, En þegar stjórnin lætur að þjóðarviljanum, þá rífur Morgun- blaðið þögnina, til þess að ávíta stjórnina harðlega fyrir að fara að þjóðarviljanum í einu einasta máli. Til þess að rökstyðja þetta, vitnar það í 19 umboðslausa menn sem kalla sig þingmenn, sem lýstu því yfir, að þeir vildu ekki segja álit sitt í málinu, og segir: „Sjáið þingviljann, fyrir honum verður þjóðarviljinn að víkja. Morgunblaðinu hefur oft tekist vel að gera sig hlægilegt, en sjald an betur. ÞVl LÆTUR MORGUNBLAÐIÐ SVONA? Sumir halda það sé af því að þeir séu svo „þyrstir” Morgun- blaðsmennirnir, eitthvað er til í því, en ekki er það aðalástæðan. Aðalástæðan er sú, að nokkrir káttsettir auðborgarar hafa ákveð ið að gera áfengisframleiðslu að stórgróðaatvinnuveg fyrir sig. Þeir ætla sér að framleiða áfengt öl fyrir Islendinga, og þeir stefna að því að fá lög sett sem heimili þetta, Þessir menn óttast aö lokunin verði til þess að auka bannstefnunni fylgi og torveldara verði að koma þessum gróðaplön- um í framkvæmd eftir því sem lengur er lokað. Þetta er meginástæðan til þess að Morgunblaðið gerir sig að at- hlægi, „það verður margur af aur um api”, en vonandi fer þjóðin nú að vitkast svo, að hún láti þá menn ekki lengi fara með völd í landinu, sem segja: Eg elska lýðræði, þegar þeir meina pen- inga, og eg elska þingræðið, Jægar þeir meina stórgróða. ÞEIK SKULU SETJA FYRIR MlNUM VIÐSKIPTUM. . . . Verkamaður kom að máli við Bæjarpóstinn í gær, og sagði með- al annars: „Nú er maður þó frjáls að því að verzla hvar sem manni sýnist, því nú getur mað- , ur borgað út í hönd. Þá fer mað- ur að verzla við þá, sem anglýsa í þeim blöðum, sem maður les. Eg man vel hverjir auglýsa í Nýju dagblaði og þeir skulu setja fyrir mínum viðskiptum”, SVO VAR ÞAÐ NÚ EITT ENN , SEM HCN LÉT UNDIR HÖFUÐ LEGGJAST. Ákafur stuðningsmaður Chur- chills kom að máli við Lloyd Ge- orge og lýsti fjálglega ágætum núverandi stríðsstjórna.r , Breta. „Það er nú eitthvað a$pað, en stjórnin, sem við höfðp^ í síð- asta stríði” (Loyd Georgjet var þá forsætisráðherra) mælti, hann; „sú stjórn lét allar skyn^amlegar ráðstafanir undir höfuð leggjast”. „Hún lét undir höfuð leggjast að taka upp skömmbun matvæla í tæka tíð, hún lét undir höfuð ieggjast að koma skynsamlegu skipulagi á framleiðslu hernaðar- nauðsynja”. Þannig hélt hann á- fram langa hríð að telja upp það, | sem stjórn Lloyd George hefði látið undir höfuð leggjast, Gamli ] maðurinn hlustaði á allt þetta Físbsölusnmn- fll|[in$urlnn Framh. af 2. síðu. togara, sem talinn er á skrá I, svo framarlega sem þessi fiskur hefur ekki verið látinn á land á Islandt. b. Þau skip, sem stríðsflutninga ráðuneytið liefur heimilað að flytja fisk frá íslandi. c. Þau skip, sem um er rætt í skrá G. 5. Matvælaráðuneytið tekur á- byrgð á verðhækkun á salti og hráolíu, sem notuð er til að afla fisksins til sölu samkvæmt ákvæðum þessa samnings, ef verðið á þess1- um vörutegundum verður hærra en svo að það nemi 6—2—0 sterlings- pundum fyrir hverja smálest af salti komna á land í Reykjavík oé 8—9—0 sterlingspund fyrir smálest liverja af hráolíu, komna á land c. með mestu þolinmæði, en þegar hlé varð á ásökunum andstæð- ingsins sagði hann með mestu hægð. „Svo var það nú eitt enn sem þessi stjórn lét undir höfuð leggjast. Hún lét undir höfuð leggjast að tapa stríðinu”. HVERNIG GENGUR MEÐ ÞESS- AR HUNDRAÐ ÍBÚÐIR? Hundrað voru þær bráðabirgða- íbúðirnar, sem bæjarstjómin sam- þykkti að láta byggja. En hvað líður framkvæmdum? Um þær beyrist alls ekki neitt. Það eru þó ekki nema þrjár vikur til flutn- ingadags svo það er áreiðanlega timi til kominn að fara að undir- búa málið. FISKSÖLU S AMNIN GURINN Bæjarpóstinum barst svohljóð- andi klausa út af fisksölusamn- ingnum’ og lofi ólafs Thors um hið fimmfalda verð, er fáist fyrir fiskinn: Samningurhm er smánarblettur fyr ir islenzku þjóðina. Það' er ekki nóg með að hann gengué i berhögg við hagsmuni einnar stærstu stétt- arinnar i landinu, heldur er farið langt aftur í 17. öld með því að selja verzlunrréttindi Islendinga í hendur erlendra manna. ' . Við samningsgerð hafa þeir, sem að þeim stóðu, varið hagsmuni stór útgerðarinnar, cn varpað hagsmun- um smáútgerðarinnar fyrir borð. Enn aukið misrétti í framkvæmd sanm ingsins, heldur en það, sem hann tekur til, hefur þegar komið fram í yfirgangi togaraeigenda við sölu í skip nú síðustu daga, og mun verða svo oftar. Það er ósatt að fiskverðið hafi finunfaldast frá því fyrir stríð, sam- kvæmt sanmingum. Þorskurinn kost- aði ekki 7 aura fyrir stríð (1939), lieldur 11 aura, ýsan ekki 7 aura, heldur 18—25 aura. Samningurinn er gjörræði, framið í fullkomnu lieimildarleysi og án um- boðs frá þehn, sem vöru þá franv- leiddu og áttu, sem búið er að selja til eins árs. li. f. í Reykjavík og 9—9—0 sterlings pund fyrir hverja smálest af hráolíu sem látin er í latid á öðrum höfn- um á íslandi. öll kaup á salti og hráolíu, þar sem verðið fer fram úr því verði, sem ábyrgzt er, skulu lögð undir matvælaráðuneytið til samþykktar. Þegar talið cr saman það fé, sem greiða skal samkvæmt þessari ábyrgð skal dregið frá: I. Fyrir þeim fiski, sem neytt |er á íslandi. II. Fyrir þeim fiski, sem seldur er til annarra landa en brezka rík- isins. j III. Fyrir þeim fiski, sem fluttur ter til brezka rikisins á skipumj, sem getur i 4. c. flokki hér að framan. 6. Þar sem fiskverðíið i sampingn- um er tiltekið í islenzkri mynt, þá er það miðað við það gengi, seni svarar því, að 26,09 krónur jafn- gildi einu sterlingspundi; og samn- ingsaðilar eru sammála um það, að ef hið opinbera breytir genginu, skal því verði sem greint er í islenzkum krónum, þegar breytt á þá lund, að tryggt sé, að sá fiskur, sem kaupa skal samhvæmt samningun- um, skuli kosta matvælaráðuneyt- ið sömuupphæðj í sterlingspundum, eftir breytingu gengisins, semhann gerði áður en gengisbreytingin komst á. 7. Allir útflutnmgstollar, gjölíd og skyldur, sem á fiskinum hvila, að undanskildum ferskum fiski og ferskri síld, skulu greidd af íslenzk- um seljendunv; og fari svo að út- flutningstollar, gjöld og skyldur, er greiðast af nýjum fiski og ferskri sild, útfluttri frá íslandi, hækki frá því sem er, þegar sanmingurinn gengu^r í igildi, cru samnmgsaðilar á emu máli um það, að þá liækkun, scm verður, íncðan samningurinn er i gildi, skuli matvælaráðuneytið unð anþegið að greiða. •b. orelöslur fyrir nýjan fisk, salt- fisk, frosinn fisk og niðursoðinn fisk, skulu fara fram samkvæmt þvi, sem greint cr á viðkomandi skrám. 9. Fari svo að ófriðnum ljúki, meðan sanmingurinn er í gildi, get- ur hvor aðilinn sem vill, tilkynnt hinum, að liann ætli sér að slíta samningnum að tveitnur mánuðum liðnum frá þeim degi cr sú til- kynning kom fram. 10. Sanmingsaðilar cru sammála um það, að samningurinn skuli öðl- azt gildi, þegar samkoniulag hefur náðst um frumdrætti samningsins, og það samkomulag liefur verið und irritað af báðum aðilum, og þeir eru ennfremur sannnála um það, að þessir frumdrættir samningsms skuli gilda sem samþykkt, unz matvæla- ráðuneytið hefur gert fonnlegan sanming til undirskriftar fyrir báða aðila. Undirritað í Reykjavik, 5. dag ágústmánaðar 1941. Utbreíðíð Nýtt dagblað Maðurínn mính, Eíríbur Magnússon hennarí, andaðíst þann 9 þessa mánaðar, Sítíríður Þorgrímsdóttír /

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.